Tíminn - 08.12.1989, Síða 8

Tíminn - 08.12.1989, Síða 8
8 Tíminn Föstudagur 8. desember 1989 Föstudagur 8. desember 1989 Tíminn 9 Orkusteinar til að stuðla að betri líðan: Eftir Sigrúnu S. Hafstein Áhugi á dulspeki og andlegum efnum ýmiskonar virðist vera mjög mikill í þjóðfélaginu í dag. Nægir þar að nefna námskeið í heilun ýmiskonar, útvarps- þætti sem eru sérstaklega tileinkaður þessum fræðum og friðarsamkomur þar sem lögð er áhersla á jákvæða hugsun og þá orku sem menn telja að sé í heimin- um. Einn lítill hluti af þessum áhuga eru svokallaðir orkusteinar. Að vísu telja þeir sem trúa á orku steinanna að allir náttúrulegir steinar feli í sér orku en þeir séu mis þróaðir hvað þetta varðar. í versluninni Betra líf í Reykjavík er hægt að kaupa yfir 40 tegundir steina sem eru taldir búa yfir orku sem getur haft jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu manna. Byggt á fomri speki Guðrún Guðjónsdóttir eigandi Betra lífs sagði að fræðin um orkusteinana byggðust fyrst og fremst á gamalli speki, til dæmis frá Forn-Egyptum og Aztekum og öðrum gömlum þjóðflokkum sem notuðu steinana og skildu hvað mikil orka býr í þeim. í Forn-Egyptalandi hafi altarin verið skreytt steinum til að laða að orku og kórónur konunga hafi verið skreyttar steinum til að veita vörn og laða að orku. Fólk sem starfar með steina í dag leiti því aftur í gamla tíma og gamlar aðferðir. Nýjung hér á landi Notkun steina í þeim tilgangi að bæta líðan fólks er tiltölulega ný tilkomin hér á landi en fyrir um það bil fimm árum síðan var fyrst farið að vinna með kristalla til að heila fólk. Uppgangur þessara fræða hófst í Bandaríkjunum og hafa þau verið áber- andi þar. Ástæðan er taiin vera sú að Bandaríkjamenn eru nýjungagjarnir og höfðu að auki aðgang að fornri indíána- speki sem byggir á því að jörð, maður og aýr séu ein neild sem beri að virða og vernda. í kynningu sem dreift er í versluninni segir meðal annars: „Steinar eru hluti af ljósi og orku alheimsins og eru hlaðnir henni á sama hátt og sólin, tunglið, vatnið og annað í náttúrunni. Hægt er að notfæra sér orku steinanna á sama hátt og súrefni úr loftinu ef við vinnum með orkuna jákvætt og full af kærleika, þá mun hún veita okkur gleði og aðstoð í sjálfsleit okkar.“ Sjö orkustöðvar Þegar Guðrún var spurð að því hvaða orku væri um að ræða sagði hún að það væri alheimsorkan eða partur af henni og sú orka væri mismunandi sterk eftir því hvað steinninn væri þróaður. Guðrún sagði að steinarnir væru efni úr náttúrunni sem hefur pressast og þrýsts saman um árþúsundir og geymdu í sér ýmsa eiginleika, þó fyrst og fremst ljósið og birtuna. Steinarnir hafi útgeisl- un eða strauma sem hefur aftur áhrif á orkusvið líkama þess sem meðhöndlar steininn. Hefur útgeislun steinanna mælst með svokallaðri kirlian ljósmynd- un sem er sama aðferð og beitt hefur verið til að mynda áru einstaklinga. Hinir mismunandi steinar hafa áhrif á mismunandi svæði ílíkamanum. í grund- vallaratriðum er það þannig að líkaminn er talinn hafa sjö orkustöðvar sem hver hefur mismunandi lit. Steinninn er valinn eftir lit hans sem þá höfðar til viðkom- andi orkustöðvar og eru straumar frá steininum notaðir til að efla viðkomandi orkustöð eða opna hana. Sumir steinar virka inn á fleiri en eina orkustöð og til dæmis geta hreinir kristallar virkað á allar orkustöðvarnar. Er einstaklingurinn talinn þá fyrst fá fullkomna orku út úr sjálfum þér þegar allar orkustöðvarnar starfa saman í heild en hjá flestum er einhver hindrun þannig að stöðvarnar vinna ekki saman. Guðrún sagði að notkun steinanna í þeim tilgangi að fá frá þeim orku byggist mjög mikið á hugsuninni og steinarnir séu ekki seldir sem trygging fyrir lækn- ingu. „Ég get aldrei sagt að þú læknist ef þú kaupir stein en steinninn getur kannski hjálpað þér af því að þú breytir hugsanaganginum þegar þú ferð að nota steininn og það er hugsunin sem skiptir svo miklu máli.