Tíminn - 05.02.1991, Side 10

Tíminn - 05.02.1991, Side 10
10 Tíminn Þriðjudagur 5. febrúar 1991 Tímarit Sögufélagsins Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka I Reykjavík 1. tll 7. febrúar er I Holtsapótekl og Laugavegsapótekl. Þaó apótek sem fyrr er nofnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 aö kvöldi tll kl. 9.00 að morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknls- og lyfja- þjónustu eru gefnar I sima18888. Saga Tímarit Sögufélags XXVII 1990 Ritstjóran Gísli Agúst Ragnarsson, Sig- urður Ragnarsson Aðalgeir Kristjánsson og Gísli Ág- úst Gunnlaugsson birta hér ræki- lega samantekt um félags- og hag- þróun á íslandi á fyrri hluta 19. ald- ar. Með því eru þeir að leita ástæðna þess að á þeim tíma fjölgaði þjóðinni um nálega 30%. Var það af batnandi árferði eða framför atvinnuvega? Kemur margt fram sem athuga ber áður en áiyktanir eru gerðar. Helstu breytingar í atvinnumálum á þessu tímabili tengjast þilskipun- um enda þótt skútuöldin hæfist víða þá fyrst er öldin var hálfnuð. Þó skal muna að þá eru þeir að baki Bjarni Sívertsen, Ólafur Thorlacius á Bíldudal, Friðrik Svendsen og Guðmundur Scheving. í sambandi við jarðaverð er m.a. sagt að jarðir hafi verið misjafnlega metnar. „í Vesturamti voru jarðir í Dalasýslu hæst metnar til jafnaðar yfir 24 hundruð, en lægst metnar voru þær í Snæfellsnessýslu á að- eins 15 hundruð." Hér er spurning- in sú hvort jörðin var lægra metin eða hvort jarðir voru misjafnlega stórar. Var 15 hundraða jörð á Snæ- fellsnesi sambærileg eign og 24 hundruða jörð í Dalasýslu. Vert er að hafa í huga að á fyrri hluta aldarinnar hófst vakning í sambandi við vöruvöndun, enda þótt áhrif hennar yrðu einkum mun síðar. Það er eitt af því sem betur þarf að athuga í sögu okkar hvenær vöruvöndun fari að hafa áhrif svo að um munaði. Lýður Björnsson segir fróðlega sögu af því er Pétur Halldórsson borgarstjóri var að leita lánsfjár er- lendis fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Þar kemur fram að ríkið leitaði líka fjár á sömu miðum. Það gerðu raunar fleiri. ísfirðingar voru um svipað leyti að herja út lán fyrir virkjun hjá sér. Þessi lán voru flest eða öll háð því að ríkið ábyrgðist. Kaupstaðir þeir sem vegna ríkis- ábyrgðar urðu á undan öðrum með hitaveitu og rafmagn mættu gjarn- an vita og muna hverrar hjálpar þeir nutu. Haukur Sigurðsson ritar um upp- haf íshúsa á Islandi. Ræðir hann þar um hin raunverulegu íshús áður en vélfrystingin kom til sögu. Svo vill til að í greinasafninu: Þeir settu svip á öldina, eru greinargóð- ar ritgerðir um brautryðjendur þessarar frystingar, þar sem Berg- steinn Jónsson segir frá Jóhannesi Nordal og Vilhjálmur Hjálmarsson frá ísaki Jónssyni. Hér er maklega minnst á beitu- kassana sem hver útilegubátur átti á sinni tíð til að halda beitunni freð- inni. Haukur ræðir um tregðu fiski- manna að viðurkenna ný veiðarfæri og ... þá hræðslu manna við áhrif þeirra. í sambandi við fiskveiðisam- þykktir segir hann: „Menn virðast hafa eignað fiskinum mannlega eig- inleika. Hugmyndirnar voru mótað- ar af þeirri hugsun hvað maður eða skepna með hugsun manns hefði gert við slíkar ástæður." Menn trúðu því að netalagnir og lóðir utarlega í fjörðum eða flóum trufluðu fiskigöngur lengra inn. Á hákarlaveiðum lágu menn fyrir akk- eri, hvort sem var á opnum bátum eða skútum. Þar var ekki hirt nema lifrin og skrokkurinn dauður látinn sökkva. Menn töldu reynsluna sanna að aflinn glæddist við slíkan niðurburð. Hákarlinn safnaðist þangað sem skrokkarnir lágu. Sama orð, niðurburður, var notað um þann úrgang sem skútur á þorsk- veiðum fleygðu í sjóinn þar sem bolurinn var flattur og saltaður á vaktaskipum en haus og hrygg og slógi hent. Við ísafjarðardjúp voru í gildi sam- þykktir sem lögðu bann við því að menn yfirgæfu lóðir í sjó utan til í Djúpinu og urðu mörg klögumál út af því. Hins vegar hófst ekki tími ís- húsanna fyrr en menn höfðu lært að nota síld til beitu og geymslu- vandinn var almennt áhyggjuefni. Sveinbjörn Rafnsson skrifar um forn hrossareiðlög og heimildir þeirra. Hann kallar grein sína „Drög til greiningar réttarheimildar Grá- gásar". Þar er nú skemmst frá að segja að mér skilst að Sveinbjörn telji Grá- gás þýðingu lærðra manna á út- lendum lögbókum. Telur hann sig geta sannað að þar sé að