Tíminn - 01.12.1989, Síða 4

Tíminn - 01.12.1989, Síða 4
4 Tíminn Föstudagur 1. desember 1989 FRÉTTAYFIRLIT AUSTUR-BERLÍN Stjórnvöld í Austur-Þýskalandi sögðust harma þátt Austur- Þjóðverja í innrás Varsjár- bandalagsins í Tékkóslóvakíu árið 1968 þegar Vorið í Prag var troðið undir belti skrið- dreka. Þá var skýrt frá því að fimmtán þotur sem brúkaðar hafa verið undir háttsetta emb- ættismenn verði hér eftir not- aðar til almennra fólksflutn- inga. WASHINGTON — Banda- ríkjamenn sendu Sýrlending- um, Israelum og öðrum ríkjum Miðausturlanda skilaboð þar sem stjórnvöld þessara ríkja voru hvött til að slaka á spenn- unni í Líbanon. Sýrlendingar hafa sent liðsauka til Líbanons og ísraelar vara Sýrlendinga við að grípa inn í málefni landsins með hernaðaríhlutun. WASHINGTON — Banda- rísk flugvél sem fórst í Angóla var að flytja vopn frá CIA til skæruliða sem berjast gegn ríkisstjórn marxista í landinu. Frá þessu var skýrt í Washing- ton Post. JÓHANNESARBORG- Lögreglan í Suður-Afríku sagðist hafa handtekið fyrrum meðlim fíkniefnalögreglunnar í tengslum við morð á tveimur vinstri sinnuðum andstæðing- um aðskilnaðarstefnunnar í landinu. MOSKVA — Tugir þúsunda Armena söfnuðust saman til að mótmæla ákvörðun Æðsta ráðsins um að setja Nagorno- Karabakh undir stjórn Azera að nýju. Tveir menn hafa fallið í kynþáttaátökum sem brutust út í Nagorno-Karabakh vegna þessarar ákvörðunar. LISSABON — Hægri sinn- aðir skæruliðar í Mósambík segja að leiðtogi þeirra muni halda til Nairóbí á sama tíma og forseti Mósambík, Loaquim Chissano kemur þangað í op- inbera heimsókn. Segjast skæruliðarnir vilja ræða leiðir til að binda enda á áratugs- langa borgarastyrjöld. SINGAPÚR - Stjórnvöld í Singapúr hafa enn hert á lög- um gegn eiturlyfjasmyglurum og hafa innleitt dauðaóm fyrir smygl á ópíum, maríjúana og kókaíni. Rauða herdeildin i Vestur-Þýskalandi er aftur komin á kreik með morð og sprengjutilræði. Hryðjuverkasamtökin grönduðu í gærmorgun einum helsta fjármálamanni Vestur- Þýskalands, Alfred Herrhausen, bankastjóra Deutsche Bank stærsta banka Þýskalands. Herrhausen lét lífið þegar sprengja sprakk við bifreið hans spölkorn frá heimili hans í Bad Homburg 20 km utan við Frankfurt þar sem höfuðstöðvar Deutsche Bank eru til húsa. Sprengjunni var komið fyrir á reiðhjóli sem lagt hafði verið á götu í íbúðahverfi og var sprengjan greinilega sprengd með fjarstýribúnaði. Lífverðir Herrhaus- en sem fylgdu honum í annarri bifreið sluppu ósárir. Talið er öruggt að Rauða her- deildin hafi staðið fyrir ódæðinu, en á morðstaðnum fannst bréf merkt með einkennismerki hryðjuverka- samtakanna. Forráðamönnum Deutsche Bank hafði borist aðvörun frá þýsku leyni- lögreglunni um að hætta væri á hryðjuverkum og hafði öryggisgæsla verið mjög aukin að undanförnu. Það dugði hins vegar ekki til. Alfred Herrhausen var einn áhrifamesti fjármálamaður Vestur- Þýskalands og talinn eiga stóran þátt í hinni miklu efnahagsuppbyggingu sem orðið hefur í landinu að undan- förnu. Hann var ekki einungis bankastjóri Deutsche Bank, heldur sat í stjórnum voldugra