Tíminn - 21.10.1989, Qupperneq 11

Tíminn - 21.10.1989, Qupperneq 11
Laugardagur 21. október 1989 HELGIN 21 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKA Hann hét Boris Andower og hafði starfað við rafsuðu mun lengur en Metzmann. Nú var hann 62 ára og auralaus og kenndi Metzmann um allar ófarir sínar. -I>að er í rauninni ósanngjarnt, sagði Falken. -Metzmann var ein- faldlega mun hæfari og tileinkaði sér nýja þróun jafnóðum. Andower var íhaldssamur og gamaldags og fór á hausinn vegna þss að fyrirtækið var illa rekið. -Bar hann alltaf þungan hug til Metzmanns? spurði Kreissauer. -Það er vægt til orða tekið, svaraði Falken. -Hann hefur hótað því lengi að ná sér niðri á honum. -Morðingjarnir voru tveir, minnti Kreissauer á. -Karl Bursch, verkstjóri hjá Andower, hefur verið atvinnulaus síðan fyrirtækið hætti, svaraði þá Falken. Hann er líka sagður hafa haft uppi hótanir í garð Metzmanns. -Hvers vegna hefðu þeir myrt konurnar? vildi Kreissauer vita. - Varla hafa þeir átt nokkuð sökótt við þær. -011 fjölskyldan vann hjá fyrirtæk- inu. Síðast í fyrrasumar skaut ein- hver að Willi í bílnum. Kúlan lenti í bólstruninni og Willi hirti hana. Hún er týnd og hann vildi ekki kæra. Lögreglustjórinn heldur að hann hafi vitað hver skaut. -Tveir rosknir menn sem trúa því að Metzmann hafi lagt líf þeirra í rúst. Mér þykir það ólíklegt en þó ekki útilokað, sagði Kreissauer hugsi. Boris Andower og Karl Bursch voru handteknir og yfirheyrðir um morðin en þvemeituðu báðir að vita nokkuð um þau þótt þeir viður- kenndu fúslega að hafa haft í frammi hótanir. Við húsleit heima hjá Andower fannst veiðiriffill í bíl- skúmum og virtist vera blóð á skeft- inu. Við nánari rannsókn kom í ljós að blóðið var hænsnablóð og að ekki hafði verið skotið af rifflinum mán- uðum saman. Félagamir vom látnir lausir vegna skorts á sönnunargögn- um. -Við vitum ekki réttu ástæðuna ennþá, sagði Kreissauer. -Auðvitað er hún einhver. Þetta vom ekki morð framin í æði eingöngu, án tilgangs. Morðingjarnir voru tveir og vissu hvað þeir ætluðu sér. Ef drengurinn hefði verið heima hefði hann verið myrtur Iíka. -Hann var heppinn, varð Falken að orði. -Hann var ekki heima og nú erfir hann allan auðinn. Honum tókst sannarlega að verða ríkur á auðveldari hátt en föður hans. -Tókst honum? spurði Kreissauer og horfði fast á starfsfélaga sinn sem svaraði engu frekar. Kreissauer fór nú að kanna fram- burð unga fólksins úr samkvæminu. Allt sagði það að Kai Metzmann og Juergen Lischer hefðu verið þar fram á morgun en enginn gat sagt nákvæmlega hvenær þeir konu en töldu þó að það hefði verið fyrir miðnætti. -Enginn myrðir heila fjöl- skyldu og fer svo í veislu, sagði Falken hneykslaður. -Þú vanmetur nútímaunglinga, svaraði Kreissauer þurrlega. -Ég vil fá framburð eiðsvarins vitnis um hvenær piltamir konu á staðinn. Mér er sama hvernig þú færð hann. Þetta verkefni reyndist Falken ofviða. Samkvæmið hafði hafist um áttaleytið og tveimur stundum síðar vissu fæstir hvað tímanum leið og langaði ekkert til þess. Allmiklu hassi hafði verið komið í lóg og ásamt áfengi og fleiri efnum gerði það það að verkum að margir við- staddra höfðu ekki einu sinni hug- mynd um hvaða ár var eða í hvaða heimshluta þeir vom. -í ofanálag vom þrjár slíkar veisl- ur í grenndinni og fólk var alltaf að hlaupa á milli, sagði Falken. - Á þessum árstíma er þetta alltaf svona. Ég veit ekki hvort vitnisburður frá svona fólki stæðist fyrir rétti þótt hann fengist. -Gott og vel, sagði Kreissauer. -Ef vinir þeirra geta ekki sagt til um hvenær þeir komu þá hafa þeir heldur ekki staðfesta fjarvistarsönn- un. Við getum hins vegar lagt fram Silke Metzmann, 25 ára, stóð Iíka til arfs svo hún varð að fara sömu leið og foreldramir. sitt af hverju sem nægir líklega til handtöku. -Svo sem hvað? vildi Falken vita og var steinhissa. -Ástæðuna, svaraði yfirmaður hans. -Kai Metzmann verður vell- auðugur eftir þetta. Enginn annar hefur fjárhagslegan hagnað af dauða Metzmannhjónanna og dóttur þeirra. Auk þess virtust þeir gjör- þekkja húsið, höfðu lykil, vissu