Tíminn - 21.10.1989, Page 5
Laugardagur 21. október 1989
HELGIN
15
Bjarni kynntist fátækt heimilanna
í Hafnarfirði á þessum árum. En
hann þurfti einnig að gæta vel að
eigin hag og lág kennslulaun bætti
hann sér upp á sumrin með því að
vinna í heyskap fyrir f>órð Sveins-
son, yfirlækni á Kleppi. Samstarfs-
menn hans voru eingöngu sjúklingar
og lét Bjarna vel að vinna meðþeim.
Bóndi í Straumi
En þetta tvennt dugði ekki Bjarna
Bjarnasyni. Hann varð að fást við
heyskap á eigin vegum. Ásamt Pórði
Edilonssyni lækni keypti hann
Straum við Hafnarfjörð sem þá var
talin álitleg fjárjörð. Á fáum árum
byggði hann Straum upp og kom
upp fallegu kúabúi. Ágætur bóndi í
Borgarfirði, Þorvaldur Jónsson í
Hjarðholti, kom eitt sinn í fjósið til
Bjarna. Hann kvaðst aldrei hafa séð
14 kýr í einu fjósi jafnglæsilegar.
Margar þeirra voru þá nýbornar og
allar mjólkandi.
Hafnarfjarðarárin voru efalaust
hamingjuár fyrir Bjarna Bjarnason.
Árið 1928 festi hann ráð sitt og gekk
að eiga Þorbjörgu Þorkelsdóttur,
trésmiðs á Eyrarbakka og í Reykja-
vík, Hreinssonar. Hún var fædd 9.
október 1896 og dó langt fyrir aldur
fram 21. apríl 1946. Tvö eru börn
þeirra: Þorkell, búfræðikandidat og
hrossaræktarráðunautur á Laugar-
vatni, f. 1929, kvæntur Ragnheiði
Ester Guðmundsdóttur, og eiga þau
sjö börn. Védís íþróttakennari, f.
1931. Gift Vilhjálmi Helga Pálssyni,
kennara á Húsavík. Þau eiga þrjú
böm.
Síðari kona Bjama, árið 1950, var
Anna Jónsdóttir alþingismanns Jón-
atanssonar á Ásgautsstöðum í
Stokkseyrarhreppi. Anna bjó
Bjarna einkar hlýlegt heimili á efri
árum hans, hvort sem það heimili
stóð á Laugarvatni eða í Reykjavík.
„Hér er maðurinn“
Jónas Jónsson frá Hriflu er áhrifa-
valdurinn í lífi Bjarna Bjarnasonar.
Þá um nokkurra ára bil hafði Jónas
prédikað stíft um nauðsyn þess að
mennta sveitaæskuna. Það átti að
gerast í héraðsskólum - við heitar
lindir. Einn þessara skóla var Hér-
aðsskólinn á Laugarvatni, stofnaður
haustið 1928. Jónas tók einna mestu
ástfóstri við þann skóla, enda varð
honum baráttan þar hörðust. Mætur
prestur, séra Jakob Ó. Lárusson í
Holti, stýrði Laugarvatnsskóla fyrsta
árið. Hann kenndi þá heilsubrests
og lét af skólastjórn.
Ekki rofnaði samband þeirra Jón-
asar og Bjarna eftir veruna í
Kennaraskólanum. Þegar Jónas var
nú í þönkum um næsta skólastjóra
kom það upp á sem hann lýsti síðar
í grein sinni „Happastund í sögu
Laugarvatns":
„Vorið 1929 var ég á leið í Hafnar-
firði í bifreið á suðurleið. Ég hafði
farið yfir lækinn fram hjá kirkjunni
að brekkunni sem nú er horfin og
Strandvegur kominn í staðinn. Þá
kom hár og vörpulegur maður á
móti mér niður brekkuna. Ég þekkti
strax að þetta var skólastjórinn í
Hafnarfirði, Bjarni Bjarnason.
Hann var nemandi minn í Kennara-
skólanum, vinur minn og flokks-
bróðir síðar. En áður en við byrjuð-
um að tala saman flaug í gegnum
huga minn eins konar fjarsýn: „Hér
er maðurinn sem þú leitaðir að,
skólastjóraefni í Laugarvatn.““
Jónasi varð flest fast við af þeim
hugmyndum sem hann fékk og
Bjarni varð skólastjóri Héraðsskól-
ans á Laugarvatni haustið 1929.
Hann átti þá frá miklu að hverfa í
Hafnarfirði, góðum skóla og farsæl-
um búskap, en hreppti í staðinn
óvissa framtíð í lítt byggðum skóla á
vegalausum stað. Hann sá í Hafnar-
firði framtíð sína „bjarta og glæsi-
lega, svo að ég segi nú alveg eins og
er, en samt er þetta sambland af
hégómaskap sjálfsagt og því að vilja
sækja hærra. Það þótti meira í það
varið að vera skólastjóri við héraðs-
skóla heldur en við barnaskóla ..."
