Tíminn - 04.10.1989, Side 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 4. október 1989
Akranes
Bæjarmálafundur laugardaginn 7. október kl. 10.30.
Allir þeir sem eru í nefndum og ráöum á vegum flokksins, sérstaklega
hvattir til aö mæta.
Bæjarfulltrúarnir.
Austfirðingar
Kjördæmisþing KSFA veröur haldiö á Breiödalsvík dagana 13.-14.
október.
Nánari dagskrá auglýst síöar.
Stjórn KSFA
Norðurland vestra
Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi vestra veröur haldiö
í félagsheimilinu á Blönduósi dagana 28. og 29. október n.k. Dagskrá
auglýst síðar.
Stjórn KFNV.
Byggðastofnun
Fiskiskip til sölu
Byggðastofnun auglýsir til sölu fískiskipið Villa
Magg ÍS-87 (skipaskrárnúmer 1784), sem er 145
brl. stálskip, smíðað í Hollandi 1987.
Nánari upplýsingar veitir lögfræðingur Byggða-
stofnunar, Karl F. Jóhannsson, Rauðarárstíg 25,
105 Reykjavík, sími 91-25133.
Alúðarþakkir færi ég öllum þeim sem heiðruðu mig
á 100 ára afmæli mínu 26. september síðastliðinn
með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum
og gjörðu mér daginn ógleymanlegan. Sérstakar
þakkir færi ég sveitarstjórn og Búnaðarfélagi
Vestur-Landeyja. Guð blessi ykkur öll.
Anton Þorvarðarson,
Glæsistöðum.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma
Sigfúsína Halldóra Benediktsdóttir
frá Hesteyri
andaðist í Hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 30. september.
Krístinn Gíslason Margrét Jakobsdóttir
Hjálmar Gíslason Margrét Guömundsdóttir
SigurrósGísladóttir Guðmundur Björnsson
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúö, hjálp og vináttu viö andlát og
jaröarför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu
Sigurbjargar Sæmundsdóttur
Norðurgötum, Mýrdal
Sérstakar þakkir skulu færðar starfsfólki Sjúkrahúss Suðurlands á
Selfossi fyrir frábæra umönnun við Sigurbjörgu síöustu árin.
Jón Hjaltason Guðrún Einarsdóttir
Kristín Hjaltadóttir
Sigríður Hjaltadóttir
Sæmundur Hjaltason
barnabörn og barnabarnabörn.
Iþróttamiðstöðin Asgarður
formlega tekin í notkun
Öll aðstaða til íþróttaiðkana og
líkamsræktar í Garðabæ horfir nú tii
mikilla bóta eftir tilkomu íþrótta-
miðstöðvarinnar Ásgarðs, er vígð
var við hátíðlega athöfn á laugardag-
inn var. Miðstöðin er byggð upp af
gamla íþróttahúsinu, er reist var
1974, nýju íþróttahúsi með fimleika-
gryfju, og nýrri sundlaug. Þá teljast
6000m2 malarvöllur og 12500 m2
grasvöllur einnig til miðstöðvarinn-
ar. Garðbæingar láta þó ekki þar við
sitja, því nú er verið að leggja
gervigras á íþróttavöll við miðstöð-
ina og er sá 21 x 44 m.
Gamla íþróttahúsið hýsir 400 áhorf-
endur en hið nýja, sem er 1680 m2,
getur hins vegar rúmað 1100 manns
á áhorfendapöllum. Þá hafa sund-
iðkendur í Garðabæ ástæðu til að
fagna, því á laugardag var einnig
tekin í notkun ný sundlaug ásamt
sérstakri barnalaug. Er aðallaugin
15x25 metrar að stærð en barnalaug-
in 15x6.5 metrar. Mannvirki þessi
eru svo samtengd með nýrri, þriggja
hæða þjónustubyggingu. Arkitekt
hinna nýju bygginga er Manfreð
Vilhjálmsson en helstu fram-
kvæmdaraðilar voru Almenna verk-
fræðistofan h.f., Rafhönnun h.f. og
S.H.-verktakar er önnuðust fram-
kvæmdir. Heildarkostnaður við
verkið nam um 260 milljónum.
Við vígsluna á laugardag voru
flutt ávörp, nemendur úr grunnskól-
um Garðabæjar sýndu leikfimi og
Stjarnan kynnti starfsemi deilda
sinna og annaðist sýningaratriði.
Hvammstangi:
Lokun mjólkurstöðvar
aðför að atvinnulífi
Sveitarstjóri Hvammstanga-
hrepps, Þórður Skúlason, hefur sent
Steingrími J. Sigfússyni landbúnað-
arráðherra samþykkt hreppsnefndar
Hvammstangahrcpps frá 26. sept-
ember þar sem harðlega er mótmælt
nefndaráliti um hagræðingu í mjólk-
uriðnaði. Hagræðingarnefnd þessi,
er skilaði áliti nýverið, taldi mjólkur-
stöðina á Hvammstanga meðal
þeirra vinnslustöðva er bæri að
leggja niður. Hreppsnefnd
Hvammstangahrepps mótmælir til-
lögu þessari hins vegar harðlega og
telur hana fela í sér „mjög alvarlega
hættu fyrir byggð í Vestur-Húna-
vatnssýslu,1' þar eð starfsemi mjólk-
urstöðvarinnar sé einn af máttar-
stólpum atvinnulífs í byggðarlaginu.