samsteypa eins og Daimler Benz, Continental hjólbarðarisans og fleiri auðhring- um. Hins vegar vakti Herrhausen mikla athygli á aðalfundi Alþjóða- bankans og Alþjóðafjárfestinga- sjóðins í Vestur-Berlín fyrir tæpu ári þegar hann sagði nauðsynlegt að afskrifa stóran hluta skulda ríkja v Rauða herdeildin er aftur komin á stjá. Hér má sjá hótunarbréf hryðjuverka- mannanna í tengslum við ránið á iðnjöfrinum Schleyer sem Rauða herdeildin myrti árið 1977. þriðjaheimsins. Sá málflutningur átti ekki upp á pallborðið hjá helstu bankamönnum heims, en skulda- uppgjöf er eitur í beinum flestra þeirra. Þá hefur Herrhausen verið tals- maður þess að Vestur-Þjóðverjar veiti Pólverjum, Ungverjum og Austur-Þjóðverjum gífurlega efna- hagsaðstoð til að reisa efnahagslíf þessara ríkja úr rústum á næsta áratug. Indland: Singh líklegastur leiðtogi stjórnar Eftir harðar samningaviðræður virðist ný ríkisstjórn í sjónmáli á Indlandi og eru allar líkur á að hinn ættgöfugi Vishwanath Pratap Singh verði næsti forsætisráðherra landsins. Hann er kallaður Raja meðal almennings. Þjóðarfylkingin helsti andstæðing- ur Kongressflokksins mun velja leið- toga og um leið forsætisráðherraefni sitt á fundi sem haldinn verður í dag. Virðist einsýnt að Singh muni ná kjöri, en þó er gert ráð fyrir að hann þurfi að berjast fyrir kjörinu. Singh er formaður Janata Dal flokksins sem hlaut öll nema þrjú þingsæti Þjóðarfylkingarinnar, sem Bandaríkja- menn flýja Skæruliðar Farabundo Marti Þjóðfrelsisfylkingarinnar hættu skothríð sinni í San Salvador í gær eftir mjög harða bardaga á miðvikudag á meðan Bandaríkja- menn fluttu tvöhundruð banda- ríska ríkisborgara frá E1 Salva- dor. Rétt fyrir tíu í gærmorgun óku þrjár langferðabifreiðar með tvö- hundruð Bandaríkjamenn frá sendiráði Bandaríkjanna í San Salvador til alþjóðaflugvallarins þar sem farþegaþota beið þeirra. Sendiráð Bandaríkjanna er eins og vel varið vígi, en tæplega hundrað Bandaríkjamenn leit- uðu þar hælis í fyrrinótt af ótta við að lenda inn í hringiðu bar- daga skæruliða og stjórnarher- manna í auðugri hverfum borgar- innar. Litið er á fólksflutningana sem meiriháttar pólitískan sigur Far- abundo Marti þjóðfrelsishreyf- ingarinnar og þar af leiðir gífur- legt áfall fyrir ríkisstjórn hægri mannsins Alfredo Cristiani. var kosningabandalag gegn Kon- gressflokknum. Er hann almennt álitinn sá maður sem stærstan hlut átti í að knésetja Rajiv Gandhi fráfarandi forsætisráðherra. Singh var einn virtasti ráðherra Rajiv Gandhis þar til fyrir tveimur árum að hann sagði sig úr ríkisstjórn- inni, langþreyttur á þeirri gífurlegu spillingu sem þar ríkti og hóf að berjast gegn Gandhi. Reyndar er Singh eignaður sá árangur sem ríkis- stjórn Rajiv Gandhis náði í efna- hagsmálum og ýmsum umbótamál- um á Indlandi undanfarin ár, en hann var fyrst fjármálaráðherra og síðar varnarmálaráðherra landsins. f kosningabaráttunni undanfarinn mánuð dró Singh að sér gífurlegan mannfjölda sem hyllti hann nær því sem guðlega veru og hófu indverskir fjölmiðlar þá að kalla hann áhrifa- mesta leiðtoga