Tíminn - 21.10.1989, Qupperneq 9

Tíminn - 21.10.1989, Qupperneq 9
Laugardagur 21. október 1989 HELGIN 19 Billy Wilder ætlar nú að losa sig við listaverkin sem fylla heimili hans í hólf og gólf. 1953, og myndir eftir Braque og Kirchner. Áberandi margar konu- myndir eru þar á meðal. Wilder heldur því fram að það sé auðveld- ara að koma sér fram úr á morgn- ana umkringdur kvenlegri ímynd. Og þá er hann auðvitað spurður hvort ekki verði erfiðara að eiga dagana innan um nakta veggi. Hvers vegna segir Wilder skilið við svo mikinn hluta safns síns, já lífs síns? Ætlar sjálfur að upplifa gamanið við listaverka- uppboðið Vitaskuld er þetta kveðja að hluta til, og Wilder segir frá því hvernig hann hefur upplifað að margir vina hans, safnarar eins og hann, hafi dáið og börnin, ekkjurn- ar og jafnvel nýi eiginmaðurinn hefðu haft allt gamanið af uppboð- inu meðan safnarinn sjálfur var víðs fjarri. Hann sjálfur ætli hins vegar að upplifa gamanið við upp- boðið í eigin persónu. Og hvað beru veggina varðar hefur hann engar áhyggjur. Hann á tímarit og spjót og enn hanga óteljandi myndir í eigu hans hjá vinum. Hann hefur ekki í huga að láta þær af hendi. Reyndar er Wilder þekktur að því að draga nýja mynd úr bílskottinu í hvert sinn sem kunnugir hitta hann. Safnið hans hefur orðið til við stöðug kaup á nýjum listaverkum og skiptum við aðra safnara, „skv. lögmálinu þrjú góð gegn einu betra“. Wilder heldur líka áfram að safna verkum samtímamanna þó að hann losi sig við sígildu listaverkin. Hefur alltaf lagt þriðjung tekna sinna í listaverkakaup Þegar Wilder, sem hafði verið handritaböfundur við kvikmynda- fyrirtækið Ufa, fluttist frá Berlín 1933, enn ekki þrítugur að aldri, skildi hann þar eftir fýrsta safnið sitt. Hann hefur alltaf lagt þriðjung tekna sinna í kaup á listaverkum, hvort heldur launin hafa numið . 100 dollurum eða 10.000. Hann fylgist með uppboðum um allan heim og tekur þátt í tilboðum símleiðis. Vafalaust er verðmætasta mynd- in sem Wilder segir nú skilið við, „Höfuð konu“, sem Picasso málaði á klassiska skeiðinu. Málverkið er frá 1921 og er andlitsmynd af fyrstu konu Picassos, Olgu Koklowa. Hún er metin á fimm til sjö milljón- ir dollara. Kannski er verðmætið líka skilnaðarástæða. „Til lengdar er erfitt að sitja undir sjö milljón- um dollara," segir Wilder. Hann borgar gríðarlegar summur á ári hverju fyrir tryggingar. Það er augljóst að gamli maður- inn segir skilið við stóran hluta lífs síns með listasafninu. Hann hefur ekki eins og svo margir aðrir lagt peninga sína í lystisnekkjur, hús á Rívíerunni eða Rolls-Royce-bíla, heldur í þennan listaverkafjársjóð. Þegar kunnugt varð um að hann ætlaði að selja myndirnar sínar var hann spurður hvað hann hefði hugsað sér að gera við allar milljón- irnar sem hann fengi fyrir þær. Hann svaraði að bragði: „Ég ætla að pakka peningunum niður í tösku, kaupa mér kafbát og láta mig hverfa. Síðan ég sagði frá þessu hef ég á hverjum degi fengið tilboð um kaup á mörgum kafbát- um!“ Billy Wilder ætlar að nota upp- boðsdaginn til að halda vinum sínum stórkostlega veislu. En hann varar við því að ef uppboðið mis- heppnast verði ekki boðið upp á annað en Coca-Cola að drekka. Billy Wilder setur listaverkin sín á uppboð: Metin á 30 milljónir dollara Einn síðustu jöfra Hollywood, Billy Wílder, sem nú er 83 ára, segir nú skilið við hið fræga listaverkasafn sitt. í nóvembermánuði verða myndimar hans eftir Picasso, Braque og fleiri góða seldar hæstbjóðanda. Verðmæti myndanna 94 er metið 30 milljónir dollara. „Lólíta“ í svefnherberginu Stúlkumyndin hangir nú í svefn- herbergi Billys Wilder. Nakta stúlkubarnið sem stendur við rúm- ið sitt er u.