Tíminn - 16.09.1989, Side 4
14
m HELGIN
Laugardagur 16. september 1989
Fðabeinsbrenna í Nairobi-þjóðgarðinum í Kenýa vakti athygli umheimsins á gegndarlausu fíladrápi.
Afríkufíllinn i
útrýminqarhættu
Á hverju ári falla 100.000 afrískir fílar fyrír byssuskotum
veiðiþjófa. Fílabeina-mafía sem starfar um allan heim selur
fílabeinið. Umhverfisverndarmenn vilja bjarga þessu tákni
Afríku frá útrýmingu með viðskiptabanni - en ekki er
líklegt að þeim verði mikið ágengt vegna þess hversu hátt
verð fæst fyrir fílabeinið. Der Spiegel fjallar um þessa
sorgarsögu nýlega.
Táknræn fílabeinsbrenna
í Kenýa
Með hásum rómi ber Daniel Arap
Moi forseti fram ákall til heimsins
um að „veita Kenýu lið á þessari
erfiðu stund“. Nauðsynlegt sé að
sýna samstöðu og staðfestu til að
koma í veg fyrir „hræðilegan um-
hverfisharmleik“.
Síðan bar forsetinn eld að eins
metra háum bálkesti, sem reistur
hefur verið í Nairobi-þjóðgarðinum,
í aðeins nokkurra kílómetra fjarlægð
frá borgarhliðum milljónaborgar-
innar.
Bálkösturinn er hlaðinn úr 2000
fílatönnum sem lagt hefur verið hald
á, og hefur hver um sig verið vegin,
númeruð og úðuð eldfimu efni.
Hljómsveit leikur þjóðsönginn.
Viðstaddir ráðherrar og þingmenn
sýna velþóknun sína með lófaklappi
þegar reykstrókarnir stíga til himins.
1 logunum förguðu bláfátækir
Kenýa-menn, þar sem meðaltekjur
á mann eru aðeins 340 dollarar, um
180 milljón króna virði, en það er
það verð sem fengist hefði fyrir
þennan feng veiðiþjófanna. Þessi
áhrifamikla sýning sem gerð var
fyrir fjölmiðla og hefur verið sýnd í
sjónvarpi í öllum heimshlutum, átti
að vera lýsandi merki um að nú væri
komið á algert viðskiptabann á fíla-
bein.
Kenýa-menn eru farnir að óttast
að orðstír landsins sem paradís
ferðamanna sé í hættu eftir að upp-
lýst hefur verið í hve miklum mæli
fílum er fargað þar í landi. Að mati
Richards Leakey, yfirveiðivarðar
Kenýu sem skipulagði fílabeins-
brennuna, hefur landið glatað um
85% fíla sinna síðan 1973.
Það er ekki bara í Kenýa sem
fílnum er miskunnarlaust slátrað, á
öllu afríska meginlandinu ógnar út-
rýming þessari dýrategund. Sam-
kvæmt rannsóknum umhverfissam-
takanna „World Wide Fund for
Nature" hafa fílahjarðir skroppið
saman úr tveim milljónum í um
700.000 dýr á tveim áratugum, og
segja sérfræðingar að þá sé vægt
metið.
Blóðvellir fílaveiðimanna eru
fyrst og fremst í Austur- og Mið-Afr-
íku:
* Á strandlendi Tansaníu hafa
veiðiþjófar fellt um 70% dýranna á
árunum 1979-1987 skv. upplýsingum
stjórnvalda.
* í Uganda voru drepin 80-90%
fílanna í ringulreiðinni á stríðsárun-
um undir stjórn Idi Amins og eftir-
manna hans í valdastóli.
* Á sléttum Mið-Afríkulýðveldis-
ins reikuðu enn 1976 um 100.000
fíiar. 1985 voru þeir ekki orðnir
nema 15.000.
Þó að dýravísindamaðurinn Iain
Douglas-Hamilton sé þegar farinn
að tala um „mesta dýraharmleik
þessarar aldar“ og mörg ríki hafi
gripið til verndaraðgerða, verða enn
2000 fílar fórnarlömb þessarar
grimmdarlegu slátrunar á viku
hverri. Limlest og rotin hræin á'
sléttunum og í runnunum eru til
vitnis um miskunnarlausa náttúru-
eyðileggingu.
■■ m
Veiðiþjófur að verki.
Afríkufíllinn
útdauður árið 2000?
