Tíminn - 08.02.1991, Síða 2

Tíminn - 08.02.1991, Síða 2
2 Tíminn Föstudagur 8. febrúar 1991 Kostnaður Landsvirkjunar við að virkja hefur hækkað um 20%. Jón Sigurðsson ætlar að leggja fram frumvarp um álver á næstunni: „Ekki bara arðsemi Lands- virkjunar sem skiptir máli“ Landsvirkjun hefur látiö endurskoða kostnað við byggingu virkjana vegna nýs álvers á Keilisnesi. Niðurstaðan er að kostnaðurinn hef- ur hækkað um náiægt 20% í dollurum talið, en sé miðað við ís- Ienskar krónur er hækkunin innan við almennar verðlagshækkanir. Óvíst er hvað áhrif þetta hefur á arðsemi virkjananna, en verið er að kanna það. í gær lauk samningaviðræðum samninganefndar Lands- virkjunar og fulltrúa bandaríska fyrirtækisins Alumax. Mál þokuð- ust í rétta átt í ýmsum tæknilegum atriðum, en enn er allt í óvissu um Qármögnun fyrirtækisins. Þrátt fyrir að ljóst sé að samningum sé ekki lokið, hyggst iðnaðarráðherra leggja fram frumvarp á næstu vikum, sem heimilar byggingu álvers á Keilisnesi. í lok síðasta árs skilaði alþjóðlega verkfræði- og ráðgjafafyrirtækið Bechtel endurskoðaðri skýrslu til Atlantsáls um kostnað við byggingu álvers á íslandi. í skýrslunni kemur fram að kostnaðurinn er um 20% hærri en talið var þegar upphafleg áætlun var gerð vorið 1989. Skýra má þessa hækkun fyrst og fremst með gengislækkun dollars. Lands- virkjun lét endurskoða sínar kostn- aðaráætlanir með sama hætti og Atlantsál. Niðurstaðan er sú sama. Kostnaður við að virkja hefur hækk- að um 20% sé miðað við dollar. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra var spurður hvaða áhrif þessi endur- skoðaða áætlun hefði á arðsemina. „Það er ekki hægt að svara spurn- ingum um arðsemi á þessari stundu. Það hefur orðið verðhækkun á ís- landi frá því í desember 1989. Ég geri ráð fyrir að hún muni hafa áhrif á framkvæmdakostnað í íslenskum krónum. Ég fullyrði hins vegar að þar hafi ekki orðið raunveruleg hækkun. Gengisaðstæður í heimin- um gera það að verkum að kostnað- urinn, reiknaður í dollurum, hefur hækkað. Hann hefur hins vegar lækkað, reiknað í sumum Evrópu- myntum. Þetta sýnir gengisóvissu sem er meiri en menn áttu von á. Þetta gerir matið á verkefninu vandasamara en áður. Ef gengið á Bandaríkjadollar er mjög lágt er ál- verð í dollurum einnig hærra þegar til lengdar lætur. Þetta kennir reynslan okkur. Það er erfitt að meta þetta þegar horft er til næstu 30 ára, en það er ljóst að hækkunin í Banda- ríkjadollurum segir ekki alla sögu og rangt að einblína á hana eina.“ Er það rétt að miðað við endur- skoðaða kostnaðaráætlun Lands- virkjunar og að orkan verði seld á 18 mills, muni Landsvirkjun tapa 10- 15 milljörðum á samningstíman- um? „Ég tel alls ekki hægt að fara með neinar tölur á þessu stigi. Ég tel það ábyrgðarlítið. Það er ekki nóg að meta kostnaðinn, það þarf einnig að meta tekjurnar upp á nýtt. Það hefur ekki verið gert enn til hlítar. Það er Jón Sigurösson iðnaðarráöherra. ekki bara arðsemi Landsvirkjunar sem skiptir máli. Þjóðhagslegt gildi framkvæmdanna skiptir einnig máli. Það sem er mikilvægast í málinu er að halda því vakandi og að við miss- um ekki sjónar af ávinningnum sem af því má fá. Ég tel að eftir sem áður standi málið sterkt sem æskileg og nauðsynleg viðbót við okkar