Tíminn - 28.03.1991, Page 10
14
T HELGIN
Fimmtudagur 28. mars 1991
Styttist til kjördags
Nú styttist óðum til kjördags. Menn hafa
haft sinn fiðring og gaman af oft litríkri
baráttu kring um prófkjör og röðun á
framboðslista, þótt það gaman vilji vera
blandið hjá sumum er næst hafa staðið
því að hreppa sæti næst tróninum í hverj-
um flokki, en ekki hlotið. Eins og gengur
er það misjafnt hvernig menn bregðast
við er lúta verða að hinum lægra hlut.
Sumir sjá samsæri og vélabrugg öfundar-
manna í hverju horni (kannske stundum
með réttu) og liggja ekki á skoðun sinni
út í frá. En aðrir, sem í hjarta sínu eru
máske síst ánægðari, halda þó hyggilegra
að brosa í kapp við ofjarla sína, hafa uppi
tal um einingu og samstöðu og láta sem
eigin persóna og dýrð hennar sé þeim alls
ekki neitt sérstakt áhugamál. En ein-
hverjir af þeim kunna að búa yfir ein-
hverju af lunderni Makbeðs, geyma kut-
ana á leyndum stað og sjá vendilega til
þess að þeim muni bíta þeir er dimmir að
nótt mikilla örlaga seinna.
Dæmin sanna að í pólitíkinni getur
margt furðulegt gerst og áður lítt kunnir
karlar og konur geta risið hratt úr tiltölu-
legu nafnleysi og litleysi upp í sól umtals
og frægðar: Þeir sem enginn hafði neina
forvitni á fyrrum verða mjög eftirtektar-
verðir: Ætt og uppruni, hjónaband eða
hjónabönd, bíll og árgerð hans, húskött-
urinn eða hundurinn ásamt áhugamál-
unum (ef einhver eru fyrir utan pólitík,
sem oft er nú tímafrek) verður að eftir-
sóknarverðu lesefni. Glanstímaritin biðja
stjörnuna um uppskrift af eftirlætisrétti
hennar, sem frægðin fær léð ósýnilegt
krydd og freistar því margra að reyna.
Og það er enginn efi á að oft er gaman að
vera í pólitík og það er vissulega ágætt,
enda hljóta menn að vinna þau störf bet-
ur er þeir finna ánægju í að vinna. Sigur-
stundirnar er vel byrjar í kosningum eru
án vafa yndislegar. Það geta þeir er utan
við standa séð af myndum frá kosninga-
vökum. Hvorki barnsfæðing né brúðkaup
eða einhver hamingjusamleg tildragelsi
önnur fá kallað fram á andlitunum annan
eins sælu- og hamingjusvip og þar getur
að líta.
En allt hefur þetta fleiri hliðar og við
mörgu er okkur líklega hlíft, sem látum
aðra um að keppa etir stjómmálafrægð.
Friðsælt hjarta er betra en orðstír og
gull, segir þar. Pólitískri upphefð fylgja
víst margar vökunætur, hvers kyns
ónæði, lítill skilningur á besta vilja
manna, illkvittinn aðhlátur á stundum
og hreint vanþakklæti. Svo veit enginn
hvar Makbeð leynist í viðhlægjendahópn-
um og andvara verður að hafa á sér er
menn fara að vinakynnum til samherja.
Ekki reynast heldur allir pólitíkusar hafa
burði til að þola allt þetta til lengdar.
Sumir af þeim verða gamlir og sjúkir fyr-
ir aldur fram og fá að reyna er þeir loks
setjast á friðarstól að fölskva slær undra
skjótt á fyrri dýrð. Fáir stjórnmálamenn
eru svo heppnir að það er þeir vel gjörðu
sé lengi munað, því almenningi er gjarnt
að telja að pólitíkusarnir fái víst nóg fyrir
sinn snúð og telur sig sjaldnast í skuld
við þá að leiðarlokum. Lýðhyllin er lítt til
skiptanna — oftast er hún algjör eða þá
hartnær engin.
En hvað sem því líður. Stjórnmálin
munu halda áfram að freista fleiri en
komast munu inn í svo mikið sem út-
kantinn af sviðsljósum þeirra. Og þeim er
í þeim munu lauga sig eftir eftir þann 20.
apríl nk. ber ekki að biðja annars en
blessunar — og vel mættum við hugsa
með þakklæti til þeirra jafnframt fyrir að
lofa oss hinum að una við friðasamlegri
iðju.
Gettu nú
Myndin í síðustu gátu var
af Víðidalstungukirkju í V-
Húnavatnssýslu.
Enn spyijum við um
kirkju. Hún stendur á suð-
vesturhomi landsins þar
sem fýrrum var prestsset-
ur. Kirkjan er hlaðin úr til-
höggnum steini og var vígð
síðla árs 1887.
KROSSGÁTA
" 6>-RÓ(\ HREYF- IST HATUR,- « ve i n ATT SRfle- Hes-ruH VÝK, ~ ■r ~ ■ ve isr & l i'
r* jS • SOKK HlSSfl ÍSQUKIM keyk
, r \'/ \ . * > 1 2
7 ¥ CA —7 t ..
W ^ T mi' Q1 i E:in- MflUfl i/KKC HA E5S Lfisr 3
!t ólT TLÓtVV SD KoM/)5T NÚ JSL
VUG - t.ta miR, ’fiLEGG-
la iil ||i!| E <5 K - FÆ-RE>/ s £NÞIR 5
TRÍ MflT
II' V 1 uí * > VJflLL AlJMK 7 ÍL’ftT
' \ tfr1,11 •" ’tf 11 í! Ir '. i" H Kmi F RW, srrr& mN
b FCNIW- Hvflí) Soi J N fl ffJÐDfGÍ % KÍK vr.r. E5NDJ
F4- UfLTuR ZlGlí) Tæmd smFfl
kvÁs MÓKfl BRWVfl UfíF FLJoT GKEUY- IR TOM !
SKIFIÐ FJHNDÍ SJc 5 JÖK- m\
TÍMfl- BllS ll ÞýRKA AiJAK- l íT Vf-B - 3ÆTUR, gflUl. ii JZ • * <°
KÍLO KUSL
7?VÍK. L06W MJLA WL AH {oSo l(
MAMN snfvK KJftfT 30K r>reuR sRor
SJflYAR- stim JoKÐ SP£ AfúM- if/a ör H£ BéRBI F/MM ll
SHORPfl /tóiwJ/ KoD
?UGL • PvFG 6 TOG I/XI fl
HÚMF.R 5)/l K
&V-Ð * S77?/IX ~FTéW TÍÍZ.U REfltJIÍ) -13 iH
— fVRsr- uH EJ NN
SJGíi 4 i£ //KOíjN ■f *