finna þýð- ingu á lögum sunnan af Langbarða- landi sem trúlega hafi aldrei skipt íslendinga neinu þó að bæði þar og hér hafi það átt sér stað að menn gripu hross annarra í heimildarleysi og ástæða kynni að hafa þótt til að lög næðu yfir slíkt. Með því átti tvennt að vinnast; eignarrétturinn verndaður og komið þaki á bætur eða refsingu þess er hestinn hafði gripið. Nú er auðvitað ekki víst að fræði- menn telji almennt fullsannað að engu sé að treysta í Grágás sem heimild um forn lög á íslandi. Árni Daníel Júlíusson skrifar um áhrif fólksfjöldaþróunar á atvinnu- hætti gamla samfélagsins. Þar segir Esther Baserup „telur að fólksfjölg- un sé vaki framfara í landbúnaði. Vaxandi fólksfjöldi leiði til þess að nýta verði betur hverja flatarein- ingu lands. Þetta gengur þvert á þau viðhorf sem algeng hafa verið að tækniframfarir séu forsendur fólks- fjölgunar." Það er naumast um að ræða fyrr en seint á 19. öld að íslendingar hefðu tök á að nýta betur en áður hverja flatareiningu lands. Býlafjölgunin upp úr miðri öldinni byggðist eink- um á landnámi á heiðum en þaðan var oft hörfað þegar versnaði í ári. Á þessari öld tókst svo að nýta hverja flatareiningu betur og margfalda uppskeru og eftirtekju. Fólksfjölgun er vaki framfara því að frumþörf er að fæða sig. Baráttan við sultinn varð íslensku fólki hvatning til garðyrkju. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Hér eru ekki andstæð öfl að togast á, heldur er eins og víðar um að ræða skrúfugang. Fólksfjölgun kallar á framfarir og framfarir valda því að unnt er að brauðfæða fleira fólk. Nokkrar síður fara undir rökræður í framhaldi frá fyrri árum. Þar er t.d. Björn S. Stefánsson að ræða um áhrif trúarboðskapar á atvinnu- hætti í framhaldi þess að okkur var sagt að lúterskur rétttrúnaður hefði gert... menn afhuga því að efnast og að stórbændur hefðu amast við framförum í sjávarútvegi. Ritfregnir taka ærið rúm í þessari Sögu eins og oftar. Þar er vikið að mörgu sem gaman væri að ræða þó að sleppa verði hér. Samt vil ég svara Lofti Guttormssyni þar sem hann kallar ankannalegt orðalag hjá Þórunni frænku minni: „Heyja þarf fyrir kýrnar". Ekki mótmæli ég því að í ungdæmi hans eystra hafi verið heyjað handa kúnum. Vestra vildum við eiga hey fyrir skepnur okkar, samanber hið fornkveðna: lrMikið er um þá maðurinn býr, margt hefur hann að hugsa. Þarf hann hey fyrirþrettán kýr, þrjátíu lömb og uxa.“ Hér er svo staðar numið. H.Kr. LESENDUR SKRIFA ' s ^ r' % &;" >' % ' Afstaða Sjálfstæðis- flokksins til Þjóðarsáttar Víða verður þess vart að sjálfstæð- ismenn eru orðnir langþreyttir af setu sinni í stjórnarandstöðu og dreymi um betri tíð sér til handa. í inngangi leiðara Garða í des. sl. mátti m.a. sjá að forystumaður íhaldsins á Reykjanesi f komandi kosningum getur vart beðið eftir kjördegi og sakar ríkisstjórnarflokk- ana að ástæðulausu um að þeir vilji seinka kjördegi um hálfan mánuð. Slíkt væri eflaust stjórnarskrárbrot, en hins vegar eru engar líkur á að stjórnarandstaðan sé með áform í þá veru. Leiðarahöfundi Garða var mikið í mun að velta ríkisstjórninni upp úr stjórnlagabrotum. Reyndar var það yfirborðið eitt, markmiðið var að reyna að bera í bætifláka fyrir frum- hlaup þingflokks sjálfstæðismanna varðandi afgreiðslu bráðabirgðalag- anna gagnvart opinberum starfs- mönnum og réttlæta gerðir sínar í þeim efnum. Engan skyldi undra slíkt. Sjálfstæðismenn geta sofið rólegir yfir því að þeir verða leiddir til kosn- inga, innan ramma laga og réttar og þeir munu þurfa að hlíta dómi þjóð- arinnar, þegar kosið verður um „stjórnarskrárbrot" ríkisstjórnar- innar, þ.e. varðstöðu hennar um Þjóðarsáttina margnefndu. í raun hafa sjálfstæðismenn þegar hlýtt á niðurstöður kviðdómsins í því máli, þótt dómur yfir þeim sé ekki endanlega fallinn. í allri stjórnmálasögu íslands hefur ekki nokkur pólitískur flokkur goldið jafn mikið afhroð á fáeinum klukkustundum og Sjálfstæðis- flokkurinn, þegar þjóðinni var gert kunnugt um að allur þingflokkur sjálfstæðismanna hefði samþykkt að greiða atkvæði gegn bráða- birgðalögunum og setja þar með allt athafnalíf þjóðarinnar á annan endann. Varla hafði hin stóra frétt birst í fjölmiðlum fyrr en helstu ráðamenn atvinnulífsins tjáðu hneykslun sína og undrun yfir samþykktinni. Það gerðu þeir með opinberum yfirlýs- ingum, skeytum