Tíminn - 16.09.1989, Side 8

Tíminn - 16.09.1989, Side 8
18 W HELGIN Laugardagur 16. september 1989 GETTU NÚ TÍMANS RÁS J GÍSLI ÞORSTEINSSON: OG ÞAÐ UTIA LANDI Fyrir réttri viku síðan birtust í dálki Víkverja í Morgunblaðinu hugrenningar um framtíð hins efni- lega knattspyrnumanns Eyjólfs Sverrissonar frá Sauðárkróki, þess er skoraði mörkin 4 á Akureyri í landsleiknum við Finna. Vangaveltur Víkverja eru at- hyglisverðar og endurspegla reynd- ar þankagang margra, sem telja að mannlíf utan 20 km radíusar frá höfuðborginni hljóti að vera æði frumstætt. Fyrir þá fjölmörgu, sem ekki lesa Morgunblaðið, er rétt að endurbirta kjarnann í þessum hug- leiðingum, en þar segir m.a.: „Honum (Eyjólfi) hefur tekist að sanna að hægt er að ná frábær- um árangri þrátt fyrir það að hann leikur með knattspyrnuliði í 2. deild íslandsmótsins og það úti á landi. Eyjólfur stendur örugglega frammi fyrir erfiðu vali á næstunni því öruggt má heita að Reykjavík- urliðin í 1. deild keppist um að fá hann til liðs við sig. Valið stendur þá á milli frekari frama og árangurs annarsvegar og tryggðar við heima- bæinn hinsvegar." Svo mörg voru þau orð. Hér hafa undur og stórmerki gerst. Sveitadrengur (væntanlega á sauðskinnsskóm) frá norðlensku sjávarplássi skýtur öllum ref fyrir rass í knattleikni. En ungi maður- inn á erfitt val fyrir höndum: Á hann að halda suður á bóginn til höfuðborgarinnar, þar sem hans bíða gull og grænir skógar, eða fara hvergi og glata þar með tæki- færi lífs síns? Þetta er mjög hugljúft og sígilt yrkisefni, ekki síst úr Hollywoodkvikmyndum. En er hún Reykjavík drauma- borgin í þessum skilningi? Að mínu mati fer því víðsfjarri. Þegar litið er á möguleika til íþróttaiðkunar á breiðum grund- velli þá stendur Reykjavík veru- lega að baki öðrum kaupstöðum hvað alla aðstöðu varðar, sé miðað við höfðatöiu. Sem dæmi má taka að í Vestmannaeyjum eru fjórir stórir grasvellir til fótboltaiðkunar og auk þess einn flóðlýstur malar- völlur. Samkvæmt höfðatöluregl- unni ættu að vera 72 stórir grasvell- ir í Reykjavík auk 18 flóðlýstra malarvalla. Annað dæmi mætti taka. í Reykjavík sjálfri eru 2 golfvellir sem þjóna 85 þús. manna byggð. í kaupstöðum og þorpum úti á landi eru 26 vellir sem þjóna jafnstórum hópi. Ekki er sá samanburður Reykjavík í hag. í höfuðborginni eru yfir 20 þús. manns um hverja sundlaug sem jafngildir því að Vestfirðir og Vesturland hefðu eina laug! Ekki fleiri orð um það. Það er því kannski engin furða þótt margt besta íþróttafólkið komi frá hinum dreifðu byggðum þar sem aðgangur að íþróttamann- virkjum er auðveldastur og allir i sem áhuga hafa fá tækifæri. Hann hefur verið ansi landlægur, þessi hugsunarháttur margra borg- arbúa að svokallað menningarlíf, s.s. listsköpun, íþróttaiðkun, leik- list og önnur holl tömstundaiðja sé , miklu fábrotnari úti á landi. Oftar en ekki á hið gagnstæða við, því þar eru miklu fleiri virkir í allri slíkri starfsemi, m.a. vegna fá- mennis og ríkari samkenndar. Um gæði þessa menningarlífs skal ég ekki dæma enda slíkt mat afstætt. Svona í lokin er gaman að geta j þess að frá Byggðastofnun bárust, nú í vikunni þær fréttir að á þeim bæ hefðu menn nú í 3 ár verið að kanna hversvegna Vestfirðingar flyttu brott af heimaslóðum. Ýms- ar tilgátur voru þar viðraðar og ein þeirra var sú að skortur á menning- arlífi fengi fólk til að bregða búi og halda suður um heiðar. Ekki veit ég hvað girnilega menning það ætti að vera, hugsan- lega bjórkrárnar, málverkasýning- ar eða fyrirlestrar í Norræna hús- inu, en sennilega er það þó Sin- fóníuhljómsveitin, því þar skákar Reykjavík dreifbýlinu. P.s. Eftir að ofangreind orð voru fest á blað bárust þær fréttir að Eyjólfur úr Tindastóli sé á leið til Þýskalands til að leika með þar- lendum. Beint frá Króknum til Stuttgart, án þess að heilsa upp á Reykvíkinga! Það var Garðahúsið á Akranesi, sem við báðum ykkur að þekkja hér fyrir viku og er varla von að margir hafi borið kennsl á það sem fjær búa. En það er fallegur hólmi í Hvalfirði, sem nú er spurt um. Biðjum við menn að hugsa sig vel um, því í firðinum eru fleiri fagrir hólmar en þessi. KROSSGÁTA

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.