Tíminn - 28.03.1991, Qupperneq 6

Tíminn - 28.03.1991, Qupperneq 6
6 HELGIN Fimmtudagur 28. mars 1991 Danir gefasl unnvörpum MBP É $¥«@«¥01 Þegar harönar á dalnum í atvinnulífi íslendinga er það gömul saga og ný að þeir leita til annarra landa í atvinnuleit og hefur Svíþjóð þá gjarna orðið fyrir valinu. Dvölin þar er mislöng, hjá sumum aðeins þar til glaðnar yfir atvinnumálum hér heima en aðrir setjast að hjá frændum okkar fyrir fullt og allt. Sjálfsagt er eitthvað um það að landar okkar uni hag sínum ekkert of vel, en fiestir gera sér far um að búa eins vel um sig í fósturlandinu og þeim er mögulegt og ekki er mikið um klögu- mál vegna lifnaðarhátta heimafólks í landinu eða þess skrýtna tungumáls sem þeir tala sín á milli. Danir hafa líka flykkst til Svíþjóðar undanfarin ár til að fá vinnu enda mikið at- vinnuleysi heima fyrir. En þeim virðist öðruvísi farið en íslendingum og vera verr undir það búnir að Svíar í eigin landi lifa ekki sama lífí og Danir í sínu. Dönsku starfsmennimir hafa þess vegna fjölmargir gefist upp á Svíþjóðardvölinni og farið aftur heim, þó að þar bíði þeirra ekkert annað en áframhaldandi atvinnuleysi. Um þetta er fjallað í NORD NU, febrúarblaði Norrænu félaganna. „Aldrei oftar skal ég búa í Svíþjóð. Ég er búinn að fá nóg. Sambúðin með kærustunni fór í vaskinn þar. Það getur vel verið að það hljómi eins og léleg afsökun, en ég er viss um að það voru Svíarnir sem kipptu undan okkur fótunum." Þetta segir Kenn Kristensen frá Kaupmanna- höfn. Hann er 23 ára. Tókst aldrei að kynnast Svíunum almennilega Á því eina ári sem hann og kærast- an hans bjuggu og unnu í Malmö tókst þeim aldrei að kynnast Svíun- um almennilega. „Við vorum að vísu með sumum þeirra þegar við áttum frí. En ef við fórum að tala um einkalíf okkar, t.d. að við hefðum verið að rífast, þá sögðu þeir bara að kaffið væri víst oröið kalt,“ segir Kenn. Afleiðingin fyrir Kenn Kristensen og kærustuna hans var einmana- leiki, einangrun og tíð rifrildi. Á endanum fóru þau aftur heim, hvort í sínu lagi, Reynsla þessa pars er ekki eins- dæmi. Margir aðrir Danir sem vinna á sláturhúsinu Samfod í Malmö, þar sem Kenn Kristensen vann, og Dan- ir sem vinna í öðrum fyrirtækjum í Svíþjóð hafa snúið vonsviknir aftur heim til Danmerkur. Svíþjóð olli þeim áfalli. Landið var öðruvísi en þeir höfðu haldið og þeir gátu ekki aðlagað sig „hinsidan". Vinnustaður Kenns Kristensen, Samfod, var eitt fyrsta sænska fyrir- tækið sem lagði sig fram um aö sækja danskt vinnuafl til Svíþjóðar í lok níunda áratugarins. Það byrjaði með auglýsingum f dönskum blöð- um 1988 og um mitt ár 1989 var Samfod búið að ráða 32 danska slátrara. En núna, hálfu öðru ári síðar, eru ekki nema sex Danir eftir hjá Samfod. Um svipað leyti og Samfod leitaði eftir dönsku vinnuafli fóru aðrir sænskir vinnuveitendur að hugsa sér til hreyfings. Þeir fengu vinnumiðlanirnar í Helsingor og Helsingborg til að taka upp samstarf. Nú skyldu atvinnu- lausir Danir fylla upp í þörf sænsks iðnaðar fyrir vinnuafl. Og samvinnan jókst með rífandi hraða. Einkum á árinu 1989 streymdu atvinnulausir Danir til Svíþjóðar. 4492 kvöddu Danmörku það ár og heilsuðu glaðlega upp á Svíþjóð. Aftur heim Hagtölur sýna að alls hafa 9.500 Danir leitað gæfunnar í „fyrirheitna landinu" Svíþjóð á síðustu þrem ár- um. En smám saman hefur stór hluti þeirra komið sér heim aftur. Strax á hinu stóra ári „vinnuævintýrisins", 1989, settu 1793 Danir aftur kúr- sinn á Danmörku. Á fyrstu tíu mán- uðum 1990 var talan 1846. Oft beið Dananna ekkert annað en atvinnu- leysi heima. Smákönnun hjá sænskum fyrir- tækjum, sem réðu danskt starfsfólk 1988 eða 1989, dregur upp mynd af hvernig Danirnir hafa fært sig til. Fyrst aðra leiðina — síðan hina. Elektrolux í Motala: Áður 65 Danir — nú 25. Nibe-Verken í Markaryd: Áður 40 Danir — nú 15. Saab í Malmö: Áður 150 Danir — nú 15. Myresjögruppen í Vetlanda: Áður 40 Danir — nú 12. Tilkynningar um hina „ótraustu“ Dani bárust til vinnumiðlunarinnar í Heisingor. Menn voru sammála um að vandamálið væri stórt. Reyndar svo stórt að menn voru komnir á fremsta hlpnn með að taka upp sálfræðilegar prófanir á þeim Dönum sem sóttu um vinnu í Sví- þjóð. ' „En það þótti einúm of vísinda- söguleg aðferð. Við urðum sammála um að við gætum ek)<i ptófað okkur út úr vandanum. Þetta felst ekki að- eins í spurningunni um skápgerðar- einkenni hjá þeim sem fara aftur A ■------------------------------1 heim. Þar kemur margt annað til,“ segir Jorgen Lærkholm, aðstoðar- forstjóri atvinnumiðlunarinnar í Frederiksborg Amt. Frítíminn erfiðastur Sumir Danirnir hafa lent í vand- ræðum á vinnustaðnum. En að áliti langflestra Dananna sem eru aftur farnir tilbaka til Danmerkur, var að- alvandamál þeirra í reyndinni frí- tíminn. Margir þeirra aðlöguðust aldrei sænskum aðstæðum, aðallega vegna tungumálaerfiðleika og ann- arra félagslegra venja. „Það var fyrst og fremst allt eftir vinnutíma sem varð til þess að ég fór aftur heim. Það kom mér á óvart að það reyndist svo mikill munur á því hvernig Svíar og Danir umgangast fólk og lifa lífinu. Ég gat aldrei van- ist því,“ segir 34 ára maður frá Nakskov. Honum finnst hafa verið mjög erf- itt að kynnast sænsku mannlífi. „Eftir að vinnutíma lýkur fara þeir bara heim og læsa útihurðinni á eft- ir sér,“ segir hann. Margir aðrir Danir sem hafa snúið aftur heim láta í ljós að þeir hafi saknað danska götulífsins og þess að fara og fá sér einn bjór eftir vinnu. Langflestir Dananna höfðu ekki heldur búist við að málið yrði þeim til vandræða. „En það er reyndar miklu erfiöara að skilja sænsku en halda mætti. Einn fýrsta daginn sem ég var í vinnunni bað einn vinnufélaga minna mig um að sækja eitthvað.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.