Tíminn - 08.01.1991, Side 16

Tíminn - 08.01.1991, Side 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NÚTIMA FLUTNINGAR Halnarhusmu v Tryggvagotu. S 28822 NISSAN Réttur bíll á réttum stað Ingvar Helgason hf. Sævartiöfða 2 Sími 91-674000 I íniinn Vaða trillusjómenn uppi með frekju eða eru þeir að berjast fyrir réttlætinu? EIGA RÁÐHERRAR VON Á SLORI Á TRÖPPURNAR? Megn óánægja er meoal trillusjómanna með aflaheimildir sem þeir hafa fengið fyrir þetta ár. Fram hafa komið raddir um að skvetta slori fyrir framan Stjómarráðið, fái trillusjómenn ekki úrlausn sinna mála. Aðrir í sjávarútveginum saka trillukarla um frekju og óeðlileg vinnubrögð. Hall- dór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra segist ekki vera fyllilega sáttur við vinnubrögð trillusjómanna í þessu máli. Hann segir fullyrðingar þeirra um samkomulag fulltrúa Landssambands smábátaeigenda og sjávarút- vegsráðuneytisins um ákveðin útfærsluatriði í þessu máli ekki á rökum reistar. Það var slæmt hljóð í trillukörlum sem sóttu sameiginlegan fund fé- laga smábátaeigenda í Hafnarfirði, Suðumesjum og Reykjavík. Uppi voru raddir um að grípa til róttækra aðgerða ef trillukarlar fá ekki sitt fram. Einn fundarmanna hvatti fé- iaga sína að íhuga hvort ekki væri rétt að hella slori fyrir framan Stjómarráðið, en franskir sjómenn hafa beitt þeirri baráttuaðferð. Fundurinn sendi alþingismönnum bréf. Þar eru alþingismenn í fyrsta lagi hvattir til að beita sér fyrir að farið verði að lögum um stjóm fisk- veiða, þar sem skýrt er kveðið á um að aflahlutdeild báta sem veiðileyfi fá í fyrsta sinn eftir 31. desember 1989, án þess að sambærilegirbátar hafi horfið varanlega úr rekstri í þeirra stað, hafi ekki áhrif á úthlut- un aflahlutdeildar þeirra smábáta sem fyrir vom. í öðm lagi að efnd verði fastmæli sjávarútvegsráðu- neytisins og Landssambands smá- bátaeigenda um það að búin verði til auka aflahlutdeild handa smábát- um. í þriðja lagi að efnd veröi fast- mæli sjávarútvegsráðuneytisins og Landssambands smábátaeigenda um að smábátar fá rétt hlutfall af þeim kvóta, sem til skipta kemur við afnám sóknarmarksins. „Þessir hlutir, sem þarna em að koma fram, em hlutir sem við höf- um aidrei gengist inn á. Við Iítum það mjög alvarlegum augum að þeir skuli vera að túlka hluti sem menn hafa rætt frá ýmsum hliðum í ráðuneytinu, meðan verið var að leita lausna á málinu, sem sam- komulag við okkur. Það er einfald- lega rangt. I meðfömm Alþingis var gerð sú breyting á frumvarpinu að afli þeirra báta, sem bættust við á árinu 1990, tækist af heildaraflanum. TVillusjómenn halda því fram að hér sé átt við fleiri báta, sem áður hafa komið inn í flotann. í bókun sem fulltrúi LS gerði í nefndarstarfmu í janúar 1990 talar hann um báta sem em að koma inn í flotann. Það hefur alla tíð verið sá skilningur að átt væri við báta sem komu inn á því ári. í nefndaráliti frá sjávarútvegs- nefnd efri deildar kemur þetta sama fram. Trillusjómenn halda því síðan fram að afli þessara nýju báta hefði ein- ungis átt að dragast frá afla allra annarra skipa en smábátanna, en ekki heildarafla. Lagaákvæði um þetta mætti að okkar mati vera skýrara, en í þeim samtölum, sem fram fóm um málið, var þetta skiln- ingurinn og við höfum því túlkað þetta eins og um var talað," sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra. Úthlutun kvóta til smábáta er unn- in af nefnd sem í eiga sæti fulltrúi frá sjávarútvegsráðuneytinu, Landssambandi smábátaeigenda og Fiskifélagi íslands. Nefndin skilaði til ráðherra einróma niðurstöðu í desember síðastliðnum. Ráðuneyt- ið fór algerlega eftir niðurstöðu nefndarinnar. TVillusjómenn fengu tækifæri til að gera athugasemd við úthlutunina og er nefndin nú að fara yfir þær. Búist er við að trillu- karlar fái í hendur endanlega út- hlutun sjávarútvegsráðuneytisins á fiskveiðikvóta undir lok þessa mán- aðar. Þegar kvótakerfi í sjávarútvegi var tekið upp árið 1984 var ákveðið að halda smábátum utan við kerfið. Á þeim tíma, sem liðinn er, hefur ver- ið allmikil! vöxtur í