Tíminn - 05.02.1991, Síða 16

Tíminn - 05.02.1991, Síða 16
AUGLVSINGASÍMAR: 680001 & 686300 AKTU EKKI ÚT f ÓVISSUNA. AKTUÁ 5UBARU ®lngvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sími 91-674000 Ií niinn ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991 Skreiðarviðskipti við Nígeríu draga dilk á eftir sér: Skreiðarviðskipti kosti ríkið yfir einn milljarð Seðlabanki íslands hefur samþykkt að taka ríkisskuldabréf frá Nígeríu upp í skreiðarskuldir Nígeríumanna. Bankamenn telja að þarna sé um sæmilega trausta pappíra að ræða og þess vegna verjandi að leysa, að hiuta tii, þetta gamla mái með þessum hætti. Talið er að opinber aðstoð vegna Nígeríuviðskipta muni nema a.m.k. einum milljarði króna. Mál þetta á rætur að rekja allt aft- ur til ársins 1983. Þá seldu íslend- ingar skreið til Nígeríu með góðum arði. Markaður fyrir skreið var nægur og Nígeríumenn greiddu gott verð fyrir, enda var verð á olíu hátt. Þegar heimsmarkaðsverð á ol- íu lækkaði versnaði efnahagur Níg- eríumanna og stjórnarfar varð óstöðugt. íslenskir skreiðarútflytj- endur hættu að fá greitt í dollurum en fengu borgað í nairum, sem er nígeríski gjaldmiðillinn, þ.e.a.s. ef þeir fengu á annað borð eitthvað greitt. Nairan hefur hríðfallið og fæst nú um 12 sinnum minna fyrir hverja nairu sé miðað við dollar ár- ið 1986. Þegar erfiðleikamir hófust á Níg- eríumarkaði áttu íslenskir skreiðar- framleiðendur til miklar birgðir af skreið. Ekki var hægt að finna ann- an markað fyrir vöruna og þess vegna freistuðust framleiðendur til að selja til Nígeríu þrátt fyrir að vit- að væri að óvíst væri hvort ein- hverjar greiðslur bærust fyrir vör- una. íslenska umboðssalan sendi tvo farma út í maí og ágúst árið 1986 þrátt fyrir að nígerísk stjóm- völd hefðu bannað innflutning á skreið. Lítið hefur fengist fyrir þessa skreið. Vonast var eftir að hún yrði seld fyrir 50 milljónir naira. Síðan hefur mikið vatn mnnið til sjávar og gengi nairu fallið tólffalt sé miðað við dollar. Nú vonast menn eftir, ef vel gengur, að fá 36 milljónir naira fyrir skreiðina, sem ættu að gefa um 3 milljónir dollara. Nú standa yfir málaferli í Nígeríu vegna þessara viðskipta. Skreiðarskuldirnar hafa að sjálf- sögðu farið í gegnum bankakerfið. Seðlabankinn hefur barist í þessum málum í átta ár. Bjöm TVyggvason, aðstoðarbankastjóri í Seðlabankan- um, hefur haft með þetta mál að gera og skrifað skýrslur og gert út- reikninga um það sem mæla má í metmm. Hann sagði að í fyrra hefði verið áætlað að opinber aðstoð vegna Nígeríuskreiðarviðskipta næmi um einum milljarði króna og sú tala hefði hækkað síðan. Skreið- arframleiðendur hafa fengið aðstoð í því formi að vextir og dráttarvext- ir hafa verið felldir niður. Auk þess hefur hluti af skreiðarlánum verið felldur niður. Skreiðarskuld frá árinu 1986 var sett á skuldabréf til 22 ára með ábyrgð frá nígerísku ríkisstjórn- inni. Hingað til hefur verið staðið við greiðslur af bréfunum og menn vona að svo verði áfram þau 19 ár sem eftir em. Þess vegna telur Seðlabankinn rétt að taka ríkis- skuldabréf frá Nígeríu upp í hluta af þeim skreiðarskuldum sem verið hafa í vanskilum. Bréfin gefa ekki nema 5% vexti. Efnahagsástand í Nígeríu er að lagast samfara hækkandi olíuverði. Nígeríumenn em komnir í sátt við alþjóðlega bankakerfið. Þeir fá íyr- irgreiðslu frá Alþjóðlega gjaldeyris- sjóðnum, en hafa jafnframt gengist undir ströng skilyrði varðandi gengisskráningu sem koma illa við almenning í Nígeríu. Þrátt fyrir þessa ráðstöfún Seðla- bankans em öll skreiðarviðskipti ekki enn komin á hreint. Bankinn telur að nú sé komið að öðrum að sýna lit, sérstaklega ríkissjóði og ríkisbönkunum. Horfur em á að ríkissjóður verði að taka á sig 180 milljóna skreiðarskuld sem gamli Útvegsbankinn var í ábyrgðum íyr- ir. -EÓ Mannslátið við Faxamarkað: Gögn erlendis frá Rannsóknarlögreglu ríkisins bár- ust í gær gögn eriendis frá sem