Tíminn - 13.09.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.09.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. september 1989 Tíminn 7 VETTVANGUR llllllllliillllli! Illlllllll Margrét Bóasdóttir, Grenjaðarstað: Stefnir norðlensk byggða þróun í blindgötu? Framsöguerindi um menningarmál á þingi Fjórðungssambands Norðlendinga Hvað er menning? í síðustu áramótaræðu sinni sagði forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir: „Menning er það sem vel er gert.“ Pað getur verið menning hvernig þú sýður ýsu, eða skrifar viðskipta- reikning, en í daglegu tali tengjum við menninguna þó fyrst og fremst listgreinum. Nýverið kom í ljós að samkvæmt skilgreiningu söluskattslaga um menningarsamkomur, þá voru haldnir tónleikar í Húnaveri alla verslunarmannahelgina. Þar þurftu tónleikagestir hvorki að hafa fyrir því að sitja kyrrir í sætum né sýna flytjendum og sjálfum sér þá virðingu að fara í betri fötin. Þessa tónleika sóttu menningar- neytendur framtíðarinnar á Norðurlandi. Þetta er líka stefna í menningar- málum. Það kemur samt dálítið an- kannalega fyrir sjónir, að eftirláta söluskattsinnheimtuaðilum mótun menningarstefnu þjóðarinnar. Ég tel að tíðarandinn, óbeint að vísu, sé andsnúinn listgreinum og menningarlegu áhugamannastarfi. Hér er dyggð að vinna mikið og lítið gert af því að minna okkur á þegnskyldu okkar í menningar- samfélaginu. Listir og menn- ingarmál þarfnast tíma; þau taka tíma, þar hefur aldrei fengist mikið fyrir lítið; það sem vel er gert, er aldrei án fyrirhafnar. En þurfum við þessa menningu? Þurfum við alla þessa fyrirhöfn? Er það sérstakt að eyða frítíma sínum í þágu hinna ýmsu áhugamála í samfélaginu? - er það ekki sjálfsagt? Lætur þú sjónvarpið ráða, eða útvarpið? Verður það að vera opið allan dagskrártímann? Máttu kannski ekki einu sinni vera að því að horfa á það, eða hlusta, - eða erum við bara öll svona dauðþreytt eftir vinnudaginn? Við höfum næg vandamál í menningarmálum, en hvers þurf- um við með? Við þurfum starfsemi - ekki látlaust puð, en markvisst starf. Við þurfum samstöðu - sýna áhuga í verki eða jafnvel bara í orðum; hrósa, gagnrýna, en ekki níða niður. Þetta er líka sú samhjálp sem við þurfum. En auk þess þurfum við að þora að leita aðstoðar og vilja til að nýta sér reynslu annarra. Það er stutt frá minnimáttar- kennd til hroka, sem er ljótt orð, og reisir þann múr falskrar sjálfsá- riægju sem líður ekki þekkingu og krafta annarra, og er stærsta hindr- un listsköpunar og mannlegra sam- skipta. Við þurfum fyrirhyggju - ekki það sem ég kalla stundum „ís- lenska lagið“, - bara drífa í þessu Lætur þú sjónvarpið ráða, eða útvarpið? Verður það að vera opið allan dagskrár- tímann? Máttu kannski ekki einu sinni vera að því að horfa á það, eða hlusta, - eða erum við bara öll svona dauð- þreytt eftir vinnudag- inn? og sjá svo til! Það þarf þá skipu- lögðu kynningu starfs og menning- aratburða, sem nú kallast markaðs- setning. Hvert eigum við svo að sækja aðstoð, fyrirgreiðslu, fjárhagsleg- an styrk? Til karla og kvenna í ráðandi stöðum byggðarlaganna, sem sjálf hafa reynslu af menningarlífi og menningarstarfi, og eru þess um- komin að sýna skilning og velvilja á starfi annarra af þeim sökum, . þann skilning og þann vilja, sem ekki lætur sitja við orðin tóm, heldur hvetur til framkvæmda með krónum og aurum. Við megum ekki gleyma því að fjöldi þeirra einstaklinga, sem þannig má höfða til, er nú þegar verulegur innan raða sveitarstjórnarmanna. Við þurfum sjálf án afláts að gera það sem við viljum að sé gert, vera til skiptis veitendur og neyt- endur. Við þurfum