Tíminn - 28.03.1991, Qupperneq 14

Tíminn - 28.03.1991, Qupperneq 14
18 T HELGIN Fimmtudagur 28. mars 1991 ORLOFSHUS 1991 HÚSIN ERU MEÐ BÚNAÐ FYRIR SEX MANNS Húsin eru staðsett á eftirtöldum stöðum: Ölfusborgir 3 hús Syðri-Reykir, Biskupstungum 1 hús Svignaskarð, Borgarfirði 2 1/3 hús Kljá, Helgafellssveit (jörð) 1 hús lllugast., Fnjóskadal 1 hús Einarsst., Héraði 1 hús Kirkjubæjarklaustri 2 hús Tekið á móti pöntunum í húsin frá 1. apríl ár hvert, i síma 91-83011. Sigríður Snorradóttir gefur allar nánari upplýsingar ásamt starfsmönnum félags- ins. Stjóm Félags jámiðnaðarmanna TILSJÓNARMENN Nú leitum við að fólki á öllum aldri til þess að sinna tilsjónarstörfum á á vegum Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur. Óskum eftir tilsjónar- mönnum til að starfa með fjölskyldum og ein- staklingum. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun eða séu í námi á uppeldis- eða félagssviði. Annars kemur allt gott fólk til greina. Nánari upplýsingar veita: Kjell Hymer, Hildur Biering og Þóra Kemp í síma 7 45 44. Fiskvinnslustörf Okkur vantar nokkrar stúlkur vanar snyrtingu og pökkun strax eftir páskahátíð. Upplýsingar í síma 97-81200. Fiskiðjuver Höfn B-LISTINN Kosningaskrifstofur í Reykjaneskjördæmi Skrifstofa Kjördæmissambands Framsóknar- flokksins í Reykjaneskjördæmi og kosninga- nefndar fyrir allt kjördæmið er að Digranesvegi 12, Kópavogi. Símar eru: 91-43222 og 91- 41300. Hún er opin frá kl. 9.30-12.00 og 13.00 - 19.00 og 20.00-22.00. Kosningastjórí er Þráinn Valdimarsson, h.sími 30814. Mosfellsbær: Skrifstofan er í Þverholtshúsinu. Símar eru 666866 og 668036. Opið er þríðju- daga og fimmtudaga frá kl. 17.00-20.00 og laug- ardagafrá kl. 13.00-17.00. Frá og með 13. apríl verður skrifstofan opin alla daga. Seltiamames: Kosninaaskrifstofan er að Eiðis- torgi 17. Símar 620420 og 668036. Fyrst um sinn verður skrifstofan opin laugardaga frá kl. 10.00-12.00 og miðvikudaga frá kl. 17.00-18.00. Kópavoaur Skrifstofan er að Digranesvegi 12. Símar 41590 og 41300. Opið er alla virka daga frá kl. 9.00-12.00,13.00-19.00 og 20.00-22.00. Kosningastjórí er Sigurbjörg Brynjólfsdóttir. Garðabær oa Bessastaðahreppur: Kosninga- skrifstofan er að Goðatúni 2. Sími er 46000. Op- ið erfyrst um sinn frá kl. 17.00-19.00. Hafnarfiörður: Kosninaaskrifstofan er að Hverfis- götu 25. Símar 51819 - 650602 - 650603. Fyrst um sinn verður skrifstofan opin frá kl. 14.00- 19.00. Kosningastjórí er Baldvin E. Albertsson. Keflavík: Kosningaskrifstofan er að Hafnargötu 62. Símar eru 92-11070 og 92-13519. Opið er frá kl. 15.00-19.00 til 5. apríl, síðan einnig kl. 20.QQ - 22.30. Kosningasíjóri er Guðbjörg Ingi- mundardóttir. Grindavík: Kosninaaskrifstofan er að Víkurbraut 8. Sími er 92-68754. Opið erfrá kl. 10.00 - 22.00. AUGLYSINGASIMAR TIMANS: 680001 & 686300 VERÐ FRA KR: 680.000.