Tíminn - 16.09.1989, Qupperneq 1
16.-17. september 1989
Astarraunir gamla
Eldklerksins
- Séra Jón Steingrímsson átti í mesta stímabraki við að ná sér í konu, sem bakaði honum
háð gárunga og margvíslega mæðu
Séra Jón Steingrímsson, eða „Eldklerkurinn“ eins og
hann hefur verið kallaður, vegna þess kraftaverks, er
hann bægði hraunflóðinu frá kirkju sinni í Skaftáreldum,
átti ekki auðveida ævi, fremur en aðrir „helgir“ menn.
Einna þyngst féll honum það er peningar handa fátæk-
um, sem honum voru fengnir og hann átti að fá í hendur
hreppstjórum, „gufuðu upp“ í höndum hans á leiðinni
heim í sveit hans, því hann gat ekki annað en deilt þeim
út til snauðra manna, á leiðinni austur. Úr þessu varð
mikið málaþras, sem gekk nær af honum dauðum af
samviskukvölum. Um sama leyti missti hann einnig
konu sína og hugsaði að eina lækning sín yrði sú að
finna sér.nýja. En það gekk ekki hörmungalaust. Kom
þar einkum við sögu stúlka sú, sem Kristín hét, og var
þjónustumær hjá góðvinum hans, séra Birni Þorgríms-
syni og Helgu konu hans, sem um þær mundir fluttu úr
Viðey að Setbergi. Er fundum þeirra Kristínar og Jóns
bar fyrst saman var séra Jón orðinn roskinn maður, svo
varla var von að stúlkan væri ginnkeypt fyrir ráðahagn-
um.
Við sniðgöngum allan lengri að-
draganda, en látum nægja að skýra
frá að Jón hafði séð að ungfrú
Kristín var „með hreint og þægilegt
yfirbragð" og hann fékk ekki sleppt
sjónum af henni í það skipti er hann
fyrst sá hana.
Það var þó ekki fyrr en alllöngu
seinna, að sr. Jón fékk að vita, hver
þessi stúlka var. Hét hún Kristín,
dóttir sr. Sigurðar Jónssonar í Staf-
holti, og reyndist hún þannig að vera
í ætt við sr. Jón. Nú hafði hann ekki
í langan tíma hugsað til hennar, en
eina andvökunótt birtist mynd henn-
ar fyrir hugskotssjónum hans í skíru
ljósi, og um leið minntist hann með
ljúfri tilhlökkun vísu, sem kveðin
hafði verið við hann í draumi, og gaf
honum fyrirheit um nýja „ekta-
kvinnu“.
Þessi staðreynd varð sr. Jóni enn
ljósari, áður en langt um leið. Hann
var þá um hríð gestkomandi í Skál-
holti og kvaldist þá enn af „svefnleysi
og fleira". Magnús varalögmaður
Ólafsson, sem þar var til heimilis, sá
brátt, hvað honum leið, og var þá
ekki að sökum að spyrja. Hann taídi
prest á að kvænast hið skjótasta og
bauð til þess alla aðstoð, sem hann
gæti í té látið. Kvaðst lögmaður hafa
rætt um það við konu sína, hvar sr.
Jóni væri hentugt að bera niður, og
hafi þau orðið ásátt um að benda
honum á jómfrú Kristínu Sigurðar-
dóttur, þjónustustúlku sr. Björns
Þorgrímssonar. Tók klerkur þessu
meira en vel. Dró hvorugur þeirra
lögmanns í efa, að sr. Jón mundi ná
fullri heilsu, ef hann fengi hennar,
en eins og ljóst verður af þessari
frásögu, virðist það hafa verið mjög
útbreidd skoðun í austursýslunum
um þessar mundir, að holdlegar
samfarir væru allra meina bót. Er
því engin furða, þó að margan fýsti
að leita sér svo handhægrar lækning-
ar.
Örðugar kvonbænir
Það varð nú að ráði, að þeir báðir,
lögmaður og sr. Jón, tóku sér fjað-
urpenna í hönd og settust við skrif-
púltið. Tók lögmaður að sér að
skrifa sr. Bimi, en sr. Jón stílaði bréf
sitt til maddömu Helgu. Höfðuðu
báðir til fomrar vináttu við þau
prestshjónin og báðu þau að reka
erindi sr. Jóns við jómfrú Kristínu
og leggja honum allt það lið, er þau
mættu, við kvonbænimar. Áttu þau
síðan að tilkynna sr. Jóni málalokin
við fyrstu hentugleika.
Auðvitað beið sr. Jón úrslitanna
milli vonar og ótta, og má því nærri
geta, að hann hafi orðið alls hugar
feginn, er honum bámst að áliðnum
vetri tvö bréf frá maddömu Helgu
„með kærleiksfullu ávarpi“. Segist
hún þar hafa talfært erindi hans við
stúlkuna, og sé hún honum ekki
fráhverf, einkum ef hann fái presta-
kall nokkm nær, en hún muni gefa
honum fullnaðarsvar, þegar komi
fram á vorið. Gladdist sr. Jón við
þessi tíðindi og skrifaði nú báðum,
maddömu Helgu og jómfrú Krist-
ínu, ástúðarfull þakklætisbréf. Bjóst
hann síðan í skyndi til vísitasíuferðar
og hafði lokið öllum sínum prófasts-
verkum fyrir páska. Ætlaði hann svo
að hraða ferð sinni vestur til fundar
við vini sína „og sækja til þeirra
stóra lukku“.
