Tíminn - 28.03.1991, Síða 8
8
HELGIN
13
T HELGIN
Fimmtudagur 28. mars 1991 Fimmtudagur 28. mars 1991
Síaukinn ferðamanna-
fjöldi veldur
deilum og áhyggjum
Þaö ríkir umsátursástand í Oxford og pró-
fessoramir eru komnir í vígahug. Há-
skólaborgin er orðin að martröð hvínandi
hjólbarða undir rútum og minni bílum
sem flytja með sér þrjár og hálfa milljón
ferðamanna inn í elsta fræðasetur Bret-
lands á ári hverju.
Búist er við að ferðamönnum fjölgi um
a.m.k. 100.000 á þessu ári, auk þúsunda
sem vilja komast í snertingu við borgina
vegna þess að hún er heimaborg Morse
varðstjóra, sem John Thaw hefur gert nán-
ast að heimilisvini 15 milljóna sjónvarps-
áhorfenda á hverjum miðvikudegi í Bret-
landi og íslendingar þekkja líka mæta vel.
Til að ráða við þennan straum gesta ætla
yufirvöld í Oxford að taka upp aðgöngu-
miðakerfi þar sem er innifalin fyrirfram
ákveðin ferðaáætlun ferðamannanna og
sýnd afmörkuð svæði þar sem rútum er
meinuð umferð. Þessi áætlun hefur hins
vegar þegar dregið nokkra mestmetnu
borgara Oxford út í deilur um hvernig
haga skuli málum borgarinnar í framtíð-
inni.
Ferðamennirnir færa með
sér 200 millj. punda
hagnað og 20.000 störf
Margir hafa lýst áhyggjum sínum af því að
ferðamannastraumurinn sé að eyðileggja
Oxford. Aðrir eru þeirrar skoðunar að há-
skólaborgararnir verði að læra að búa við
vinsældir borgarinnar og segja skilið við
fílabeinstilveruna sína. Þessir aðilar benda
á að ferðamannaþjónustan færi borginni
200 milljónir sterlingspunda á ári í hagnað
og gefi af sér 20.000 störf.
Rithöfundurinn Susan Hill býr í Beckley,
í fimm mílna fjarlægð frá borgarmiðju.
Hún segir bandaríska og japanska ferða-
menn hafa gert líf í Oxford að hávaðasamri
martröð. „Það er skelfilegt. Stórir flokkar
ferðamanna troðast um á gangstéttunum,
með leiðsögumenn í fararbroddi sem
Heimaborg Morse varðstjóra (Johns
Thaw) er Oxford og dregur það ekki úr
vinsældum borgarinnar þar sem 15
milljónir manna fýlgjast með afrekum
hans í sjónvarpi í Bretlandi (viku hverrí.
sveifla um sig handleggjunum og ýta öðr-
um um koll. Þar eru líka þvögur á þvögur
ofan af tungumálanemendum sem gera
okkur lífið erfitt."
John.Thaw tekur undir það að um hásum-
arið sé varla hægt að snúa sér við fyrir
ferðamönnum, en hann álítur að það væri
miður ef fólki væri gert ófært að koma og
skoða háskólabyggingarnar. „Mér finnst
góð hugmynd að almenningur geti komið
inn á afmarkað svæði, litið í kringum sig
og sagt: Hamingjan sannasta, ég vildi óska
að ég hefði verið nógu gáfaður til að hafa
gengið hér í skóla."
ast skoðunarferðir ferðamanna verði að
setja upp heyrnartæki fyrir hvern farþega í
rútunum eftir að kvartanir höfðu borist
vegna háværra skýringa um hátalara, sem
tvístra athygli prófessora og nemenda.
Mörgum stórum rútum verður meinaður
aðgangur að þröngum strætum Oxford og
farþegarnir fluttir í minni bíla í útjaðri
borgarinnar. Ferðamennirnir verða hvattir
til að kaupa aðgöngumiða að þeim stöðum
sem þeir hafa ákveðið fyrirfram að þeir vilji
heimsækja. Á þennan hátt gera borgarfeð-
urnir sér vonir um að draga úr aðsókninni
að vinsælustu stöðunum.
Embættismenn háskólans neita því að
þeir séu andsnúnir ferðamönnum, sem
hafa gert Oxford að þriðju mest heimsóttu
borg Bretlands, næst á eftir London og Ed-
inborg. En Derek Roberts
aðstoðarháskólaritari kvartar undan því að
of margir þeirra séu hávaðasamir og ókurt-
eisir, þeir berji á bókasafnsglugga og gæg-
ist inn í kennslustundir.
„Ungt fólk þarf að hafa
tækifærí til að kynnast
háskólunum“
Það eru fleiri vinsælir ferðamannastaðir í
Bretlandi að hugleiða aðgerðir til að draga
úr þeim afleiðingum sem sívaxandi fjöldi
ferðamanna hefur í för með sér. Þar má
meðal annarra telja Cambridge, Windsor,
Canterbury, Stratford-on-Avon og Lund-
únahverfið Westminster. í Cambridge hef-
ur verið tekinn upp aðgangseyrir að Que-
ens’ College, skv. ráði borgarstjórnarinnar.
