Tíminn - 04.10.1989, Qupperneq 2

Tíminn - 04.10.1989, Qupperneq 2
2 Tíminn Miðvikudagur 4. október 1989 Opnunartíminn breytist lítið Breyttur opnunartími veitingastaða ætti ekki að þurfa að valda mikilli röskun. Um síðustu helgi gekk í gildi ný reglugerð um sölu og veiting- ar áfengis. Nokkur óvissa hefur ríkt um framkvæmd hennar vegna þess að í henni er ekki skilgreint nákvæmlega um hvað teljist til skemmtistaða og hvað teljist til veitingahúsa. Horfur eru á að litlar breytingar verði gerðar á opnunartímanum þrátt fyrir nýju reglugerðina. Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykjavík sagði þetta mál væri orðið eins skýrt og það frekast gæti orðið. Böðvar sagði að í þeim viðræðum sem hann hefði átt við borgaryfir- völd hefði allnokkuð verið rætt um hvar mörkin lægju milli veitinga- staða og skemmtistaða. Umsóknir um þessa starfsemi þurfa að fara til borgarinnar til umsagnar. „Þó að við séum búnir að ræða nokkuð mikið saman verður reynslan að skera úr um hvernig þetta verður. Gallinn er sá að það vantar alla almenna skil- greiningu á því hvað sé skemmtistað- ur og hvað sé veitingastaður. Því verðum við að láta reynsluna skera úr í þessu máli. Ég á þó ekki von á að það verði nein vandræði með framkvæmdina," sagði lögreglu- stjóri. Bjarni P. Magnússon borgarfull- trúi sem hefur ásamt Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarfulltrúa átt í viðræðum við lögreglustjóra, sagði að milli borgarinnar og lögreglu- stjóra væri almennur skilningur á því hvernig sé best að framkvæmda reglugerðina. Bjarni sagði að það ætti eftir að ræða við fulltrúa í félagsmálanefnd borgarinnar um það hvaða staðir flokkuðust sem skemmtistaðir og hvaða staðir flokk- uðust sem veitingahús. Þar yrðu væntanlega mótaðar reglur um það. Bjarni sagði að sjónarmið borgar- yfirvalda yrði að leyfa almennar áfengisveitingar til staðanna ef að þeir yllu ekki ónæði fyrir íbúa hverf- isins. Bjarni sagði að lögreglustjóri hefði sagt fulltrúum borgarinnar að hann áskilji sér rétt til að líta á leyfisveitingar frá fleiri sjónarhorn- um. Að framansögðu virðist ljóst að ekki verða gerðar miklar breytingar á opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. Veitingahús fá að hafa vínveitingar til hálf tóif á kvöld- in á virkum dögum og hálf þrjú á helgum en skemmtistaðir munu hafa opið til hálf eitt á kvöldin á virkum dögum og hálf þrjú á helgum. Krárn- ar munu væntanlega verða skil- greindar sem skemmtistaðir. Helsta breytingin sem reglugerðin kemur til með að hafa í för með sér er að opnunartími kránna verður sam- ræmdur en þar hefur verið nokkurt ósamræmi fram að þessu. -EÓ Ríkisendurskoöun mun svara bréfi utanríkisráðherra, en ekki er Ijóst á hvaða hátt: Fær Jón svar við spurningunum 11? Ríkisendurskoðandi og yfir- skoðunarmenn ríkisreiknings 1988 áttu fund saman á mánu- dag, þar sem tekið var fyrir bréf Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra, er m.a. inni- heldur ellefu spurningar varð- andi túlkun reglna um kaup á áfengi á kostnaðarverði. Að sögn Halldórs V. Sigurðssonar ríkisendurskoðanda mun erindi Jóns Baldvins tekið fyrir hjá ríkisendurskoðun, en ekki sé Ijóst hvort spurningunum verði svarað. Ríkisendurskoðandi segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvenær bréfi Jóns Baldvins verði svarað, en það muni gert. „Þetta er ekkert mál sem er aðkallandi að svara“, sagði Halldór V. Sigurðsson. Yfirskoðunarmenn ríkisreiknings 1988 hafa sent frá sér yfirlýsingu, vegna spurninga er utanríkisráð- herra sendi ríkisendurskoðun og yfírskoðunarmönnum s.l. fimmtu- dag. í bréfi ráðherra var varpað fram spurningum um hvernig verja Frá blaðamannafundi Jóns Baldvins fyrirspurnir sínar. megi risnufé ráðherra og jafnframt óskað samstarfs um að móta skýrar reglur um framkvæmd. Yfirskoðun- armenn taka fram af þessu tilefni að þeir séu kjörnir af Alþingi til að yfírfara ríkisreikning ársins 1988 og hafi þannig ekki til meðferðar út- gjöld sem stofnað hafi verið til fyrir þann tíma. á dögunum, þar sem hann kynnti Tímamynd: Pjetur. Að ósk yfirskoðunarmanna ríkis- reiknings vinnur ríkisendurskoðun nú að athugun á því hvort að áfeng- iskaupaheimildir hafi verið misnot- aðar á síðasta ári í fleiri tilvikum en nú er uppvíst. í skýrslu sinni til Alþingis um endurskoðun ríkis- reiknings 1988, sem væntanleg er síðar í þessum mánuði, munu yfir- skoðunarmenn gera grein fyrir at- hugasemdum sínum við núgildandi heimildir til áfengiskaupa á