Tíminn - 21.10.1989, Síða 2

Tíminn - 21.10.1989, Síða 2
12 HELGIN Laugardagur 21. október 1989 VÁTRYGGIMGAFÉLAG ÍSLANDS HF ÚTBOÐ Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum: Renault 19 GTS árgerð 1989 Opel Omega GL árgerð 1988 Daihatsu Charade TS árgerð 1988 Chevrolet Monza árgerð 1988 Fiat Uno 45 árgerð 1988 Volvo 744 árgerð 1987 Citroen AX 14 árgerð 1987 Suzuki Swift GT árgerð 1987 VW Golf Memphis árgerð 1987 Toyota Little Ace árgerð 1987 Skoda 120 L árgerð 1987 Mazda 323 1300 árgerð 1986 Toyota Corolla GT árgerð 1985 Fiat 127 GL árgerð 1985 Daihatsu Charade árgerð 1984 Lada Sport árgerð 1984 Toyota Carina árgerð 1983 Ford Escort GL árgerð 1982 SAAB 900 GLS árgerð 1982 BMW 520 árgerð 1982 Lada Sport árgerð 1982 Suzuki Alto árgerð 1981 Mazda 323 1500 árgerð 1981 Volvo 244 árgerð 1979 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka Reykjavík, mánudaginn 23 . október 1989, I 12-16. Á SAMA TÍMA: Á Selfossi: MMC Colt 1200 GL árgerð 1982 Á Patreksfirði: Subaru E-10 4x4 árgerð 1987 Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags íslands, Ármúla 3, Reykjavík, eða umboðsmanna fyrir kl. 17 sama dag. Vátryggingafélag íslands h.f. - ökutækjatryggingar - MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða Lektorsstaða á sviði tölfræði og hagrannsókna við viðskipta- og hagfræðideiid Háskóla (slands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. nóvember n.k. Styrkir til háskólanáms í Noregi og Svíþjóð 1. Norsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslenskum stúdent eða kandídat til háskólanáms í Noregi námsárið 1990-91. Styrktímabil- ið er n íu mánuðir frá 1. september 1990. Til greina kemur að skipta styrknum ef henta þykir. Styrkurinn nemur um 4.900 n.kr. á mánuði. Umsækjendur skulu vera yngri en 35 ára og hafa stundað háskólanám í a.m.k. 2 ár. 2. Sænsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa erlendum námsmönnum til að stunda nám í Svíþjóð námsárið 1990-91. Styrkir þessir eru boðnirfram í mörgum löndum og eru öðru fremur ætlaðir til náms sem eingöngu er unnt að leggja stund á í Svíþjóð. Styrkfjárhæðin er 5.270 s.kr. á mánuði námsárið, þ.e. 9 mánuðir. Til greina kemur að styrkur verði veittur í allt að þrjú ár. Nánari upplýsingar um styrki þessa fást í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, en umsóknir um síðartöldu styrkina skulu sendar til Svenska Institutet, box 7434, S-103 91 Stockholm, og lætur sú stofnun í té tilskilin umsóknareyðublöð fram til 1. desember n.k., en fresturtil að skila umsóknum er til 15. janúar 1990. Umsóknum um styrk til náms f Noregi skal skila til menntamálaráðu- neytisins fyrir 1. desember n.k. á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ 19. október 1989. Þórður biskup Þorláksson reyndi að fá séra Rafn til að hlýða sér en hafði ekki erindi sem erfiði. Að sögn séra Jóns Halldórssonar í Hftardal var Þórður „guðhræddur maður, bænrækinn og lítillátur, hóglyndur og friðsamur." Hér er hann ásamt konu sinni, Guðríði Gísladóttur. Sóknarbörnin fengu pappír ekki hlýða en útdeiidi sjálfum sér sakramentinu enn á ný þann 8. nóvember 1688. Þórður biskup bað nú prestinn í Steinsholti, Daða Hall- dórsson, sá hinn sami og gat bam með Ragnheiði Brynjólfsdóttur, að áminna Rafn þrisvarsinnum. Slíkum áminningum var gjaman beitt þegar menn neituðu að hlýða fyrirskipun- um andlegra yfirvalda. Var fyrsta áminningin Ieynileg, næsta í vitna viðurvist og sú síðasta var flutt af prédikunarstóli í kirkju. Rafn hélt áfram að þrjóskast við og neitaði að hlýða á áminningarnar. Biskup reyndi að koma þeim á framfæri við Rafn og ritaði t.d. bréf til séra Einars Einarssonar í apríl 1689 þar sem hann segir að Rafn sé „floginn suður í Garð“ áður en tekist hafi að áminna hann í þriðja sinn. f bréfinu segir biskup m.a.: „Guð náði þennan vandræðamann og leiði hann aftur á réttan veg. Guð gefi að hann mætti við áminningam- ar nokkuð þar við skiptast svo ei komi til stærstu vandræða fyrir þess- um vesalings manni, en vilji hann aungvu þessu gegna þá legg ég hans mál réttilega vera komið frá oss andlegum til veraldlegs yfirvalds tilhlutunar og atkvæða.