at- vinnulíf. Loðnubresturinn hefur minnt okkur á hvað við erum háðir sjónum og hvað fiskstofnarnir standa veikt. Hafi fyrr verið þörf fyr- ir þessa viðbót, þá er núna brýn nauðsyn á henni,“ sagði iðnaðarráð- herra. Jón sagðist telja nauðsynlegt að Al- þingi veiti heimild til að gera samn- ing um byggingu álvers á Keilisnesi, þrátt fyrir að málið sé eitthvað skemmra á veg komið en hann hefði kosið. Hann sagðist stefna að því að kynna ríkisstjóminni heimildar- lagafrumvarp á næstu dögum og leita eftir stuðningi við það. Iðnað- arráðherra fer til fundar við aðalfor- stjóra álfyrirtækjanna þriggja á mánudaginn. Fundirnir standa á þriðjudag og miðvikudag. Jón hyggst einnig ræða við bankastjóra um fjármögnun fyrirtækisins. Hann sagði að reynt yrði að fá á hreint tímasetningar varðandi fram- kvæmdir við álverið, en mikið hefur verið rætt um það síðustu vikur að framkvæmdir muni tefjast um nokkra mánuði eða jafnvel heilt ár. Jón sagði hugsanlegt að frumvarp- ið, sem að öllum líkindum verður lagt fram á Alþingi á næstu vikum, verði öðruvísi en hann hafði vonast eftir. Hann sagði að endanleg mynd þess myndi ráðast af niðurstöðu fundarins í næstu viku. ,Auðvitað sem ég það frumvarp, sem ég tel hæfa aðstæðunum og líklegast er til að hljóta meirihlutastuðning," sagði Jón. -EÓ ritin Design Studio, Color Studio, Font Studio, Image Studio og Letra Studio frá fyrirtækin Letraset. Studio- forritin frá Letraset eru sniðin fyrir Macintosh-tölvur. Þau eru ein fullkomnustu forrit til sinna nota sem nú eru á markaði. Gjöfin í lok janúar var Iðnskólanum í Reykjavík afhent kærkomin gjöf, þegar Fróði Björnsson, fram- kvæmdastjóri Tölvustofunnar hf., afhenti skólanum fimm forrit til kennslu í bókiðnadeild. Hér er um að ræða hönnunarfor- Byggðastofnun samþykkir: Styrkveitingar til atvinnuþróunarmála á landsbyggðinni Fróði Bjömsson, ffamkvæmdastjóri Tölvustofunnar hf., Lv., afhendir Ingvari Ásmundssyni, skólameistara Iðn- skólans í Reykjavík, gjöf fýrirtækis síns. Iðnskólanum afhent gjöf gerir skólanum kleift að bæta veru- lega kennslu í þeim þáttum bóka- geröar, sem snýr að hönnun og upp- setningu prentgripa. Iðnskólinn í Reykjavík kann Tölvustofunni hf. bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf. (Fréttatilkynning) Byggðastofnun samþykkti á fundi s.l. þriðjudag að verja allt að 15 milljónum króna til að taka þátt í rekstrarkostnaði átaks- og þróunar- verkefna á móti heimamönnum í einstökum héruðum landsins. Einnig var samþykkt hjá stofnun- inni að veita allt að 25 milljónum króna til þess að styrkja undirbún- ingsrannsóknir vegna einstakra at- vinnukosta á vegum átaksverkefna, iðnráðgjafa og atvinnuþróunarfé- laga. Með þessari samþykkt vill Byggðastofnun leggja sitt af mörk- um til þess að tryggja atvinnuþró- unarstarfsemi á landsbyggðinni. í fréttatilkynningu frá stofnuninni segir að á undanförnum misserum hafi verið mikið rætt um það með hvaða hætti vörn skuli snúið í sókn í Sveitarstjórn í nýjum Öxarfjarðarhreppi Um síðustu helgi var sveitarstjórn kjörin í nýjum Öxarfjarðarhreppi, sem varð til við sameiningu Prest- hólahrepps og Öxarfjarðarhrepps. Mikill meirihluti hreppanna tveggja samþykkti sameininguna í kosning- um, sem haldnar voru í lok desem- ber. í sveitarstjórnarkosningunum