kostnað- arverði, sem og önnur atriði sem ástæða þykir til að taka til meðferð- ar. Kjörnir yfirskoðunarmenn ríkis- reiknings fyrir árið 1988 eru Geir H. Haarde, fyrir Sjálfstæðisflokk, Lár- us Finnbogason, fyrir Framsóknarf- lokk og Sveinn L. Hálfdánarson, fyrir Alþýðuflokk. Kvennalistinn: NÝR FORMADUR Þingkonur Kvennalista hafa fram til þessa ekki orðið mosavaxnar í embætti þingflokksformanns og ekki útlit fyrir að breyting verði þar á. í samræmi við stefnu listans og reglur, skipta þingkonurnar með sér gegningunni, og hefur hver hana með höndum árlangt í senn. í fréttatilkynn- ingu frá Kvennalistanum segir, að Danfríður Skarphéðinsdóttir hafl nú látið af starfinu en Kristín Einarsdóttir tekið við. Varaformennska þingflokksins er í höndum Málmfríðar Sigurðardóttur. JBG. Sviptivindur á Fornebu flugvelli olli harkalegri lendingu Flugleiðavélar: Eydís setti afturendann í flugbrautina Eydís, önnur af nýju flugvél- um Flugleiða skemmdist við lendingu á Fornebu flugvelli við Osló í gærmorgun. Skemmdir urðu á dempara sem er á afturenda vélarinnar og var vélin í skoðun hjá sérfræð- ingi Boeing-verksmiðjanna í Noregi í gær. Það var á ellefta tímanum í gærmorgun sem Eydís kom inn til lendingar á Fornebu flugvelli. Vél- in var komin inn yfir flugbrautina í um sex metra hæð þegar hún lendir í sviptivindi og varð lending- in það harkaleg að afturendi vélar- innar kom við brautina. Þar er sérstakur dempari til staðar, sem gekk upp, en hann á að taka hnjask sem þetta af henni. Demparinn og festingar í kringum hann munu eitthvað hafa skemmst. Sérfræð- ingur frá Boeing verksmiðjunum sem er staðsettur í Noregi var í gær að skoða þær skemmdir sem orðið höfðu. Að sögn Einars Sigurðsson- ar blaðafulltrúa Flugleiða er ekki ljóst hversu mikið tjónið er, né hversu flugvélin verður lengi frá vegna viðgerðar, en það ætti að skýrast í dag. Af viðræðum hans við farþega sem sátu aftast í vél- inni, var lendingin á við harkalega lendingu, en ekki ljúf eins og vani flugmannanna er. Tafir urðu á Glasgow-flugi Flug- leiða í gær vegna óhappsins, en sú flugvél var látin fara til Fornebu til að taka farþega til íslands. -ABÓ Arnarf lug til Húsavíkur? Arnarflug hefur sótt um að fá að hefja áætlunarflug milli Reykjavík- ur og Húsavíkur. Frétt þessa efnis birtist í Víkurblaðinu á Húsavík. Að sögn Jörundar Guðmundsson- ar hjá Arnarflugi, sótti félagið um að fljúga til Húsavíkur í nokkra daga í viku í samkeppni við Flug- leiðir. Jörundur sagði að Húsvík- ingar hefðu tekið umsókn Arnar- flugs mjög vel og að bæjarstjórn Húsavíkur hefði verið sérstaklega jákvæð í garð Arnarflugs. Samgönguráðherra veitir flugfélögum leyfi til áætlunarflugs. Jörundur Guðmundsson sagði að ráðherra hefði látið svo ummælt að hann tæki fyrst og fremst mið af vilja heimamanna þegar hann tæki ákvörðun um að veita leyfi til áætlunarflugs. Samgönguráðherra mun að öllum líkindum taka ákvörðun í þessu máli í nóvember. Ekki náðist í samgönguráðherra þar eð hann dvelst nú í Egyptal- andi. Arnarflug hyggst sækja um leyfi til flugreksturs til fleiri staða á Iandinu en hverjir þeir verða er ekki endanlega frágengið. -EÓ Námskeið fyrir flughrætt fólk Flugleiðir hafa ákveðið að efna til námskeiðs fyrir farþega sem vilja yfirvinna flughræðslu. Ýmis erlend stórflugfélög hafa boðið uppá þessa þjónustu með góðum árangri. Námskeiðið er undirbúið af Eiríki Erni Arnarsyni sálfræð- ingi en auk hans verður Gunnar H. Guðjónsson flugstjóri hjá Flugleið- um, leiðbeinandi á námskeiðinu. Kannanir benda til þess að flug- hræðsla þjái um 18% landsmanna. Hjá litlum hluta þessa hóps er óttinn við að fljúga svo sterkur að fólk verður að leita sér aðstoðar til að yfirvinna hann. Flugfélög víða um heim hafa brugðist við þessu með því að skipuleggja námskeið af þeim toga sem Flugíeiðir hleypa nú af stokkunum. Eiríkur Örn Arnarson sál- fræðingur er sérfræðingur í með- ferð á hverskyns fælni þar á meðal flughræðslu. Hann hefur gert kannanir á fælni meðal fslendinga og hefur kynnt sér meðferð flug- hræðslu meðal annarra þjóða. Fyrsta námskeiðið hefst 10. október. Námskeiðið stendur í 20 klukkustundir og þátttökugjald er 15.000 krónur. Innifalið í verðinu er flugferð til einhvers áætlunar- staðar félagsins erlendis. Til að ná sem bestum árangri á námskeiðun- um er fjöldi þátttakenda takmark- aður. Skráning á námskeiðin er í símum 69 0173 og 69 01 31 hjá Unu Eyþórsdóttur. -EÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.