gera henni kleift að bera kennsl á lík mannsins sem fannst illa brunnið við Faxamarkað á föstu- dagskvöld, en eins og kunnugt er þá var um útlendan mann að ræða. Þegar Tíminn hafði samband við RLR í gær var verið að vinna úr þeim gögnum og því ekki hægt að segja til um hverrar þjóðar maður- inn var (yrr en þeirri athugun verð- ur lokið, en búist var við að henni lyki í morgun. Kveikt var í fiskkörum við Faxa- markað með olíu að kvöldi föstu- dagsins og fannst líkið skammt frá. Við rannsókn málsins hefur enn ekkert komið fram sem bendir til þess að manninum hafi verið ráðinn bani. —GEÓ Kjaradeila stundakennara Hl: Veldur seinkunum á námi stúdenta Stúdentaráð Háskóla íslands hef- ur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á yfirvöld og stundakenn- ara að ieysa úr deiiu sinni hið fyrsta. Hópur stundakennara við Háskótann hefur ekki tekið að sér stundakennslu undanfaríð, til að þrýsta á leiðréttingu á kjörum sín- um, en ekkert virðist miða í samn- ingsátt. Að sögn Sigurjóns Þ. Áma- sonar, formanns Stúdentaráðs HÍ, hafa þessar aðgerðir komið illa nið- ur á fjölda nemenda sem seinkar í námi af þeirra völdum. „Þetta kemur verst niður á stúd- entum í hjúkrunarfræði og sjúkra- þjálfun vegna þess að þar fellur nið- ur fjöldi skyldunámskeiða," sagði Sigurjón. „Það eru ákveðnir hópar stundakennara sem taka ekki að sér kennslu svo að þetta kemur misilla niður á deildunum, ekkert í sumum deildum, en mismikið í öðrum.“ „Fastráðnir kennarar hér hafa tekið að sér aukna kennslu til að reyna að bjarga málum, en það er ekki fram- tíðarlausn eins og við bendum á í ályktuninni," sagði Sigurjón einnig. í ályktun Stúdentaráðs er jafnframt bent á þá staðreynd að þeir stúdent- ar sem eru á fyrsta ári í Háskólanum og „eru meðal annarra þolendur deilunnar hafa í framhaldsskóla lent í þremur kennaraverkföllum og nú virðist svipað ástand vera að skapast í einstökum deildum Háskólans þótt ekki sé um verkfallsaðgerðir að ræða.“ í lok ályktunarinnar segir að slæmt sé að „kjaradeilur sem þessar bitni ætíð á nemendum og slíkt verður að koma í veg fyrir til fram- búðar." Formenn nemendafélaga HÍ hafa einnig sent frá sér ályktun þar sem þeir hvetja alla deiluaðila í kjara- deilu þessari til að leggjast á eitt til að leysa þessa deilu. Þar segir að ástandið sé óviðunandi og „það er slæmt að fjöldi stúdenta skuli eiga það á hættu að seinka í námi, jafnvel ná ekki að útskrifast, af þessum sök- um.“ —GEÓ Viðbrögð ríkisvaldsins við óveðurstjóni: Hvað skal gera? f dag verður lögð fyrir ríkisstjóm- arfund skýrsla um eignatjón sem varð í óveðrinu sem gekk yfir land- ið um helgina. Það var forsætisráð- herra sem óskaði eftir skýrslunni. Ríkisstjómin mun ræða hvort og þá hvcmig eigi að bæta einstaklingum og fyrírtækjum það tjón sem þessir aðilar hafa orðið fyrir. Þá mun rík- isstjómin ræða sérstaklega um þann vanda sem skapaðist eftir að langbylgjumastur Ríkisútvarpsins á Vatnsenda féll til jarðar og lang- bylgjusendingar stöðvuðust. Líklegt er talið að ríkisstjórnin, í samráði við Alþingi, taki ákvörðun um að hefja framkvæmdir við bygg- ingu nýrrar langbylgjustöðvar. Þá hefur sú skoðun komið fram að breyta eigi lögunum um viðlaga- tryggingar þannig að þær nái til fok- tjóns. Slík breyting myndi hins veg- ar ekki ná til þess tjóns sem varð um helgina og því er ljóst að taka verður á því sérstaklega. Óvíst er hvort eða hvernig það verður gert. -EÓ Forseti íslands, VigdísFinnbogadóttir.opnaðiígœrað Kjarvalsstöðum sýningu sem nefnist Helsinki - mannltf og saga. Sýn- ingin er á vegum Helsinkiborgar. Það er finnski listamaðurínn Eero Manninen sem hér klippir útlínur andlits forsetans út í pappír. Forset- anum á vinstri hönd er borgarstjórí Helsinki, Raimo llaskivi, og á hægrf hönd Davfð Oddsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Tlmamynd: Aml Bjama

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.