Tíminn - 12.12.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.12.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 12. desember 1989 Timinn MÁISVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Völd og samráð Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra gerði nýlega að umtalsefni þann misskilning á efnahags- legum staðreyndum sem í því felst að auðvelt sé að bæta almenn lífskjör þegar samdráttur á sér stað í efnahagslífinu. Ábending af þessu tagi er ekki uppi höfð til þess að láta í ljós neina andstöðu við hagsmunabaráttu launþegasamtaka, heldur er þetta áminning um að hagsmunagæsla slíkra samtaka verður að byggjast á efnahagslegu raunsæi. Halldór Ásgrímsson tók svo til orða um þetta atriði að forsendur fyrir bættum lífskjörum verða ekki til nema takast megi að auka hagvöxt á ný og styrkja undirstöðuatvinnu- vegina. Orðrétt sagði Halldór Ásgrímsson: „í þeirri stöðu sem þjóðarbúið er í dag tel ég mesta óvissu tengjast þeim kjarasamningum sem blasa við í upphafi árs. Mikil hætta er á því að kröfur um launahækkanir kollvarpi þeim árangri sem þegar hefur náðst. í þessu sambandi er ábyrgð aðila vinnumarkaðarins mikil. Nauðsynlegt er að gerðir verði raunhæfir samningar sem krefjast ekki sífelldra afskipta ríkisvaldsins til að ná fram settum launajöfnuði.“ „Ég er þeirrar skoðunar,“ sagði Halldór Ás- grímsson, „að við getum komið verðbólgu niður í 5% á næsta ári. Það byggist hins vegar á því að hér takist sátt um óbreytt ástand á vinnumarkaði, sem gæti í senn forðað meira atvinnuleysi en nú er og skapað grundvöll fyrir bættum lífskjörum í fram- tíðinni.“ í ræðu Halldórs Ásgrímssonar kom eigi að síður fram sú bjartsýni að efnahagur landsmanna væri að færast í heilbrigðara horf eins og fram kæmi í því að vöruskiptajöfnuður er nú hagstæður og betra jafnvægi á peningamörkuðum. Ráðherrann benti einnig á að rekstrarafkoma útflutningsframleiðsl- unnar hefur batnað vegna opinberra efnahagsað- gerða sem eru farnar að skila árangri, enda hljóti efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar á næstunni að taka mið af því að varðveita þau rekstrarskilyrði sem skapast hafa. Ræðu Halldórs Ásgrímssonar verður að skilja á þann veg að hún sé áskorun á áhrifaöfl þjóðfélags- ins, utan þings og innan, að taka upp samráð og samvinnu um þróun efnahags- og kjaramála. Slík samráð ráðandi þjóðfélagsafla eru stundum kölluð því hátíðlega og uppskrúfaða nafni: Þjóðarsátt. Út af fyrir sig er ekkert á móti því að glæða einingarhug þjóðarinnar með upphöfnum orðum um eilífa sátt og eindrægni, ef ekki bæn um að hvergi örli á átökum, hvorki á yfirborði né undir niðri. Hitt er þó nær lagi í þjóðfélagi lýðræðis og fjölhyggju að skírskota til raunsæis og ábyrgðartil- finningar ráðandi þjóðfélagsafla, þar á meðal hinna valdamiklu samtaka vinnumarkaðarins, um að vinna að hagsmunum launþega og atvinnulífs í eðlilegu samráði við ríkisvaldið um færar leiðir í þeim efnum. GARRI Ögmundarnir í BSRB Fyrrverandi formaður BSRB hefur kvatt gamlan starfsvettvang og látið skrifa bók af því tilefni. Höfundur er sr. Baldur Kristjáns- son. í þessari upprifjunarbók minnist Kristján Thorlacius margra þátta starfsins og manna sem hann átti skipti við. Þegar Kristján hætti formennsku í BSRB vildi hann að við formennskunni tæki Guðrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri, BSRB, en það náði ekki fram að ganga vegna þess að Alþýðubanda- lagið hefði fyrir löngu eyrnamerkt sér næsta formann. Það var sjálfur Ögmundur Jónasson, en um það framboð segir Kristján: „Framboð Ögmundar Jónassonar kom mér ekki á óvart. Þegar á árinu 1985 var farið að tala um hann sem kandídat í formannsembættið af hálfu ýmissa sem ég tengi einkum við Alþýðubandalagið.