Tíminn - 20.03.1991, Side 3
Miðvikudagur 20. mars 1991
Tíminn 3
Könnun á mataræði íslendinga leiðir í Ijós að ýmislegt mæti betur fara:
Margar konur og aldraða
skortir bætiefni í fæði
Ungdómurinn (15-19 ára) drekkur rúmlega hálfan lítra af gos-
drykkjum á dag, að meðaltali, eða um 200 Iítra á ári. Enda fær þessi
hópur um 7. hluta allrar sinnar orku úr sykri. Foreldrakynslóðin
(20-50 ára) svelgir hins vegar kaffi í enn meira mæli, 5-6 bolla dag-
lega að meðaltali, en tveir lítrar á dag eða meira er þó algengt. Mjólk-
urdrykkja er almennt mikil á íslandi, þ.e.a.s. að meðaltali. Samt
sem áður fær helmingur unglingsstúlkna minna en ráðlagðan dags-
skammt af kalki, og það sama á raunar við um fjórðung allra ís-
lenskra kvenna. Alvarlegustu afleiðingar þessa kalkskorts er, sem
kunnugt er, beinþynning eftir miðjan aldur.
Niðurstöður þessarar viðamlklu könnunar verða vonandi hvati að betri
og markvissari (fæðslu um næringu og hollustu, sagði heilbrigðisráð-
herra okkar, Guðmundur Bjamason, sem bauð fréttamönnum til stór-
góðrar „manneldismáttíðar".
Járnskortur er þó ennþá algengari,
því aðeins tíunda hver kona á barn-
eignaraldri fær nógu mikið af járni.
Og þá fá líka flestir þeirra sem
hvorki taka lýsi eða fjölvítamín of
lítið af D-vítamíni.
Þessi atriði eru meðal fyrstu niður-
staðna úr umfangsmikilli könnun
sem fram fór á mataræði lands-
manna á síðasta ári. Könnunin var
gerð á vegum heilbrigðisráðuneytis-
ins og Manneldisráðs íslands. Fór
hún fram víða um land, með viðtöl-
um við 1.240 manns á aldrinum 15
til 80 ára.
Ekki allar breytingar
til bóta
Að sögn Laufeyjar Steingrímsdótt-
ur næringarfræðings, hefur slík
könnun, sem náði til alls landsins,
aðeins einu sinni áður verið gerð á
íslandi, árið 1939. Og líklega þykir
einhverjum það tíðindi, að íslend-
ingar borða nú töluvert meiri fitu
heldur en þeir gerðu fyrir hálfri öld.
Fituneysla fólks á höfuðborgarsvæð-
inu hefur að vísu minnkað nokkuð
frá samsvarandi könnun sem gerð
var þar 1979, en er samt meiri núna
heldur en í allsherjarkönnuninni ár-
ið 1939.
Þótt Laufey segi ekki vafa á því að
ýmislegt hafi breyst til batnaðar í
fæðuvali landsmanna upp úr síðari
heimsstyrjöldinni, hafi einnig
margt farið á verri veg. Sykur og fita
hafi aukist í fæðinu, m.a. með meira
smjöri, smjörlíki og mjólk. Aukið
sælgætisát, kökur og feitar sósur
hafi síðan aukið enn frekar við fitu-
og sykurneysluna.
Bætiefnaskortur
meðal aldraðra
Þessi nýja könnun leiðir í Ijós að
fæði íslendinga er yfirleitt nokkuð
næringarríkt og bætiefnaríkt, þ.e.
þegar litið er á meðaltalstölur. Á
hinn bóginn koma þar ýmsar
„gloppur" í Ijós, eins og áður er get-
ið. Töluverður munur kemur fram á
fæðuvali fólks og hollustu fæðunn-
ar, t.d. eftir búsetu, eftir starfsstétt-
um og eftir aldri.
Það kom t.d. í ljós, að stór meiri-
hluti aldraðs fólks fær allt of lítið af
flestum nauðsynlegum bætiefnum
úr fæði sínu. Það reyndist aðeins A-
vítamín og kalk sem ekki var langt
neðan við ráðlagða bætiefna-
skammta hjá þessum hópi. En
neysla á C-vítamíni er aftur á móti
allt of lítil og svipað má segja um
flest önnur nauðsynleg bætiefni.
Étum allt of mikla
fitu
í niðurstöðum könnunarinnar
blasir við sú gamalkunna staðreynd,
að íslendingar borða allt of mikla
fitu, þótt margir hafi heldur dregið
úr fituáti síðustu árin. íslendingar fá
að meðaltali 41% orkunnar úr fitu,
sem er töluvert langt umfram þau
35% mörk sem talin eru æskileg og
markmið í manneldismálum stefna
að.
Fituneysla er þó töluvert mismun-
andi milli landsvæða og stétta. Mest
er fituátið til sveita, nær 46% orku-
neyslunnar að meðaltali. Minnst er
hún hins vegar, um 40%, á höfuð-
borgarsvæðinu. í þéttbýli úti á landi
er hlutfallið þarna á milli, eða á bil-
inu 41-42% orkunnar.
Hlutfall fituneyslu er líka töluvert
mismunandi eftir stéttum. Þegar
tekið er mið af körlum yfir 25 ára
aldri kom í ljós að neysla á fitu var
langmest meðal bænda, um 49%
þeirra orkuneyslu. Meðal atvinnu-
rekenda og sjómanna var hlutfallið
um 44%, meðal iðnaðar- og verslun-
armanna um 43%, ellilífeyrisþega
um 41%., en aðeins tæp 40% hjá
sérfræðingum.
