Tíminn - 05.02.1991, Qupperneq 7

Tíminn - 05.02.1991, Qupperneq 7
Þriðjudagur 5. febrúar 1991 Tíminn 7 VETTVANGUR Þórarinn Þórarinsson: Leysist Fersaflóastríöið með málamiðlun íÖjvggisraöinu? Enn ríkir nokkur óvissa um ástæður þess að Eduard Shevardn- adze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, sagði af sér. Nokkru eftir afsögnina hafði sjónvarpið í Moskvu boðað fréttaþátt um það efni, en tilkynnti síðar að hann hefði veríð dreginn til baka. Af yf- irlýsingu þeirrí, sem Shevardnadze flutti í sovéska þinginu 20. desember, má draga þá áiyktun, að sovéski herinn hafi verið óánægður með stefnu hans í Persaflóadeilunni og það ieitt til þess að hann sagði af sér. Hér fer á eftir fyrri hluti þeirrar yfir- íýsingar, sem Shevardnadze flutti í þinginu 20. desemben „Þetta er stysta og erfiðasta yfirlýs- ing, sem ég hef flutt. Ég bað ekki um orðið, en þar sem sumir þing- fulltrúar kröfðust þess — og ég veit hvers vegna þeir kröfðust þess að ég tæki til máls — legg ég skrifaðan texta af ræðu minni inn til ritara þingsins.... Yfirlýsing þessi verður stutt og í tveimur hlutum. í fyrsta lagi: í gær ræddu nokkrir félagar málin — gamlir félagar okkar, sem ræddu um það að senda frá sér yfirlýsingu, þar sem forsetanum og ráðamönn- um landsins er bannað að senda herlið til Persaflóa. Þetta var það sem yfirlýsing þeirra fjallaði um. Þetta er ekki fyrsta eða önnur yfir- lýsingin þessa efnis, þetta hefur ver- ið mikið til umræðu í blöðum og sjónvarpi. Ég vil vera hreinskilinn — yfirlýsingarnar í gær voru síð- asta hálmstráið. Hvað á sér stað við Persaflóa? Ég hef rætt um það og útskýrt hvað eftir annað, bæði innanlands og ut- an, að stefna Sovétríkjanna í þessari deilu er ábyrg og þaulhugsuð, í fullu samræmi við siðmenntuð samskipti milli ríkja. Tengsl okkar við írak byggjast á vináttu. Þau hafa þróast um árabil. Þessi tengsl hafa haldist; en við höfum engan sið- ferðilegan rétt til þess að sætta okk- ur við árásarstefnu og að varnar- laust smáríki sé innlimað. Þá yrð- um við að hafna öllu sem við höfum verið að gera undanfarin ár, öllu sem þjóðin hefur fengið áorkað við að festa í sessi reglur hins nýja pól- itíska hugsunarháttar. Þetta var fyrra atriðið. í öðru lagi hef ég margsinnis út- skýrt það að Míkhaíl Gorbatsjov sagði í ræðu sinni íÆðsta ráðinu að sovéska forystan hefur engar áætl- anir um íhlutun við Persaflóa. Ég veit ekki hvort einhver hópur hefur einhverjar áætlanir. En því er hald- ið fram, að utanríkisráðherra ætli að fara með her til Persaflóa. Ég hef sagt, að engar slíkar áætl- anir eru á ferðinni. Þær eru ekki til. Enginn ætlar að senda svo mikið sem einn einasta hermann, eða einn einasta fulltrúa sovéska hers- ins þangað. Það hefur komið fram. Enn var farið að ræða þetta. Aftur sama vandamálið. Ég veit hvað á sér stað á bak við tjöldin hér á þinginu. Annað mál, sem ég vil ræða: Er þetta tilviljun? Er yfirlýsing tveggja fulltrúa þingsins þess efnis, að þeim hafi tekist að koma innan- ríkisráðherra frá og tími sé kominn til að jafna um utanríkisráðherra tilviljun? Þessi orð fóru um heim allan og birtust á síðum blaða er- lendis og hér. Er þetta aðeins dirfska af hálfu þessara drengja — ég segi drengja, vegna þess að aldur minn leyfir mér það, þar sem þeir eru komungir — með ofurstastrípur á öxlum leyfa þeir sér að koma með slíkar yfirlýs- ingar í garð ráðherra, fulltrúa í rík- isstjórninni. Lesið blöðin. Ég nefni engin nöfn, en menn ættu að hugleiða af alvöru hver stendur á bak við þessa félaga. Hvers vegna hrekur enginn orð þeirra?