Tíminn - 08.01.1991, Side 15
Þriðjudagur 8. janúar 1991
Tfminn 15
IÞROTTIR
Körfuknattleikur— Úrvalsdeild:
Fjögurra stiga
leikur hjá KR
Dómarar í aðalhlutverki á fyrsta leikkvöldi ársins í körfuboltanum
Keppni í úrvalsdeildinni í fcörfu-
knattleik hófst á nýjan leifc á sunnu-
dagskvöld. Fjórir leifcir voru á da-
sfcrá, en aðeins þrír þeirra fóru fram.
Þar sem annar dómarinn mætti ekki
á leifc ÍR og Njarðvíkinga í Selja-
skóla, varð að fresta leiknum. Þeir
um það bil 150 áhorfendur sem
hugðust sjá Frank Booker, hinn nýja
bandaríska leikmann ÍR, etja kappi
við bakveija Njarðvíkinga, fóru því
fýluferð.
í Laugardalshöll tóku íslandsmeist-
arar KR á móti Haukum. Dómaram-
ir komu einnig mikið við sögu í þeim
leik, sem lauk með 88-81 sigri KR-
inga. Frammistaða þeirra Bergs
Steingrímssonar og Kristins Óskars-
sonar var afar slök og einnig urðu rit-
ara leiksins á slæm mistök. Hann
gleymdi að skrá eina villu á Pál Kol-
beinsson og því fékk Páll að leika
áfram eftir að hann fékk með réttu
sína 5. villu.
Leikurinn var afar illa leikinn af
báðum liðum, mikið var um rangar
sendingar og mistök og hittni leik-
manna var slök. Fyrri hálfleikur var
mjög jafn, Haukar voru örlítið sterk-
ari framan af en KR-ingar jöfnuðu. í
leikhléi voru KR-ingar yfir 45-42. í
síðari hálfleik náðu KR-ingar fljót-
lega góðri forystu, sem mest varð 13
stig 77-63. Á þessum kafla gekk ekk-
ert upp hjá Haukunum, en KR-ingar
léku skynsamlega og nýttu færin.
Um miðjan hálfleikinn varð hinn nýi
bandaríski leikmaður Hauka, Damon
Vance, að fara af leikvelli með 5 villur.
Sömu leið fór Henning Hennings-
son, fyrirliði Hauka, áður en yfir
lauk. Þegar 5 mín. voru eftir fór Páll
Kolbeinsson loks út af með 5 villur
og Axel Nikulásson fylgdi í kjölfarið
eftir að hafa fengið tvær tæknivillur.
Axel verður því f leikbanni á sunnu-
daginn þegar KR-ingar sækja Snæfell
heim. Haukum tókst að minnka
muninn í 1 stig 80- 79, en lengra
komust þeir ekki. Hermann Hauks-
son, ungur og efnilegur leikmaður
KR-inga, tryggði sínum mönnum
sigurinn með 6 stigum úr vítaskot-
um á síðustu sekúndunum og loka-
tölurvoru 88-81.
Bestir KR-inga í gær voru Axel
Nikulásson í vörninni, Jonathan Bow
í fráköstunum, Lárus Árnason sem
hitti vel og Hermann Hauksson sem
var öryggið uppmálað á lokamínút-
unni. Hjá Haukum var kjaminn jafn
og þokkalegur, en enginn skaraði
fram úr.
Þessi sigur var KR-ingum afar mik-
ilvægur og jafngildir fjómm stigum.
Ef að líkum lætur hafa Haukarnir
ekki lagt árar í bát og þeir ætla sér
áreiðanlega sæti í úrslitakeppninni í
vor, þrátt fyrir ófarimar á sunnudags-
kvöld.
Stigin KR: Bow 24, Láms 18, Her-
mann 14, Axel 13, Páll 8, Gauti 7 og
Matthfas 4. Haukar: Vance 17, Jón
Amar 17, Henning 13, Pálmar 13,
ívar 13 og Pétur 8.
