Tíminn - 19.12.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.12.1989, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. desember 1989 Tíminn 3 Nýflugbraut á Hólmavík Nýverið var ný flugbraut tekin í notkun á Hólmavík. Fyrsta vélin sem lenti á nýju brautinni var Dorn- ier-flugvél Arnarflugs. Framkvæmdir við nýju flugbraut- ina hófust í sumar. Bygging flug- brautarinnar var boðin út, og kom verið í hlut Strandaverks hf. á Hólmavík. Vinnu við sjálfa flugrein- ina er lokið, en vinna við öryggis- svæði meðfram brautinni stendur enn yfir. Á næsta ári verður byggð ný flugstöð við völlinn og gengið frá flughlaði. Nýja flugbrautin er á sama stað og sú gamla, en stefna hennar er önnur. Vegna staðsetningar brautarinnar er nauðsynlegt að færa þjóðveginn fyrir norðan Hólmavík, en það hefur enn ekki verið gert. Þeir sem leið eiga vestur í ísafjarðardjúp, á Drangsnes eða norður á Strandir, þurfa því að aka eftir gömlu flugbrautinni. Af þessum sökum er ekki hægt að ljúka framkvæmdum við suðurenda nýju brautarinnar. Þannig vantar nú um 100 m upp á að flugbrautin nái fullri lengd, auk þess sem öryggissvæði vantar við suðurendann. Fullbúin verður nýja flugbrautin á Hólmavík 1000 m að lengd og 30 m á breidd. Öryggissvæðin meðfram brautinni eru 25 m breið, en við enda brautarinnar eru 60 m löng öryggissvæði. Að sögn Magnúsar H. Magnús- sonar, flugvallarstjóra á Hólmavík, batnar öll aðstaða til flugs til og frá Hólmavík verulega með tilkomu nýju brautarinnar. Nýja brautin snýr mun betur við ríkjandi vindáttum en sú gamla. Einkum gat gamla brautin verið erfið viðfangs í suðvestanátt. Auk þess var nær útilokað að lengja gömlu brautina, þar sem annar endi hennar var uppi á háu barði, en hinn endinn á lækjarbakka. Gamla braut- in var aðeins 746 m að lengd, þannig að flestar áætlunarflugvélar þurftu sérstaka undanþágu til að mega nota hana. Dornier-flugvél Arnarflugs iendir í fyrsta sinn á nýrri flugbraut á Hólmavík. Tímamynd: S.G. Gullfoss - lífið um borð Gullfoss - Lífið um borð, er heiti á nýútkominni bók, þar sem tekin er saman saga skemmtifleytunnar Gull- foss og reynt að draga upp raunsanna mynd af stemmingunni um borð. Pétur Már Ólafsson tók saman og skrifar stærstan hluta bókarinnar. Alls skrifa þrettán manns í bókina. Bókaútgáfan Tákn gefur bókina út, sem skartar fjölda mynda. Pétur Már Ólafsson sagði í samtali , við Tímann, nýverið að mikil vinna hefði farið í heimildasöfnun við bókina. Helst leitaði hann fanga í dagblöðum, ársskýrslum Eimskipa- félagsins og minni manna sem voru í áhöfn eða ferðuðust með skipinu. Svo virðist sem alls hafi um 160 þúsund farþegar ferðast með Gull- fossi á þeim 23 árum sem hann var í siglinum undir íslenskum fána. Ör- lög skipsins þekkja flestir, en Gull- foss var seldur 1973 og var upp frá því í pílagrímaflutningum, þar til eldur kom upp í skipinu og það sökk við hafnarborgina Jedda. Pétur Már segir lífið um borð hafa borið öll einkenni samfélags. „Menn dóu og fæddust. Fólk skyldi og tók saman. Gamlir fjendur sættust og illdeilur upphófust." Hann segir jafnframt að í upphafi hafi honum þótt hugmyndin um að skrifa sögu Gullfoss, fáránleg en síðar séð að hún var hluti af þjóðarsögunni, þeg- ar þjóðin fór í fyrsta skipti að ferðast. Vestmannaeyjar: Bílar brunnu Fjórir fólksbílar sem stóðu við fjölbýlishús við Áshamar í Vest- mannaeyjum, eyðilögðust í eldi snemma á sunnudagsmorgun. Það var rétt upp úr kl 07 um morguninn sem lögreglu og slökkviliði var gert viðvart um eldinn og tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins. Mikill vindur var að norðan og mun eldur- inn hafa komið upp í einum bílanna og síðan breiðst út hina bílana sem stóðu við hlið hans. Þrír bílanna brunnu til kaldra kola en sá fjórði skemmdist það mikið að hann er talinn gjörónýtur. Málið er í rannsókn hjá rannsókn- arlögreglu Vestmannaeyja en elds- upptök eru ókunn. eins og á jólum KEA hangikjötið er meðhöndlað samkvæmt norðlenskri hefð af færustu kjötiðnaðar- mönnum. KEA hangikjötið, bragðgott og ilmandi eins og þið viljið hafa það — á jólum!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.