Tíminn - 08.01.1991, Side 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 8. janúar 1991
UTLOND
Baker og Aziz ætla að hittast á miðvikudaginn:
IRAKAR MUNU HEYJA
STRÍD UM ALLAN HEIM
Saddam Hussein sagði í gær að ef til stríðs komi þá muni írakar
beijast um heim allan. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, og Tareq Aziz, utanrfldsráðherra íraks, munu hittast í Genf í
Sviss á miðvikudaginn til að gera úrslitatilraun tii að finna fríðsam-
lega lausn á deilunni. Ekki þykir lfldegt að árangur náist og eru
menn óttaslegnir um að stríð verði niðurstaða fundanna.
Bandarískir hermenn úr landgönguliði flotans æfa áhlaup á bækistöðvar óvinaríns í eyðimerkursandinum.
Spumingin er um hversu mjög óyinurínn mun standa í þeim ef til raunverulegra átaka kemur.
Saddam sagði í ræðu, sem hann
flutti í gær, að írakar myndu berjast
um allan heim ef til stríðs kæmi.
„Aðalorrustan verður háð í írak, en
áætlanir okkar gera ráð fyrir að
skaða hvern þann sem berst gegn
okkur ... árásaraðila alls staðar í
heiminum," sagði Saddam við
helstu herforingja sína.
Þessi yfirlýsing Saddams kynti
undir þann ótta að írakar muni
beita fyrir sig hryðjuverkum, en rót-
tækir hópar Palestínumanna, sem
hafa aðsetur sitt í Baghdad, hafa
þegar haft í frammi slíkar hótanir.
Aziz, utanríkisráðherra íraks, og
Baker, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, munu hittast í Genf í
Sviss á miðvikudaginn, en erfiðlega
gekk að finna dagsetningu fyrir
fundinn. Baker flytur skýr skilaboð
frá George Bush, forseta Bandaríkj-
anna, sem hljóða þannig að írakar
eigi að fara frá Kúvæt skilyrðis-
laust. Baker sagði að þetta væru
síðustu viðræður sem færu fram
fýrir 15. janúar. Eftir þær sagðist
hann myndu loka dyrunum á íraka.
Saddam sagði í sjónvarpi á sunnu-
daginn að Kúvæt væri á ný orðið
hluti af írak og þannig yrði málun-
um háttað áfram. Útlitið er því ekki
gott fyrir að friður verði við Persa-
flóa eftir 15. janúar.
Baker kom til Evrópu í gær og hóf
viðræður við ýmsa ráðherra í þeim
tilgangi að skerpa einbeitni þeirra
gagnvart Persaflóa og treysta stuðn-
ing þeirra við fjölþjóðaherinn gegn
frökum í líklegu stríði. Hann átti
fyrst viðræður við Douglas Hurd, ut-
anríkisráðherra Bretlands, en Bretar
hafa 34 þúsund manna herlið við
Persaflóa.
John Major, forsætisráðherra Breta
sem er í fjögurra daga heimsókn í
Saudi-Arabíu, ítrekaði fýrri yfirlýs-
ingu sína um að írakar ættu að yfir-
gefa Kúvæt skilyrðisiaust, en sagði
að þó að írakar yfirgæfu Kúvæt
þann 15. janúar, yrði að búa þannig
um hnúta að svona staða geti ekki
komið upp aftur.
Hundruð útlendinga hafa flúið og
flýja ísrael vegna yfirvofandi átaka,
en Saddam hefur sagt að ísraeí
muni verða fýrsta skotmarkið ef til
stríðs kemur. Fullpantað er hjá öll-
um flugfélögum, en sum flugfélög
hafa aflýst flugi til ísraels vegna
hárra tryggingariðgjalda.
Utanríkisráðherra ísraels, David
Levy, sagði að ræða Saddams jafn-
gilti yfirlýsingu stríðs og forsætis-
ráðherrann, Yitzhak Shamir, sagði
að ísrael yrði að vera viðbúið árás.
Valdaránstil-
raun á Haiti
OVEÐUR A BRETLANDI
Að minnsta kosti tuttugu og átta manns létu lífíð í óveðri, sem gekk yfír
Bretlandseyjar um helgina. A meðal þeirra sem létust voru sex svissneskir
ferðamenn og ellefu sjómenn.
Svissnesku ferðamennirnir voru ásamt írskum táningi í veiðiferð, þegar tré
féll á bíl þeirra með þeim afleiðingum að allir í bílnum létust. Atburðurinn
átti sér stað nálægt hafnarborginni Galway á vesturströnd írlands. Flutninga-
skip, sem var á leið frá Spáni til Liverpool, hvolfdi nálægt bresku ströndinni
snemma á sunnudag. Að sögn strandgæslumanna í Wales þá tókst aðeins að
bjarga tveimur af tólf manna áhöfn skipsins. Skipið var skráð á Möltu, en
áhöfnin- var af mörgum þjóðernum. Skipstjóri þess var norskur og er hann
meðal þeirra sem saknað er. Þá tók einn sjómann útbyrðis af togaranum
Greenland. Vindhraðinn var víða mikill, en mældist mest 160 km/klst.
Reuter-SÞJ
Roger Lafontant, bandamaður Duvalier-fjölskyldunnar sem nú er í
útlegð í Frakklandi, gerði valdaránstilraun á Haiti í gær. Aðeins
mánuður er í að nýkjörinn forseti landsins verði settur í embætti, en
forsetakosningar fóru fram í desember síðastliðnum.
Lafontant, fyrrum innanrfldsráðherra, tilkynnti eftir nærri tveggja
klukkustunda skotbardaga kringum forsetahöllina að hann hefði
tekið forsætisembætti lýðveldisins í sínar hendur.