smábátaútgerð, sem aftur leiddi til þess að fram komu háværar kröfur um að trillu- karlar yrðu settir undir sama hatt og aðrir sjómenn. Það hefur nú ver- ið gert með nýjum lögum um stjóm fiskveiða sem tóku gildi um síðustu áramót. Ljóst er að margir hafa samúð með málstað trillusjómanna, en því fer fjarri að það gildi um alla. Fulltrúar LÍÚ og Sjómannasambands íslands hafa hvatt til þess að kvóti verði settur á útgerð smábáta. Ámi Bene- diktsson, framkvæmdastjóri Félags Sambandsfiskframleiðenda, er sama sinnis. „TVillukarlar hafa með ofbeldi og frekju aukið sína kvótahlutdeild á síðustu árum langt umfram það sem eðlilegt er. Nú eru þeir að búa sig undir nýja atlögu. Ég tel víst að þeir fái einhvem þingmann til að leggja fram á þingi frumvarp um að breytingu lögunum um stjóm fisk- veiða í þá vem að þeirra kvóti verði aukinn. TVillusjómenn hafa aukið sína þorskhlutdeild síðan árið 1984 úr 11 þúsund tonnum upp í 45 þús- und tonn. Samt sem áður em þeir hundóánægðir og vilja fá meira. Það yrði hroðalegt mál ef farið yrði að taka kvóta af þeim skipum sem veiðarnar hvfia raunvemlega á, til þess að bæta við trillusjómenn," sagði Ámi. Loðnuleitin: Loðna finnst austanlands Hafrannsóknarskipin Bjami Sæ- mundsson og Árai Friðriksson ásamt fjórum loðnuskipum hafa verið við loðnuleit fyrir austan land. Hjálmar Vilhjálmsson fískifræðing- ur er um borð í Bjarna Sæmunds- syni og sagði hann í samtali við Tímann í gær að búið væri að fara yfir mjög stórt svæði „alveg frá 63,3 gráðum og 30 mínútum að sunnanverðu og yflr að norðan- verðu Langanesi og austanverðri Melrakkasléttu". Hvort einhver loðna hefði fundist á þessum slóðum sagði Hjálmar: „Ein- göngu hefur fundist loðna á venju- legum slóðum, þ.e. við landgmnns- kantinn út af Austfjörðunum og Norðausturlandinu, þó aðallega út af sunnanverðum Austfjörðum og austur af Langanesi." Nánari skoðun fer nú fram á þess- um svæðum til þess að kanna hversu mikla loðnu þarna er að finna. „Við erum í því að mæla hvað er mikil loðna á þessum slóðum og þar til því er lokið er ómögulegt að segja hvort þar er eitthvað meira eða minna en verið hefur undanfarin ár,“ sagði Hjálmar. „Loðnuskipin fjögur eru nú um það bil að ljúka þessari yfirlitsleit sem þeim var ætlað að gera og eru að byrja á því að skoða nánar það svæði sem loðna hefur fundist á,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson að lokum. —GEÓ Helgi ívarsson, slökkviliðsstjóri í Hafriarfirði, kannar hér olíu- og gasfnykinn sem lá upp úr ræsum þar i bæ í gær. Rannsókn á or- sök iyktarfnnar stóð yfir i allan gærdag, en um kvöldiö varekki enn komið i Ijós hvað olli. Ýmsar getgátur voru á lofti um ástæðuna, td. hljóðaði eln þannig að olían kæmi frá olíugeymum, sem eru undir húsum frá þvf að olíukynding var notuö, og leitaði upp á yflrborðið í háflóði.—GEÓ Tímamynd: Ami Bjama Ný þjónusta við landsmenn innanlands og erlendis: Smáauglýsingar verða í Tímanum Tíminn hefur hafið samstarf við smáauglýsingablaðið Notað og nýtt. Það mun í framtíðinni verða fylgirit með miðvikudagsblaði Tímans. Áskrifendur Tímans fá þessa upp- bót að sjálfsögðu ókeypis, en smá- auglýsingablaðiö verður auk þess til sölu sérstaklega á blaðsölustöðum. Það verður selt á mun lægra verði en venjulega. Notað og nýtt hefur komið út í 10 mánuði. Blaðið hefur verið selt, en auglýsingar hafa verið ókeypis fyrir auglýsendur sem auglýst hafa sem einstaklingar. Notað og nýtt hefur um skeið verið og verður áfram gefið út í samstarfi við alþjóðleg samtök smáauglýs- ingablaða, sem seld eru með ókeypis auglýsingum. íslendingar geta í framtíðinni haft samband við Notað og nýtt og komið á framfæri auglýs- ingum í blöð, sem gefin eru út í milljónum eintaka í nágrannalönd- unum. Þessi þjónusta verður ókeyp- is fyrir einstaklinga, en fyrirtæki þurfa að greiða lága upphæð fyrir hana. Þetta þýðir mikla möguleika fyrir fólk t.d. í ferðamannaiðnaði. Margrét Sigurðardóttir, ritstjóri smáauglýsingablaðsins Notað og nýtL Tímamynd: Aml Bjama

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.