Tíminn - 01.12.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.12.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 1. desember 1989 Tíminn 3 Greiðslukortaviðskipti breytast með tilkomu íslandsbanka eftir áramótin: Gefa allir bankar út allar tegundir korta? Þegar íslandsbanki tekur til starfa snenuna á næsta ári tekur tii starfa einn banki sem soðinn er saman úr Alþýðu- banka, Útvegsbanka, Verslunarbanka og Iðnaðarbanka. Þessir bankar hafa allir verið umboðsaðilar fyrir krítarkorta- fyrirtækin tvö sem hér starfa; Visa ísland og Kreditkort h.f. sem er umboðsaðili Eurocard. Hins vegar hefur enginn þessara banka sem senn hætta starfsemi höndlað samtímis með bæði krítarkortin; Visa og Eurocard. Hvaða augum líta forsvarsmenn kortafyrirtækjanna á það að einn og sami bankinn verði skyndilega um- boðsaðili fyrir bæði kortin? Við spurðum fyrst Einar S. Einarsson framkvæmdastjóra Visa fsland og Greiðslumiðlunar h.f.: „Þetta mál er til meðferðar hjá stjórn Visa og ekki hægt að slá neinu föstu um niðurstöðu enn. Visa ísland er samtök íslensku bankanna sem umboð hafa fyrir Visakortin um hópaðild að Visa International. Markmið Visa ísland er að gefa út Visa greiðslukort og veita Visa þjón- ustu og Greiðslumiðlun h.f. sér um daglegan rekstur og útgáfu á kortun- um, útskrift reikninga og slíkt. Hvort að síðan aðrir aðilar sem eru með sams konar rekstur verða samþykktir inn í þessa hópaðild er enn til meðferðar hjá stjóm Visa en þreifingar em í gangi milli aðila um lausn á málinu," sagði Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri Visa Island. Einar sagði að svokölluð tvíkorta- þjónusta væri orðin mjög algeng í heiminum. Þannig væm fjölmargir bankar farnir að þjónusta fleiri teg- undir korta en aðeins eina. Hann nefndi að Lloyd's bankinn í Eng- landi hefði áður verið með Eurocard en væri nú einnig með Visa. Sömu sögu væri að segja um Barclaycard sem væri rótgróinn Visabanki frá fyrstu tíð. Hann væri nú fárinn að gefa út Master Card þannig að segja mætti að þetta væri hin almenna þróun og eins líklegt að hún yrði einnig hér. „Það er rétt að það verður einn banki eftir áramótin með bæði kortin. Að því er við vitum best er það ákvörðun f slandsbanka að verða með þjónustu fyrir bæði greiðsluk- ortin og þá verður spurning hvað hinir bankarnir þrír og sparisjóðirnir gera í því og hvort þeir sætti sig að verða með aðeins annað kortið hver þeirra," sagði Gunnar Bæringsson forstjóri Kreditkorta h.f., umboðs- aðila Eurocard. Gunnar tók í sama streng og Einar og sagði að þróunin væri sú að ailir bankar gæfu út öll kort og sjálfsagt yrði það raunin hér einnig. - sá Halldór Runólfsson hjá Hollustuvernd ríkisins segir að DV fari rangt með staðreyndir í frétt um að 30% af allri mjólk sé óhæf til neyslu: MJÓLK ER GÓD „Staðreyndin er sú að mjólk sem er hér á markaðinum er mjög góð,“ segir HaUdór Runólfsson dýralæknir hjá Hollust- uvernd ríkisins. Halldór segir að rangt sé að einblúna á frumutölu mjólkurinnar þegar rætt sé um hoUustu hennar. Undanfama daga hefur DV birt fréttir um gæði íslenskrar mjólkur. Meðal annars er fullyrt að nærri 30% af allri neyslumjólk sé óhæf til neyslu. Af þessu tilefni hafði Tíminn samband við Halldór Runólfsson hjá Hollustuvemd ríkisins, en sú stofnun hefur samkvæmt lögum yfir- umsjón með eftirliti á mjólk og mjólkurvömm. „Það em gerðar miklu meiri kröf- ur til fyrsta flokks mjólkur í dag en var fyrir nokkmm ámm. Fyrir fáum ámm vom mörkin milli fyrsta og annars flokks 300-400 þúsund gerlar í millilítra en núna em mörkin 100 þúsund gerlar í hverju millilítra. Þetta er svipað og er hjá öðmm þjóðum.