og símtölum og síðast en ekki síst, formlegum fund- um með þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins. Markmiðið þeirra var að Það má ekki undir höfuð leggjast að þér séu ekki færðar þakkir fyrir framtakssemi þína og skilning á brýnum menningarmálum ís- lensku þjóðarinnar, sem hefur lýst sér í mörgum myndum. Nú síðast með útgáfu reglugerðar þinnar sem gerir mér og öðrum á öllum aldri kleift að fylgjast með þeim stríðsrekstri o.fl. sem nú er hafinn í írak í beinni útsendingu frá gervi- hnöttum, jafnt á nóttu sem degi, ásamt fleiru. Það er ómetanlegt fyrir fólk á öllum aldri að geta nú, án óþarfa tafa og hindrunarlaust, horft á það sem fram fer á vígvöllunum jafnóðum og það gerist, jafnt manndráp og hvers konar eyðileggingu og eyðingarmátt þeirra tækja sem notuð eru í nútíma stríðsrekstri. Þessa getum við nú notið á nær öllum tímum sólar- koma vitinu fyrir stærsta stjórn- málaflokk landsins. Nú varð uppi fótur og fit meðal þingmanna flokksins og enginn vildi Lilju kveðið hafa. Þá kom og fljót- lega í ljós að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sóru og sárt við lögðu að þeir hefðu verið víðs fjarri þegar samþykktin var gerð og aðrir fullyrtu að samþykktin hefði í raun aldrei verið nein samþykkt og fjarri því að þeir hefðu lyft hönd við af- greiðslu hennar. Þetta er í stuttu máli sorgarsaga íhaldsins um afstöðu þeirra til efna- hringsins. Þetta er full ástæða til að þakka þér. Það sér hver maður að ekkert vit var í því að láta okkur fullorðna og börn okkar á öllum aldri bíða eftir mynd- textum slíkra atburða yfir á það hrognamál sem fáeinar hræður eru að myndast við að babla sín á milli, sjálfum sér til vandræða. Slík töf gat ekki leitt til annars en að áhorfendur misstu af einhverjum þeirra atburða sem voru að gerast og áhugaverðast- ir voru í þessum hrikaleik. Þá er ekki síst að meta það hve gott er að geta notið þessarar afþreyingar að nætur- lagi ef menn verða andvaka sem oft hendir menn. Það væri mikil þröngsýni og hreint afturhald ef einhverjir verða til þess að vanþakka þér þessi snöggu við- brögð þín til að koma í veg fyrir að menningarvitarnir á Stöð 2 hefðu hags- og atvinnumála þjóðarinnar. Auðvitað sjá þeir nú eftir útgáfu hennar og vilja allt til vinna að sag- an gleymist og upplag hennar fari á haugana. Svo er nú ekki. Stjórnmálaflokkar verða að bera ábyrgð á verkum sínum og gerðum og í þessu máli kom það skýrt fram að Sjálfstæðisflokkurinn var tilbú- inn að fórna friði á vinnumarkaðn- um og jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar fyrir tilraun til að koma núverandi ríkisstjórn frá völdum. Tilgangurinn skyldi helga meðalið. Alvarlegast í þessu máli öllu er að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki meta velferð þjóðarinnar meira en raun ber vitni, en jafnframt er gott að fá svo vei úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hver afstaða Sjálfstæðis- flokksins sé til Þjóðarsáttarinnar. Davíð verið látnir líða fyrir sjálfsagða fram- takssemi sína á þessu menningar- sviði. Að vísu hefði ég kosið að þú hefðir átt frumkvæði að þessu á und- an Stöð 2. En það er ekki sanngjamt að liggja þér þungt á hálsi þó svo tækist til, svo frumkvæðir sem þeir menn eru í útbreiðslu nútímamenn- ingar sem þar starfa. Fréttir hafa borist af því að þú hafir verið valinn til að hafa forystu fyrir þínum flokki í Reykjavík í næstu kosningum og þá væntanlega í menningarmálum þjóðarinnar framvegis. Ég lít á það sem viður- kenningu og traustsyfirlýsingu þér til handa fyrir snör handtök þín í þessu menningarmáli. Og sjálfsagt væntir þjóðin öll frekari aðgerða þinna í sama anda og hér gerðist. Bæ, 21. janúar 1991 Guðmundur P. Valgeirsson Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Reykjavík Neyöarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátiöum. Slm- svari 681041. Hafnarflörður Hafnarfjaröar apótek og Noröur- bæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvern laugar- dag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I simsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búöa. Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvort aö sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. A kvöldin er opið I þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opiö frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja- fræöingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I slma 22445. Apótek Keflavíkur Opiö virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfóss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Op- lö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00- 12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garöabær Apótekiö er opiö rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fyrir Reykjavik, Settjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavlkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugandög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á SeHjamamesl er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaöá sunnudögum. Vitjanabeiönir, slmaráöleggingar og timapantarv ir I slma 21230. Borgarspttaiinn vaktfrá kl. 08-17 alla virka daga fýrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (simi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuöum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (simi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúðir og læknaþjónustu erugefnar I slmsvara 18888. Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöö Reykjavikur á þriöjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmlssklrteini. Sdtjamamos: Opiö er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Slmi 612070. Garöabæn Heilsugæslustöðin Garöaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I síma 51100. Hafnarfjöröun Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Sími 40400. Keflavík: Neyöarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöö Suöumesja. Slmi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráögjöf I sál- fræöilegum efnum. Slmi 687075. Landspftalinn: Alladaga kl. 15til 16og kl. 19til kl. 20.00. Kvennadelldin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadelld: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartlmi fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspítali Hringslns: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarfækningadeild Landspitalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagl. - Landa- kotssprtali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartlmi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg- arspítalinn I Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Álaug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnaibúöln Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta- bandiö, hjúkrunardeild: Heimsóknartlmi frjáls alla daga. Grensásdelld: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Hellsuvemdarstööin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæöingarheimili Reykjavlkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspítall: Alla daga kl. 15.30 tilkl. 16ogkl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshæliö: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaóaspítali: Heimsóknar- tlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspítall Hafnarfíröi: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlfð hjúkrunarheimíli i Kópavogi: Heim- sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavfkuriæknishéraös og heilsu- gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Slmi 14000. Keflavfk-sjúkrahúsiö: Heim- sóknartími virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátíðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyrv sjúkrahúslö: Heimsóknartlmi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraöra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofusimi frá kl. 22.00- 8.00, sími 22209. SJúkrahús Akraness: Heimsóknartími Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavfk: Seltjamames: Lögreglan slmi 611166, slökkviliö og sjúkrabifreiö simi 11100. Kópavogur Lögreglan slmi 41200, slökkviliö og sjúkrabifreiö slml 11100. Hafnarijöröun Lögreglan sími 51166, slökkviliö og sjúkrabifreið slmi 51100. Keflavfk: Lögreglan simi 15500, slökkvilið og sjúkrabill simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar Lögregian, simi 11666, slökkviliö sími 12222 og sjúkrahúsiö slmi 11955. Akureyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 22222. Isafjörður: Lögreglan sími 4222, slökkviliö slmi 3300, brunasími og sjúkrabifreiö sími 3333.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.