“ Þegar hér var komið sögu lagði Shevardnadze áherslu á þörfina á að vemda persónulegan heiður þeirra einstaklinga, sem eru í stjórnmálum. Hann kvað núver- andi ástand hafa skapast vegna harðrar baráttu milli umbótasinna og þeirra, sem hann nefndi aftur- haldssinna. Baráttan hefði komið fram á 28. flokksþinginu, þegar framfarasinnar sigruðu með sæmd. Þá tilfærði ráðherrann nokkur fleiri dæmi um þá gildru, sem hann kvað vera í mótun. Það vantar ekki yfirlýsingar og köll eins og „Niður með Gorbatsjovs- klíkuna" og nafni Shevardnadzes og fleiri er bætt við. „Ég var satt að segja miður mín vegna atburðanna fyrsta dag þings- ins,“ sagði ráðherrann. „Örlög for- setans og lýðræðisþróunar voru ákveðin með því að ýta á hnapp. Er þetta eðlilegt?" Það var greinilegt að ráðherrann var mjög særður og hann hrópaði: „Lýðræðissinnar, félagar, þið hafið tvístrast, umbótasinnar læðast um. Einræði er í nánd — það veit ég. Enginn veit hverju það einræði mun líkjast, hvers kyns einræðis- herra kemst til valda og hvaða kerfi verður komið á.“ Þá sagði ráðherrann: „Ég segi af mér. Það skal verða mitt persónu- lega framlag, eða mótmæli mín ef þið viljið hafa það svo, gegn ein- ræði. Ég flyt Míkhaíl Gorbatsjov innilegar þakkir. Ég er vinur hans og er sama sinnis og hann. Ég hef alltaf stutt og mun styðja pere- strojku, endurnýjun og lýðræðis- þróun. Við höfum áorkað miklu á alþjóðavettvangi. Ég tel, að það sé skylda mín að segja af mér sem maður, sem borgari, sem kommún- isti. Ég get ekki sætt mig við það, sem er að gerast í landinu og þær raunir sem bíða þjóðar okkar." Að lokum sagði ráðherrann að hann væri á þeirri skoðun að ein- ræðið mundi ekki ná fram að ganga, heldur mundi framtíðin bera lýðræði og frelsi í skauti sér. Ljóst virtist af orðum Shevardn- adzes að átök hafa orðið milli hers- ins og stjórnarinnar um stefnur í Persaflóadeilunni og stefna hans í þeim málum beðið lægri hlut. Þess vegna hefur hann sagt af sér og lát- ið í ljós þá hættu að herinn kunni að taka völdin og víkja Gorbatsjov frá. Brottför Shevardnadzes bar í fyrstu þann árangur, að þingið sam- þykkti stuðning við stefnu hans og fylgismaður hans var skipaður eftir- maður hans. En hvert er álit Sovétmanna nú á Persaflóastríðinu öllu? Það kemur fram í eftirfarandi viðtali sem sov- éskur blaðamaður átti við Sergej Akhromejev, marskálk og ráðunaut forsetans í upphafi styrjaldarinnar. „Spuming: Hvert er mat þitt á hernaðarlegu og strategísku ástandi á svæðinu eftir tveggja daga átök? Svan Fyrst vil ég taka það fram, að ég hafði rangt fyrir mér þegar ég sagði nokkrum dögum fyrir styrj- öldina, að engin styrjöld myndi brjótast út, og að báðir deiluaðilar hefðu næga skynsemi til að sjá að deilumál verða ekki leyst með vopnavaldi. En styrjöldin hófst þrátt fyrir það. Hvernig styrjöldin hófst kom ekki á óvart; heldur ekki afleiðingar hennar fyrstu tvo dagana. Það er vel vitað, að Bandaríkin og bandalagsríki þeirra hafa yfirgnæf- andi yfirburði í Iofti og á sjó. Þeir notuðu sér þá yfirburði og gerðu harðar árásir á flugvelli, loftvama- kerfi, kjamorkumiðstöðvar og stjórnstöðvar hersins. Þeir reyndu einnig að eyðileggja eldflaugaforða íraks. írak beið mikið tjón og sam- bandið sem þjóðir hafa myndað gegn írak hefúr haldið. En það kemur í ljós, að enda þótt írak hafi beðið afhroð, er það ekki Líkur benda til, að and- staða gegn stríðinu vaxi eftir því sem lengra líð- ur, án þess að staða Husseins veikist