“ Ögmund- ur kom fyrst fram á sjónarsviðið í sambandi við svonefndan Sigtúns- hóp, en sá hópur barðist fyrir því að allir ættu jafnan rétt til húsnæð- islána. Ögmundur átti þá fokhelt íbúðarhús og hafði áhuga á lána- málum. Með lokuð skilningarvit í BSRB-verkfallinu 1984 komu blöð ekki út og Starfsmannafélag sem Ögmundur veitti forstöðu lét loka fyrir útsendingar útvarps. Það hafði aldrei gerst fyrr og þóttu slík tíðindi að Alþýðubandalagið sá að loksins var kominn fram maður sem kunni að standa í vinnudeilu. Árangurinn varð breyting á út- varpslögum. Kristján upplýsir að til umræðu hafi verið að BSRB kæmi sér upp tækjum og hæfi útvarpssendingar. Þá hefði verkið verið fullkomnað. Einhverjir komu viti fyrir ögmundana í því máli og af útsendingum varð ekki. Hefði eflaust farið fyrir þeim út- sendingum eins og blaðaútgáfunni, sem BSRB stóð fyrir eftir að út- breiðslunefnd hafði verið kosin á þinginu 1985. Þá hófst útgáfa BSRB-blaðsins, en ritstjóri var ráðinn Helgi Már Arthúrsson, nú starfandi á Stöð 2. Ritstjórinn taldi að hægt væri að ná til fólks með því Kristján Thorlacíus að gefa út fréttaskýringarrit. „Ég studdi hann í því“, segir Kristján. Alltaf gegn ríkisstjórnum í stuttu máli sagt þá misheppnað- ist þetta. Útbreiðslunefndin leyst- ist upp og blaðið komst ekki út til almennings. Því var haldið fram að hægt væri að láta blaðið standa undir sér með auglýsingum. Það mistókst líka. Svo virðist sem menn hafi ekki verið hrifnir af efni blaðsins. Fyrsta eintakið flutti við- tal við annan ritstjóra Morgun- blaðsins. Ritstjórnarstefnunni lýsir Kristján þannig: „Ritstjórinn hafði frjálsar hendur um efni blaðsins. Hann misnotaði það frelsi. Hann fékk ýmsa höfunda sem beinlínis réðust að samtökunum.“ Ef til vill hefði verið heppilegt að BSRB hefði prófað útvarpssendingar ög- mundanna með Helga Má í for- svari. Kristján segir að með verkfalli BSRB 1984 hafi átt að fella ríkis- stjórnina. Þar hefur þá gamla að- ferðin verið á ferðinni einu sinni enn. Á frásögn Kristjáns sést hverj- ir voru þar að verki, enda telur hann að það hafi komið í Ijós á þinginu 1988. Ögmundur og félag- ar, þeir sem unnu að því að fella ríkisstjórn með verkfalli, náðu nokkru fylgi út á þann áróður, að þeir sem fóru með forystu, hafi verið of linir. Ögmundur Jónasson Síðasti kommúnistinn BSRB hlýðir nú nýrri forystu. Hún er tillitslausari en sú forysta sem var. Ögmundarnir eru við stjómvölinn og bíta í skjaldarrend- ur við minnsta tækifæri. Kannski eru þeir enn á höttunum eftir að fella ríkisstjórnir. Inn á við kostar pólit- ísk glíma þeirra meðlimi BSRB ómælt fé, eins og lýsingarnar á verkfallinu 1984 bera með sér. Þeir eru ekki lengur fokheldir þessir menn. Þeir eru fullbúnir og teppa- lagðir út í hom. Alþýðubandalagið er að vísu í stjóm núna en ögmund- arnir verða að halda takti. Engu skiptir þótt við almenningi blasi ófarnaður hinnar hörðu for- sjár í Austur-Evrópu. Hér skal allt vera óbreytt hjá bræðraflokki þeirra sem hafa orðið að afsala sér völdum vegna áratuga óbilgirni við almenning. Sami söngurinn gengur kvölds og morgna, enda verða menn að sýna árangur. Þótt þessi kröfusöngur sé að mestu þagnaður annars staðar í Vestur-Evrópu, verður hér á landi að viðhalda þrýstingi á ríkisstjórnir. Enginn hefur lært neitt og aHt er óbreytt. Það er bara einhvers staðar annars staðar sem fólk er þau fífl að afþakka forsjá kommúnista. Það er því eins víst að við getum státað af því síðar meir, að síðasti