Lafontant hélt Ertha Pascal Trouil-
lot, núverandi forseta, sem gísl. Táls-
maður Bandaríkjastjórnar í Wash-
ington skoraði á Lafontant að láta
forsetann tafarlaust lausan og hætta
við valdaránið.
Lafontant hefur lengi verið banda-
maður fýrrum einræðisherrans
Francois „Papa Doc“ Duvalier og var
innanríkisráðherra í stjórnartíð son-
ar Francois, Jean-Claude „Baby Doc“
Duvalier, sem var hrakinn frá völd-
um árið 1986 og skipað í útlegð. All-
ar götur síðan hefur Lafontant reynt
að sameina það sem eftir var af Du-
valier-veldinu.
Hinn vinstrisinnaði prestur Jean-
Bertrand Aristide, sem var kjörinn
forseti í desember, hefur boðað
miklar breytingar og m.a. hótað að
afnema ýmis forréttindi sem sumir
stuðningsmenn Duvaliers njóta
enn.
Lafontant var aldrei settur í útlegð
eða handtekinn og hóf fljótlega
áróðursherferð lýrir Duvaliersinna
og hélt því fram að Aristide mundi
aldrei verða forseti Haiti.
Trouillot tók við forsetaembættinu
fýrir tíu mánuðum og á að fá Aristi-
de völdin í hendur í febrúar. Hún til-
kynnti í ríkisútvarpinu og - sjón-
varpinu í gær að hún væri tilneydd
að segja af sér. En herinn snerist
gegn Lafontant og eftir aðeins hálf-
tíma skotbardaga við forsetahöllina
gafst Lafontant upp og Trouillot tók
aftur til við fýrri störf.
Forsetakosningarnar, sem fram
fóru sextánda desember, voru al-
mennt álitnar friðsömustu og Iýð-
ræðislegustu kosningar í sögu Haiti,
en Lafontant sagði í sjónvarpsviðtali
á sunnudagskvöld að þær hefðu ver-
ið óheiðarlegar og móðgun við íbúa
Haiti.
í nóvember var Lafontant úrskurð-
aður óhæfur til að taka þátt í forseta-
kosningunum.
Frá því „Baby Doc“ Duvalier
hrökklaðist frá völdum og var gerð-
ur útlægur hefur hann lifað lúxuslífi
í Frakklandi og á þeim tíma hafa
fimm ríkisstjórnir ríkt á Haiti og
ýmiss konar byltingar og valdaráns-
tilraunir verið reyndar.
Reuter-SÞJ
Fréttayfirlit
LONDON - Bandaríkin og Bret-
land hafna þeirri tillögu að gefa
írökum lengri frest en tll 15.
janúar til að hverfa á brott frá
Kúvæt.
BAGHDAD - Saddam Hussein
sagði ( gær að ef-til stríðs komi
þá muni írakar berjast um allan
heim, ekki bara í Kúvæt, oa hef-
ur Saddam áöur nefat Tsrael
sem skotmark íraka.
AMMAN - Jórdönsk stjórnvöld
segjast þurfa að ioka landa-
mærum sínum fýrir flóttamönn-
um yfirvofandi Persaflóastríðs
nema þeir fái milljónir dollara í
neyðaraðstoö.
JERÚSALEM - Forsætisráð-
herra (sraels, Yitzhak Shamir,
segir að þau Arabarlki, sem séu
á móti (rökum I Persaflóadeil-
unni, hafi samþykkt að ísrael
megi svara hugsanlegum árás-
um Iraka á ísraelskt landsvæði.
WASHINGTON - Embættis-
menn I Bandarlkjunum búa sig
nú undir öldu hryðjuverka I
Bandaríkjunum af (röskum upp-
rnna í kjölfar hugsanlegra átaka
við Persaflóa.
PORT-AU-PRINCE - Herinn á
Haiti hindraði valdarán banda-
manns fyrrum einræðisherra
landsins með því að handtaka
hann, eftir að hann hafði dvaliö í
nokkrar klukkustundir í forseta-
höllinni.
NAIROBI - Hungursneyð voftr
yfir höfuðborg Sómalíu, Mogad-
ishu, en harðir bardagar hafa
geisaö þar milli uppreisnar-
manna og stjórnarherslns og
hindra þessir bardagar alla mat-
vælaflutninga.
MOSKVA - Opinberar heimild-
ir frá Eystrasaltsríkjunum þrem-
ur herma aö sovéski varnar-
málaráðherrann hafi sent þús-
undlr fallhlifarhermanna til rikj-
anna.
PRETORÍA - Yfirmenn mennta-
mála í Suður-Afríku segja að ein-
kunnir svartra nemenda hafi aldr-
ei verið eins lágar, og kenna þeir
verkföllum kennara um og mót-
mælum nemertda gegn aöskil-
inni kennslu svartra og hvítra.
BONN - Kohl kanslari Þýska-
lands ætlar að hefja viðræöur
um stjórnarmyndun viö sam-
starfsflokk sinn, þó að ekki sé
víst að hann verði endurkjörinn
kanslari.
SOFÍA Bensínlaust hefur ver-
ið í Búlgariu í tvær vikur, en
þessi vetur veröur sá harðasti
fyrir Búlgara" síðan í seinni
heimsstyrjöldinni.
BEIRÚT - Palestínsk skæru-
liðasamtök, sem Abu Nidal er i
forystu fyrir, létu í gærfjóra belg-
íska gísla lausa. Fjórmenning-
amir eru allir úr sömu fjölskyldu,
en i upphafi tóku skæruliðasam-
tökin átta fjölskyidumeðlimi
gfslatöku. Reuter-SÞJ