Tíminn - 28.03.1991, Page 3

Tíminn - 28.03.1991, Page 3
Fimmtudagur 28. mars 1991 HELGIN Hann hafi meö sér húskarl í vist, þungan og þrjótlyndan. Var þar hvorki aö sjá til værleika né verknaöar. En ef hann geröi nokkurn ákenning, presturinn, þá bauö húskarlinn honum á mót öxi eöa áverk. Hún hét fyrir honum á hinn sæla Þorlák biskup að honum skyldi batna brátt, því að hann var húskarl, en þetta var um annir. Hún lagði um hann kyndilmál og hét kerti að gera til „glorie" hinum sæla Þorláki bisk- upi. En honum batnaði þegar er heitið var fyrir honum og lofaði hann guð og hinn sæla Þorlák bisk- up. Augnverkurinn En á hinum næsta bæ því er sú jar- teikn gerðist er nú var frá sagt var kona ein ung og málug. Hún tók skeypilega á um þennan atburð all- an og taldi hún afleiðis þoka um kurteisi karlmanna, er þá skyldi svo heita verða fyrir þeim sem óhraust- um konum, áður þær yrði léttari. En um aftaninn fór hún í rekkju sína og sofnaði þegar og svaf skamma stund og vaknaði við það er hún hafði æðiverk í augum, svo hún spratt upp þegar og gekk um hús innan. Sendi hún þegar síðan mann eftir „matrone" (húsfeyju) þeirri er áður var frá sagt, að hún skyldi þangað koma og ráða um heit með henni. En hún gerði eigi fara og kunni hana mjög raunar um áleitni þá er hún hafði haft um þá jarteikn er í þeirra híbýlum hafði orðið. Var hún síðan verkóða nótt alla, en morguninn eftir var heitið fyrir henni á hinn sæla Þorlák biskup og tók þá verk úr augum henni og var hún heil skamms bragðs. Óþokka bægt úr mungáti Sá atburður varð á Reynivöllum að þar var veisla gerð virðuleg á móti Páli biskupi. En er þar var mungát heitt og undir lagt þá kom eigi gerð í mungát, en efni þóttu allvæn vera og kunni sá og vel er gera skyldi. En er margs var í leitað þá kom gerð í kerin æsileg og óvinveitt og gerði síoan aí dám eigi góðan og þótti halda við voða að skjaðak mundi í koma. Þá var tekinn stafur sá er átt hafði hinn sæli Þorlákur þjónn guðs og settur í kerið það er mungátsefni var í. En þegar er stafurinn var sett- ur í kerið þá tók allan óþokka af mungátinu þann er áður hafði á ver- ið og kom í gjörð góð og hallkvæm og varð það hið besta öl, ok stóð þar stafur uns drukkið var ölið. Skapillur húskarl Prestur einn sá er verið hafði undir hendi hins sæla guðs játara Þorláks biskups varð fyrir vandræði miklu. Hann hafi með sér húskarl í vist, þungan og þrjótlyndan. Var þar hvorki að sjá til værleika né verkn- aðar. En ef hann gerði nokkurn ákenning, presturinn, þá bauð hús- karlinn honum á mót öxi eða áverk. Lét presturinn fyrir vinnast um um- ræðuna þaðan í frá, en húskarlinn eigi um heituna. En er prestinum þótti sem þetta vandræði mundi eigi lægjast mega af tilstilli manna, þeirra er þar var kostur, þá fór hann til bænar sinnar og hét á hinn sæla Þorlák biskup að hann skyldi á þeirra mál sjá, svo vildara yrði en þá þótti á horfast og tók hann þegar að syngja saltara til „glorie" sælum Þorláki biskupi. En er hann kom inn frá bæn sinni presturinn, þá var hann hljóður húskarlinn og kastaði hann þá engum illyrðum á prestinn, og var það mjög í gegn vanda. En þaðan frámælti hann eigi höfugt orð prestinum og virði presturinn „ipse“ þessa jarteikn mesta og fegursta sér um hug ens sæla Þorláks biskups. Bam fann hlekki Húsfreyja ein virðuleg og vel fjár- eigandi fór heim skyndilega frá boði þá er hún