stjórnarandstöðunn- ar. Hins vegar hefur Singh, sem tilheyrir hinni tiltölulega fámennu stétt maharaja eða prinsa, ekki sýnt forsætisráðherraembættinu mikinn áhuga. Hins vegar hafa mál æxlast þannig að Singh mun að líkindum nú sækjast eftir embættinu, en mun líklega þurfa að etja kappi við Chandra Shekar, rótgróinn andstæð- ing Kongressflokksins og Gandhis. Tékkóslóvakía: Frjálsar kosningar haldnar innan árs Háttsettur tékkneskur embættis- maður skýrði frá því að frjálsar kosningar yrðu haldnar í landinu, jafnvel innan árs. Þá staðfesti hann þá ákvörðun kommúnistaflokksins að flokkurinn muni afnema ákvæði í stjórnarskránni sem tryggja komm- únistum forræði í tékkneskum stjórnmálum. - Frjálsar og lýðræðislegar kosn- ingar... verða haldnar á þeim degi sem þingið mun ákveða, sagði Vasil Mohorita meðlimur í stjórnarnefnd kommúnistaflokksins á frétta- mannafundi í gær. Mohorita sagði að ríkisstjórnin myndi undirbúa þær breytingar sem nauðsynlegar eru á kosningalögum landsins svo að tryggt verði að þjóðaratkvæðagreiðsla muni túlka vilja tékknesku þjóðarinnar. - Ég held að þær verði haldnar innan tólf mánaða, sagði Mohorita þegar hann var inntur eftir því hvenær kosningarnar yrðu haldnar. UMSJÓN: Hallur Macmússon BLAÐAMAÐ Upp kemst um nýtt samsæri gegn Corazon Herinn á Filippseyjum segir að upp hafi komist um samsæri gegn Corazon Aquino forseta landsins. Renato de Villa hers- höfðingi sagði að hermenn hefðu verið settir í viðbragðsstöðu og öryggisgæsla kring um forsetann hafi veri hert eftir að komst um áætlanir nokkurra liðhlaupa úr hernum um að steypa forsetanum af stóli í dag. De Villa sagði að hermenn tengdir Gregorio „Gringo“ Honasan, sem gert hefur tilraun til valdaráns á Filippseyjum, hafi undirbúið valdaránstilraunina. Upp um hana hafi komist þegar úrvalsherdeild stjórnarhersins tók fjarskiptastöð uppreisnar- hermannanna í Tagaytay á sitt vald. - Það er verið að rannsaka málið og hef ég fyrirskipað hand- töku nokkurra herforingja og óbreyttra hermanna vegna þessa, sagði De Villa er hann skýrði frá samsærinu. - Samkvæmt upplýsingum okk- ar var um nýja valdaránstilraun stuðningsmanna Honasan að ræða og eru nokkrar deildir innan hersins tengdar henni. Takmark- ið var enn ein tilraunin til að fella ríkisstjórn Aquinos, sagði De Villa. Honasan var leiðtogi blóðug- ustu valdaránstilraunar á Filipps- eyjum eftir að Aquino, en hún var gerð í águstmánuði árið 1987. Hann hét því í blaðaviðtali að reyna enn á ný, en fimm sinnum hafa verið gerðar tilraunir til að steypa forsetanum sem sjálf komst til valda eftir uppreisn hersins gegn Ferdinand Marcos í febrúarmánuði árið 1986. Mikhaíl Gorbatsjof á Ítalíu: Vill leiðtogafund Evrópu Mikhaíl Gorbatsjof forseti Sovét- ríkjanna lagði til í gær að fundur leiðtoga Evrópuríkja yrði haldinn í Helsinki á næsta ári og þar verði ræddar þær gífurlegu breytingar sem orðið hafa á skipan mála í álfunni. Gorbatsjof gerði einnig ráð fyrir að í kjölfarið yrði haldinn tveggja ára ráðstefna sem fjalli um öryggis- mál í Evrópu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.