Tíminn - 20.03.1991, Síða 2

Tíminn - 20.03.1991, Síða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 20. mars 1991 Átaksverkefni í at- vinnumálum í Mýrdal „Með þessu vorum við að leita að hugmyndunum sem væru raunhæfar til úrbóta í framtíðinni,“ sagði Haf- steinn Jóhannesson, sveitarstjóri í Vík í Mýrdal, í sam- tali við Tímann, en um helgina var haldin ráðstefna í Vík sem er þáttur í átaksverkefni í atvinnumálum í Mýrdal sem ber nafnið Framtíð. Þetta var fyrri ráðstefnan af tveimur og var hún fjölsótt og komu þar fram margar góðar hugmyndir, að sögn Hafsteins. Það var sveitarstjórn Mýrdals- hrepps sem tók ákvörðun um að fara út í þetta verkefni í þeirri von að bæta það atvinnuástand sem ríkjandi hefur verið í byggðarlag- inu. Átaksverkefnið er í raun fólg- ið í samvinnu íbúa Mýrdalshrepps við að renna styrkari stoðum und- ir atvinnulífið í hreppnum. Áætl- aður kostnaður við verkefnið er 6 miljónir og er fjármagnað af At- vinnuþróunarsjóði Suðurlands, Byggðastofnun og ýmsum fyrir- tækjum í Mýrdal. Verkefnið stend- ur til haustmánaða á næsta ári og er framkvæmdastjóri þess Bene- dikt Sigurbjörnsson. Að sögn Hafsteins sveitarsjóra mættu um 70 manns á ráðstefn- una, eða um 12% af 599 íbúum hreppsins. Þar var starfað í hópum sem voru: unga fólkið og framtíð- in, ferðamál, atvinna kvenna í dreifbýli, verslun og þjónusta, efri árin, framleiðsluiðnaður og út- gerð og loks þjónustuiðnaður og verktakastarfsemi. Hafsteinn sagði að frá öllum þessum hópum hefðu komið snið- ugar tillögur. Sumar virtist lítið mál að framkvæma, en aðrar þyrftu frekari útfærslu. Margar lúta að ferðaþjónustu og ýmiskon- ar smáiðnaði. í hugmyndum land- búnaðarnefndar er hvatt til auk- innar nýtingar náttúruauðlind- anna sjálfra, t.d. með fuglaveiði og eggjatöku. Yfir starf liðinnar helgar og þær tillögur sem þar komu fram verð- ur farið í þessari viku og þær síðan ræddar frekar á annarri ráðstefnu um næstu helgi. Um tilgang þessa sagði Hafsteinn Jóhannesson sveitarstjóri: „Við erum að þessu m.a. til að vekja athygli á lands- byggðinni, sem fær alltof mikið af neikvæðu umtali. Hluti eins og þessa þurfum við að framkvæma sjálf, við fáum ekkert á silfurfati." -sbs. Frá fundinum á Selfossi. Tómas Jónsson er í ræöustól, en fjær er Guöni Ágústsson. Lengst til vinstri er fundarstjórínn, Sigurfinnur Sigurösson. Tímamynd: sigurtur Bogi Þingsályktunartillaga um breikkun leiðarinnar milli Reykjavíkur og Selfoss: Framkvæmd sem þolir enga bið af öryggisástæðum ,jviaður sér það æ betur að sá vegur sem Iiggur á milli Reykjavík- ur og Selfoss þjónar alls ekki þeim kröfum sem til hans eru gerð- ar. Svo mikið er umferðarálagið orðið og slysin á þessari leið hrikaleg.