- TIL AFHENDINGAR STRAX! BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HE Ármúla 13108 Reykjavík Símar 68 12 00 8312 36 | I ERTU í BÍLAHUGLEIÐINGUM? miðjan febrúar, á Valentínsdag, sátu þeir undir furutré og átu hádegisverðinn. Herra Schaeffer hafði pantað tylft af appelsínum úr borginni og nú afhýddi hann þær rólega og börkurinn mynd- aði gorm. Safaríkustu möskvana gaf hann vini sínum, sem var stoltur af hve langt hann gat spýtt kjörnunum — rúm tíu fet. Þetta var kaldur og fagur dagur, sólskinsflygsur feyktust allt í kringum þá, eins og fiðrildi og herra Schaeffer, sem hafði gam- an af vinnunni við trén, fann til sljóleika og vellíðunar. Þá sagði Tico Feo: „Þessi þarna — hann getur nú ekki náð flugu, þótt hún fljúgi upp í hann.“ Hann átti við Armstrong, mann með svíns- höku er sat með haglabyssu skorðaða milli knjánna. Hann var sá yngsti af vörðunum og nýr á býlinu. „Eg skal ekki segja,“ sagði herra Schaeffer. Hann hafði fylgst með Armstrong og veitt því athygli að líkt og margir menn, sem bæði eru líkamsþungir og daufgerðir, þá hreyfði nýi vörðurinn sig með fjaðurmögnuðum léttleika. „Hann kynni að narra þig.“ „Kannske narra ég hann,“ sagði Tico Feo og spýtti appelsínu- kjarna í áttina að Armstrong. Vörðurinn yggldi sig framan í hann og blés síðan í flautu. Það var merki um að vinnan skyldi hefjast. Stundarkorn eftir hádegið lágu leiðir þeirra vinanna saman á ný. Þeir voru með öðrum orðum að negla terpentínufötur á tré sem stóðu samsíða. Skammt fyrir neðan þá liðaðist grunnur, skoppandi lækur í gegnum skóg- inn. ,Af vatni er engin !ykt,“ sagði Tico Feo hugsandi, eins og hann væri að rifja upp eitthvað sem hann hafði heyrt. „Við hlaupum í vatninu þangað til dimmir og þá klifrum við upp í tré. Segirðu já?“ T\LAYOUT\GIT- AR.BK! Herra Schaeffer hélt áfram að negla, en höndin skalf og hamar- inn lenti á þumalfmgrinum á honum. Ráðvilltur leit hann yfir til vinar síns. Svipurinn á andlit- inu sýndi engin merki um sárs- auka og hann stakk þumalfingr- inum ekki í munn sér, eins og menn vanalega mundu gera. Blá augu Tico Feo virtust þenj- ast út eins og sápukúlur og þeg- ar hann sagði röddu sem var lægri en vindhljóðið uppi í trjá- toppunum: „Á morgun," voru þessi augu það eina sem herra Schaeffer fékk séð. „Á morgun?" „Á morgun,“ sagði herra Schaeffer. Fyrstu litbrigði morgunsins féllu á veggi svefnskálans og herra Schaeffer, sem lítið hafði hvílst, vissi að Tico Feo var vak- andi einnig. Syfjulegum krókó- dílsaugum fylgdist hann með at- höfnum vinar síns í næsta bedda. Tico Feo var að leysa hnútinn af græna sjalinu sem geymdi gersemar hans. Fyrst tók hann fram vasaspegilinn. Birtan frá honum, móskuhvít eins og hvelja, skalf á andlitinu á hon- um. Stundarkorn dáðist hann að sjálfum sér af alvöruþrunginni gleði og kembdi og sléttaði á sér hárið, eins og hann væri að fara á ball. Síðan festi hann talna- bandið um háls sér. Kölnar- vatnsflöskuna opnaði hann ekki né fletti hann sundur kortinu. Hið síðasta sem hann gerði var að stilla gítarinn. Meðan hinir mennirnir voru að klæðast sat hann á bríkinni á beddanum og stillti gítarinn. Þetta var undar-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.