skyldi taka við Páli bisk- upi. En er hún var nálega komin heim þá voru fallnir niður hlekkir hennar sumir úr söðli hennar og var það bæði slys og fjárskaði og var eigi vænt til fundarins, af því að þau höfðu eftir fjöru riðið. En þá var að fallinn sær er þau söknuðu hlekkj- anna. Hét hún síðan á hinn sæla Þorlák biskup að finnast skyldu hlekkirnir og sendi hún síðan mann að leita. En sá atburður hafði orðið á þessari stundu að barn eitt hafði far- ið í fjöru að leika sér og fann það hlekkina og vissi eigi hvað var og lék sér að og hafði heim. Kenndu þá síð- an rosknir menn og sendu heim til eiganda og virðu menn þetta fagur- lega jarteikn vera. Læknuð brunasár í stað þeim góðum og dýrðlegum er í Reykjaholti heitir varð sá at- burður að konur tvær skyldu bera heim ketil úr hver. En er þær höfðu tekið upp ketiiinn og hafið á axlir sér stöngina, er ketillinn hékk á, þá slapp önnur þeirra í hverinn báðum fótum. En ketilinn var mjög þungur, er hún skyldi bera, en hverinn var bæði heitur og djúpur. Mátti hún ekki fyrr úr hvernum komast en hún óð þangað er lengra var og grynnra. En þá er hún kom úr þá vildu menn færa hana úr skónum. En er sokkunum var ofan steypt að skónum þá fylgdi þar bæði skinnið og holdið. Þá bauð ógn mikla þeim er yfir stóðu, af því að öllum þótti von að miklu meir mundu brunnir vera fæturnir en upp á leggina. Hétu þau síðan á hinn sæla Þorlák biskup að hann skyldi þeim líkn veita og miskunn með sínu árnaðarorði að ■■i' hún mætti heil verða. Síðan var hún færð úr skónum og var þar miður brunnið er aðrir hugðu til meiri bruna. Varð hún síðan heil á einum mánuði þar er áður væntu þeir henni trautt lífs, en þótti hún ráðin til örkumla, þótt hún rétti við, og lofuðu guð og hinn sæla Þorlák biskup. Hér látum við staðar numið að segja af jarteinum er tengjast hinum sæla Þorláki. Mættu menn menn vel reyna á vorum dögum að heita á þennan íslenska dýr- ling sér til fulltingis. Ætti það ekki að vera óvænlegra til árang- urs sem margt annað er vafasamt má virðast við fyrstu sýn - nú á tímum nýaldarspekinnar svoköll- uðu! þvílíkt lán! Stendur þú í byggingarframkvæmdum en leiðast jafnframt ferðimar til bankastjóra? Komdu þá fagnandi í verslanir okkar þar sem við bjóðum þér einstaklega þægilega leið til að einfalda flókinn hlut. ByGGINGARVELTA er nýjung sem felur í sér allt að 36 mánaða lán til kaupa á byggingarvörum sem þú kaupir í verslunum okkar! Það sem meira er - lánið er á venjulegum bankakjömm. Um tvenns konar tilboð er að ræða: Nýbyggingarboð og Viðhaldsboð. NÝBYGGINGARBOÐ er ætlað þeim sem em að ganga frá íbúð á byggingarstigi. VIÐHALDSBOÐ er fyrir þá sem em að lagfæra eða gera upp íbúð sína. Aðeins traustar vörur á góðu verði! Þetta einstæða tilboð nær tíl hreinlætístækja, gólfefna, málningar, innréttínga, verkfæra, heimilistækja og annarra þeirra vömtegunda sem nauðsynlegar em við lokafrágang og viðhald íbúða. Að sjálfsögðu bjóðum við aðeins traust og viðurkennd vömmerki! Byggingarveltan er einfold í framkvæmd, hagkvæm - og sjálfsögð! BOSCH HEIMILISTÆKI INNRÉTTINGAR Nokkur hinna traustu vörumerkja sem í boði eru. Grensásvegi 11 S. 83500 METRO Álfabakka 16 S. 670050 Bœjarhrauni 16 S.652466 ,Á. Böðvarsson hf. Austurvegi 15, Selfossi S.21335 Ostaíhf ranesi málningarl pjonosta Stiliholti 16 S. 11799

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.