að fá nágranna okk- ar og samferðamenn með til starfs að því sem vel er gert - til starfs í þágu menningar. Hvað vilt þú hafa þar sem þú býrð, auk vinnu og skjólshúss yfir þig og þína? - Skóla fyrir börnin þín, jafnvel tónlistarskóla? Býðurðu þeim upp á að læra á hljóðfæri, hvetur þú þau til þess, - máttu vera að því að hlusta á þau æfa sig, ferðu á tónleika? Það er verst að nær enginn getur, nú til dags, spilað undir almennan söng og skortur á organ- istum er tilfinnanlegri nú en áður var. - Hefur þú heyrt raddir mæla eitthvað þessu líkt? Kirkjukór - oft eina almenna söngstarfið á staðnum - Skiptir hann þig nokkru? Við þurfum sjálf án af- láts að gera það sem við viljum að sé gert, vera til skiptis veitend- ur og neytendur. Við þurfum að fá ná- granna okkar og sam- ferðamenn með til starfs að því sem vel er gert - til starfs í þágu menningar. Þú hefur kannski ekkert gaman af söng, yfirleitt? - en ef svo er; þá er þetta'svo bindandi. En tímamótin, jól, jarðarför? „Ósköp er kórinn fáliðaður og hjáróma." En nú drífur þú þig auðvitað í kór, þegar þú kemur heim, því það að syngja með öðrum er bæði skemmtilegt og liollt, og svo er kór það stéttlausasta fyrirbrigði sem til er (og við íslendingar erum jú þekktir fyrir litla stéttaskiptingu). Viltu að leikfélagið starfi? Einu sinni setti það upp svo sprenghlægilegan söngleik, en síð- ast var það eitthvert verk sem fjallaði bara um viðbrögð fólks við vitneskju um nálægan dauða. Nei - ég fer sko í leikhús til að skemmta mér. Eh nú kemur einhver skemmti- kraftur, landsfrægur úr fjölmiðlun- um. Jú, ætli ég bara drífi mig ekki. Það er mjög nauðsynlegt og gott að taka vel á móti gestum, sem þar að auki koma færandi hendi. Við megum bara ekki gleyma að rækta eigin garð. Ur uppeldisstarfi áhugamanna- starfsins koma bæði stóru nöfnin framtíðarinnar og fjöldinn sem vill heyra þau og sjá. Þar sem lítið er gert heima fyrir er enn minni áhugi fyrir því utanaðkomandi. Hver ræður heima hjá þér? Við þurfum að vinna saman, faglærð og ófaglærð, því áhuga- menn erum við öll. Auðvitað blæs um okkur og á móti, en í lognmollunni er kyrr- staða og þar situr þú sem bíður eftir því að einhver annar komi og bjargi málunum. Þá ert þú í blindgötu. Farðu frekar heim og taktu til hendinni. Jón Sigurösson skólastjóri: Þróun ævintýri líkust Kaflar úr ræöu viö 72. skólasetningu Samvinnuskólans 2. september sl. í öðru lagi liggur það fyrir okkur að endurmeta alla stöðu Sam- vinnuskólans, endurskoða reglu- gerð hans og skipulagsmál öll. Þetta er óhjákvæmileg afleiðing þess að skólinn starfar nú á há- skólastigi. Áhrif starfsmanna og nemenda á stjórnun skólans verður að auka og laga verður alla starf- semi endanlega .að því sem hæfir háskólastiginu, gera breytingar á kennarastörfum, hefja vinnu við rannsóknir á þeim sviðum sem skólinn beitir sér að o.s.frv, í þessu sambandi kemur til álita hvort breyta eigi skólanum í sjálfseignar- stofnun og taka þá nýjar ákvarðan- ir um formleg tengsl hans við Samband íslenskra samvinnufé- laga, aðra núverandi eigendur fast- eigna hér á Bifröst og við Mennta- málaráðuneytið. Með nýrri skipu- lagsskrá yrði þá t.d. að kveða á um tengsl skólans við Sambandið sem bakhjarl og verndara skólans sem skipar stjórn hans o.s.frv. í þessu efni koma fjárhagsmál skólans til skoðunar. Með fjárveitingu á fjár- lögum ríkisins stendur skólinn nú þegar undir rekstri sínum, með tveimur undantekningum þó: Ann- ars vegar er halli á starfsfræðslunni sem skólinn veitir starfsmönnum samvinnufélaganna og hins vegar hefur skólinn þurft stuðningsfram- lög til viðhalds fasteigna