um byssurnar, sverðið og hnífinn. Slíkt veit ekki hver sem er. Engu var stolið. Hann vissi að með því að taka eitthvað, var hann eingöngu að ræna frá sjálfum sér. Hann var ekki einu sinni nógu skynsamur til að setja rán á svið. Hann er nú bara pönkari. -Það mætti ná fram kæm en hann verður aldrei sakfelldur, sagði Falk- en niðurdreginn. -Þú veist hvernig dómstólar taka á unglingum. -Sakfelling fæst með játningu, svaraði Kreissauer aðeins. -Heldurðu að Kai Metzmann og Juergen Lischer játi? spurði Falken. -Því skyldu þeir gera það? -Yfirheyrslumar eru strangar, svaraði sá reyndari. -Unga kynslóð- in þolir illa hvers konar óþægindi. Handtaktu þá og segðu þeim að þeir séu gmnaðir um morð. Láttu yfir- heyra þá stanslaust í sólarhring. -Hvað svo? -Lestu þeim allt um réfsinguna sem þeir eiga í vændum, svaraði Kreissauer. Þess gerðist ekki þörf, því félag- amir ungu kunnu þær klausur allar utanbókar. Hámarksrefsing mann- eskju undir 21 árs aldri var 10 ára fangelsi og sjaldan var nema helm- ingur tímans afplánaður. -Gott og vel, sagði Kai Metzmann eftir skamma yfirheyrslu. -Við Ju- ergen gerðum það. Ég var orðinn dauðleiður á rafsuðu og það er ekki réttlátt að gamla fólkið eigi alla peningana. Unga fólkið ætti að ráða yfir þeim. Það kann betur að njóta þeirra. Juergen hjálpaði mér af því ég lofaði honum hluta arfsins. -Þú sleppur við það fyrst þið náðust, sagði Kreissauer. -Ég geri það samt, svaraði Kai Metzmann. -Ég lofaði honum því og ég er heiðarlegur maður. Játning Kais var staðfest af Juerg- en Lischer og félagarnir vísuðu lög- reglunni á morðvopnin sem lágu á botni Speyerárinnar. Þau fundust öll. Þann 22. janúar 1988 komu Kai og Juergen fyrir unglingadómstól í Lu- dwigshafen og voru báðir dæmdir í 10 ára fangelsi. Undir venjulegum kringumstæðum sitja þeir aðeins fimm ár inni. Kai Metzmann verður því frjáls maður og vellauðugur 24 ára gamall, hvað sem það verður lengi. Máltækið segir: „Illur fengur, illa forgengur." hóiel Sæludagar á Hótel Sögu Efnt verður til orlofsdvalar fyrir bændur á Hótel Sögu í vetur. Fyrsta dvölin er 7.-11. desember. Innifalið í dvölinni er m.a.: ★ Gisting og morgunverður ★ 2 málsverðir á hótelinu ★ Heimsóknir í fyrirtæki og á söfn ★ Spilakvöld ★ Leikhúsferðir Fararstjóri og skipuleggjandi er Agnar Guðnason, sem veitir nánari upplýsingar og tekur á móti pöntunum í síma 91-19200. Hótel Saga og Stéttarsamband bænda. RIKISSPITALAR Blóðbankinn auglýsir eftir skrifstofumanni til starfa nú þegar. Um er að ræða fullt starf í afleysingastöðu í rúmt ár. Vinnutími er frá kl. 9.00 til 17.00. Unnið er m.a. við gagnaskráningu á tölvu, vélritun auk annarra almennra skrifstofustarfa. Blóðsöfnunarferðir og gæsluvaktir. Upplýsingar gefur Ruth Ármannsdóttir skrifstofu- stjóri í síma 60 2023. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá skrifstofu- stjóra Blóðbankans. Reykjavík 7. október 1989. RÍKISSPÍTALAR FJÖLBRAUTASKÚUNN BREIÐHOLTI Frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti Innritun í Dagskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti á vorönn 1990 stendur yfir. Umsóknir skulu hafa borist skrifstofu skólans fyrir 1. nóvember 1989. Skólameistari. BASAMOTTUR FRÁ ALFA-LAVAL Sterkar og einangra mjög vel. Stærð: 1400x1100 mm. 's/'V/Æ Utboð Súðavíkurhlíð 1990 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 1,3 km, bergskeringar 11.600 m3, skeringar ( laust efni 32.300 m3, neðra burðarlag 1.100 m3 og rofvarnir A100 m3. Verkinu skal lokið 15. júlí 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á isafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 23. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 6. nóvember 1989. Vegamálastjóri. OAGVSST BAHNA Umsjónarfóstra óskast Dagvist barna óskar að ráða umsjónarfóstru með daggæslu á einkaheimilum til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur deildarstjóri fagdeildar í síma 27277. Lax- eða silungsá Óska eftir að taka á leigu lax- eða silungsá fyrir 2 stangir. Upplýsingar í síma 92-14847.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.