Verði þessi hryllilega útrýmingar-
herferð ekki stöðvuð gæti martröð
margra náttúruvina orðið að raun-
veruleika á aðeins einum áratug,
þ.e. Afríka án fíla. Sérfræðingar
hafa reiknað út að þegar á árinu
2000 verði þessir gráu risar því sem
næst útdauðir, eins og forðum fór
fyrir forfeðrum þeirra, mammútun-
um.
Verða það sem sagt örlög villta
fílsins að sjást aðeins í framtíðinni
annað hvort á bak við rimla í
dýragörðum eða sýna kúnstir í
sirkus?
Vísindamenn eru hins vegar frá
sér numdir við rannsóknir sínar á
stærsta landdýri veraldar, sem nær
allt að því eins háum aldri og
maðurinn og er eins þungur og sex
meðalbílar. Ameríski líffræðingur-
inn Cynthia Moss sem hefur um 13
ára skeið athugað fílana í Ambosel-
garðinum í Kenýa, hefur skrifað um
mikla greind fíla, aðeins maðurinn,
höfrungar og nokkrar apategundir
eru greindari.
Félagsleg uppbygging meðal fíla
er heillandi. Þeir eru í hópum,
mæður og afkvæmi, undir forystu
reynds kvendýrs. Kvendýrin hjálpa
hvert öðru við að fæða og ala upp
ungu dýrin.
Þau kvendýr sem mjólka taka að
sér munaðarleysingja. Öfugt við
flest dýr sem lifa í hópum, sem kæra
sig ekki um þá félaga sína sem
fatlaðir eru, taka aðrir fílar undir
sinn vemdarvæng þá úr hópnum
sem eru veikir eða særðir. Þeir sem
bíða dauða síns eru ekki skildir eftir
einsamlir og líkið hylur fjölskyldan
svo með greinum og mold.
Hið geysigóða minni þessa ljúf-
lynda risa er í frásögur fært, rétt eins
og leikur þeirra þegar þeir taka sér
bað eða fara í sulluslag. Dýrarann-
sóknamenn hafa séð fíla sem klóra
sér á bakinu með prikum, en það
gera ekki aðrar dýrategundir nema
apar.
Ágimd mannanna
versti óvinurinn
En þó að fíllinn sé svo stórkostleg-
ur, er ágirnd mannanna á fílabeini
síst minni. Vel skipulagðir hópar
veiðiþjófa skjóta heilu fílafjölskyld-
urnar niður og höggva jafnvel fíla-
ungana í spað. Fyrir hverja drepna
fílsmóður reikna dýraathugunar-
menn með að megi reikna dauðan
fílsunga. Einsamlir verða litlu fíls-
ungamir, sem annars njóta verndar
geysistórs búks mömmunnar, fórn-
arlömb brennandi sólar eða ljónin
rífa þá í sig.
Maðurinn hefur reynst fílnum
skeinuhættur í þúsundir ára. Róm-
verjar og Karþagómenn útrýmdu
honum í Norður-Afríku. Þegar á
árinu 218 f. Krist fór Hannibal
hershöfðingi þvert yfir Spán og yfir
Alpafjöll með 37 þessara gráu risa-
dýra. Af Asíu-fílnum eru ekki eftir
nema 65.000 dýr. Það er svo sem
ekki undarlegt þegar haft er í huga
að kínversku keisaramir ferðuðust
um ríki sitt í vögnum úr fílabeini.
Veiðiþjófar hafa alltaf verið að
verki í Afríku. Með spjótum og
örvum hafa bændur drepið fíla sem
hafa lagt akra þeirra í auðn með
traðki og áti. En þessi fíladráp hafa
þó aldrei ógnað stofninum.
Á 16. og 17. öld, þegar Evrópu-
menn lögðu Afríku undir sig eignaði
hvíti maðurinn sér fílaveiðarnar með
sífellt batnandi vopnum.
Búar, Portúgalar, Hollendingar
og Arabar sóttust eftir hvíta gullinu.
Þrælasalar létu bráð sína draga með
sér fílabein á göngunni til strandar.
í lok 19. aldar vom á ári hverju
900.000 kíló af fílabeini flutt frá
álfunni. Til loka fimmta áratugarins
voru enn Kenýa og aðrar nýlendur
þekktar fyrir veiðiglaða snobba og
aðalsmenn sem söfnuðu minnis-
merkjum um veiðarnar og héldu
upp á hetjudáðir sínar á vísu Hem-
ingways, þ.e. sigurhrós hins veik-
burða manns yfir hinni sterku
skepnu. Það vom nýlenduherramir
sem settu á fót þjóðgarða og friðuð
svæði þar sem fílaveiðar voru bann-
aðar.