Tíminn - 08.12.1989, Page 4
4 Tíminn
Föstudagur 8. desember 1989
FRÉTTAYFIRLIT
AUSTUR-BERLÍN
Austurþýska ríkisstjórnin, sem
er undir forsæti kommúnista,
hóf viöræöur við ýmsa stjórnar-
andstöðuhópa til aö freista
þess aö koma í veg fyrir ringul-
reið og vinna leiðir til aö dempa
síaukna reiði vegna spillingar
fyrrum forystumanna komm-
únistaflokksins. Fréttir herma
aö stutt sé í samkomulag þess-
ara aðila um veigamiklar breyt-
ingar á stjórnarskránni í frjáls-
ræöisátt.
Kommúnistaflokkurinn kem-
ur saman á neyöarfund í dag
til aö reyna aö finna lausn á
tilvistarkreppu sinni.
STRASSBOURG
Frakkar og Vestur-Þjóöverjar
hafa komist að samkomulagi
um að ráðstefna Evrópu-
bandalagsins þar sem á að ná
samkomulagi um peningakerfi
bandalagsins skuli hefjast síö-
ari hluta árs 1190. Með þessu
er rutt úr vecji hindrun sem
komið hefur í veg fyrir leiö-
togafund Evrópubandalagsins
sem fjalla á um hvernig bregð-
ast eigi við breytingunum í
Austur-Evrópu.
MORONI - Evrópskir mála-
liðar börðu niður uþpreisn íbúa
Comoroeyja og ráku erlenda
fréttamenn úr landi. Þeir hafa
einnig hert verulega á tökunum
á eyjunum í kjölfar orðróms
um að Frakkar hyggist koma
þeim frá. Málaliðarnir komust
til valda eftir að hafa fellt for-
seta eyjanna.
MANILA - Verðbréfamark-
aðurinn á Filipseyjum mun
opna að nýju á mánudaginn en
uppreisnarhermenn höfðu haft
helsta viðskiptahverfi höfuð-
borgarinnar á sínu valdi í sex
daga. Þeir gáfust upþ og fengu
að fara óáreittir til búða sinna.
Talið er næsta víst að verðbréf
falli verulega í verði þegar
markaðirnir opna að nýju.
BEIRÚT - Vopnaðar sveitir
Hizbollah samtakanna og
Amalliða börðust af mikilli
hörku á strætum Vestur-Beirút.
Kemur það mjög illa við hina
nýju ríkisstjórn Líbanon sem
ekki hefur getað komið hinum
kristna Michel Aoun úr forseta-
höllinni, en herlið og vopnaðar
sveitir kristinna manna standa
að baki honum. Hizbollah og
Amalliðar berjast um yfirráðin í
samfélagi Shítamúslíma.
AÐ
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllM
Litháar hafa nú brotið ísinn í Sovétríkjunum og tekið upp fjölflokkakerfi. Sveitastjórnarkosningarnar sem verða
þar í febrúar verða því að líkindu fyrstu fjölflokkakosningarnar í Sovétríkjunum frá því stjórnlagaþingið var kosið
árið 1917. Hér má sjá þjóðernissinnaða Litháa í göngu, en barátta þeirra á stóran þátt í þessu lýðræðisskrefl.
Sovétríkin:
Litháar innleiða
fjölflokkakerfi
Litháar hafa brotið ísinn í Sovétríkjunum og ákveðið að
koma á fót fjölflokkakerfi í lýðveldinu. Er talið nokkuð víst
að ákvörðun þingsins í Litháen þessa efnis muni vekja mikla
ólgu í alríkisstjórn Sovétríkjanna í Kreml, en Kremlverjar og
Æðsta ráðið hafa lagst gegn fjölflokkakerfi í Sovétríkjunum.
Æðsta ráðið í Litháen hefur með
þessu fylgt í fótspor Austur-Evrópu-
ríkjanna þar sem umbótabylgjan
hefur riðið yfir að undanförnu og
afnám stjórnarskrárákvæði sem
kveður á um forræði kommúnista-
flokksins. Að auki hvatti Æðsta ráð
Litháen til þess að sama ákvæði í
stjórnarskrá Sovétríkjanna verði
afnumið.
í Moskvu fóru nokkrir mannrétt-
indasinnar á Fulltrúaþinei Sovétríkj-
anna, með Andrei Sákharov í farar-
broddi, í verkfall til að knýja á að
Fulltrúaþingið fjalli um hugsanlega
breytingu á sovésku stjórnarskránni
í þessa átt.
Það var ekki mikil andstaða í
Æðsta ráði Litháen gegn því að fella
niður greinina um forræði kommún-
istaflokksins og setja í staðin ákvæði
sem tryggi fjölflokkakerfi. Sex full-
trúar af tvöhundruð fjörtíu og þrem-
ur greiddu atkvæi gegn tillögunni og
þrjátíu og níu sátu hjá.
Með þessari breytingu á stjórnar-
skrá Litháen fá þeir fjölmörgu
stjórnmálaflokkar og fjöldahreyf-
ingar sem sprottið hafa upp í lýð-
veldinu síðust fjórtán mánuði laga-
lega stöðu.
Nú er í undirbúningi sveitarstjórn-
arkosningar í Litháen, en þær fara
fram 24. febrúar. Með stjórnarskrár-
breytingunni eru allar líkur á að þær
kosningar verði fyrstu fjölflokka-
kosningarnar í Sovétríkjunum frá
því árið 1917 þegar nokkrir flokkar
fengu sæti á stjómlagaþinginu.
Bolsévikar sem þá hlutu minni-
hluta þingsæta á stjórnlagaþinginu
leystu upp þingið með valdi í janúar
1918.