Grátið að skilnaði
Laugarvatnsskóla lét Jónas vin
sinn, Guðjón Samúelsson húsa-
meistara, teikna, með sex þil fram á
hlaðið, en ekki voru byggðar meira
en tvær stofuhæðir fyrsta árið. Þegar
Bjarni kom að Laugarvatni blöstu
við honum burstirnar sex en engin
vistarvera. Honum hraus hugur við
en kappið var mikið. Hann var þess
albúinn að hefja nýtt landnám eins
og hann hafði áður gert í Straumi.
Fyrsta veturinn voru um 20 nem-
endur í skólanum. En nú voru
nemendur öllu fleiri. Hvað áttu
skólastjórinn og nemendurnir að
taka til bragðs? Bjarni lýsti því
svona: „Við byggðum um veturinn
fjölda herbergja smátt og smátt,
nemendurnir og við kennararnir, og
Skólastjórahjónin Bjarni Bjarna-
son og Anna Jónsdóttir á Laugar-
vatni.
sköpuðum stöðugt eitthvað nýtt.
Fyrirheitið var þetta: Nú fáið þið
það herbergi sem næst verður tilbúið
og nú verður þessi kennslustofa
tilbúin og dúklögð. Við hjuggum
upp úr gólfinu steypuklessurnar og
dúklögðum smátt og smátt. Við
byrjuðum með 30 manna svefnhús
og byggðum okkur síðan skóla og
vistarverur, 84 nemendur og fimm
kennarar."
Þannig hófst saga Bjarna Bjarna-
sonar á Laugarvatni. Hann minntist
þess síðar að vorið 1950 hefðu þau
öll, nemendur og kennarar, skilist
grátandi. Sumir kennaranna hentu
gaman að öllu braskinu og sögðu:
„Nú, það er ekki hægt að vera við
þetta ef við þurfum að gráta á hverju
vori þegar við skiljumst.“
Jónas kom á reiðbuxunum
Laugarvatnsskóla óx brátt fiskur
um hrygg. Nemendur þyrptust þang-
að úr öllum sýslum landsins og það
þótt góðir héraðsskólar væru í
heimabyggðinni. Bjarni gaf kennur-
um sínum býsna frjálsar hendur,
enda eignaðist Laugarvatnsskóli af-
bragðs kennara. Til marks um það
hversu kennslan var fast sótt tilfæri
ég dæmi eftir sveitunga mínum er
nam á Laugarvatni er skólinn var
kominn vel á legg. Ólafur Briem var
þá íslenskukennari, mætur maður
og mjög vel að sér. Tvær deildir voru
í einum bekk og lét Bjarni Ólaf
Briem kenna í annarri deildinni. En
sama efni í íslensku lét Bjarni Þórð
Kristleifsson kenna í hinní. Þórður
honum til hamingju með þessa
glæsilegu spretti og sagði um leið:
„Skyldi Gustur gera þetta fyrir þig
aftur?“ Og Bjarni svaraði: „Vertu
rólegur, vertu rólegur, þú veist að
ég er maður keppninnar, en ég er
búinn að finna það að við Gustur
eigum skap saman.“
Síðan verður mér oft hugsað til
þessara orða hans sem sannanlega
voru rétt. Hann sýndi það einatt,
er hann vann að gæðingadómum á
þeirra og geðslag. Það má nærri
geta að Bjarna hefur ekki vantað
frásagnir af hestum, lundarfari
þeirra ásamt samleik manns og
hests til skýringar þegar honum
hefur þótt við þurfa á fundum með
æskufólki og öðrum þeim sem ekki
höfðu umgengist gæðinga né veitt
þeim verulega athygli.
Bjarni þekkti mörg slík ævintýri.
Steinþór Gestsson
Bjarni Bjarnason situr Trausta frá
Hofsstöðum á Mýrum. Til vinstri
er Blakkur frá Gullberstöðum, en
til hægri Gustur frá Hæli (með
Ijósar granir) Allir hestarnir eru
undan Skugga 201 frá Bjarnanesi
í Hornafirði.
hestaþingum, að hann var glöggur
á hesta og þá ekki síst viðbrögð
var menntaður í tónlist og frægastur
sem söngkennari á Laugarvatni.
Sjálfmenntaður var hann í íslensku
og þessi mikli nákvæmnis- og kapps-
maður tók nú að sér að keppa við
meistarann í íslenskum fræðum.