“ Rafn lofar öllu fögru á Alþingi þegar svipan er komin á loft Rafn fór sínu fram þrátt fyrir hótanir Þórðar biskups. Þórður vís- aði þá málinu til Alþingis sumarið 1689. Lögréttumenn töldu þar eð þessi „vandræðamaður hefði einskis aktað góðar áminningar síns sóknar- prests," væri rétt að hýða hann. Alþingi vísaði í þessu sambandi til tilskipunar frá 1650 um að hýða bæri menn sem ekki hlýddu reglum kirkj- unnar og einskis virtu áminningar prófasts eða biskups. Rafn hefur líklega séð að best væri að láta undan fyrst svona var komið. Bað hann Þórð Þorláksson biskup og séra Einar Einarsson fyrirgefningar á orðum sínum og hátterni. Lofaði hann að taka opinbera aflausn hið fyrsta. Rafn virðist hafa náð að sannfæra lögréttuna um einlægni sína því að honum var sleppt við hýðingu. Hér hafði Rafn talað um hug sér því að þegar á reyndi neitaði hann að taka opinbera aflausn. Allt sat því við það sama. Þórður biskup ákvað þá að reyna sjálfur að koma Jón biskup Vfdalín skrifaði séra Gissuri bréf þar sem hann áminnti hann um að hegða sér vel, „því þér eruð sá sem undan yðar söfnuði eigið að gjöra með kristi- legu og guðrækilegri eftirdæmi bæði f orðum og verki.“ vitinu fyrir hann og ritaði honum bréf í ágúst 1689. Þar segir biskup m.a.: „Nú veit ég að Guð hefurgefið yður þá visku (ef réttilega brúkað vilduð) að Guð vill ekki hafa nokkra hræsni eður yfirdrepsskap heldur einfalda og auðmjúka játning synd- anna og eitt kramið og sundurknos- að hjarta en ekki uppblásið af hof- móðugheitanna og drambsemdar anda, djöflinum hverjum þér hafið máske heldur að hlítt en skyldi og er því ekki að furða þó yður upptekt fengi slæma endalikt." Rafn dó árið 1691, ókvæntur og barnlaus. Ekki er vitað til þess að hann hafi látið af óhlýðni sinni áður en hann hvarf úr þessum heimi. Hinn þrætugjarni prestur í Meðallandsþingum Gissur Bjamason er talinn vera fæddur árið 1660. Hann var sonur séra Bjarna Sveinssonar í Meðal- landsþingum og konu hans Ólafar Eiríksdóttur. Hann hóf nám í Skál- holtsskóla og vígðist sem prestur árið 1687. Séra Gissur gerðist í fyrstu kapellán hjá föður sínum og fékk brauðið eftir hans dag árið eftir. Gissur hóf snemma deilur við sóknarmenn sína. Harðvítugastar urðu þó deilur hans við Pál bróður sinn, lögréttumann í Fljótum. Sak- aði Páll séra Gissur um tíundarsvik. Gissur svaraði fyrir sig með því að meina Páli að vera við messu hjá sér. Páll neitaði að ganga til altaris hjá bróður sínum og kærði hann fyrir séra Þorleifi Árnasyni, prófasti á Kálfafelli. Séra Þorleifur reyndi að sætta bræðurna en það mistókst. Lenti séra Þorleifur sjálfur í harðvít- ugum deilum við séra Gissur. Fór svo að lokum að séra Gissur var sviptur kjól og kalli á presta- stefnu á Þingvöllum 1701. í dóms- niðurstöðunni segir að Gissur hafi m.a. gerst sekur um að ríða til Skálholts sunnudaginn 23. janúar 1701 og að ríða til baka á sjálfri kyndilmessu 2. febrúar sama ár. Slík ferðalög á helgum dögum voru stranglega forboðin á þessum tíma. Auk þess kom fram að Gissur hafði stolið slægjum á engjum frá sóknar- börnum sínum. Gissur flæktist á næstu árum um Árnessýslu, var m.a. í Grímsnesi í nokkur ár og „var flestum bæði óþekkur og óþokkaður og óþakklát- ur þeim sem honum gott gjörðu,“ eins og segir í prestasögum séra Jóns Halldórssonar. í prestseklunni sem fylgdi í kjölfar Stóru-bólu 1707 fékk Gissur prestsembætti að nýju og fékk Breiðavíkurþing. Þetta var mest fyrir tilstilli Odds lögmanns Sigurðssonar sem þá fór með emb- ætti stiftamtmanns. Ekki leið á löngu þar til séra Gissur lenti í deilum við séra Þórð, prófast á Staðarstað. Á prestastefnu 1713 var gengið í að sætta þá séra Gissur og séra Þórð og

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.