Tíminn - 08.12.1989, Síða 14

Tíminn - 08.12.1989, Síða 14
14 Tíminn Föstudagur 8. desember 1989 FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Laus er til umsóknar 50% staða á skrifstofu framkvæmdastjóra frá 1. janúar n.k. Starfið er fólgið í tölvuskráningu og almennum skrifstofustörfum. Vinnutími er kl. 12.00-16.00. Umsóknir sendist til skrifstofustjóra F.S.A. fyrir 15. desember n.k. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-22100. TÓKÓPWOGS Jólatónleikar Fyrri jólatónleikar Tónlistarskóla Kópavogs verða haldnir í salnum, Hamraborg 11, þriðju hæð, laugardaginn 9. desember kl. 11.00. Aðgangur ókeypis. Skólastjóri. vé ■’j-T-ii jm i uv/i\ivoo i «n 1 Illlllllllllllllllllllllllll BÆKUR lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Dómsdaguroghelgir menn á Hólum í fornaldarsal Þjóðminjasafns ís- lands getur að líta myndskreytt fjala- brot, velkt af aldri og illri meðferð. Þetta eru reyndar tveir hópar sem greinast sakir myndefnis og legu fjalanna. Á öðrum eru eingöngu myndir manna og dýra ristar á láréttar fjalir þrettán að tölu komnar til safnsins frá Bjarnastaðahlíð í Skagafirði árið 1924 notaðar seinast sem árefti í skemmu. Eru þær kenndar við bæinn og kallaðar Bjarnastaðahlíðarfjalir. Hinn fjala- hópurinn, sem á er markað lóðrétt bæði skreyti og mannamyndir, er kenndur við annan Skagfirskan bæ, Flatatungu, þaðan komnar til safns- ins árið 1952, en höfðu áður verið árefti baðstofunnar þar þegar gamli bærinn var rifinn árið 1951. Myndirnar á Bjarnastaðahlíðar- fjölum og Flatatungufjölum eru ein- stæðar í íslenskri menningarsögu. Á þeim eru elstu mannamyndir í krist- inni list íslenskri, jafnframt sem þær eru elstu myndir sinnar tegundar á Norðurlöndum. Flatatungufjalir tók Kristján Eld- Hörður Ágústsson. járn til ítarlegrar athugunar árið 1953 og árið 1959 leiddi Selma Jónsdóttir rök að því að Bjarna- staðahlíðarfjalir væru hluti af stórri býsanskri dómsdagsmynd, sem hún taldi að verið hefði á þverþili skála í Flatatungu. Kristján taldi og að Flatatungufjalir væru þaðan komnar, að minnsta kosti hafa inn- lendir og erlendir fræðimenn litið svo á. I bók sinni tekur Hörður Ágústsson til endurmats ýmsar niðurstöður þessara fræðimanna og annarra er síðan hafa á list fjalanna minnst, til endurmats, enda hafa komið fram nýjar heimildir um efnið síðan Kristján og Selma unnu verk sín. Hörður setur fram nýjar tilgátur um uppruna, aldur og staðsetningu fjalanna, byggðar á ítarlegum bygg- ingarsögulegum og stílsögulegum rannsóknum. Meginniðurstöður eru þær að myndverk beggja fjalahópanna séu í öndverðu gerð að frumkvæði Jóns biskups Ögmundssonar fyrir dóm- kirkju þá hina miklu er hann hóf að láta reisa á Hólum skömmu eftir 1106. Hið íslenska bókmenntafélag gef- ur bókina út. Hún er 173 blaðsíður í stóru broti prýdd fjölda mynda. Keflavík Aðalfundur fulltrúarráðs framsókn- arfélaganna í Keflavík verður haldinn að Glóðinni þann 09.12 1989 kl. 16.00 kl.16.00 1 .Almenn aðalfundarstörf. 2. Kosningar: formaður til eins árs 4 aðalmenn i stjórn 4 varamenn í stjórn 2 endurskoðendur kl.16.45 3. Bæjarmál: Framsögu hafa: Magnús Haraldsson Drífa Sigfúsdóttir 4. Sveitarstjórnarkosningar: lögð fram tillaga frá stjórn um kosninganefnd. 5. önnur mál. kl. 18.00 Aðalfundur hússtjórnar skýrsla stjórnar og reikningar, umræður og atkv.gr., kosning stj. kl. 18.45 Létt máltíð - Sérmál fundarins: Jóhann Einvarðsson alþingismaur ræðir um breytingar á lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitar. Drífa Sigfúsdóttir Jólafundur Félags framsóknar- kvenna í Reykjavík verö- ur aö Hótel Lind, Rauð- arárstíg 18, mánudag- inn 11. desember kl. 20.00. Hin árlega jóla- dagskrá meö jólapökk- um, súkkulaöi og tertum. Gestur fundarins veröur Haraldur Ólafsson, lekt- or. Hafiö meö ykkur gesti og munið eftir jóla- pökkunum. Stjórnin. Siglaugur Brynleifsson: Hellas og Róm The Oxford History of the Classical World: Greece and the Hellenistic World - The Roman World. Edited by John Boardman, Jasper Griffin, Oew- yn Murray, Oxford University Press 1988. Rit þessi komu út í fyrstu í einu bindi 1986 og eru nú endurútgefin í tveimur bindum. Um þrír tugir fræðimanna hafa unnið að ritunum. Jasper Griffin skrifar í inngangi „að fjalla megi um sögu Hellas og Rómar á tvennan hátt. Það má líta á þessa sögu sem heildarsögu, sem hefst með grísku borgríkjunum á áttundu öld f. Kr., og allt til útþenslu og hruns Rómar. Rómverska heims- veldið byggðist á herveldi Rómar, rómverskum lögum og pólitísku valdi, en menningin, bókmenntir og listir voru grísk-rómverskar. Einnig má segja söguna sem sögu tveggja menningar- og ríkjasvæða. Saga Hellena er saga borgríkja sem ná fullum blóma á fimmtu öld f. Kr. og saga um framhald hellenskrar menningar í kjölfar sigurvinninga Alexanders mikla um Litlu-Asíu og nálæg lönd. Sérsaga Rómar hefst meðal fátækra hjarðmanna sem efl- ast og vinna allan Ítalíuskagann og vinna síðan allan hinn þekkta heim. Róm ræður síðan heiminum þar til „barbararnir" sundra ríkinu og stofna smáríki innan landamæra hins forna smáríkis...