Filipseyjar:
Uppreisn-
armenn
hættir
Uppreisnarmenn innan hersins
á Filipseyjum sömdu við yfirvöld
í fyrrinótt um að þeir hættu
baráttu sinni, yfirgæfu viðskipta-
hverfi Manila sem þeir hafa haft
á valdi sínu og héldu til herbúða
sinna. Ekki er ljóst hver eftirmál-
in eru, en ennþá ætlar fámennur
hópur undir þeirra sem hafa
Mactan herflugvöllinn á sínu
valdi að halda áfram fram í
baráttunni fram í rauðan dauð-
ann. Þar á meðal er einn fors-
prakki uppreisnarinnar, Jose
Comenador ofursti.
Aquino forseti Filipseyja hefur
lagt fram frumvarp að lögum sem
munu gefa henni aukið vald til að
berja niður hugsanlega andstöðu
og byltingartilraunir. Hún hafði-
lýst yfir neyðarástandi í landinu á
miðvikudaginn til að knýja á um
lokasókn gegn uppreisnarmönn-
um. Sú ákvörðun vakti blendnar
tilfinningar meðal ýmissa stuðn-
ingsmanna hennar.
Talið er að um þrjú þúsund
hermenn hafi tekið þátt í upp-
reisnartilrauninni, sem var sú
sjötta og alvarlegasta frá því
Aquino komst til valda. Það er
einungis um 2% herafla Filips-
eyja.
Namibía:
Friðargæsluliði
fellir lögreglu
Kenýskur friðargæsluliði Samein-
uðu þjóðanna felldi namibískan lög-
regluþjón í skotbardaga er braust út
fyrir misskilning í bænum Okahand-
ja.
Talsmaður friðargæsluliðs SÞ,
Fred Eckhard, sagði að einn friðar-
gæsluliða frá Kenýa hefði særst í
skotbardaganum.
Tildrög þessa harmleiks var sá að
lögreglumaðurinn hafði verið að
leita uppi grunaðan þjóf í lestar-
vagni. Sá maður komst undan og
skaut lögreglumaðurinn á eftir
honum. Svo illa vildi til að lögreglu-
maðurinn skaut einnig á friðargæslu-
liða sem svaraði skothríðinni með
fyrrgreindum afleiðingum.
Háskólinn í Montreal:
Kvennahatari myrðir
fjórtán kvenstúdenta
Óður kvennahatari réðst inn í
háskólann í Montreal síðdegis á
miðvikudag og skaut fjórtán stúlk-
ur til bana með riffli áður en hann
framdi sjálfsmorð. Maðurinn réðst
inn í skólastofu hrópandi vígorð
gegn konum og kvenréttindabar-
áttu, neyddi karlkynsstúdentana
út úr kennslustofunni og skaut
síðan hinar stúlkurnar til bana.
Maðurinn hafði áður sært ein-
hverja af karlstúdentunum sem
höfðu neitað að yfirgefa kennslu-
stofuna. Eftir að hafa skotið stúlk-
urnar hljóp hann um skólann og
skaut á þær konur sem hann sá.
Níu konur og fjórir karlar eru
særðir eftir manninn.
í bréfi sem fannst á manninum
eftir að hann framdi sjálfsmorð
segir að kvenréttindakonur hafi
ætíð eyðilagt líf hans. Því hafi
hann í hyggju að hefna sín á
konum með að drepa þær.
Tékkóslóvakía:
Adamec segir af sér
Ladislav Adamec forsætisráð-
herra Tékkóslóvakíu sagði af sér
embætti í gær og skipaði Gustav
Husak forseti landsins Marian
Calfa sem forsætisráðherra. Calfa
er kommúnisti og hefur verið fyrsti
varaforsætisráðherra landsins
undanfama daga.
Þrátt fyrir afsögn Adamecs mun
ný umbótasinnuð ríkisstjórn taka
við völdum í dag. Borgaralegur
vettvangur hefur mælt með sjö
ráðherrum í þá stjórn, en það voru
einmitt mótmælaaðgerðir þessara
stjórnarandstöðusamtaka sem
urðu til þess að Adamec myndaði
hina nýju stjórn. Fráfarandi stjórn
sat aðeins í fimm daga.
Adamec segist segja af sér emb-
ætti vegna þess að Borgaralegur
vettvangur hafi sett á sig slíkan
þrýsting að hann sjái sér ekki fært
að starfa áfram.
Fjölgar i geimklúbbnum:
írakar skjóta eld-
f laug út í
írakar skýrðu frá því í gær að þeir
hefðu skotið 48 tonna geimflaug út í
geiminn fyrir tveimur dögum og að
þeir hyggist hasla sér völl í geimrann-
sóknum í framtíðinni. Það var
Hussein Kamel Hassan vopnamála-
ráðherra landsins sem skýrði frá
þessu í gær.
Hassan sagði að geimskotið hafi
gengið vonum framar og að hin
þriggja þrepa geimflaug hafa komist
á nokkurra óhappa út fyrir gufuhvolf
jarðar. Flauginni var skotið á loft frá
al-Anbar herstöðinni þar sem geim-
geiminn
rannsóknir Iraka fara fram.
í annarri yfirlýsingu fraka kom
fram að írakar hafa nú framleitt nýja
tegund af eldflaug sem borið getur
sprengifarm 2000 km. Þeir hafa áður
framleitt langdrægar eldflaugar sem
drógu 850 km og var slíkum flaugum
skotið áTeheran í Persaflóastríðinu.
Þá hafa írakar skýrt frá því að þeir
hafi breytt einfaldri sovéskri radar-
þotu í fullkomna radarþotu sam-
bærilega við hinar bandarísku
AWACS þotur.