Tíminn - 08.02.1991, Page 4

Tíminn - 08.02.1991, Page 4
4 Tíminn Fóstudagur 8. febrúar 1991 UTLOND IRA sýnir bresku rík- isstjórninni tilræði Þremur sprengjum var skotið úr sprengjuvörpu í átt að opinberum bústað forsætisráðherra Breta við Downingsstræti 10 í gær. Enginn meiddist alvarlega en einhverjar skemmdir urðu. Rúður brotnuðu í forsætisráðherrabústaðnum m.a. í herbergi þar sem ríkisstómin sat á fundi. Ráðherrana sakaði ekkert og héldu þeir fundinum áfram í öðru herbergi. írski lyðvcldisherinn (IRA) sagðist bera ábyrgð á verkn- aðinum. í tilkynningu sem IRA sendi til fjölmiðla sagði að svo lengi sem Bretar færu með stjóm á Norður-írlandi yrði breska rflds- stjórain að halda fundi sína í skot- heldu byrgi. Sprengjunum þremur var skotið úr sendiferðabíl úr nokkurra tuga metra fjarlægð. Að sögn sjónarvotta var sprengjunum skotið í gegnum þakið á bílnum. Fyrst var þakið sprengt upp og síðan var sprengjun- um skotið. Eftir það sprakk sendi- ferðabíllinn. Tveir menn sáust hlaupa frá bflnum rétt áður en hann sprakk en ekki hafði tekist að hafa upp á þeim. Sprengjurnar lentu f bakgarði forsætisráðherrans og að- eins ein þeirra sprakk. Eins og áður sagði kom ekkert fyrir ráðherrana. Forsætisráðherrann, John Major, sagði að þeir hefðu fyrst athugað hvort einhver hefði meiðst og þegar svo reyndist ekki vera hefðu þeir flýtt sér út úr herberginu og haldið fundinum áfram í öðru herbergi. írski lýðveldisherinn (IRA) hefur áður beitt svipuðum aðferðum við hryðjuverk eins og hann notaði í gær en þetta er í fyrsta skipti sem hann notar slíka aðferð í Englandi. Á flokksþingi íhaldsflokksins árið 1984 í Brighton slapp þáverandi for- sætisráðherra Breta, Margrét Thatc- her, naumlega þegar sprengja sprakk á hótelinu sem flokksþingið var haldið en IRA stóð að því tilræði. Sérfræðingar segja að ekki sé hægt að koma í veg fyrir svona hryðjuverk við óbreyttar aðstæður. „Það er ekki hægt að koma í veg fyrir slík hryðju- verk án þess að valda ósættanlegri truflun á daglegu lífi,“ sagði Frank Barnaby, sérfræðingur í varnarmál- um. „Tilgangur aðgerðarinnar er að valda slíkri truflun," bætti hann við. Whitehall, gatan þaðan sem árásin var gerð, er mikil umferðargata en Downingsstræti tengist henni. Strætisvagnar ganga eftir Whitehall og fólk hópast saman á stoppistöðv- um þeirra sem eru þó nokkrar í göt- unni. Bflar mega ekki stoppa á viss- um svæðum götunnar en kyrrstæð- ir bflar á öðrum stöðum vekja yfir- Ieitt litla eftirtekt. Líklegt þykir að öryggi bresku stjórnarráðanna í þessu hverfi verði endurskoðað frá grunni í kjölfar þessarar árásar. Reuter-SÞJ John Major, forsætisráðherra Breta, má þakka fyrír að ekki fór verr en raunin varð. Uppbygging Miðaust- urlanda eftir stríð: Baker vill stofna banka James Baker, utanrfldsráðherra Bandaríkjanna, lagði í gær til að banki yrði stofnaður í Miðaustur- löndum til að hjálpa til við uppbygg- ingu svæðisins eftir stríð. Baker sagði að bankinn gæti gegnt svipuðu hlutverki og bankinn sem stofnaður var í fyrra til að hjálpa ríkjunum í Austur-Evrópu úr þeirri efnahagskreppu sem þau væru nú að berjast við. Yfirlýsingin virðist m.a. þjóna þeim tilgangi að slá á ótta ým- issa ríkja á svæðinu en stríðið hefur haft verulega slæm áhrif á efnahag svæðisins. En hann útlistaði ekkert nánar hugmyndir sínar um hvernig staðið yrði að bankanum. Baker lagði ríka áherslu á enduruppbygg- ingu Kúvæts sem hefði orðið mjög illa úti. Reuter-SÞJ Vetrarhörkur: Kalt í Mið- og SuðuhEvrópu Kaldir vindar frá Sovétríkjunum hafa valdið hríðarveðrí víös vegar í Evrópu og hitastigið faríð langt undir frostmark. Það snjóaði á frönsku Ríveríunni í gær í fyrsta sinn í fimm ár og var jafnfallinn snjór allt upp í 20 cm. Fjögur spænsk börn létust og ní- tján slösuðust þegar bflstjóri langferðarbifreiðar sem þau voru í missti stjóm á henni í mikilli hálku sem var f Pyreneafjöllun- um. Samgöngur fóru meira og minna úr skorðum. Flug féll að miklu leyti niður. í Austur-Frakklandi fór hitinn niður í -15 gráður á C og í París fraus eldsneyti á bifreiðum. í Rúmeníu hefur verið orku- skortur og í kuldunum hafa stjómvöld neyðst til að loka verk- smiðjum og draga úr samgöng- um til að spara orku til húshitun- ar. Útvarpið í Búkarest sagði að 247 þúsund verkamenn væru án vinnu vegna þess að verksmiðj- unum hafi verið lokað. „Þetta er eins og á tímum Ceausescus," sagði