“ Útgefendur rekja sögu Grikkja og Rómverja eftir síðari forskriftinni og hefja sögu Hellena með sögu borgríkjanna (polis) en það var grunnur hellenskra mannheima, stjómarfarslegra og menningar- legra. Miðsvæðið var borgin. Verslun, farmennska og landbúnað- ur voru grundvöllur gríska borgríkis- ins. Höfundarnir rekja síðan pólit- íska, efnahagslega og menningar- lega sögu grísku ríkjanna og síðan hellensku ríkjanna eftir daga Alex- anders mikla, þar til Rómverjar leggja undir sig þessi Iandsvæði og mótast jafnframt af þeirri menningu sem þar var fyrir. Jasper Griffin ritar innganginn að Rómverj asögunni: „Þetta rit er sag- an um upphaf nokkurra þorpa um- hverfis Forum og framhald þeirrar sögu, um ríki sem réð öllum land- svæðum umhverfis Miðjarðarhaf og víðlendum svæðum að auki. Veldi Rómar náði frá Norðymbralandi til Alsír, frá Portúgal til Sýrlands, frá Rín til Nílar. Á þessu svæði eru nú um þrjátíu ríki og það var ekki fyrr en um 1870 að Ítalía varð aftur eitt ríki, ríki sem Rómverjar höfðu sam- einað fyrir Krists burð. Minningarn- ar um þetta heimsveldi lifðu og mótuðu sögu Evrópu allar aldir síðan.“ Sú klassíska mynd rómverska lýð- veldisins, eins og hún birtist í mýtum og skáldskap, hefur mótað hug- myndir Evrópubúa um aldir. Menn eins og Cincinnatus, sem var kallað- ur til starfa og sendimenn senatsins hittu á akri hans þar sem hann var að plægja, og Cató sem gætti þess vandlega að notfæra sér á engan hátt aðstöðu sína sem skattlandsstjóri persónulega. Þessir menn voru ósér- hlífnir, heiðarlegir og algjörlega lausir við smáskítlega fordild og sýndarmennsku, hvað þá að laumast til myrkraverka í skjóli valdsins. Hvað sem um mýturnar má segja, þá hefði Róm aldrei náð að styrkjast til heimsveldis án þess anda sem mýt- urnar tjá. Höfundarnir rekja síðan atburðarásina, menningaráhrif Hell- ena og fyrstu viðbrögð við þeim, niðurkoðnun lýðveldisins og keis- aradæmið. Þeir styðjast við afrakstur fornleifafræðinnar, textarannsóknir og myntfræði og fullnota aðrar nýj- ustu rannsóknir varðandi efnið. Báðar þessar bækur eru mjög vel unnar og hverjum kafla fylgir bók- fræði. Menningar- og listasögu eru gerð góð skil og myndefnið er valið með tilliti til textans en ekki sem skreytiþáttur. Það kemur greinilega í ljós að því fer fjarri að liðin saga Rómverja og Grikkja sé liðin saga. Þessa liðna tíð lifir enn nú og hér í meðvitund aftakanna í Evrópu og þeim álfum sem Evrópubúar byggja. Athugasemd vegna ummæla Gunnars Bjarnasonar í Ríkis- sjónvarpinu 18. desember sl. í þættinum Fólkið í landinu í viðtalsþætti við Gunnar Bjamason, fyrrverandi ráðunaut og skólastjóra í sjónvarpinu 18. nóvember sl. fannst mér Gunnar vega ódrengilega að minningu' forvera síns í skólastjóm við Bændaskólann á Hólum. Kristján Karlsson, forveri Gunn- ars stjórnaði umræddum bænda- skóla af myndarskap og dugnaði í 27 ár. Gunnar nefndi að allar kýr í Hólafjósi hefðu verið kálflausar nema ein þegar hann tók við. Ég vil efast um sannleik þessara ummæla hans. Ég var nemandi við Bændaskól- ann á Hólum síðasta veturinn er Kristján var skólastjóri og var það mitt lán að lenda f skóla hjá jafn mikilhæfum manni sem Kristján var. Eitt er víst að þær kýr, sem Gunnar losaði sig við úr búi Krist- jáns urðu bestu kýr á nokkmm búum í Hólahreppi og em að líkind- um til kostagripir út af þeim enn í dag. Minning Kristjáns heitins Karls- sonar mun lifa í hugum samferða- manna og nemenda, einnig meðal komandi kynslóða meðan land- búnaður er stundaður og bænda- skólar starfa. En ferill þess er að honum vóg er líkastur og er börn blása sápu- kúlur. Þær stækka oft litfagrar augnablik, springa síðan og þá er ekkert eftir. Sverrir Magnússon Efra-Ási, Hjaltadal.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.