Tíminn - 27.10.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.10.1990, Blaðsíða 1
Söngvasvanurinn B Stefáni Óiafssyni í í Vallanesi Vallanesi stóð til boða að verða fornfræðingur Mazarins kardinála. En sennilega hefði þjóðin þá tapað af mörgu því feg- ursta í Ijóðaarfleifð sinni. AU ERU ekki mörg skáldin sem Ffc halda uppi merki bókmennt- Wí anna á 17. öld á íslandi. Ekki var það af því að ekki væri nóg ort, en flest var þetta hnoðborinn, andleg- ur kveðskapur, sem nú telst löngu dauður og í engu fallinn til þess að hræra hjörtu nútímamanna, þótt hann kunni að fela í sér minjar menningar og gögn um höfundana sjálfa, við- fangsefni þeirra og hugsunarhátt. En sem betur fer voru þau skáld er upp úr stóðu því stærri í sniðunum og munar þar auk Hallgríms Pétursson- ar mest um austfirsku skáldin. Hér verður nú sagt frá einu austfirsku skáldanna, Stefáni presti Ólafssyni í Vallanesi, sem sennilega telst þeirra fremstur og er byggt á rítum Páls Eggerts Ólafssonar, sem mestur fræðimaður var um menningu og sögu þessa tímabils. Séra Ólafur skáld Einarsson í Kirkjubæ og synir hans þrír. Það er Stefán Ólafsson sem ffemst stendur og leggur hönd á bijóst Stefán var af miklu skáldakyni kominn í föðurætt. Var faðir hans séra Ólafur Einarsson í Kirkjubæ, besta skáld sinnar tíðar á íslandi. Afi hans í föðurætt var séra Einar Sigurðsson skáld í Heydölum. Stóð og að honum gáfað fólk í móðurætt, því móðir hans, Krist- ín, var dóttir séra Stefáns prests í Odda, Gíslasonar biskups Jóns- sonar. Það má telja líklegt af ýmsum gögnum að Stefán sé fæddur um 1619. En fátt segir af honum í æsku. Þó er þess getið að í deilum er faðir hans átti í við Rafn Jóns- son á Ketilsstöðum í Jökulsár- hlíð, hafi Stefán snúist á sveif með Rafni svo að kalt hafi verið með þeim feðgum lengi á eftir. Annað er enn að árin 1636-7 var Stefán með föður sínum í Kirkju- bæ og er til vísnakver hans frá þeim tíma, sem hefur að geyma stökur og stutt kvæði. í því kveri er og að finna erindi eftir séra Ei- rík, bróður hans. Hefur hann á þessum árum kveðist á við ýmsa menn austanlands. Nokkur kvæði eru í kverinu, sem virðast vera frá 1638 og síðar og er rithöndin furðugóð hjá svo ungum manni. Mætti ætla að það væri ritað af eldra manni, ef ekki stæði bein- línis framan á því ártalið 1636, er hann byrjaði að færa inn stökur sínar. Hann hefur fyrst lært undir skóla hjá föður sínum, en verið tekinn í Skálholtsskóla 1638 eða 1639 að því er ráða má af nokkr- um ljóðabréfum hans. Þar var þá rektor frændi hans, Björn Snæ- bjarnarson frá Odda, maður strangur og skyldurækinn. Samdi þeim hið besta, að því er ráða má af bréfi Stefáns til hans síðar. Brynjólfi biskupi Sveinssyni hef- ur og getist vel að Stefáni og er hann með honum í yfirreiðum um Fljótsdalshérað 1641. Hann mun hafa útskrifast úr Skálholts- skóla það ár og eftir það verið skrifari biskups fram á vorið 1643. Þá hefur hann farið austur til föður síns. Tilboð Mazarins kardinála Haustið 1643 sigldi Stefán til Kaupmannahafnar til náms og var hann skráður í stúdentatölu þann 3. desember. Líkt og fleiri íslend- ingar varð hann brátt handgeng- inn Óla Worm. Fékk Worm hann til þess að þýða Snorra-Eddu á lat- ínu eftir Ormsbók. Lét Resen Sjá- landsbiskup prenta þetta síðar, að svo miklu leyti sem munaði frá fyrri þýðingu séra Magnúsar Ólafs- sonar frá Laufási. Bókin kom út 1665 og var fyrsta prentaða þýðing Snorra-Eddu. Þótt sitthvað megi að þýðingunni finna, því bæði var Stefán ungur og