húsmóðir í Rúmeníu og líkti harðstjórn fyrrverandi ein- ræðisherra landsins við vetrar- hörkurnar. í Grikklandi hefur ekki verið eins kalt í fjögur ár. Hundruð þúsunda kjúklinga hafa drepist og mörg gripahús hafa hrunið saman vegna snjóþunga með þeim afleiðingum að skepnurnar hafa drepist. Bretland hefur ekki farið var- hluta af harðindunum. Ekki hef- ur verið eins kalt þar í fjögur ár og veðurfræðingar spáðu því að það ætti eftir að kólna þar enn meira. í gær þurfti að loka Gatw- ick flugvellinum í London tvisvar vegna mikilla snjóa á vellinum. Reuter-SÞJ Kf KENNARASAMBAND ÍSLANDS Auglýsing um styrki til rann- sóknar- og þróunarverkefna Stjóm Verkefna- og námsstyrkjasjóðs Kennara- sambands íslands auglýsir styrki til kennara sem vinna að rannsóknum, þróunarverkefnum eða umfangsmiklum verkefnum í skólum. Umsóknum ber að skila á skrifstofu Kennara- sambands íslands, Grettisgötu 89, 105 Reykja- vík, fyrir 1. mars 1991. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu KÍ, fræðslu- skrifstofum og hjá trúnaðarmönnum KÍ í skólum. Bandaríkjamaöur myrtur í TVrklandi Bandarískur rfldsborgarí var skot- inn til bana í Tyrklandi í gær. Hann vann í herflugstöð Bandaríkja- manna í Incirlik í Suður- Tyrklandi en flughemum bar er beitt í loft- árásunum gegn Irak. Maðurinn var starfsmaður hjá einkafyrirtæki sem sér um manna- ráðningar í flugstöðinni og starfaði því ekki hjá hinu opinbera. Hann var skotinn fjórum sinnum í hjartað og magann á leið sinni til vinnu í gærmorgun. Einn maður fram- kvæmdi verknaðinn og komst hann undan á hlaupum. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð sinni á verknaðinum. Áður en Persaflóastríðið hófst höfðu tæplega 6 þúsund manns að- setur sitt í flugstöðinni, þar á meðal fjölskyldur hermannanna. Flestir aðrir en hermenn voru fluttir til Bandaríkjanna í seinasta mánuði en á móti hafa komið fleiri hermenn, sem hafa fylgt auknum vígbúnaði s.s. herflugvélum og Patríótvarnar- kerfmu. Týrknesk stjórnvöld vísuðu á mánudag einum þriðja af a.m.k. 75 opinberum íröskum starfsmönnum í TVrklandi úr landi. írakar hafa mótmælt þeirri ákvörðun tyrk- neskra stjórnvalda að leyfa Banda- ríkjaher að nota Incirlik herflug- stöðina til árása á íraska herinn og vöruðu þá við að það ætti eftir að draga dilk á eftir sér. Frá því að stríðið hófst þann 17. janúar hafa um 70-80 hryðjuverk, sem rekja má til þess, verið framin víðs vegar um heiminn en aðeins fjórir hafa látist í þeim. Einn líb- anskur og tveir perúanskir öryggis- verðir og einn Bandaríkjamaður. Reuter-SÞJ Fréttayfirlit London - Breska lögreglan sagðist gruna írska lýðveldis- herinn (IRA) um sprengjuárás- ina á forsætisráðherrabústað- inn I Downingsstræti 10 þar sem ríkisstjórnin var á fundi. Enginn slasaðist alvarlega og ráðherramir slösuðust ekkert. Nikósía - Útvarpið i Bagdad Ankara - Bandarlskur borgari, sagði að bandamenn hafi gert sem starfaðí við bandarlsku haröar loftárásir á Bagdad að- herflugstööina Incirlik I Suður- faranótt gærdagsins og (rakar Tyrklandi, var myrtur I gær peg- hefðu svarað með flugskeyta- ar hann var á leið til vinnu. árás á ísrael. Engin flugskeyta- árás hefur hins vegar verið Riyadh - Tvö orrustubeitiskip staðfest á Israel síðastliðna Bandarikjahers eru á Persaflóa, flóra daga. Missourin og Wisconsin. Misso- urin hefur undanfarna daga Riyadh - Bandarísk hemaöar- skotiö 1,2 tonna sprengikúlum á yfirvöld sögðu í gær að banda- skotmörk I Kúvæt og Irak og I menn ættu I erfiöleikum með að gær hóf Wisconsin aö skjóta komast hjá þvl að fella einhverja sams konar sprengikúlum. borgara I Irak þvl iraski herinn geymdi hluta vopna sinna í Parfs - Franski flugherinn gerði íbúðahverfum og loftvarnabyss- tvær árásir á stórskotaliðssveitir ur væru uppi á Ibúðablokkum. íraka í suðurhluta Kúvæts að sögn talsmanns franska hers- Vín - Þúsundir albanskra stúd- ins. enta söfnuðust saman í mið- borg Tirana I gær og fyrradag til að krefjast efnahagsúrbóta og afsagnar kommúnistastjórnar- innar. Bukarast -1 gær bættist Rúm- enla í hóp þeirra ríkja I Austur- Evrópu sem vilja brjóta upp Var- sjárbandalagið. Harare - Leiðtogar Afrlkurikja lofa áætianir stjómvalda f Suð- ur-Afriku um að hverfa frá að- skilnaðarstefnunni en vilja að viðskiptabanninu verði haldið eitthvað áfram, aðsögn Kaunda forseta Zambiu. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.