En skyndilega dró ský fyrir ham-
ingjusólina. Rétt í þann mund, sem
sr. Jón var ferðbúinn, barst honum
bréf frá maddömu Helgu, og kvað
þar nokkuð við annan tón en í fyrri
bréfunum. Skýrir hún þar svo frá, að
jómfrú Kristín sé orðin algerlega
fráhverf ráðahagnum, þar sem hún
„þykist vera orðin vís þeirra hluta,
sem henni falla ekki,“ og segist hún
ekki geta láð stúlkunni, þó að henni
hafi snúist hugur. Ekki er þess
beinlínis getið í bréfinu, hvað valdið
hafi þessum sinnaskiptum, en ekki
er að efa, að þar hafi sögusagnir um
peningatökumálið verið að verki.
Þessi tíðindi komu eins og reiðar-
slag yfir sr. Jón, og var nú sjálfgert,
að hann hætti við vesturförina. Leið
svo fram að alþingistíma, og bjóst
hann þá til að ríða á Þingvöll, en
kom við í Skálholti á leiðinni. Var
þar þá enn fyrir Magnús lögmaður
Ólafsson. Innti hann prest eftir því,
hvort hann væri orðinn afhuga jóm-
frú Kristínu, og játaði sr. Jón því.
Kvað hann sér þess nauðugan kost,
en hinn svaraði: „Ég hef nýfundið
sr. Bjöm, og veit ég allt um bréfin,
sem milli ykkar hafa farið. Sjá þau
eftir bráðyrðum sínum, svo að ég
held, að þér gengi nú erindi, ef þú
fyndir þau sr. Bjöm og maddömu
Helgu sjálfur. Þau eru nú í Viðey og
bíða byrjar til að flytja sig á duggu
vestur að Setbergi í Eyrarsveit, því
að hann hefur fengið það presta-
kall.“
Sr. Jón hvarf að þessu ráði, „því
að neyð þrengdi eftir". Fór hann þó
fyrst á Þingvöll og rak þar erindi sín,
en hélt að svo búnu til Viðeyjar.
Tóku þau prestshjónin honum ljúf-
mannlega, en með því að jómfrú
Kristín var þá sjálf komin að Set-
bergi, ráðlögðu þau honum að halda
áfram ferð sinni vestur, og skyldi
hann til vonar og vara hafa með sér
lausan trússahest undir farangur
jómfrúarinnar. Þó skildi maddama
Helga það til, að hann færi fyrst á
fund biskups og fengi hjá hoúum
vottorð um, að peningamálið væri úr
sögunni.
Séð yfir Grundarfjörð úr Mel-
rakkaey. Þetta fagra umhverfi var
umgjörð ástardrauma hins
roskna klerks, er honum varð
hugsað til Kristínar sinnar á Set-
bergi.
Gárungarnir henda
gaman að
Þannig atvikaðist það, að sr. Jón
varð enn að leggja lykkju á leið sína.
Réð hann sér til fylgdar ungan
mann, Amgrím Pálsson frá Gufu-
nesi, og hélt aftur til Þingvalla, þar
sem hann hitti biskup að máli og
fékk hjá honum tilskilið vottorð. En
hér kom nýtt óhapp til sögunnar.
Amgrímur fylgdarsveinn gerðist
ærið „dmkkinn og lausmáll" og
víðfrægði nú erindi prests vestur að
Setbergi, þó að hann hefði áður
lofað að þegja yfir því. Tóku þá
gámngar að hafa kvonbænir hins
aldraða eldklerks í flimtingum. En
þama var einnig staddur á þingi
Einar Brynjólfsson stúdent, bróðir
maddömu Helgu, nýkominn frá
Kaupmannahöfn, þar sem hann
hafði einkum lagt stund á fjárhættu-
spil, en er hann heyrði söguna, brá
hann litum og lét söðla hest sinn sem
skjótast. Ekki renndi sr. Jón grun í,
hvað undir bjó, fyrr en gamall kunn-
ingi kom að máli við hann og taldi
honum hollast að ná hið bráðasta
fundi jómfrú Kristínar, ef aðrir ættu
ekki að verða fyrri til. Tók sr. Jón
heilræði þetta til greina og hraðaði
ferð sinni sem' hann kunni. Mundi
honum og sennilega hafa heppnast
áform sitt, ef hann hefði ekki orðið
veðurtepptur í tvo daga sökum úr-
hellisrigningar.
Sr. Jón gisti hina fyrstu nótt að
Lundi hjá gömlum vini sínum, sr.
Snæbirni. Dóttir prestshjónanna,
Magdalena að nafni, þjónaði honum
til sængur um kvöldið, og undraðist
sr. Jón, að svo „væn jómfrú“ skyldi
enn vera ógift. Hafði hann orð á
þessu við foreldrana og hugsaði sér
í kyrrþey, að ekki gerði til, þó að
hann hefði þessa föngulegu stúlku
bak við eyrað, ef annað brygðist.
Frá Lundi hélt sr. Jón til Hítar-
dals, þar sem prófasturinn, sr.
Halldór, tók honum Ijúfmannlega.
Vissi hann allt um ferðir prests, og
sagði prófastur við hann að skilnaði:
„Ef þér gengur ekki erindið, skaltu
koma til mín aftur. Skal ég þá sjá til,
að þú fáir jómfrú Guðríði Sigvalda-
dóttur í Skálholti, frændkonu
mína.“ Þóttist sr, Jón vita, að þetta
væri „ekkert skrurn", og kvaðst
feginn vilja eiga hann að um þetta,
ef í nauðimar ræki. Átti hann
þannig, eftir þessa stuttu ferð, von f
tveimur kvenmönnum, auk hinnar
eiginlegu ástmeyjar, og mátti það
teljast góður árangur.