hafði engin gögn sér til styrktar, þá er auðsætt að hann hefur verið talinn í fremstu röð sinna jafnaldra í Kaupmanna- höfn. Hefur hann á þessum tíma haft bréfaskipti við marga hinna merkustu meðal íslendinga, þar á meðal Brynjólf biskup, og sýnir það hverjar mætur hann hafði á honum. Þess má geta að um þessar mundir fékk Stefán álitlegt tilboð frá umboðsmanni Mazarins kard- inála, sem þá réð mestu um stjórn Frakkaríkis. Það var þess efnis að hann skyldi flytjast til Parísar og gerast þar fornfræðingur í nor- rænum og íslenskum fræðum. Var það vitanlega Ole Worm að þakka, en hann átti í bréfasamböndum við ýmsa merka Frakka eða var þeim kunnugur. Hafði verið til hans leitað í því skyni að fá ein- hvern efnilegan íslending til starf- ans með sæmilegum launum. Mazarin kardináli var bókavinur mikill og hafði dregið að sér eitt- hvað af norrænum og íslenskum ritum. Og það var Worm sem leit- aði eftir þessu við Stefán, en hann vildi ekki taka þetta að sér fyrr en hann hefði ráðfært sig við foreldra sína og þó einkum við Brynjólf biskup. Bréf hans til föður síns vegna þessa er ekki til en aftur á móti er bréfið til biskups til, dag- sett þann 5. maí 1646. Svar bisk- ups hefur ekki varðveist, en af bréfi Stefán til biskups 13. maí 1647 má ráða hvert svarið hefur verið og að hann hefur ráðið hon- um frá Parísarferðinni. Af því má og ráða að Stefán hefur langað til að takast þetta á hendur og að for- eldrarnir hafa sett honum það í sjálfsvald. Menn hafa getið sér þess til að Brynjólfi hafi gengið það til með því að ráða honum frá þessu að þar með mundi hann skyggja á biskup sjálfan. En líklegra er að hann hafi viljað láta ættjörðina njóta vitsmuna, gáfna og snilldar Stefáns og því hvatt hann til þess að koma aftur til íslands og taka að sér starf þar. Klerkurinn í Vallanesi Nú segir ekki meira af Stefáni fyrr en kemur fram á vorið 1648. Mun hann þennan tíma hafa rækt nám sitt kappsamlega, því frá 10. maí 1648 er til mjög lofsamlegur vitnisburður hans frá Óla Worm. Er hann þá orðinn attestatus í guðfræði og hið sama sumar held- ur hann til íslands og er kominn í Skálholt þann 12. júlí. Hefur hann þá verið búinn að sitja í þrjár vikur á Bessastöðum við gott atlæti hjá Jens Sörensen umboðsmanni, því hestekla hafði verið mikil vegna harðinda veturinn áður. Stóð nú svo á að séra Eiríkur Ket- ilsson í Vallanesi, frændi Stefáns og vinur, hafði andast 1647. Þá fékk prestakallið séra Finnur Jóns- son, sem nokkurn tíma hafði verið kirkjuprestur í Skálholti. Lék Stef- áni hugur á að ná í prestakallið, enda bar nú vel í veiði. Fór hann um sumarið austur að Kirkjubæ til foreldra sinna og þaðan skrifaði hann Óla Worm 15. september sama ár og segir að Brynjólfur biskup, sem það sumar fór austur í yfirreið, hafi hvatt sóknarbændur þar til þess að kveðja sig til prests bráðlega. Hafi biskup gert þetta til þess að ekki yrðu aðrir á undan og að hann gæti farið tímanlega suð- ur í Skálholt til fundar við um- boðsmanninn, enda lét hann það ekki lengi dragast. í þeirri ferð fékk hann prestakallið og var prestvígður. Þann 20. janúar 1649 var hann settur inn í embættið af föður sínum og flutti þá hina fyrstu guðsþjónustu sína. Er fátt af honum að greina öll prestskap- arár hans þar. Árið 1651 gekk hann að eiga Guðrúnu Þorvaldsdóttur að Auð- brekku í Hörgárdal og voru þær bræðradætur Guðrún og kona Brynjólfs biskups. Nokkur bréf eru til frá Stefáni frá fyrstu prestskap-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.