Tíminn - 13.09.1989, Blaðsíða 1
BHHnBBBSB
i
■* A
Guðjón B. Ólafsson um framkomu bankaráðsmannsins Luðvíks Jósepssonar:
Skýlaust brot á
trúnaði
Umræða um skuldastöðu Sambandsins
undanfarna daga, ekki hvað sístfyrir tilstilli
bankaráðsmannsins Lúðvíks Jósepsson-
ar, var borin undir Guðjón B. Ólafsson
forstjóra í gær. Hann lýsti undrun sinni og
vanþóknun á þeim vinnubrögðum að mað-
ur í slíkri ábyrgðarstöðu væri að bera á torg
upplýsingar um skuldastöðu eins af við-
skiptavinum bankans, sem í sjálfu sér væri
skýlaust trúnaðarbrot gagnvart Samband-
inu. Það bætti síðan gráu ofan á svart að
upplýsingarnar væru að mestu leyti rangar
og þess eðlis að þær gætu hugsanlega
skemmmt fyrir viðskiptavild fyrirtækisins
bæði á íslandi og erlendis. • Blaðsíða 5
Guöjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins lýsir vanþóknum á vinnubrögöum Lúövíks
Jósepssonar.
Bankaráðsmaður brýtur gegn lögum um
Hrökklast Lúðvík
úr bankaráðinu?
Lúðvík Jósepsson, bankaráösmaöur (
Landsbanka
Alvarleg umræða á sér nú stað í
bankaheiminum og víðar vegna
síendurtekinna ummæla Lúðvíks
Jósepssonar bankaráðsmanns í
Landsbankanum á opinberum
vettvangi um skuldastöðu Sl'S
almennt, bæði gagnvart Lands-
banka og erlendum bönkum. Þykir
flestum einsýnt að bankaráðs-
maðurinn hafi lítilsvirt skyldur
bankaráðsmanns um bankaleynd
auk þess sem fullyrðingar hans
um skuldastöðu Sambandsins eru
rangar. Þegar leitað var eftir við-
brögðum viðeigandi aðila við því
hvort Lúðvík hafi gerst brotlegur
við lög fengust varfærnisleg svör,
enda málið svo alvarlegt að viður-
lög gætu varðað brottrekstri, sekt-
um eða varðhaldi, ef brot er
staðfest. Tíminn hefur engu að
síður uppiýsingar um að jafnvel er
búist við að nú í vikunni komi fram
krafa innan bankakerfisins um að
Lúðvík víki úr bankaráðinu.
• Blaðsíða 5
1