komm- únistinn hafi verið íslendingur. Garri VÍTT OG BREITT Berst mengun með lægðunum? í nýútkomnu hefti af tímaritinu Útverði, sem gefið er út af sam- nefndum samtökum um jafnrétti milli landshluta, er grein eftir Jó- hann ísak Pétursson, um erlenda loftmengun á íslandi. Almenningsálitið Þar segir höfundur að víða á íslandi ræði menn af bjartsýni um að íslenskar landbúnaðarvörur eigi framtíðina fyrir sér, m.a. vegna þess að hér á landi sé loftið tært og mengunarlaust, en í útlöndum séu landbúnaðarvörur heilsuspillandi vegna loftmengunar. Minnir höf- undur á að „fjallalambið" dafni vel á áburðarlausu landi og virðist ekki þurfa aukaskammt af hormónum til að vaxa. Greinarhöfundur segir það „sennilegt" að loftmengun á ís- landi sé fremur lítil nema ef vera skyldi sú mengun sem er á höfuð- borgarsvæðinu vegna umferðar. Hins vegar getur hann þess að rannsóknir á loftmengun á íslandi séu litlar og vill ekki taka fyrir það að íslenskt almenningsálit geri meira úr tærleika loftsins en skipu- legar rannsóknir kynnu að leiða í Ijós. Honum er því næst skapi að segja að íslendingar fullyrði gjarn- ar nokkuð ríflega um litla loft- mengun og færi sér þá fullyrðingu í nyt hvað varðar afurðasölu og ferðaþjónustu. Höfundur telur að brýnt sé að finna þessum fullyrð- ingum stað með rannsóknum, því að fullyrðingar einar nái skammt ef leitað er eftir skýrum rökum fyrir þeim. Mengunarleiðir Greinarhöfundurinn, Jóhann ísak Pétursson, hefur kynnst þess- um málum í störfum sínum við tölvuvinnslu, sem tengjast meng- unarrannsóknum norsku veður- stofunnar. Hann greinir einnig frá rannsóknum annarra vísinda- manna, þ. á m. spænsks manns, Leonors Terrasons, sem vinnur að því að búa til reiknilíkan sem segir til um dreifingu brennisteinsoxíðs á norðurhveli jarðar. í fyrstu niður- stöðum þessarar könnunar Spán- verjans kemur í Ijós að mengun af völdum þessa efnis, sem veldur svokölluðu „súru regni“, berst lengra út á Atlantshafið en áður hefur verið talið. Þá kemur í ljós að töluverð mengun berst frá Ameríku til Vest- ur-Evrópu og virðist eiga uppruna sinn við Vötnin miklu á landamær- um Bandaríkjanna og Kanada, „eins og margar af lægðum okkar,“ segir höfundur. Mengunin „safnast saman í eins konar streng sem vestanvindarnir stýra yfir Atlants- hafið. Þessi strengur liggur síðan á milli íslands og Skotlands og teygir sig alla: leið til vesturstrandar Noregs." Má af orðum höfundar skilja að einhver mengun hljótist af þessu á íslandi, mest suðvestan- lands en minnst norðaustanlands. Hann telur þó ekki tímabært að draga af þessu „stórar ályktanir". íslenskar rannsóknir Jóhann ísak Pétursson telur fulla ástæðu til að íslendingar fylgist með öllum slíkum rannsóknum og að ráðist verði í sjálfstæðar íslensk- ar rannsóknir á loftmengun og segir að þær þurfi ekki að kosta mikið fé eða fyrirhöfn. Þrátt fyrir fátækleg rannsóknargögn segir Jóhann að sýnt sé að brennisteins- mengað loft nálgist engan veginn það sem er í öðrum löndum. Með- alstyrkleika brennisteins í lofti hér vill hann áætla 0,1- 0,2 míkró- grömm í rúmmetra á móts við 4,0 míkrógrömm sem er meðaltalið í Evrópu. Dæmi finnast í Austur- Evrópulöndum þar sem brenni- steinsmengun er 25 míkrógrömm í rúmmetra lofts. Hér er þess ekki kostur að ræða frekar þessar upplýsingar um loft- mengun. Vonandi stenst það að slík mengun sé minni á íslandi en annars staðar, en ástæða virðist til að taka undir með greinarhöfundi Útvarðar, að ráðist verði í skipu- legar rannsóknir hér á landi á mengun loftsins og hvernig hún kann að lýsa sér. I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.