Tíminn - 09.01.1991, Page 22
Notað&nýtl/TÍM«NN
FAPIA eru alþjóöasamtök smáauglýs-
ingablaða sem birta auglýsingar
einstaklinga þeim að kostnaðarlausu
í lok febrúar ætla blöðin sem standa að Fapia að gefa út sérrit hvert í sínu heima-
landi um ferðalög og sumarfrí. Fleiri en 70 smáauglýsingablöð út um allan heim taka
þátt í þessu gríðarlega verkefni.
Notað & nýtt/TÍMINN tekur við augýsingum til birtingar í hverju þessara blaða.
Auglýsingarnar eru sendar í gegnum gagnanet beint til þess blaðs sem á að birta
auglýsinguna. í tengslum við þetta verkefni stendur einstaklingum til boða að birta
sömu auglýsinguna í mörgum löndum samtímis án endurgjalds.
Enn og aftur, venjulegar smáauglýsingar eru ókeypis fyrir einstaklinga, en ef óskað
er leturbreytinga þá er sú fyrirhöfn á vægu verði. Með litlum fyrirvara og svo til
fyrirhafnarlaust getur auglýsingin þín komið fyrir augu 6 til 7 milljón manns í 19
þjóðlöndum. Það er því rakið tækifæri að auglýsa á næstunni í eftirtöldum dálkum
erlendis:
Bústaðir fyrir sumarfríið
Bústaðaskipti
Flugmiðar
Ferðafélagar
Kunningsskapur erlendis
Menntun
Atvinna erlendis
Kaup/sala á tjaldvögnum, húsbílum og bátum/snekkjum
Hugmyndir að sniðugum ferðalögum
Á sama tíma og stærsta ferðamálaráðstefna/sýning í heimi fer fram í Berlín verður
systurblaði okkar í borginni, Zweite Hand, dreift þar í 500.000 eintökum. Þetta er
gullið tækifærið fyrir íslensk fyrirtæki sem ætla sér eitthvað í ferðamálum
framtíðarinnar.
Við munum kynna möguleika fyrirtækja til að notfæra sér Berlínarútgáfuna nánar í
næsta blaði. Öllum íslenskum fyrirtækjum stendur að sjálfsögðu til boða að auglýsa
vörur sýnar og þjónustu í hverju hinna 72 smáauglýsingablaða sem Notað og
nýtt/Tíminn tengist í gegnum Fapia. Ekki ókeypis en ótrúlega hagstætt.
Allar nánari upplýsingar fást í síma 625 444.