Frederic Raphael er útskrifaður frá Cam-
bridge og höfundur bókarinnar The Glitt-
ering Prizes. Hann segir að Oxbridge há-
skólarnir ættu ekki að notfæra sér stöðu
sína og reyna að draga úr gestakomum
með því að krefjast aðgangseyris. „Ef ungt
fólk sveimar ekki um háskólana, kann að
vera að það fái aldrei neina löngun til að
stunda nám í þeim,“ segir hann.
Ný og endurbætt
kfnwood
CHEF
Oxford nýtur mikilla vinsælda feröamanna viö misjafnan fögnuö heimamanna.
Nú stendur til að koma meiri stjóm á ferðir aðkomumannanna.
OXFORD:
Þegar grípið til aðgerða í
Grasagörðum háskólans
Þetta er svo sem gott og blessað, segir
Anthony Smith, forseti Magdalen, en tekur
fram að takmörk séu fyrir því hversu mikl-
um mannfjölda 15. aldar skólinn geti tekið
á móti. „Þessi óskaplegi ferðamannafjöldi
skemmir fyrir öllum. Borgin ræður ekki
við allan þennan fjölda fólks þannig að
ferðin er í rauninni eyðilögð fyrir því.“
Óttinn við of mikil þrengsli og þann skaða
sem einsdagsferðamenn valda á umhverf-
inu hafa orðið til þess að Grasagarðar Ox-
ford-háskóla hafa þegar neyðst til að tak-
marka aðgang miðahafa á aðalferðatíman-
um í júlí og ágúst.
En Jan Morris, höfundur ferðabóka og þ.á
m. The Oxford Book of Oxford, segir borg-
aryfirvöid verða að læra að aðlagast þörf-
um annarra. „Rétt eins og Feneyjar er Ox-
ford borg sem byggð er til að skoða. Ég
held líka að Oxford hafi gott af því að verða
opnuð fyrir utanaðkomandi," segir hún.
Douglas Bamber, formaður viðskiptaráðs
Oxford og forstjóri fjögurra stjarna hótels-
ins Randolph Hotel, segir að ferðamönn-
um ætti að taka opnum örmum. „Vissulega
geta þeir skapað vandræði, en við ættum
að horfast í augu við það að þeim fer fjölg-
andi og við ættum að reyna að fá þá til að
dveljast lengur og eyða meiri peningum,"
segir hann.
Fleiri aðgerðir
fyrirhugaðar
Það var ferðamálaráð Thames og Chilt-
erns sem skipulagði nýju áætlunina, og
naut við það stuðnings háskólans. Þar er
m.a. að finna ákvæði um að þeir sem ann-
Aukabúnaður m.a
Grænmetiskvörn — Hakkavél
Grænmetisrífjárn — Ávaxtapressa
22.200
stgr.
J 35 B
■■■■ ■■
HEKLAHF
Laugavegi170 172 Simi 695500
FT ATflr R
mm AA wmmmwm
Sterkur og tæknilegur
nú á frábæru verði
Veana nýrra og hagstæSra samninga við fram-
leioendur FIATAGRI getum við nú boðið hann á
geysilega hagstæSu verði.
FIATAGRI hefur undanfarin ár verið mest selda
dráttarvélin í Evrópu.
FIATAGRI er einstaklega lipur og hannaSur meö
notandann í huga, húsið er þægilegt, öruggt og
mjög vel hljóðeinangraS, með stórum gluggum
sem gefa mikla yfirsýn. SætiS er þæailegt meS
örmum og er stillanlegt eftir þörfum nvers og
eins, stýriö sömuleiSis. AuSvelt er að komast
aS öllum stjórntækjum sem gerir gæfumuninn
á löngum vinnudegi.
Vökvalyftukerfi FIATAGRI er ótrúlega fjölbreytt,
lipurt og þolir langa og mikla notkun viS
erfiðustu skilyrði.
FIATAGRI er einn ódýrasti kosturinn í
V-Evrópskum dráttarvélum því tæknibúnaður
er meiri en í sambærilegum vélum. Til aS mynda:
* Bremsur á öllum hjólum..
* "Hiah speed" gírkassi, samhæfóur og gírstöng
staosett hægra megin vfó ökumanninn.
* 40 km. hámarkshraSi.
Veltistýri meS hæðastillingu.
Vendigír.
Haffó samband vfó sölumenn okkar,
umboðsmenn um land allt.
* Vélar meS fjórhjóladrifi
FIATAGRI 70-90 DTC fjórhjóladrifinn 70 hestöfl.
Verð kr. 1.580.000.
FIATAGRI 80-90 DTC fjórhjóladrifinn 80 hestöfl.
Verð kr. 1.650.000.
G/obus?
LÁGMÚll 5 SÍMI 91-681555
NÝR DAGUR AUGLÝSINGASTOFA