hér á setri og verklegra framkvæmda í tengsl- um við þær. Ég tel það ekki með að skólinn stendur ekki undir arð- semiskröfu vegna stofnfjármagns þar eð enginn annar skóli í landinu er látinn bera slíkar byrðar og ríkisvaldið viðurkennir þann kostnaðarlið ekki í skólum. í fram- haldi ákvarðana um skipulagsmál og fjárhag Samvinnuskólans er ljóst að reisa verður skólanum viðeigandi kennsluhús ef hann á að starfa hér til frambúðar. Bygging kennsluhúss hefur verið á dagskrá Samvinnuskólans undanfarna rúma þrjá áratugi og er með ólík- indum að stofnunin hefur haldið velli til þessa án nauðsynlegrar húsnæðisaðstöðu. En nú verður ekki öllu lengur komist hjá úrræð- um. í þriðja lagi þarf að taka ákvarð- anir um starfsfræðslu skólans fyrir samvinnufélögin o.fl. á næstu Seinni hluti árum. Til skjalanna er nú kominn Starfsmenntunarsjóður samvinnu- starfsmanna og hefur hlotið dýr- mæta viðurkenningu Félagsmála- ráðuneytisins og stuðning þess til starfa á næstu mánuðum. Mikil- vægt er að þessi nýja stofnun nái góðum þroska á næstunni en Sam- vinnuskólinn á að geta gegnt miklu hlutverki fyrir Starfsmenntunar- sjóðinn í framtíðinni. Við verðum enn fremur að hugleiða hvort Sam- vinnuskólinn getur ekki lagt fram sjálfstæðan skerf til þróunar ís- lensks samvinnustarfs, og á ég þar einkum við upplýsingamiðlun og námskeið fyrir þá sem vilja efla atvinnulíf t.d. á landsbyggðinni þar sem fjármagnsskortur, félags- legar aðstæður o.fl. valda því að samvinnuformið hentar betur en önnur rekstrarform. Hafa ber þá í huga að til eru ýmsar tegundir samvinnufélaga sem ekki hafa skotið rótum hingað til hér á landi en gætu átt gott erindi Jiér. Ástæða er til að benda á mjög athyglisverða reynslu frænda okkar Skota í þessu efni. f fjórða lagi þurfum við að móta skólanum stefnu um eigin þróun hans næstu árin. Nú þegar hafa komið fram hugmyndir um að gefa eigi þeim nemendum sem vilja kost á framhaldsnámi við skólann, þ.e.a.s. að alþjóðlegri prófgráðu, t.d. bachelors-prófi. Miðað við er- lenda reynslu í mörgum löndum virðist þetta reyndar liggja í augum uppi, og skoðun mín er sú að Samvinnuskólinn eigi hiklaust að stefna að því á nokkrum næstu árum að opna slíka nýja framhalds- deild er verði 1-2 námsár frá núver- andi prófi í rekstrarfræðum og Ijúki með bachelorsgráðu. En þessa nýju framhaldsnámsbraut okkar verðum við að undirbúa vel og rækilega í góðum samráðum við stjómvöld og ekki síst með tilliti til reynslu sambærilegra skóla erlend- is. í fimmta lagi er þess að geta að öllum er ljóst að óheppilegt er að Ios komist á stjórnun skólans vegna tíðra mannaskipta en ýmsar hættur eru því ekki síður tengdar að sami maður sitji of lengi á skólastjóra- stóli. Þetta þarf ég sjálfur að hafa í huga á næstu misserum. Mikilsvert viðfangsefni Umbreyting Samvinnuskólans í sérskóla a háskólastigi er nú þegar farin að skila árangri. Þessi þróun er ævintýri líkust, en nú er það okkar, samstarfsmanna og nem- enda, að sanna gildi og mikilvægi þessa nýja skóla í atvinnulífi og þjóðlífi íslendinga. Þetta er verð- ugt og mikilsvert viðfangsefni. Fræðslustarfsemi er úrslita- mikilvægur þáttur í nútímasamfé- lagi. Samvinnuskólinn er til þess stofnsettur og starfræktur að hann þjóni alþýðunni í landinu. Við- leitnin til samvinnu, til samhjálpar , og líknar, í mannlegu lífi er grund- völlur starfs okkar. Á þessum grundvelli verða öll önnur fræði okkar og verkþekking að hvíla ef vel á að farnast. Þessi viðleitni, sem á rætur í kristinni trú, er hugsjón Samvinnuskólans og hana eigum við jafnan að hafa í huga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.