Tíminn - 08.01.1991, Page 9

Tíminn - 08.01.1991, Page 9
Eftir Sigurð Boga Sævarsson Rafmagn komið á að að nýju norðanlands og hlutirnir að komast í samt lag á ný: Bilun í ljósleiðara símans Truflanir urðu einnig nokkrar á símakerf- inu. Bilun varð í Ijósleiðarastrengnum milli Sauðárkróks og Blönduóss, þar sem rofnaði þar sem hann er strengdur yfir gil í Skála- hnjúksdal á Laxárdalsheiði. Þetta orsakaði að almennt símasamband fór af í Húna- vatns- og Strandasýslum og hluta Skaga- fjarðar og ekki hægt að ná út fyrir svæðið. „Það var talið að það væri nógu traust að hengja ljósleiðarann yfir ána, en hann gaf sig í þessu áhlaupi. Það sem hefur verið gert er að grafa leiðarana undir árfarveginn eins og undir Markárfljót. Það stóð til að þessu yrði breytt í Skálahnjúksdal, þannig að ef þetta hefði skeð næsta vetur þá hefði þessi bilun ekki orðið,“ sagði Hrefna Ing- ólfsdóttir, blaðafulltrúi Pósts og síma, í samtali við Tímann. Ekki varð þó algert sambandsleysi á stöðum á vestanverðu Norðurlandi, því hægt var að nota farsíma við að ná út fyrir svæðið í gegnum ör- bylgjusamband, en það er hinn möguleik- inn í símakerfinu, en ljósleiðararnir eru þó smátt og smátt að taka við hlutverki þess. „Við heyrum að símamálastjóri og þeir ætli að taka sig taki og okkur finnst ekkert veita af því. Þeir kenna Ijósleiðaranum um þetta, en miklu fleira er að en bara leiðar- inn. Þessi sími sem við höfðum virkaði þannig að aðeins var hægt að hringja í númer innan 95-svæðisins og við getum ekki séð að það komi ljósleiðaranum neitt við. Það er gamalþekkt vandamál hér að síminn fari allur í rúst þegar rafmagnið fer,“ sagði Magnús Guðjónsson, sveitar- stjóri á Skagaströnd, í samtali við Tímann. Náði ekki í Almannavarnir Magnús sagðist ennfremur vera óánægður með að Skagstrendingum tókst ekki að ná sambandi við stjórnstöð Almannavarna rík- isins, þegar veðrið var sem verst þar síðdeg- is á föstudag. Þá töldu menn rétt að hafa samband við Almannavarnir, þó beint hættuástand hefði ekki verið. „Við reyndum að ná sambandi við Almannavarnir og það tókst ekki. Og því gerðum við ekki frekari tilraunir til þess. Hins vegar fannst okkur undarlegt að ekki skyldi vera vakt í stjórn- stöð Almannavarna þegar rafveitukerfið á Norðurlandi var allt að hrynja. Við settum ekkert almannavarnakerfi í gang, en höfð- um síma og talstöð í gangi ef eitthvað kæmi uppá.“ Skakkt númer? Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Al- mannavarna, er ekki sammála Magnúsi. „Við yfirfórum útskriftir úr símkerfinu okk- ar og þar kemur í ljós að neyðarsíminn, 11550, sem hann segist hringja í, er stilltur til vaktmanns Almannavarna á þessum tíma, en það kemur ekki fram nein hring- ing utan frá sem er svarað," sagði Guðjón. Skýringar hans á þessu eru að í fyrsta lagi gæti hafa verið hringt í skakkt númer og ekki hafi verið svarað. Annar möguleiki sé sá að ekki hafi náðst út fyrir svæðið vegna lllviðrakaflinn norðanlands að undanföm hefur valdið miklum erfiðleikum og búsHjum hjá einstaklingum og opinberum aðilum, svo sem RARIK og Pósti og síma. Dagsmynd: Golll .....>........V„ -./>■ ... . V\V.. ■ bilana á símakerfinu. „Magnús hringdi til Iögreglunnar í Reykjavík og þar var honum gefið upp að hringja í stjórnstöð Landhelg- isgæslunnar sem sér um vöktun á neyðar- síma Almannavarna utan skrifstofutíma, en í þann síma hringdi hann ekki,“ sagði Guð- jón. „f öðru lagi fór hann ekki eftir leið- beiningum um að hringja í farsíma sem starfsmenn Almannavarna, sem eru á bak- vakt, eru með heima hjá sér. Hann hefur á blaði hjá sér fjölmarga möguleika til að ná í Almannavarnir ef neyðarsímanúmerið bregst og þá virðist hann ekki notfæra sér, þannig að þessi gagnrýni er ekki réttmæt." Guðjón sagði ennfremur að Almannavarn- ir ríkisins hefðu haft samband við lögreglu- stjóra Skagstrendinga, sýslumann Hún- vetninga sem situr á Blönduósi. Hann hefði talið að allt væri í lagi á Skagastönd. Biðu Almannavarnir því eftir frumkvæði frá Skagstrendingum, en það