Tíminn - 12.12.1989, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 12. desember 1989
Tíminn 15
ÍÞRÓTTIR
Handknattleikur-VÍS keppnin:
Dýrmæt stig KA-manna
Frá Jóhannesi Bjamasyni íþróttafréttaritara
Tímans á Akureyri:
Körfuknattleikur:
Óvæntur sigur
Valsmanna á
Grindvíkingum
Valsmenn unnu óvæntan sigur á
Grindvíkingum 75-72 er liðin mætt-
ust á Hlíðarenda á sunnudagskvöld.
Flestir áttu eflaust von á léttum
sigri Grindvíkinga, eftir stórsigur
þeirra á ÍR á fimmtudaginn.
En Valsmenn voru á öðru máli og
þeir Svali Björgvinsson, Einar Ólafs-
son og Chris Behrends voru allir í
miklum ham. I hálfleik höfðu Vals-
menn fjögurra stiga forskot 44-40. í
síðari hálfleik héldu Valsmenn
fengnum hlut og sigruðu eins og
áður segir 75-72. Grindvíkingar
reyndu að jafna með þriggja stiga
skoti á lokasekúndunum, en hittu
ekki.
Stigin Valur: Svali 20, Behrends
18, Einar 11, Björn 9, Matthías 7,
Ragnar 4, Ari 4 og Hannes 2.
UMFG: Ron Davis31, Guðmundur
14, Hjálmar 13, Sveinbjörn 6, Rúnar
5 og Steinþór 3. BL
Staðan í
Flugleiðadeildinni:
A-riðill:
Keflavík .. 13 10 3 1298-1040 +258 20
Grindavik . 14 8 6 1145-1119 +26 16
ÍR....... 13 5 8 1033-1126 -96 10
Valur .. 13 5 9 1138-1159 -19 10
Reynir... 13 0 13 888-1241 -353 0
B-riðill:
Njarðvík . 14 12 2 1248-1153 +95 24
KR ...... 13 11 2 1012-897 +115 22
Haukar... 13 6 7 1171-1069 +102 12
Tindastóll . 13 6 7 1136-1109 +27 12
Þór...... 14 4 10 1096-1215 -119 8
Þau voru dýrmæt stigin tvö sem
KA-menn nældu sér í úr viðureign-
inni við Gróttu á laugardaginn, en
leikið var á heimavelli norðan-
rnanna.
Fátt benti til þess í upphafi að
um heimasigur yrði að ræða, því
Seltymingar tóku leikinn í sínar
hendur og höfðu náð 5 marka
forskoti um miðjan fyrri hálfleik
8-3. Þá þéttist vörn þeirra gul-
Leikur Þórs og KR var lengst af
jafn og spennandi, en ekki að sama
skapi vel leikinn. Mikið var um að
sendingar rötuðu ekki rétta boðleið
og hittni leikmanna var á löngum
köflum slök.
Varnarleikur var þó vel leikinn af
beggja hálfu og það hefur sennilega
ráðið úrslitum hve vel Anatolij
Kovtoum tókst að hemja Dan
klæddu og skotnýting tók að skána
mjög. Tókst þeim að jafna leikinn
fyrir hlé 10-10.
Grótta skoraði fyrsta markið í
síðari hálfleik en það var í síðasta
sinn sem þeir höfðu forystu.
Heimamenn höfðu 2-3 marka for-
skot allan síðari hluta hálfleiksins
og sigraðu síðan 23-20.
Leikurinn var geysilega mikil-
vægur fyrir bæði Iiðin og kom það
töluvert niður á gæðum hans. KA-
menn unnu þó tiltölulega sann-
Kennard, en hann skoraði aðeins 7
stig í leiknum, eftir að hafa gert 40
stig í tveimur síðustu leikjum liðsins.
Þórsarar leiddu í hálfleik 39-37 og
það var ekki fyrr en 5 mín. lifðu af
leiknum að KR-ingar náðu því for-
skoti sem dugði þeim til sigurs. Það
var fyrst og fremst Matthías Einars-
son sem tryggði KR-ingum stigin
tvö, en hann var óstöðvandi á þeim
kafla þegar KR-ingar sigldu framúr.
Leiknum lauk með sigri KR 85-81.
gjaraan sigur sem lyfti þeim fra
svæsnustu fallhættunni í bili. Lið
KA var mjög jafnt í leiknum og
erfitt að nefna einn leikmann sem
var öðrum fremri. Páll Björnsson
var langbestur í Gróttuliðinu og
Sigtryggur Albertsson varði vel í
fyrri hálfleik.
Dómarar voru þeir Gunnlaugur
Hjálmarsson og Gunnar Viðars-
son. Var Gróttumönnum mjög
uppsigað við þá allan leikinn en
beir sluppu þó ágætlega frá honum.
Bakverðirnir Konráð Óskarsson
og Jón Örn Guðmundsson voru
bestir Þórsara en Dan Kennard
komst ekkert áleiðis gegn Kovtoum.
Matthías Einarsson og Axel Nikul-
ásson voru bestir KR-inga.
Dómarar voru þeir Bergur Stein-
grímsson og Guðmundur Stefán
Maríasson, en hann dæmdi nú sinn
fyrsta úrvalsdeildarleik. Komust
þeir þokkalega frá hlutverki sínu.