“ Þetta sagði Guðni Ágústsson al- þingismaður á opnum borgara- fundi á Selfossi nýlega. Þar var rætt um þingsályktunartillögu sem Guðni, ásamt þremur öðrum þing- mönnum kjördæmisins, hefur lagt fram á Alþingi þar sem því er beint til samgönguráðherra að undir- búningur að breikkun þessarar leiðar, þ.e. tvær akreinar í hvora átt verði hafin sem fyrst. Kannað verði hvort hægt sé að vinna verkið í áföngum með það að markmiði að fyrst verði akbrautin tvöfölduð þar sem hættan er mest. Ennfremur verði fundin sérstök fjáröflunarleið fyrir þetta mikilvæga verkefni. Frá árinu 1973 fram á þetta ár hafa 23 látist í umferðarslysum sem hafa orðið á þessari leið. Álíka margir hafa beðið varanlegt heilsu- tjón og örkuml af slysum á þessari leið á sama tímabili. Meðalumferð á dag hefur líka vaxið stórlega. Árið 1975 fóru að meðaltali 1643 bílar þessa leið á dag á ári, en árið 1989 voru bfiarnir orðnir 2870. í greinargerð þingsályktunartil- lögunnar segir um ástæður þess að þetta mál er lagt fram. Þetta sé verkefni sem af öryggisástæðum þoli enga bið. Guðni Ágústsson sagði að brýnt væri að koma þessu máli inn í umræðuna nú, því að þessari framkvæmd þyrfti að vera lokið fyrir aldamót. Hann benti á að oft væri tíunduð há slysatíðni á Reykjanesbraut, en leiðin austur yfir fjall væri engu hættuminni. Orðrétt segir um þetta í tillögunni: „Tvöföldun beggja þessara ak- brauta ... þ.e. Reykjanesbrautar og Suðurlandsvegar um Hellisheiði er slíkt stórverkefni að leita verður leiðar til að fjármagna þau sérstak- lega, annað hvort með stórverk- efnasjóði eða með sérstakri fjáröfl- un. Ekkert er þjóðinni jafndýrt og manntjónið og eignatjónið, svo og langvarandi sjúkrahúsvist og at- vinnumissir vegna umferðarslysa. Þótt sökinni verði ekki eingöngu komið á vegakerfið hvað þetta áhrærir er ljóst að ákveðnar endur- bætur minnka hættuna og draga úr slysunum. Á Suðurlandsvegi eru nokkrir staðir sem sýnilega eru öðrum varasamari..." Þeir staðir eru á Sandskeiði, við Þrengslavega- mót, í Hveradölum, í Kömbum og loks í Ölfusi. „Þrátt fyrir að umferðin á milli Reykjavíkur og Selfoss sé orðin mikil og vegurinn flytji ekki með öryggi þá umferð sem um hann fer, er það maðurinn sem bregst í flest- um tilvikum," sagði Tómas Jóns- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi. Frá því að lögreglan í Árnessýslu hóf störf árið 1958, hafa, sam- kvæmt skrám hennar, 68 manns farist í 53 umferðarslysum í sýsl- unni. Framan af var talan ekki há, en á síðustu 2 árum hafa 21 farist í 12 slysum. Þá kom fram að Árnes- sýsla er næst á eftir Reykjavík hvað varðar tíðni banaslysa í umferð- inni. „Þarna sjáum við hvað málið er alvarlegt," sagði Tómas. -sbs. Leikfélag Akureyrar: „Kysstu mig Kata“ komið á fjalirnar Bandaríski söngleikurinn „Kysstu mig Kata“ (Kiss Me Kate), eftir Samuel og Bellu Spewack, var frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyr- ar s.l. föstudagskvöld. Verkið er í hópi allra vinsælustu söngieikja, og alls taka um 20 leikarar, dansarar og tónlistarmenn þátt í sýningunni. Sýningin er viðamikil og hefur ekk- ert veríð til sparað að búa leikritinu sem veglegasta umgjörð. Tónlist og söngtextar eru eftir bandaríska djassgeggjarann Cole Porter, og er í verkinu fluttur fjöldi þekktra dæg- urlaga eftir hann. Böðvar Guð- mundsson þýddi leikritið, leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir, Una Coll- ins hannaði leikmynd og