barst ekki. Komið skaplegt veður í gær var orðið skaplegt veður á Norður- landi vestra og ágætisveður á austanverðu Norðurlandi og Austfjörðum miðað við það sem áður var. Leiðinlegasta veðrið var hins vegar á norðanverðum Vestfjörum, tals- verður vindur og éljagangur. Ekki er búist við miklum breytingum á veðrinu næstu daga, jafnvel út þessa viku. „Það verður áfram ríkjandi norðaustanátt á landinu og það eina sem breytist er að hitinn fer meira niður á við. Ég reikna með að það verði frost um allt landið og að það haldist út vik- una,“ sagði Magnús Jónsson veðurfræðing- ur í samtali við Tímann. Flugið í samt lag Innanlandsflug gekk vel í gær og hafa flugfélögin komið öllum þeim á áfangastað sem biðu eftir flugfari. Flugleiðir flugu í gær á alla áætlunarstaði sína nema Patreks- fjörð og Þingeyri, flugi þangað var aflýst. Arnarflug innanlands komst á alla sína áætlunarstaði nema Siglufjörð. Ljóst er að margir aðilar hafa orðið fyrir miklu tjóni í þessu ofsaveðri. Það er trygg- ingarfélaganna að bæta fólki skaðann, en Viðlagatrygging íslands bætir ekki tjón af þessu tagi. Hennar starfsvið takmarkast við að bæta tjón af völdum náttúruhamfara, en nær ekki til foktjóns, eins og margir hafa nú orðið fyrir. -sbs. 8Timinn Ljóst er að tjón RARIK, eftir ofsaveðrið í síðustu viku, mun nema tugum miljóna króna og er tjónið það mesta sem hefur orðið í sögu rafveitnanna, að sögn Kristjáns Jónssonar rafmagsveitustjóra. Líf er að fær- ast í eðlilegt horf norðanlands og í gær bjóst Kristján við að fyrir kvöldið kæmist rafmagn til allra þeirra, sem enn voru án þess. í gær var staðan sú að rafmagn var komið til langflestra á norðanverðu landinu. Á Norðurlandi vestra var staðan sú að enn var rafmagnslaust í Fljótum, Sléttuhlíð í Skagafirði og í Laxárdal í Austur-Húna- vatnssýslu. Þar fyrir utan var enn raf- magnslaust á einstaka bæ á svæðinu. Á Norðurlandi eystra var enn rafmagnslaust í Reykjahverfi, Fnjóskadal og á nokkrum bæjum í Eyjafirði, en vonir stóðu til að all- ir fengju rafmagn fyrir kvöldið. 100 þúsund kall staurinn „Við vitum ekki hvað tjónið er mikið, en fjöldi brotinna staura í háspennulínum er farinn að nálgast 500, svo að þetta er lang- mesta tjón í sögu rafmagnsveitnanna. Tölur um kostnað höfum við ekki, en þetta veltur á mjög mörgum tugum miljóna," sagði Kristján. Aðspurður sagði hann að einn staur kominn með línu kosti a.m.k. 100 þúsund krónur. „Þetta er tvíþætt núna, fyrst er það bráðabirgðaviðgerð og síðan þarf að fara í endanlega viðgerð. Við höfum engar endanlegar tölur um tjón fyrr en síð- ar í þessari viku,“ bætti hann við. Alls hafa í kringum 300 manns unnið við viðgerðir á vegum RARIK norðanlands. Bæði hafa það verið starfsmenn RARIK af Norðurlandi og öðrum landshlutum, starfsmenn Lands- virkjunar, björgunarsveitir og heimamenn. Kristján sagði að rafmagnsveiturnar hafa verið vel undir þetta búnir og ekki hefði skort efni til viðgerða. Það sem olli rafmagnsleysinu var að sam- an fóru mikil slydduísing sem settist á vír- ana og samtímis var hvassviðri. Þegar þetta tvennt leggst á eitt er það það versta sem getur komið. Þegar hiti er um frostmark hleðst ísingin utan á vírana, svo þeir verða allt að 30 cm í þvermál og þegar hvassviðri er til viðbótar standast línurnar álagið ekki. Jarðstrengur lausnin? „Það væri alltof dýrt að ætla að byggja lín- urnar þannig að þær stæðu slíkt veður af sér, sem kemur kannski ekki nema á ára- tuga fresti. Slíkt myndi valda verulegri hækkun á raforkuveðri í landinu," sagði Kristján Jónsson. Hann sagði ennfremur að á síðustu árum hefði það verið að gerast að jarðstrengir væru að verða samkeppnishæf- ir í verði við 3 fasa línur á venjulegri dreifi- spennu og á undanförnum þremur árum hefðu verið lagðir margir tugir kílómetra af jarðstrengjum í stað loftlína. í fyllingu tím- ans væri það orðið ódýrara og mætti búast við að jarðstrengir tækju í enn ríkari mæli við hlutverki loftlína á næstu árum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.