Tíminn - 08.02.1991, Side 3

Tíminn - 08.02.1991, Side 3
I Föstudagur 8. febrúar 1991 Tíminn 3 Guðmundur Bjarnason Valgerður Sverrisdóttir Jóhannes Geir Slgurgeirsson Norðurland eystra: Listi Fram- sóknar klár Stjóm kjördæmisráðs Framsókn- arflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra ákvað á fundi í lok janúar hvemig listi flokksins yrði skipaður við komandi alþingiskosningar. Á kjördæmisþingi flokksins s.l. haust var kosið í sjö efstu sæti listans, en stjómin raðaði í þau sjö sæti sem eftir voru. Á fundinum var einnig ákveðið að frá og með 11. febrúar yrði skrifstofa flokksins að Hafnar- stræti 90 á Akureyri opin alla virka daga frá kl. 16-18, og munu fram- bjóðendur og forystumenn flokks- ins í kjördæminu skiptast á um að vera á skrifstofunni fyrst um sinn. Lista Framsóknarflokksins í Norð- urlandskjördæmi eystra skipa eftir- taldir: 1. Guðmundur Bjamason alþingis- maður Húsavík. 2. Valgerður Sverrisdóttir alþingis- maður Grýtubakkahreppi. 3. Jóhannes Geir Sigurgeirsson bóndi Öngulsstöðum, Eyjafjarðar- sveit. 4. Guðmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri Akureyri. 5. Daníel Ámason fulltrúi Akur- eyri. 6. Guðlaug Bjömsdóttir banka- starfsmaður Dalvík. 7. Bjami Aðalgeirsson útgerðar- maður Húsavík. 8. Sigfús Karlsson fiamkvæmda- stjóri Akureyri. 9. Þuríður Vilhjálmsdóttir fúlltrúi Þórshöfn. 10. Brynjólfúr Ingvason læknir Eyjafjarðarsveit. 11. Pétur Sigurðsson fiskverkandi Árskógsströnd. 12. Halldóra Jónsdóttir kennari Grímsstöðum Aðaldal. 13. Þóra Hjaltadóttir formaður Alþýðusambands Norðurlands Ak- ureyri. 14. Gísli Konráðsson fv. framkvæmdastjóri Akureyri. hiá-akureyri. Söfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar lokið: 17 millj. til hjálpar innanlands og utan Rúmar 17 milljónir söfnuðust í fjár- söfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar sem nú er lokið. Þar af gaf ríkis- stjórnin þrjár milljónir. Fénu verður varið til aðstoðar bág- stöddum í nokkrum þróunarlönd- um, en um þessar mundir horfast um 20 milljónir Afríkubúa í augu við hungursneyð. Hjálparstofnun kirkjunnar ver einnig umtalsverðum fjármunum til aðstoðar hér innanlands. Á síðasta ári veitti hún t.d. þrem milljónum kr. til byggingar íbúða að Sólheim- um f Grímsnesi og um einni milljón til að aðstoða fólk, sem lent hafði í mannlegum raunum og fjárhags- vandræðum sem falla utan við ramma opinberrar félagslegrar að- stoðar. lebrúar Frestur til að skila skattframtali rennur út 10. febrúar Síðasti skiladagur skattframtals vegna tekna og eigna á árinu 1990 nálgast nú óðum. ítarlegur leiðbein- ingabæklingur hefur verið sendur til framteljenda sem kemur að góðum notum við útfyllingu framtalsins. Fylgiblöð með skattframtali liggja frammi hjá skattstjórum sem jafn- framt veita frekari upplýsingar ef óskað er. Mikilvægt er að framteljendur varð- veiti launaseðla áfram eftir að fram- talinu hefur verið skilað. Ef þörf krefur eiga launaseðlarnir að sanna að staðgreiðsla hefur verið dregin af launum. Skattframtalinu á að skila til skatt- stjóra í viðkomandi umdæmi. Forðist álag vegna síðbúinna skila! RSK RÍKISSKÁTTSTJÓRI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.