Sveitungi minn lenti í námi hjá
Þórði. „Og þvílíkur atgangur," sagði
hann frá síðar. Um vorið mátti ekki
á milli sjá hvor deildin hafði betur.
Eyþór Einarsson frá Laugum í
Hrunamannahreppi var einn af nem-
endum Bjarna fyrsta árið. Honum
var fyrst holað í svefnpláss með 13
öðrum. Það var mikil stemmning
yfir öllu og öðru hverju var Jónas
ráðherra að koma og fylgjast með.
„Jónas kom þarna eins og hver
annar bóndi, stundum kom hann á
reiðbuxum. Það var erfitt að komast.
Ólafur Ketilsson var eini maðurinn
sem gat keyrt upp að Laugarvatni."
Sem fyrr hafði Bjarni frá byrjun
úrvalskennara. Nefna mætti Guð-
mund Gíslason, síðar skólastjóra á
Reykjum, og SigurðThorlacius, síð-
ar skólastjóra Austurbæjarbarna-
skólans í Reykjavík. Lengst allra
unnu með Bjarna Bergsteinn Krist-
jánsson, gjaldkeri skólans, og Guð-
mundur Ólafsson. Guðmundur var
mjög léttur maður í geði. Þó hafði
hann áður verið við kennslu á Akra-
nesi og var orðinn þreyttur þar. En
á Laugarvatni lagði hann líka hart
að sér og kom svo að hann fór til
Jónasar og bað hann að færa sig enn
til í léttara starf. Þá er mælt að Jónas
hafi sagt: „Nei, Guðmundur, éghefi
ekki ráð á því að gera sama manninn
hamingjusaman tvisvar."
„Þú tekur víxil“
Laugarvatnsskóli vex upp á mikl-
um krepputíma í íslenskum land-
búnaði. Ekki var þá eyrir til á
sumum heimilum til að kosta nem-
endur til eins árs náms á héraðs-
skóla, hvað þá heldur í tvö ár. Dæmi
eru nokkur um það að nemendur
hafi komið til Bjarna í öngum sínum
eftir fyrra skólaárið og sagst nú
verða að hætta. „Þú tekur víxil,
heillavinurinn," var þá oft sv<irið,
„og ég skrifa upp á.“ Þetta var
auðvitað gert vegna þeirrar mann-
þekkingar sem Bjarni hafði. Hann
var búinn að vinna með nemandan-
um í einn vetur og vissi hverju mátti
treysta. Eftir seinna árið voru allar
götur greiðar fyrir nemandann að
komast í vinnu og greiða upp skuld-
ina. Gísli Bjarnason á Selfossi var
einn þessara manna.
Laugardagskvöld eitt sumarið
1933 kom hann gangandi frá Lamb-
húskoti í Biskupstungum að Laugar-
vatni og falaði skólavist hjá Bjarna.
Gísli fékk skólavist ef hann gæti
greitt þriðjung skólakostnaðar fyrir-
fram. Alls nam þá skólakostnaður
340 krónum. Þurfti Gísli að fá lán til
að eiga alveg fyrir þriðjungnum.
„Að hálfnuðum námstíma mínum,
haustið 1934, gerði Bjarni mér það
kostaboð að ég fengi aftur skólavist
ef ég gæti aðeins greitt að fullu skuld
mína frá vetrinum áður. Þetta tókst
og þar með gat ég lokið námi mínu
á Laugarvatnsskóla. Ég vann af mér
skuld seinni vetrarins með því að
taka að mér plægingarvinnu fyrir
skólann næsta vor.“
Eins og hringurinn
Draupnir
Hér verður stiklað á stóru með
vöxt Laugarvatnsskóla. Hann var og
er á sínum stað en fæddi af sér marga
aðra. Ólafur Briem lét þess eitt sinn
getið að skólastjórn Bjarna minnti
sig á hringinn Draupni sem hafði þá
náttúru að af honum drupu átta
gullhringar jafnhöfgir hverja nótt.
„Bjami kunni þá list að láta einn
skóla vaxa af öðrum - eins og af
sjálfu sér, uns upp var risið stærsta
skólahverfi á lslandi.“
Fyrsta átakið í þeim efnum var
íþróttaskóli Björns Jakobssonar er
tók til starfa á Laugarvatni 1932 og
var síðar breytt í íþróttakennara-
skóla íslands árið 1942. Annað af
fósturbörnum Laugarvatnsskóla var
Húsmæðraskólinn sem rekinn var á
vegum héraðsskólans í húsinu Lind
allt frá árinu 1942. Húsmæðraskóli
Suðurlands varð síðan sjálfstæð
stofnun árið 1953 og var Bjami
Bjarnason formaður skólanefndar
fyrstu árin.
Þriðja afsprengið var Barnaskól-
inn á Laugarvatni sem starfaði um