“ Það er vitað að frumutala í mjólk hér á landi er hærri en í nágranna- löndunum. Það em ýmsir þættir sem hafa áhrif á fmmutöluna. Júgur- bólga hefur mest áhrif, en einnig aldur kúnna og hvar þær em staddar í mjólkurskeiðinu. Fmmutalan hækkar þegar kýmar geldast og eins er hún jafnan há skömmu eftir að þær bera. Halldór var spurður hvort að segj a mætti að mjólk með hárri fmmutölu væri vond eða óhæf til neyslu. „Það er erfitt að taka af skarið og segja að hún sé algerlega heilbrigð eða algerlega óhæf. Það er ekki rétt áð einblína of mikið á fmmutöluna. Hún ein sér segir ekki mikið um heilnæmi mjólkurinnar. Júgurbólgu- mjólk er auðvitað ekki í lagi. Við vildum gjaman sjá þessar fmmutöl- ur lægri. Spumingin er bara um skilgreiningu, hvenær verður mjólk- in júgurbólgumjólk? Það er til svokölluð krónísk júgur- bólga. Sú júgurbólga er dulin og því verða bændur ekki varir við hana. Eina leiðin til að finna hana er með fmmumælingum. Það erþessi júgur- bólga sem veldur hárri fmmutölu. Mjólk með hárri fmmutölu fer til okkar neytenda í einhverjum mæli en þegar búið er að gerilsneyða hana er þetta orðið heilnæm vara.“ Fer DV þá ekki með rétt mál? „Nei, mér finnst DV taka ansi æsifréttalega á þessu máli og fara rangt með staðreyndir. Þeir tala t.d. um slímkennda og strimlaða mjólk. í mjólkurreglugerðinni frá 1986 er talað um svona mjólk eigi að henda og það er gert. Menn gera sér grein fyrir að svona mjólk myndi aldrei komast í fyrsta flokk. í DV er látið liggja að því að þessi mjólk sé send í mjólkurbúin en það er ekki rétt.“ Halldór sagðist telja skynsamlegt að herða reglur um flokkun mjólkur enn frekar. Það myndi bæta hráefnið og létta mjólkurbúunum vinnsluna. Halldór sagði að framleiðendur og mjólkurbúin væru ábyrgir aðilar og þeir gerðu sér mæta vel grein fyrir að markaðurinn væri viðkvæmur. Halldór sagði að það sem ylli mjólkurbúunum fyrst og fremst erf- iðleikum væri ef fúkkalyf væru í mjólkinni. Slík mjólk er óhæf til neyslu. Ef þetta gerist er ekki hægt að sýra mjólkina en það veldur erfiðleikum við jógurt- og súrmjólk- urgerð. Halldór sagði að fylgst væri mjög náið með þessum þætti. Flest mjólkurbúin eru með góða aðstöðu til að athuga hvort lyf eru í mjólk- inni. Halldór sagði að það væri orðið mjög óalgengt að erfiðleikar kæmu upp vegna lyfja í mjólk og að það heyrði til algerra undantekninga að lyf fyndust í neyslumjólk. - EÓ Atkvæðagreiðsla í A-Skaftafellssýslu: Fimm hreppar sameinast Tillaga um sameiningu fimm hreppa í Austur-Skaftafellssýslu var samþykkt í almennri atkvæðag- reiðslu síðast liðinn laugardag. Aðeins í einum hreppi, Leiðvalla- hreppi, var veruleg andstaða við sameiningu, en þar greiddu 18 atkvæði með tillögunni en 24 voru á móti henni. Þessi andstaða var þó ekki nægilega mikil til að fella tillöguna því að samkvæmt lögum verður helmingur atkvæðisbærra manna að greiða atkvæði gegn sameiningartillögu til að hún falli. Alls greiddu 302 atkvæði og voru samtals 222 fylgjandi samein- ingu en 80 á móti. Á kjörskrá voru 476. Kosningaþátttaka var því 63,5%. Hrepparnir fimm eru Álftavershreppur, Leiðvallahrepp- ur, Skaftártunguhreppur, Kirkju- bæjarhreppur og Hörglandshrepp- ur. Að sögn Húnboga Þorsteinsson- ar skrifstofustjóra í félagsmála- ráðuneytinu verður á næstunni haldinn sameiginlegur fundur allra sveitarstjórnarmanna á svæðinu. í framhaldi af því verður málið sent ráðherra. Allt bendir því til þess að þessir hreppar sameinist í vor. Væntanlega verður kosin sameig- inleg hreppsnefnd fyrir hreppana um leið og almennar sveitarstjórn- arkosningar fara fram í vor. Þá verður væntanlega einnig kosin sameiginleg hreppsnefnd fyrir Hofsós, Hofshrepps og Fellshrepps, en þessir hreppar hafa þegar samþykkt að sameinast. - EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.