Tíminn - 02.12.1989, Side 17

Tíminn - 02.12.1989, Side 17
Laugardagur 2. desember 1989 Tíminn 29 ÍÞRÓTTIR Valdimar Grímsson Valsmaður stígur léttan dans við Héðin Gilsson FH-ing í 19-19 jafnteflisleik liðanna fyrír 2 árum. í ár stefnir í að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn muni standi milli þessara tveggja liða, líkt og fyrir 2 árum. Valur og FH mætast í dag kl. 16.30 að Hlíðarenda. Tímamynd pjetur. íþróttir helgarinnar: Úrslitaleikur? Heil umferð verður leikin í dag í 1. deild íslandsmótsins í handknatt- leik, VÍS-keppninni. Þar á meðal er leikur tveggja efstu liða deildarínnar Vals og FH að Hlíðarenda. Aðrir viðureignir 1. deildar í dag eru leikur Stjörnunnar og ÍBV í Garðabæ. Víkings og HK í Laugar- dalshöll, ÍR og KA í Seljaskóla og Gróttu og KR á Seltjarnarnesi. Allir þessir leikir hefjast kl. 16.30. í 1. deild kvenna leik Stjaman og Valur í Garðabæ og Fram og V íking- ur í Laugardalshöll kl. 15.00 og Haukar og FH í Hafnarfirði kl. 15.15. í 2. deild karla leik Haukarog Þór Ak. í Hafnarfirði kl. 14.00. Körfuknattleikur: Á morgun verða 4 leikir á dagskrá úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik. Kl. 16.00 leika UMFN og Þór í Njarðvík, UMFT og KR á Sauðár- króki og ÍR og ÍBK í Seljaskóla. Kl. 20.00 leika Valur og Reynir á Hlíð- arenda. í 1. deild karla leika í dag UMFB og ÍS í Bolungarvík og UÍA og Snæfell á Egilsstöðum kl. 14.00. Kl. 14.30 leika síðan ÍA og UMFL á Akranesi. Á morgunn leika Léttir og UMSB á Hagaskóla kl. 19.00. í 1. deild kvenna verða 2 leikir á dagskrá á morgunn. í Seljaskóla leika ÍR og ÍBK kl 14.00 og kl. 20.30 mætast KR og Haukar í Hagaskóla. Blak: í dag leika karla og kvennalið KA og Þróttar Neskaupstað á Akureyri. Karlaleikurinn hefst kl. 14.00, en kvennaleikurinn kl. 15.15. Á morgun leika ÍS og UBK í kvennadeildinni kl. 13.00. ÍS og HSK leika f karladeildinni kl. 14.15. Kl. 15.30 mætast síðan Þróttur R. og HK í karladeildinni og sömu félög leika í kvennadeildinni kl. 16.45. Allir þessir leikir verða í íþróttahúsi Hagaskóla. BL Horfið frá áhugamennskunni í íslensku knattspyrnunni og samningar við leikmenn teknir upp? Stjörnusamning- urinn hafður sem fyrirmynd KSÍ? - Tillaga um endurskoðun félagaskiptareglna mun verða lögð fyrir þing KSÍ um helgina- Mörg félög óánægð með ásókn „stóru félaganna" í leikmenn þeirra Knattspyrnufélagið Þróttur mun leggja fram tillögu þess efnis á þingi Knattspyrnusambands íslands um helgina, að félagaskiptamál knatt- spyrnumanna verði tekin til gagn- gerrar endurskoðunar og milliþinga- nefnd verði skipuð til þess að gera tillögur sem síðan yrðu lagðar fyrir næsta KSÍ þing. Mikil óánægja mun ríkjandi hjá mörgum „minni félaganna" í knatt- spyrnunni vegna þess áhuga sem „stóru félögin" svokölluðu hafa á þeim leikmönnum þeirra. Þau félög sem verða fyrir því að falla niður um deild, verða oft fyrir miklum missi, því félög í efri deildum bjóða leik- mönnum fallliðsins gull og græna skóga skipti þeir um félag. Oft gerist þetta án vitundar „gamla“ félagsins og það finnst mörgum blóðugt. Samkvæmt heimildum blaðsins þá eru þær raddir nú orðnar háværar að tími sé kominn til að félögin hafi ákveðinn rétt til sinna leikmanna og önnur félög geti ekki fyrirhafnar- laust hafið samningaviðræður við leikmenn, án þess að snúa sér til þess félags sem viðkomandi leikmaður leikur með. Eftir að Stjarnan í Garðabæ gerði samninga við handknattleiksmenn sína, virðist sem fordæmi hafi verið gefið og forráðamenn margra knatt- spyrnufélaga sjá fyrir sér að hlið- stæðir samningar við leikmenn, gætu verið það sem konta skal. Ljóst er að komi til þess að leikmenn ráði því ekki lengur alfarið sjálfir hvort þeir skipta um félag, þá eru þeir ekki lengur áhugamenn í íþrótt sinni. Samkvæmt heimildum blaðsins þá mun ekki vera gert ráð fyrir að leikmenn þiggi bein laun, heldur fái þeir greitt fyrir vinnutap og hugsanlega fá þeir einhverjar bónusgreiðslur. Beinar launagreiðsl- ur þykja ófýsilegur kostur, því þá þurfa leikmennirnir að greiða skatta af laununum. Félagaskiptamálin verða reifuð á KSÍ þinginu um helgina, þegar Þróttur leggur tillögu sína fyrir þing- ið og mun sú umræða verða í beinu framhaldi af þeirri miklu umræðu sem verið hefur að undanförnu manna á meðal, vegna félagaskipta knattspyrnumanna hérlendis. Á þinginu mun Ellert B. Schram láta af formennsku í KSÍ og eru tveir menn í framboði til formanns, þeir Gylfi Þórðarson varaformaður KSÍ og Eggert Magnússon formaður knattspyrnudeildar Vals. BL lll Laugardagur kl.14: 25 48. LEIKVIKA- 2. de ss. 1989 ii X 2 Lelkur 1 Stuttgart - Köln Leikur 2 Aston Villa Nott. For. Leikur 3 Chelsea - Wimbledon Leikur 4 C. Palace - Q.P.R. Leikur 5 Derby - Charlton Leikur 6 Everton - Coventry Leikur 7 Luton - Tottenham Leikur 8 Mán. Citv - Liverpool Leikur 9 Millwall - Southampton Leikur 10 Norwich - Sheff. Wed. LeikurH Leeds - Newcastle Leikur 12 Sunderland - Swindon Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULINAN s. 991002 Þrefaldur pottur!! EPSON TÖLVUR OG PRENTARAR AT/286 & 386 TÖLVUR FARTÖLVUR 9 NÁLA PRENTARAR LEYSIPRENTARAR ÞÚR^ SIMI: 681500 - ARMULA 11

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.