Þá telur hreppsnefndin auk þess
fráleitt að leggja niður fyrirtæki er
skili hagnaði, hafi ekki þurft fram-
Ítalía í
Kringlunni
Þessa dagana stendur yfir kynning
á Ítalíu, ítölskum vörum og mat í
Kringlunni á vegum útflutningsráðs
og ferðamálaráðs Ítalíu.
ítölsku dagarnir hófust síðastlið-
inn fimmtudag en þeim lýkur næst-
komandi laugardag. Alla dagana fer
fram kynning á Ítalíu og ítölskum
vörum. Viðskiptavinum er boðið að
taka þátt í léttum spurningaleik og í
verðlaun er vikuferð fyrir tvo til
Caorle á Ítalíu.
ftalskur matreiðslumaður, Isidoro
Berton, sér um matseldina á Hard
rock café á meðan kynningin stendur
yfir. Berton er vel þekktur mat-
reiðslumeistari í heimalandi sínu og
hefur hann kynnt ítalska matargerð
víða um heim.
laga við úr verðjöfnunarsjóði mjólk-
ur og hafi þess utan náð góðum
árangri í framleiðslu- og markaðs-
málum. Hins vegar telur hrepps-
nefnd Hvammstangahrepps öllu
eðlilegra að endurskoða rekstur og
fjárfestingar mjólkurstöðvarinnar í
Reykjavík og færa fullvinnslu mjólk-
urvara til vinnslustöðva heima í
framleiðsluhéruðum.
Aðstoðarskólameistari F.B.:
ATHUGASEMD
Ágæti ritstjóri.
Vegna greinar sem birtist í blaði
yðar laugardaginn 30. sept. 1989,
undir fyrirsögninni „Er ekkert að
marka einkunnir frá F.B.?“, vil ég
taka skýrt fram:
í F.B. eru 7 mismunandi skólar
sem við köllum svið. Eitt sviðið er
hið hefðbundna bóknámssvið, en
hin sviðin eru viðskipta-, lista-,
heilbrigðis-, uppeldis-, tækni- og
matvælasvið. Öll þessi svið útskrifa
stúdenta. Það má vel vera að
stúdentar af þessum sviðum byrji í
H.Í., en sjái fljótt að þangað hafa
þeir ekkert að sækja og fari í
tækniskóla, listaskóla eða í aðra
skóla þar sem undirbúningsnám
þeirra nýtist þeim. Margir fara
einnig til útlanda. Það kemur
hvergi fram að þeir hætti námi, þó
þeir hætti í H.f. í sambandi við
einkunnir vil ég taka skýrt fram að
það er erfitt að bera saman bók-
stafseinkunnir og tölueinkunnir og
í samtali við mig segir höfundur
skýrslunnar að það geti skakkað
töluverðu þegar bókstöfum er
breytt í tölustafi.
í greininni eru mér lögð orð í
munn sem ég sagði aldrei og þar
hefur höfundur greinarinnar mis-
skilið mig og/eða skýrsluna.
Að lokum: Það vekur furðu
okkar hvernig blað yðar slær þessu
upp og teljum við að það hafi rýrt
orðstír F.B. með þessari flennifyr-
irsögn.
Með kveðju og von um að þetta
verði birt á góðum stað í blaði yðar.
Virðingarfyllst,
Stefán Benediktsson,
aðstoðarskólameistari
Fjölbrautaskólans
í Breiðholti.
Athugasemd fréttastj.
Þessi athugasemd aðstoðar-
skólameistara Fjölbrautaskólans í
Breiðholti er óskiljanleg. í henni
er ekkert sagt umfram það sem
kemur fram skilmerkilega og í
löngu máli í frétt blaðsins, t.d. um
það að bóknám sé ekki eina náms-
braut fjölbrautaskólanna. Miðað
við þá hvössu gagnrýni sem kemur
fram í fréttatilkynningu Kennslu-
málanefndar Háskólans mætti
e.t.v. gagnrýna frétt blaðsins fyrir
að gefa fjölbrautaskólafólki hlut-
fallslega of mikið pálss til andsvara,
það svo að slagsíða er á fréttinni að
þessu leyti.
Það er eðli blaðaviðtala að um-
mæli viðmælenda eru klippt til og
stytt, einkum þegar þau eru hluti
af lerigri frétt þar sem talað er við
marga aðila.
Ef aðstoðarskólameistarinn tel-
ur að fyrirsögn fréttarinnar hafi
rýrt orðstír skólans, á hann að tala
um það við höfunda fréttatilkynn-
ingar Kennslumálanefndar, en
vera ekki að fjargviðrast út í
Tímann.