Handknattleikur:
Óvænt tap
Stjörnunnar
KR-ingar unnu óvæntan sigur á
Stjörnunni 21-20 í Laugardalshöll,
eftir að staðan í leikhléi hafði verið
13-8 fyrir KR. Klaufaskapur Stjörn-
umanna var mikill í lokin þegar þeir
fengu tækifæri á að jafna leikinn.
Páll Ólafsson gerði 9/1 mörk fyrir
KR en Sigurður Sveinsson gerði 6.
Fyrir Stjörnuna Gylfi Birgisson 8/3
mörk.
ÍR missti af sigri
Fjögur síðustu mörkin í leik FH
og ÍR í Hafnarfirði voru heima-
manna og breyttu þeir stöðunni úr
21-22 í 25-22 og sigruðu eftir að
ÍR-ingar höfðu leitt lengst af. Héð-
inn Gilsson gerði 10/3 mörk fyrir FH
og Róbert Rafnsson 6 mörk fyrir ÍR.
Jafnt í Eyjum
Víkingar náðu jafntefli 25-25 gegn
ÍBV í Eyjum, en leikurinn var mjög
jafn og spennandi. Víkingar höfðu
þó yfirleitt frumkvæðið. Sigurður
Gunnarsson gerði 11/2 mörk fyrir
ÍBV en Árni Friðleifsson gerði 8/2
mörk fyrir Víkinga. BL
Staðaní 1. deild
FH .......... 9 7 1 1 239-207 +32 15
Valur........ 9 7 1 1 223-190 +33 15
Stjarnan .... 9 5 2 2 211-182 +29 12
KR .......... 9 5 2 2 200-203 -3 12
ÍR........... 9 3 2 4 203-205 -2 8
ÍBV.......... 9 2 3 4 211-217 -6 7
KA ..........9315 199-214 -15 7
Víkingur .... 9 1 3 5 204-218 -14 5
Grótta ...... 9 2 1 6 186-206 -17 5
HK ..........9126 182-215 -33 4
Körfuknattleikur-Úrvalsdeild:
KR-ingar sterkari
á lokasprettinum
Frá Jóhanncsi Bjamasyni íþróttafréttamanni
Tímans á Akureyri:
Riðlaskipting í úrslitum HM í knattspyrnu á Ítalíu á næsta ári verður þessi:
A B C D E F
Ítalía i Argentína Brasilía V-Þýskaland Belgía i England
Austurríki Sovétríkin n Svíþjóð Júgóslavía Uruguay Holland
Tékkóslóvakía Rúmenía 1 Skotland Kólombía Spánn írland
Bandaríkin Kamerún M Costa Rica S.A. furstad. A-Kórea i Egyptaland
SAGAN GLEYMIR ENGUM. Ásgeir Jakobsson.
Ásgeir segir sögur af sjómönnum og fiskiskipstjórum, sem voru miklir aflamenn
og sjósóknarar fyrr á árum, auk sögunnar af skipherra landhelgisgæslunnar, sem
Englendingar létu íslenskan forsætisráðherra reka.
LTKNINGAMÁTTUR ÞINN. Harold Sherman.
Sherman greinir hér frá tilraunum sínum á lækningamætti hugans og setur fram
ráðleggingar fyrir þá, sem þarfnast lækningar. hann er fullviss um það, að Guðs-
krafturinn er til staðar í hverjum manni til að endurvekja hug og líkama.
UNDIR HAMRINUM. Grétar Kristjónsson.
Reynslusögur gjaldþrota einstaklinga.
hér er fjaflað um reynslu nokkurra einstaklinga, sem lent hafa i greiðsluerfið-
leikum og gjaldþroti. Þetta eru áhrifaríkar frásagnir, þar sem þjáningin og reiðin
koma þerlega í Ijós. Oft er tekið sterkt til orða og ýmsir fá kaldar kveðjur.
DULRÆN REYNSLA. Guðný Þ. Magnúsdóttir.
Frásagnir af dulskynjunum sjö íslenskra kvenna.
Áhugi á dulrænum fræðum hefur alltaf verið mikill. hér segja sjö íslenskar konur
frá reynslu sinni í þessum efnum, greina frá því sem fyrir þær hefur borið í lífinu
á þessu sviði og svara um leið ýmsum áleitnum spurningum.
OG ENN MÆLTI HANN. Finnbogi Gudmundsson.
20 ræöur og greinar.
Hér fjallar Finnbogi um hin margvíslegustu efni, allt frá nýársdagshugleiðingu í
hafnarfjarðarkirkju til handknattleiks á fimmta tugnum og frásagnar af ferð til
Albaníu. Þá er erindi um Þingvelli og Þjóðarbókhlöðu og sitthvað fleira.
HIÍK ^
SKIPTIR ÞAÐ MALI? Árni Grétar Finnsson.
Þetta er önnur Ijóðabók Árna Grétars. 1982 kom út Leikurað orðum, þar sem voru
bæði frumort Ijóð og þýdd. hér eru eingöngu frumort Ijóð, sem eru margbreytileg
að efni og framsetningu ög bera mörg með sér ákveðinn tón, sem sérkennir höf-
undinn. Eirikur Smith myndskreytti.
SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OUVERS STEMS SF