... en „feita kjötið“
samt ekki höfuðsöku-
dólgurinn
Sú ágiskun að þarna væri feita kjöt-
inu fyrst og fremst um að kenna
reyndist hins vegar langt frá raun-
veruleikanum. Því aðeins tæplega 6.
hluti afheildarfituneyslu íslendinga
kemur úr kjöti. Nær helmingur allr-
ar fituneyslunnar er hins vegar í
gegnum viðbitið og aðra nánast
hreina fitu. Þ.e. smjörlíki, smjör,
„kokkteilsósur" og aðrar feitar sósur
og tólg út á fiskinn. í grófum drátt-
um skiptist fituneysla landsmanna
þannig á milli fæðuflokka:
Hvaðan fáum við fituna?
Smjör/-líki, olíur 44%
Mjólkurafurðir 18%
Kjöt 17%
Ostar 9%
Annað 13%
Fita í kjöti er samkvæmt þessu að-
eins innan við sjötti hluti þeirrar
fitu sem landsmenn neyta og þar
með langt í frá höfuðsökudólgurinn,
eins og einhverjir kynnu að ætla. Og
þótt íslendingar drekki þjóða mest
af mjólk er fituneysla þeirra í mjólk-
urvörum, ostum og kjöti samanlagt
ekki meiri heldur en í efsta flokkn-
um einum, þ.e. smjörlíki, smjöri og
olíum.
Þeir sem vilja minnka fituneyslu
sína virðast samkvæmt þessu fyrst
og fremst þurfa að gæta sín við
steikarpönnuna, sósupottinn og
kökukassann, enda smjörlíkið
stærri fituuppspretta í fæði lands-
manna heldur en smjörið. Vitaskuld
er þeim þó einnig vissara að um-
gangast smjörstykkið með varúð.
Kom raunar sú athyglisverða niður-
staða í ljós, að þráðbeint samband
reyndist á milli þess, hve þykkt
menn smyrja brauðið sitt og hins
vegar hvað fita er stórt hlutfall af
heildar orkuneyslu þeirra:
Hversu þykkt smurt?
Grömm á brauðsneið Fita % af orku
Smyrja ekki 35%
1 til 4 gr 38%
5 til 8 gr 42%
9 til 12 gr 45%
13 grömm eða meira 48%
Fituneysla þeirra, sem sleppa alveg
að smyrja brauðið sitt, er samkvæmt
þessu hlutfallslega sú sama og
manneldismarkmið stefna að. Enda
líklegt að sá hópur forðist einnig
fitu í öðrum mat. Hjá þeim, sem
smyrja brauðið sitt þykkast, er fitu-
neysla er hins vegar meira en þriðj-
ungi of mikil. Enda á sama hátt ólík-
legt að þeir velti heldur mikið vöng-
um yfir fituinnihaldi annars sem
þeir láta ofan í sig.
Heilbrigður iífsstíll =
hollur matur
Að sögn Laufeyjar Steingrímsdótt-
ur Ieiddi könnunin m.a. í ljós tengsl
á milli holls mataræðis og heil-
brigðs lífsstfis. Þeir sem reykja ekki
og stunda líkamsrækt séu einnig
öðrum líklegri til þess að borða holl-
an mat. Miðaldra reykingamenn
sem hreyfa sig lítið eru hins vegar
mestu fituhákarnir.
Laufey gat einnig um nokkur atriði
þar sem íslendingar skera sig nokk-
uð úr í fæðuvali. Þeir eru meðal
mestu mjólkurneytenda heimsins.
Sérstaklega þó sveitafólk, sem
reyndist drekka tvöfalt meiri mjólk
heldur en höfuðstaðarbúar. Þegar
kemur að grænmetinu eru íslend-
ingar hins vegar neðstir á lista.
Könnunin leiddi aftur á móti f ljós
(sem hingað til hefur einungis verið
giskað á) að íslendingar eiga Evr-
ópumet í fiskneyslu: 73 grömm á
dag að meðaltali, eða um 27 kfió á
mann á ári.
Sjálfsagt á fiskurinn ásamt með
mikilli mjólkurdrykkju stóran þátt í
því að fæði íslendinga er óvenjulega
próteinríkt. íslendingar fá rúmlega
17% orku sinnar úr próteini, eða
langt yfir þau 10% mörk sem mann-
eldisráð setur að markmiði.
Hlutur kolvetna allt
of lítill
Allt of mikil fita og prótein langt yf-
ir viðmiðunarmörkum gerir þátt
kolvetnisins í mataræði landsmanna
miklu minni heldur en æskilegast er
talið. Stefnan er því að fá fólk til að
borða meira brauð (vitanlega helst
gróft og sparlega smurt) og annan
kornmat, meiri kartöflur og græn-
meti og meiri ávexti. Munurinn á
raunverulegri skiptingu orkuefna í
íslensku fæði annars vegar og sam-
kvæmt manneldismarkmiðum hins
vegar er þessi:
í raun: Markmið:
Kolvetni 41% 55%
Fita 41% 35%
Prótein 17% 10%
Þótt sé almennt mælt með stórauk-
inni neyslu kolvetna er ein stór upp-
spretta þeirra þó illa þokkuð í
manneldisfræðum: sykurinn.
Könnunin leiddi m.a. í ljós að sykur
er um þriðjungur allrar kolvetna-
neyslu yngsta hópsins (15-19 ára),
sem næringarfræðingnum þótti
greinilega óheillavænlegt. Þessi
hópur sækir í kringum 7. hluta
(14%) allar sinnar orku í sykur, m.a.
gegnum sitt mikla gosdrykkjaþamb.
- HEI
Þótt (slendingar boröi mikið og vel segir Laufey Steingrimsdóttir næring-
arfræöingur samt hér stóra hópa fólks sem ekki fái næg bætiefni í fæði
sínu.