“ Sagði Guðrún að hægt væri að líta á steinana hjálpartæki. Mikið af fólki kæmi í búðina og spyrði hvort það ætti nú að fara að trúa á grjót. „Þetta er ekki spurningin um það, þú trúir ekki endi- lega á sólina þó hún hiti þig og gefi þér orku, það sama á við um steinana, þeir geta hjálpaö þér og gefið þér orku.“ Guðrún sagði jafnframt að nútíma- þjóðfélagið einkenndist af því að maður- inn hafi horfið frá hinni fornu hugmynda- fræði þar sem áhersla var á að maðurinn, jörðin og dýrin væru ein heild. í dag væri vakning varðandi það að vernda jörðina og leita til baka til hennar, til upprunans. Fólk væri að leita svara spurningunni um hvernig maðurinn tengist jörðinni og hvernig hann verði heild af henni. Kristallar við hugleiðslu Kristallar eru oftast notaðir við hug- leiðslu, til að opna orkustöðvarnar eða til að heila fólk með því að senda orkugeisla frá sér í gegnum kristallinn yfir í annað fólk. Kristallinn er talinn vera og notaður sem eins konar „transist- or,“ hann getur tekið við bylgjum og sent frá sér aftur. í höndunum eru svokallaðar orkusólir þannig að við hugleiðslu eru steinarnir oft settir í hendina því þar er talinn vera mikil næmni til að taka inn orkuna úr steinunum. Einnig er hægt að ganga með steinana á sér sem skart eða jafnvel bara í vasanum. í lista yfir steina og áhrif þeirra sem hægt er að fá í versluninni er aðferð til að hugleiða með steini lýst á eftirfarandi hátt: „Finndu þér hljóðlátan stað, kveiktu á kerti eða reykelsi og slakaðu á. Farðu með stutta bæn. Leggðu stein- inn í annan lófann og leggðu hinn lófann yfir. Dragðu andann djúpt og rólega og Iokaðu augunum. Finndu fyrir andar- drætti þínum og hvernig hann enduróm- ar um allan líkama þinn. Einbeittu huganum að steininum og ímyndaðu þér að þú sért að drekka í þig alla þá orku sem hann hefur safnað í sig í gegnum aldirnar. Hugsaðu þér að þú drekkir í þig fallegan lit hans og að þú baðir þig í innsta kjarna hans. Kjarna kærleika og ljóss. Dveldu þar um stund í friði.. Þegar þú er tilbúinn að koma til baka, skaltu beygja höfuð þitt og þakka með bæn.“ Dæmi um áhrif Sem dæmi um þau áhrif sem steinar og málmar eru taldir búa yfir má nefna eftirfarandi: Gull: Er talið hreinsa og örva efnislíkam- ann, styrkja blóðrásina og taugakerfið og koma jafnvægi á hjartastöðin. Gull er einnig talið koma á jafnvægi milli hægra og vinstra heilahvels, stuðla að endurnýj- un vefjanna og laða að jákvæða orku í áruna. Gull er talið magna upp hugar- form og stuðla að eigin uppljómun. Gull er fullfrúi sólarorkunnar og hins karl- lega. Orkustöð: Miltastöð, höfuðstöð og hjartastöð. Jaspis (allir litir): Er tegund af glerhalla er talinn hafa styrkjandi áhrif á lifur, gallblöðru og blöðru. Hann er talinn öflugur við heilun, hefur hvað mest áhrif á efnislíkamann. Hann er táknrænn fyrir jarðarorkuna og vinnur um orkustöðvar eftir lit þeirra og steinanna. Orkuflæði gegnum armbönd Það eru ekki einungis steinar sem eru taldir hafa áhrif á orkuflæðið í líkaman- um. Svokallað Mondial armband á einn- ig að bæta heilsuna. Armbandið er ýmist borið á hægri eða vinstri úlnlið eftir því hvaða verkun það á að hafa. í stuttu máli þá er rafmagn í pólum á armbandinu sem síðan leiðir inn á orkubrautir líkam- ans. Á vinstri úlnlið virkar armbandið á blóðrásarkerfið og hreinsikerfi líkam- ans. Sé það borið á hægri hendi þá virkar það á vöðvana og taugakerfið og virkar slakandi. í fyrstu getur fólk fundið fyrir aukaverkunum vegna armbandsins eins og pirrings í húðinni á handleggnum og jafnvel höfuðverk og svita. l imamynd l’jetur. Armböndin eru byggð á austurlanda- speki sem snýst um Yin og Yang, neikvæða og jákvæða orku og vinnur armbandið að því að halda þessu í jafnvægi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.