búninga, Jakob Magnússon sá um tónlistar- stjóm og útsetningar, dansar em eftir Nanette Nelms og Ingvar Bjömsson hannaði lýsingu. Söguþráðurinn er lauflétt spaug um ást og afbrýði. Leikritið gerist í leikhúsi á frumsýningarkvöldi. Þar segir frá leikflokki sem er að frum- sýna einn vinsælasta gamanleik heimsbókmenntanna, „Snegla tam- in“ eftir William Shakespeare. Leik-, söng- og dansatriðin eru ýmist úr frumsýningunni á „Sneglu", eða at- burðum baksviðs og í búningsher- bergjum frumsýningarkvöldið. Leikritið gerist á heitu júníkvöldi árið 1948, og tilfinningar fólksins Ioga í takt við veðrið. Ýmsir óvæntir atburðir og einkar flókin ástamál valda því að margt fer öðruvísi en ætlað er þetta frumsýningarkvöld. Margvíslegur misskilningur kviknar milli persónanna, sem flestar eru mjög ástheitar og lífsþyrstar. Átök kynjanna í þessum sívinsæla söng- leik eru skemmtilega vægðarlaus, en að sjálfsögðu fellur allt í ljúfa löð þegar dregur nær leikslokum. Fjöldi íeikara, dansara, söngvara og hljóð- færaleikara tekur þátt í sýningunni. Þeir eru: Helgi Björnsson, Ragnhild- ur Gísladóttir, Vilborg Halldórsdótt- ir, Valgeir Skagfjörð, Eggert Kaaber, Björn Ingi Hilmarsson, Jón Be- nónýsson, Þráinn Karlsson, Jón Kristjánsson, Kristján Sigurðsson, Sunna Borg, Gestur Jónasson, Guð- rún Gunnarsdóttir, Berglind Jónas- dóttir, Ingibjörg Björnsdóttir, Hreinn Skagfjörð, Nanette Nelms, Ástrós Gunnarsdóttir, Jóhann Arn- arsson, Óskar Einarsson, Birgir Karlsson, Karl Petersen, Sveinn Sig- urbjörnsson og Þorsteinn Kjartans- son. Næstu sýningar verða fimmtudag- inn 21. mars, föstudaginn 22. mars, laugardaginn 23. mars og sunnu- daginn 24. mars, og hefjast sýningar kl. 20.30 alla dagana. hiá-akureyri. Glerárprestakall á Akureyri: Þrír umsækjendur Þrír sóttu um Glerárprestakall á Ak- ureyri, en umsóknarfrestur rann út 15. þessa mánaðar. Sóknarprestur- inn, séra Pétur Þórarinsson, hefur sagt embætti sínu lausu frá 1. aprfl. Umsækjendurnir þrír eru séra FIosi Magnússon, prófastur á Bfldudal, séra Gunnlaugur Garðarsson, að- stoðarprestur í Garðaprestakalli, og séra Svavar Alfreð Jónsson, sóknar- prestur á Ólafsfirði. —SE Auraráð landsmanna, eftir allt, ekki eins léleg og áætlað hafði verið? Innfluttir bílar 2.000 umfram áætlun fjárlaga „í áætlun fjárlaga hafði verið gert ráð fyrir að um 6.800 bflar yrðu fluttir inn 1990, eða heldur færri en 1989, vegna rýrnandi kaupmáttar. Niðurstaðan varð hins vegar sú, að innfluttir bflar urðu um 8.800 tals- ins árið 1990, eða 2.000 bflum um- fram forsendur fjárlaga," segir í nýrri skýrslu um ríkisfjármálin á síðasta ári. Þessi 25% aukning á bflainnflutn- ingi milli ára skiptist jafnt á milli einkabfla og atvinnubfla. Jafnframt kemur fram að aukningin varð mest á dýrari bflum. Enda jukust tekjur ríkissjóðs af bifreiðagjaldi um 37% frá árinu áður. Lauslega metið er þessi aukni bflainnflutningur sagð- ur hafa skilað ríkissjóði í kringum 700 milljóna kr. tekjuauka á síðasta ári, þ.e. umfram forsendur fjárlaga. - HEI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.