Naumt hjá Tindastólum
Tindastólsmenn unnu nauman sig-
ur á Valsmönnum á Hlíðarenda 74-
77. Valsmenn hófu leikinn betur og
vom yfir framan af, en Tindastóls-
menn tóku síðan við sér. í leikhléi var
staðan 30-37 Tindastól í vil. í síðari
hálfleik höfðu gestirnir undirtökin,
en Valsmenn gáfúst ekki upp og þeim
tókst að minnka muninn í 1 stig þeg-
ar 2 mín. vom eftir, 69- 70. Nær kom-
ust Valsmenn ekki, Tindastóll gerði
næstu 5 stig og sigraði 74-77.
Stigin Valur: Magnús 24, Grissom
20, Ragnar 18, Matthías 10 og Guðni
2. Tindastóll: Jonas 23, Einar 19, Pét-
ur 18, Karl 7, Sverrir 6, Pétur V. 2 og
Haraldur 2.
Krebbs með
Grindvíkingar, með Dan Krebbs í
broddi fylkingar, sigmðu Þórsara 84-
97 á Akureyri. Krebbs er að jafna sig
eftir handarbrot, en lék engu að síður
með. Það skýtur því nokkuð skökku
við að leik Grindvíkinga og Keflvík-
inga, sem vera átti í kvöld, er frestað
vegna meiðsla Krebbs.
Grindvíkingar unnu sanngjaman
sigur á sunnudagskvöld, vom yfir all-
an leikinn, í leikhléi 36-48 og unnu
ömggan sigur 84-97. Jón Öm Guð-
mundsson Þórsari lék ekki með liði
sínu í fyrrakvöld, þar sem hann var í
leikbanni og munar um minna.
Stigin Þór: Dan Kennard 22, Sturla
19, Jóhann 13, Konráð 12, Guð-
mundur 10, Davíð 6 og Helgi 2.
Grindavík: Guðmundur 26, Dan
Krebbs 25, Jóhannes 19, Rúnar 14,
Sveinbjöm 7 og Steinþór 6.
Tveir leikir í kvöld
í kvöld em tveir leikir á dagskrá úr-
valsdeildarinnar. Valsmenn taka á
móti Þórsumm á Hlíðarenda kl.
20.00 og ÍR-ingar mæta Njarðvíking-
um í Seljaskóla kl 21.00. Leik Grind-
víkinga og Keflvíkinga er frestað,
eins og áður kom fram.
Staðan í úrvalsdeildinni
í körfuknattleik:
A-riðill:
Njarðvík 13 10 3 1191- 926 20
KR 14 9 5 1149-1101 18
Haukar 14 7 7 1154-1161 14
Snæfell 13 2 11 962-1168 4
ÍR 13 1 12 973-1216 2
B-riðill:
Tindastóll 14 12 2 1371-1236 24
Keflavík 13 10 4 1331-1247 20
Grindavík 14 10 4 1331-1158 20
Valur 14 4 10 1142-1217 8
Þór 14 4 10 1300-1305 8
BL
íþróttamaður ársins 1990:
Úrslitin
tilkynnt
í kvöld
í kvöld verður kunngert hvaða íþrótta-
maður hefur orðið fyrir valinu sem
íþróttamaður ársins 1990. í hófi, sem
Samtök íþróttafréttamanna standa
fyrir á Hótel Loftleiðum í kvöld, verð-
ur íþróttamaðurinn krýndur, en í gær
var kunngert hvaða 10 íþróttamenn
bítast um titilinn.
Þeir eru þessir í staírófsröð:
Bjami Friðriksson Ármanni júdó
Bjami Sigurðsson Val knattspyma
Einar Vilhjálmsson UÍAspjótkast
Kolbrún Jóhannsdóttir Fram hand-
knattleikur
Kristján Arason Teka handknatt-
leikur
Ólafur Eíríksson ÍFRsuncf fatlaðra
Páll Kolbeinsson KR körfuknattleikur
Pétur Guðmundsson HSK kúluvarp
Ragnheiður Runólfsd. ÍA sund
Úlfar Jónsson Keili golf
Enska knattspyman:
Liverpool slapp
með skrekkinn
Sjálfsmark á síðustu sekúndum gerði
sigurvonir Blackbum að engu
Ensku meistaramir Liverpool
komust í hann krappan er þeir
mættu 2. deildaríiði Blackbum
Rovers í 3. umferð ensku bikar-
keppninnar í knattspyrau f
fyrrakvöld. Blackburn komst yf-
ir í upphafi síðari hálfleiks er
Simon Garner skoraði og á sfð-
ustu sekúndum leiksins skoraði
Mark Atkins sjálfsmark sem
tryggði Liverpool aukaleik um
áframhaldandi keppnisrétt f bik-
arkeppninnl.