þ.b. 12 ára og myndin því sem næst í líkamsstærð. Hún geislar af brothættri erótík. Málar- inn er hinn pólsk/franski Balthus en listfræðingurinn Giulio C. Arg- an segir myndir hans einkennast af „stúlkum á gelgjuskeiðinu sem bíða í smáborgaralegu umhverfi sínu óþolinmóðar eftir ofbeldis- fullri kynlífsreynslu“. Eftir því sem Wilder segir frá kom Vladimir Nabokov dag nokk- urn til hans í heimsókn. Rússneski rithöfundurinn renndi í fljótheitum augunum yfir allar myndir Picass- os, Schieles og Mirós en stóð síðan sem bergnuminn fyrir framan myndina af nakta stúlkubarninu, greip í hönd Wilders, titraði og hvíslaði „Balthus". Þar sem myndin er bara árituð á bakinu var Wilder hissa, þar til honum kom „Lólíta“ í hug. Mennirnir tveir skildu hvor annan og Balthus án þess að þurfa að eyða nokkrum orðum á það. Fyrsta kvikmynd Wilders, „The Major and the Minor" frá árinu 1942, þ.e. 12 árum á undan Lólítu, fjallar einmitt um u.þ.b. 12 ára hnátu sem majór nokkur verður ástfanginn af. Sú mynd var gerð í gamansöm- um stíl til að sleppa fram hjá ritskoðun en er í rauninni skyld Lólítu. Marilyn Monroe aftur á móti, sem í raun var sjálf eitt allsherjar- listaverk sem Billy Wilder átti stærstan þátt í að móta, var heilluð af allt öðru listaverki í eigu Wilders, hreyfimynd eftir Alex- ander Calder. Þó að hin listaverkin vektu litla athygli hennar þekkti hún verk Calders án umhugsunar. Billy Wilder bendir á að á meðan Marilyn var gift Arthur Miller hafi hún oft búið á austurströndinni og þar hafi einmitt Alexander Calder verið nágranni hennar. Snemma beygðist krókurínn Listaverkasafn Billys Wilder, en 94 merkileg verk úr því verða seld á uppboði hjá Christie í New York 13. nóvember og eru þau álitin 30 milljón dollara virði. Listaverkin endurspegla æviferil og lífsviðhorf þessa 83 ára gamla kvikmynda- gerðarmanns. tók að flýja undan Rússum, lestirn- ar voru yfirfylltar og ekkert pláss lengur að fá. Ömmunni tókst að grafa upp leiguvagn. Billie litli vildi endilega taka ruggustólinn með í ferðina. Amman sagði að ekkert rúm væri fyrir hann og bætti við „Annað hvort verð ég að vera hér eftir eða stóllinn". Þegar Billie vildi heldur stólinn var hann löðr- ungaður. Ruggustóllinn var Thonet-stóll. Wilder safnar gömlum Thonet- stólum og Thonet-húsgögnum. Þegar hann gerði kvikmyndina „íbúðin“ í New York fínkembdi hann allar forngripaverslanir í milljónaborginni og festi kaup á öllum Thonet-gripum sem hann gat grafið upp og notaði þá sem hluta af leikmyndinni. Núna gæti hann næstum því fullbúið eitt stykki Hilton-hótel með Thonet- húsgögnum. Afrísk list, fom- kólumbísk list, úrkynjuð þýsk list... Það var líka í New York meðan á töku „íbúöarinnar" stóð sem Wilder hitti klæðskerann Knize frá Prag sem hafði sankað að sér Mynd fransk/pólska málarans Balt- hus „Snyrtingin'* minnti bæði Wilder og Vladimir Nabokov á Lólítu. Hún verður á uppboðinu. einhverju fegursta safni af afrískri list. Eftir langt kvöld hjá Knize tókst Wilder að hafa út úr gamla manninum þrjú listaverk fyrir hið „hlægilega verð“ 1000 dollara. Morguninn eftir hefði það verið of seint, Knize var látinn. Hin mörgu listaverk Schieles minna á æskuár Wilders í Vín, og á árin sem hann átti á þriðja áratugnum í Berlín m.a. verk Less- ers Ury og George Grosz. Síðar fór Wilder að safna „úrkynjuðum" listaverkum, allri þeirri list, að því er hann segir, sem orsakaði frjóan óróa og öryggisleysi. Auðvitað hefur hann safnað fornkólumbískri list, ásamt þeirri afríkönsku, svo og listaverkum margra Ameríkana s.s. Sauls Steinbergs, og myndum hins breska vinar síns David Hockney. Meðal fjársjóðanna sem Wilder sleppir nú höndunum af er stytta Giacomettis, „Standandi“ frá Verðmætasta myndin í safni Billys Wilder er vafalaust „Höfuð konu“ sem Picasso málaði af fyrstu konu sinni Olgu Koklowu 1921. Wilder segir það þunga byrði að sitja stöðugt undir 7 milljónum dollara. Billy Wilder sýndi snemma hversu sterk ítök listin átti í honum. T.d. bendir minnisstætt atvik frá æskuárunum til þess sem átti eftir að verða. 1914, á því heita sumri, var strákurinn, sem þá var 8 ára, í heimsókn hjá ömmu sinni í Galisíu í skólafríum og sat þá löngum stundum í fallega sveigða ruggustólnum hennar og lét sig dreyma. Stríðið braust út, fólkið

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.