var kosið óhlutbundinni kosningu, og var kosningaþátttaka um 65%. Oddvitar gömlu hreppanna fengu langflest atkvæði, en eftirtaldir aðil- ar voru kjörnir: Björn Benediktsson Sandfellshaga, 143 atkvæði. Ingunn St. Svavarsdóttir Kópaskeri, 142 atkvæði. Dagbjartur Bogi Ingimundarson Brekku, 83 atkvæði. Karl Sigurður Björnsson Hafrafells- tungu, 82 atkvæði. Haraldur Sigurðsson Núpskötlu, 81 atkvæði. Fyrstu varamenn í sveitarstjórn eru Benedikt Kristjánsson á Þverá og Iðunn Antonsdóttir Kópaskeri. Að sögn Ingunnar St Svavarsdóttur, oddvita „gamla" Öxarfjarðarhrepps, gengur formleg sameining hreppanna í gildi þann 17. febrúar. Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjómar verður 21. febrúar, og þá mun sveitarstjóm skipta með sér verkum, oddviti kjörinn og rætt um ráðningu sveitarstjóra. Að því búnu verður hafist handa við þau verk- efni sem bíða nýrrar sveitarstjómar. Ingunn sagði að mjög væri hvatt til að sameina minni hreppa, og reynt væri að greiða fyrir þeim málum. T.d. greiddi Jöfnunarsjóður sveitarfé- laga kostnað vegna sameiningarinn- ar, og 70% af launum sveitarstjóra í 4 ár. „Þetta er líka ávinningur fyrir báða hreppana, því við fengum vil- yrði íyrir aðstoð við uppbyggingu at- vinnuvega, vegagerð, og lagningu hitaveitu í skólana á svæðinu. Fjár- hagsstaða Prestliólahrepps var mjög slæm, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga kom til móts við okkur, og skulda- staða hreppanna var jöfnuð." Ingunn sagði að þegar farið var að ræða um sameininguna hefði Keldu- neshreppur einnig verið inni í mynd- inni. Þeir tóku hins vegar þá ákvörðun að taka ekki þátt í sameiningunni að þessu sinni. Hins vegar er ekki búið að loka á þá, og vilji þeir hefja samninga- viðræður síðar, verður þeim tekið opnum örmum. hiá-akureyri. atvinnumálum landsbyggðarinnar. Efling atvinnuþróunar í einstökum héruðum hefur verið talin ein leið í þessu sambandi. Víða um land hefur verið stofnað til ýmiskonar starf- semi sem hefur það að markmiði að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Nokkru fé hefur verið veitt til slíkra verkefna á undanförnum árum, en nú verður það fjármagn, sem til ráð- stöfunar er, aukið verulega. Með fjárframlögum Byggðastofn- unar er annars vegar um að ræða fjárframlög til rekstrarkostnaðar við átaksverkefni og ýmsa aðra starf- semi, sem hefur atvinnuþróun ein- stakra héraða að markmiði, og hins vegar þátttaka Byggðastofnunar í undirbúningskönnunum vegna nýrra atvinnutækifæra. Þátttaka Byggðastofnunar í ein- stökum verkefnum er metin í hverju tilviki, en reiknað er með því að hún verði um helmingur kostnaðar víð- ast hvar, en fer þó eftir fólksfjöida og aðstæðum á hverjum stað. Lögð verður áhersla á að verkefni séu vel skipulögð áður en í þau verður ráð- ist, segir í fréttatilkynningunni. í tilkynningunni segir jafnframt að fjöldi styrkveitingarbeiðna vegna verkefna úti á landi liggi fyrir hjá Byggðastofnun nú þegar og var samþykkt á fundinum á þriðjudag að taka þátt í nokkrum slíkum verk- efnum. Meðal verkefna, sem sam- þykkt voru, voru verkefni í Mýrdals- hreppi, Dalasýslu og A- Barða- strandarsýslu, Þingeyjarsýslu og A- Húnavatnssýslu ásamt hluta Skagafjarðar auk fleiri. —GEÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.