Það gekk á ýmsu f leiknum og
áður en yfir lauk höfðu tveir
ieikmenn yfirgefið völlinn með
rauð spjöld. Fyrst var það gamli
Unitedmaðurinn Kevin Moran
sem rekinn var út af og síðan
hinn sænski fyrirliði Liverpool,
Glenn Hysen.
Nokkuð var um óvænt úrslit á
laugardag. Til dæmis féll 2.
deildarlið WBA úr keppni með
því að tapa á heimavelli 2-4
gegn áhugamannaliði Woking.
Þá máttu 1. deildarlið Cheisea
og Derby þola ósigur gegn 2.
deildarliðum, Chelsea lá fyrir
Oxford 1-3 og Derhy fyrir
Newcastle 0-2.
Úrslitin f 3. umferð ensku bikar-
keppninnar urðu sem hér segin
Aldershot-West Ham 0-0
Arsenal-Sunderiand 2-1
Aston Villa-Wimbledon 1-1
Barnet-Portsmouth 0-5
Barnsley-Leeds 1-1
Blackbura-Liveipool 1-1
Blackpool-Tottenham 0-1
Bolton-Barrow 1-0
Brighton-Scunthorpe 3-2
Bristol Rovers-Crewe 0-2
Bumley-Manchester City 0-1
Charlton-Everton 1-2
Chelsea-Oxford 1-3
Chester-Boumemouth 2-3
Coventry-Wigan 1-1
Ciystal Palace-Nott.Forest 0-0
Hull-Notts County 2-5
Leyton Orient-Swindon 1-1
Mansfieid-Sheffield Wed. 0-2
Middlesborough-Plymouth 0-0
MiUwall-LeÍcester 2-1
Newcastle-Ðerby 2-0
Norwich-Bristol City 2-1
Oldham-Brentford 3-1
Port Vale-Peterborough 2-1
Sheffield United-Luton 1-3
Shrewsbury-Watford 4-1
Southampton-lpswich 3-2
Swansea-Rotherham 0-0
WBA-Woldng 2-4
Wolves-Cambridge 0-1
BL
Pálmar Sigurðsson sækir að körfu KR- inga í leiknum á sunnudag. Til
vamarer Jonathan Bow KR-ingur.
L
LAHDSVIRKJUN
Útboð
á vélum og rafbúnaði fýrír Fljótsdalsvirkjun
Landsvirkjun auglýsir eftir tilboðum í framleiðslu, afnendingu og
uppsetningu á vélum og rafbúnaði fyrir 210 MW virkjun í Jökulsá
í Fljótsdal samkvæmt útboðsgögnum FDV- 21.
Verkið felur í sér hönnun, framleiðslu, afhendingu og uppsetn-
ingu á tveim 105 MW Pelton hverflum ásamt rafölum og tilheyr-
andi búnaði.
Útbóðsgögn verða fáanleg á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitis-
braut 68, 103 Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 9. janúar
1991 gegn óafturkræfri greiðslu að tjárhæð kr. 9.000 fyrir fyrsta
eintak, en kr. 4.000 fyrir hvert viðbótar eintak.
Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 12:00, miðvikudaginn 20.
mars 1991.
Tilboðin verða opnuð kl. 14:00 sama dag í stjórnstöðvarhúsi
Landsvirkjunar, Bústaðavegi 7 í Reykjavík.
Reykjavík, 4. janúar 1991
LANDSVIRKJUN
LANDFLUTNINGAR HF.
Breytt símanúmer
Nýja símanúmerið okkar er
685400
LANDFLUTNINGAR HF.
Skútuvogi 8. Reykjavík
BL