Tíminn - 22.06.1991, Page 3

Tíminn - 22.06.1991, Page 3
Laugardagur 22. júní 1991 Tíminn 3 Klappið ekki ókunnumhundum „Hér er um að ræða röð af mistökum og þetta átti alls ekki að geta gersb“ Þetta sagði Daníel Guðmundsson, eigandi hundsins Týra, sem í síðustu viku beit níu ára gamla stúlku í vörina. Hundaræktar- félagið hélt blaðamannafund vegna þessa máis í gær. Málavextir eru þeir að fimmtudag- inn fyrir viku beit nefndur hundur, sem er 5 mánaða og af íslenskum stofni, stúlkuna í neðri vörina þegar hún var, ásamt vinkonu sinni og móður hennar, í heimsókn í Hús- dýragarðinum í Laugardal í Reykja- vík. Hundurinn var inni á svæði sem venjulega er lokað, en vegna tilfall- andi aðstæðna var það opið í þetta sinn. Þangað fóru stúlkurnar og ætluðu að klappa hundinum þar sem hann sat og nagaði bein. Hann brást illa við, rauk að stúlkunni og beit hana í neðri vörina. