Tíminn - 05.02.1991, Side 6

Tíminn - 05.02.1991, Side 6
6 Tíminn Þriðjudagur 5. febrúar 1991 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýslngsisími: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð (lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Fárviöri í annað sinn með stuttu millibili á fyrstu vikum árs- ins hefur fárviðri gengið yfir landið og valdið mikl- um skaða á munum og mannvirkjum með tilheyr- andi fjárhagstjóni. Veðurfræðingar hafa sagt að veðurhæð hafi aldrei mælst meiri frá upphafi veð- urathugana en í því veðri sem geisaði um helgina. Ofviðri það sem landsmenn urðu fyrir í fyrstu viku janúar olli einnig miklu tjóni og raskaði eðlilegu at- hafnalífí og samgöngum víða um norðan- og vest- anvert landið, og fárviðri það sem gekk um helgina kom í sumum tilfellum beint ofan í þann skaða sem fyrr hafði orðið. Vert er að veita því athygli að hvorugt þessara ill- viðra olli manndauða eða alvarlegum slysum á mönnum og dýrum. Þótt hátt á annað hundrað skip væru á sjó í veðrinu um helgina urðu ekki sjóslys. Skipin stóðu af sér veðrin, þótt mannvirki á landi yrðu fyrir hinum margvíslegustu sköðum. Vafalaust eru ýmsar skýringar á því að ekki fór verr til sjávar- ins en raun ber vitni, en þar hlýtur að mega sín mik- ils hversu traust og burðamikil íslensku fiskiskipin eru og það lán að smábátar hafa trúlega ekki verið á sjó. I nýafstöðnu fárviðri bar mest á því sem ævinlega fylgir ofsastormum, að mannvirki þola ekki þá áraun vindanna sem á þau er lögð. Ekki er vafamál að ísland er þannig sett að þar er að vænta mikilla sterkviðra og hætta á foktjóni vofir þá yfír. Þess vegna er eðlilegt að spurt sé hvort íslensk mann- virki séu nægilega sterkbyggð til þess að mæta þessum fárviðrum Norðuratlantshafsins. Er tekið fullt tillit til veðurfars þegar mannvirkjum er valinn staður og frá þeim gengið, t.d. hvað varðar glugga- og dyraumbúnað og frágang á þaki? Mannháski af fárviðrum stafar ekki síst af þakplötum sem losna og fjúka stjómlaust út í veður og vind. Þótt telja verði að margt megi betur fara í mann- virkjagerð og frágangi húsa, sem alltaf sannar sig í fárviðmnum, er ástæða til að vekja athygli á hinu, að almannavamir, björgunarstarf og neyðarþjón- usta margs konar virðist vera í góðu lagi, þegar slíkt hættuástand ber að höndum sem leiddi af fárviðrinu um helgina. Ríkisútvarpið stóð vel í stykkinu sem upplýsingamiðill og miðpunktur í viðvömnar- og björgunarkerfí almannavama og fijálsra björgunar- sveita. Landsmenn fengu þar eina sönnunina enn um nauðsyn sameinandi landsútvarps sem Ríkisút- varpið er og á að vera. Útvarpið er öryggistæki sem ekkert kemur í staðinn fyrir. íslendingar hafa öll skilyrði til þess að mæta óveðmm af fyrirhyggju. Þar skortir a.m.k. hvorki góða veðurþjónustu, virkt upplýsingakerfi né viðhlítandi björgunarstarfsemi. Hins vegar mætti almenn fræðsla um vetrarveðrátt- una vera meiri til þess að byggja upp þá forsjá sem hver og einn á að hafa fyrir sjálfum sér í ótryggum veðmm og vetrarfærð. GARRI | Um það bil sem arkítektar fóru að kyooast sólariöndum og jafnvel Arababyggðum, og sáu hveroig menn byggðu hós sfn í sólskini, byrjuðu þeir að teikna flöt þök á hús á íslandi. Fram að þeim tíma höfðu hús verið maeld í fermetr- um. EfUr að arkítektar með sól- argiýjuna í augunum byrjuðu á flötu þökunum var farið að mæla hús eftir leka. Gömlu torfbælmir gátu lekið, en auövelt var að bæta úr því með því að þekja þá torfi að nýju. Húsleki þótti hvimleiður, en f nokkra áratugi, eftir að farið var að byggja hús úr tímbri og steini, voru Islendingar lausir víð hús- lekann og væntu þess að hann ætti aldrei eflir að angra fólk. En hinn fríði flokkur aritítekta sá til þess, eftir nokkrar sóiariandaferð* ir, að húslekinn yfirgæfl ekki landsmenn. Flötu þötón fluttu húslekann aftur til landsmanna og nú situr hann á Qölmörgum heimilum eins og einn úr íjol- skyidunni. Svo má illu venjast Margt höfum við gert okkur til þriiá á þeirri öld sem nú er að líða. Við reyndum m.a. að byggja yfir ýmisiegt sem heyrir til menningar og geymdar. Við byggðum þjóð- leikhús og þjóðminjasafn og ætl- uðum okkur að koma upp þjóðar- bókhlöðu. Fámenn þjóð reyndi að verða stór í andanum, þótt ýmis- legt atvinnulegs eöiis gengi á aft- urfótunum. Sljómmálamenn hver á fætur öðrum gengu íratn fyrir skjöldu á tyiiidögum og fóru með þau ljóð, sem Íeikið höfðu á skáldanna tungum. Ekki hafði þurft að byggja yfir þau og þess vegna kostaði þetta ekki neitL Þeir reistu sfn flötu þök yfir höf- uðið og bjuggu möglunarlaust við húslekann. Þannig komu þeir sér upp alit að átján bala húsum. En þessi mæling er fengin með því að telja balana sem þarf að setja und- ir húslekann þar sem hann er mestur. Arkítektar voru iðnir við að teikna lekahripin, og brátt urðu menn svo vanir þessu, að ekki tók því lengur að hafa orð á húsleka. Aumingjaskapur í minningarskyni Þjóðminjasafn íslands á sér ianga sögu. Þjóðminjasafnshúsið var byggt tíi minningar um lýð- veidistökuna 1944, en var lengi í byggingu cins og Þjóðarbókhlað- an, sem ákveðiö var að byggja vegna eiiefu alda afmæiis byggð- arinnar 1974 og hét á fagmáli sér. Þessar tvær byggingar var ákveöiö að reisa af metnaöarfull- um mönnum, sem áttn sér draum um öflugt þjóðlff f stóru iandi. Nú er draumurinn um þjóðminja- safnið farinn að ieka með þeim ærsium, að telja veröur að lekinn á þjóöminjamar nemi um átján bölum. Draumurinn um þjóðar- bókhiöðuna er aftur á móti aðelns rúmlega fokbeidur og ræður mestu um fátækt þess húss, að þeim fjármunum, sem ætlaðar voru til þess, var stolið á Alþingi. Báðar þcssar bvggingar eru orðn- ar alþingismönnum tii skammar. En ástand bygginganna tveggja er aiveg í samræmi við andlegt ástand á Alþingí. Úr þvf sem kom- ið er væri skásta ráðstöfun þings- ins að sjá tll þess að f þjóðhátta- fræðum við Háskóla ísíands yrði tekln upp iektorsstaða, þar sem kennd yrði svonefnd balafræði. Þjóðminjaverðir þurfa að læra að fara með vatnsbala og hvar og hvemig á að setja undir ieka. Óskaland braskara Fáránlegar breytingar á þjóðleik- húsinu bæta ekki fyrbr þá van- hirðu og þann hundingjahátt, sem ræður viðhorfum tii opinberra bygginga eins og þjóðminjasafns og þjóðarbókhlöðu. Það skortir eldd snöggar aðgerðir, þegar þarf að afnema þýðingarskyidu á sjón- varpsefni. Þar erekki verið að taia um gamalt sverð grafið úr jörðu, Nógir peníngar eru hins vegar tíl þess að eyðiieggja svalbr, sem Guðjón Samúeisson teiknaði f þjóðieikhús. Og nógir peningar spretta á tijánum þegar taka þarf tíl hendinni við ríkisrekstur at- vinnuvega iandsmanna, eftir að kauphaliarbraskarar og kaupieigu- stjórar ásamt vaxtafrömuðum bankanna hafa lagt þá f rúsi. Ekk- ert fær að vera í eðliiegum farveg- um, eios og hjá öðrum þjóðum, Flötu þölrin og húslekfnn fyrir- finnast víðar en hjá aritítektum, Rfiriskasstnn er mesta lekahrip iandsfhs, enda þarf að borga úr honum fyrir handvömm iiðinna ára í vaxtamálum og gengisskrán- ingu. Þótt þjóðmínjaveröir verði að standa dag og nótt við vatns- burð og balaflutning og fé eyma- merkt þjóðarbókhlöðu nái aldrei á leiðarenda, hcldur verðbréfa- og vaxtabraskiö áfram á fuilu. Menn vetða rikir á að handfiatla pappíra. Hjá þetm rignir ekki niður um þökin á meðan atvtnnuvegimir verða aö hálfgerðum ríkisvegum. En menn skulu minnast þess, að eftir að svo er kómið að í iandinu geta cngir iifaö nema verðbréfa- braskarar og atvinnuvegunom hefur blætt út í vaxtaokri, verða mcnningarverómætin ekki tii að Ha samviskunni. Þá verður orðið óskaland braskar- anna — ódýr verstöð í hafinu í eigu útlendinga. Garri í illskuveðri fýrr í vetur brotnuðu staurar og rafrnagnslínur slitnuðu víða um norðanvert landið og frétta- fólk talaði upp í vindinn og sagði mikl- ar sögur af rafmagnsleysi og afrek línumanna rafveitna og björgunar- sveita voru tíunduð óspart. Rafmagns- leysi varði ýmist lengur eða skemur á meðan verið var að koma dreifikerfinu í samt lag. Forstjóri rafveitna var dögum oftar í hljóðstofum og sýningarherbergjum sjónvarpa og sagði rafmagnsleysið stafa af roki. Einhverjum hugkvæmdist að spyrja yfirrafvirkjann hvort ekki væri reikn- að með roki þegar línur og burðar- virki væru sett upp. Svarið var eitt- hvað á þá leið að verkfræðingar væru meðvitaðir um að vindasamt sé á ís- landi, en takmörk væru fýrir hve miklu er hægt að spandera í raflínur sem staðist geta áhlaup eins og þau sem stundum skella yfir ísland. Það er sem sagt hægt að setja upp raflagnir sem henta íslenskri veðráttu, en við höfum ekki efni á því. Aldrei nóg Hver skollinn hefur nú komið upp á? hugsaði maður með sér þegar raf- magnið fór á sunnudagsmorgni og farið var að hvessa. Þetta getur ekki varað lengi, fullvissaði maður sig um, því byggðaiína, sem nær hringinn í kringum landið, er svo haganlega gerð að ekki verður rafmagnslaust þótt hún slitni. Þegar svo leið og beið og ekkert kom rafmagnið og engin leið var að skýra út fýrir útvarpsmönnum eða öðrum hvað amaði að, var farið að leiða hug- ann að öllum milijörðunum, tugum eða hundruðum, sem varið var til að tengja gildar línur á miklum burðar- virkjum allt umhverfis landið til þess að aldrei yrði rafmagnslaust meir. Að minnsta kosti var það höfuðrök- Rokur semd þess mikla fyrirtækis sem hring- tengingin er, að þótt einhvers staðar rofni leiðslur verður rafmagnið bara sent hinn hringinn og allt verður í lagi. En rafvæðing landsins er ails ekki í lagi og má vel vera að ekki sé eytt nægum fjármunum til þess ama, en fýrirheitin um að ekki komi til raf- magnsleysis eftir hringtengingu og byggðalínur og allar þær stjamfræði- legu upphæðir, sem sökkt er í virkjan- ir og dreifingarkerfi, standast ekki. Hönnuðir og verktakar, sem fá alla milljarðana til handargagns, hafa auð- vitað aldrei lofað að kerfin stæðust fs- lensk veður, fremur en byggingaverk- takamir, sem em svo fákunnandi slóð- ar að þeir geta ekki einu sinni neglt niður bárujámsplötur svo að haldi. Þess vegna er enginn ábyrgur þegar mannvirkin standast ekki útsynning- inn. Fréttafár Veðrahamurinn á sunnudag var mik- il fjölmiðlaveisla. Milli þess sem til- kynnt voru messuföll og framlenging á prófkjöri Össurar og Þrastar voru sagðar linnulausar fréttir af roki hér og roki þar og fólki leiðbeint um hvar fjörið var mest, svo það gæti farið og séð björgunarsveitir í bardagaham. Þegar svo rafmagnið kom með sjón- vörpin, gustaði heldur betur um fréttaljósin þar sem þau stóðu og æptu inní maskínumar að allt væri vitlaust á bakvið vindblásnar ásjón- urnar. Maðurinn sem datt á brunahanann var mikið innlegg f 100 hnúta hvell- inn og maðurinn, sem láðistað slasast á Landspítalanum, var að minnsta kosti 10 mínútna fréttatíma virði. Höfúðbomban hlýtur samt að vera kvikmyndatökumaðurinn sem hvarf Halli. Þeir sögðu frá reynslu sinni í sjónvarpssal. Maðurinn stóð með bíó- vélina á tröppum við kringlu Land- spítalans og beindi henni að Halli. Svo hvarf hann og fréttamaðurinn stóð eftir með ónýta kvikmyndavél við fæt- ur sér. Var helst að skilja að tökumað- ur hafi orðið uppnuminn. Næst var það að frétta að sá, sem Hallur missti úr sjónmáli, meiddi sig í vinstri öxl. Vonandi verður samin fréttaskýring við atburðinn síðar. Þá fæst væntan- lega vitneskja um að veðrahamurinn hreif kvikmyndatökumanninn. Spennandi að vita hvert hann fauk, hátt eða lágt og hve langt. Hvar fann Hallur kvikmyndatökumanninn, eða var það tökumaðurinn sem fann Hall? Mörgum spumingum um þetta ágæta fréttaævintýri er ósvarað og verður að öllum líkindum aldrei svarað. Því verður heldur ekki svarað hvort rafkerfi landsins er meingallað og ófært að valda því hlutverki, sem því er ætlað, eða að öll upplýsingamiðlun þjóðarinnar rústast þegar hvessir og sambandslaust verður jafht innan- lands sem til útlanda. Svo algjört var sambandsleysið að við fengum ekki einu sinni að frétta hvemig Pentagon vill að Flóabardagi fer fram í heilan sólarhring. Fýrir hálfri öld hlustuðu fréttamenn eftir erlendum útvarpsstöðvum og endursögðu það sem þar var efst á baugi. En það var áöur en eybyggjar uppdö- guðu að þeir væm einangraðir og þyrftu að fá vígvöll heim í stofu í beinni útsendingu til að fylgjast með og ffæðast um gang heimsmálanna. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.