að ráði. Fimm ríki Araba í Afríku hafa óskað eftir fundi í Öryggisráðinu og undir þá ósk hefur íran tekið, og bent á þá málamiðlun að samtím- is og írakar fari frá Ku- wait fari Bandaríkja- menn frá Saudi-Arabíu. lamað. Byltingarráðið er starfandi og það stjórnar landinu. Loftvarnakerfi fr- aka er molað, en það heldur þó áfram að virka og vinna tjón á árás- arflugvélunum. Irakskar eldflaugar hitta skotmörk sín í ísrael og Saudi- Arabíu, og það sem mikilvægast er fyrir írak, Iandherinn, þeirra öflug- asta baráttuliðssveit, er enn óskert. Að öllu samanlögðu má því segja að ekkert hafi komið á óvart í upphafi styrjaldarinnar. Og því miður, stríð- ið er hafið með öllu sínu mannfalli báðum megin, eins og við var að búast. Spuming: Snýst þetta stríð upp f allsherjar átök á öllu svæðinu í Mið- Austurlöndum, ef ísrael blandast í það? Svar: Ég held ekki að ísrael muni blanda sér í stríðið, þótt gerðar séu þar eldflaugaárásir. Ef Israel yrði þátttakandi í stríðinu, myndi það breiðast út um öll Mið- Austurlönd. Hvorki Bandaríkin né ísrael myndu sjá sér hag í því. Jafnvel tæknilega séð er auðsætt að til þess að gera loftárás á írak yrði fsrael að fara inn í lofthelgi Jórdaníu eða Sýrlands. Það myndi ísrael ekki gera, því það gæti haft margslungnar afleiðingar í för með sér. ísrael yrði jafnvel að gera innrás í Jórdaníu eða Sýrland. Með þessa og aðrar pólitískar stað- reyndir í huga, held ég að við get- um verið vissir um að ísrael muni alls ekki blanda sér í styrjöldina. En til að bandalagsríkin gegn írak geti framkvæmt ætlunarverk sitt þurfa þau yfirburði á landi. Það þýð- ir að það verður að brjóta varnir ír- aka á landi. Ég held ekki að her sem hefur níu ára reynslu af hernaði verði sigraður úr lofti. Ég held því að þetta verði langvinnt stríð. Sovésku hersveitimar við suður- landamæri Sovétríkjanna hafa eflt baráttumátt sinn og eftirlit í lofti. Baráttumáttur þeirra verður að vera nægur til að þær geti brugðist við hernaðarátökum sem hefjast kynnu við landamærin. Þetta þýðir ekki að Sovétríkin ætli að taka þátt í stríðinu. Ég held meira að segja að andstaðan við þátttöku í því hafi frekar eflst en hið gagnstæða. Spuming: Hvaða frumkvæði held- ur þú að samfélag þjóðanna geti haft um að binda endi á styrjöldina, og stuðla að því að réttlætið sigri? Svar: Það er auðvelt að hefja styrj- öld en erfitt að ljúka henni. Örygg- isráðið verður að finna einhverjar ásættanlegar málamiðlanir til að binda enda á átökin. En slíkar leiðir krefjast tíma og undirbúnings. Saddam Hussein er ekki yfirbug- aður eða sigraður, hann hefur ekki gefist upp eins og bandamennirnir sem berjast gegn honum krefjast. Það verður því að finna einhverjar þær aðstæður sem einnig eru ásættanlegar fyrir hann. Hverjar þær aðstæður verða leiðir þróun at- burðanna í ljós.“ Líkur benda til, að andstaða gegn stríðinu vaxi eftir því sem lengra líður, án þess að staða Husseins veikist að ráði. Fimm ríki Araba í Afríku hafa óskað eftir fundi í Ör- yggisráðinu og undir þá ósk hefur íran tekið, og bent á þá málamiðlun að samtímis og írakar fari frá Ku- wait fari Bandaríkjamenn frá Saudi-Arabíu. Samkvæmt ummæl- um rússneska hershöfðingjans virðast Sovétmenn hallast að þeirri lausn að deilan verði leyst með málamiðlun í Öryggisráðinu. Þá hafa stjórnir Sovétríkjanna og Bandaríkjanna nýlega lýst yfir því að þær séu reiðubúnar til viðræðna um Palestínumálið strax og írakar væru farnir frá Kuwait.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.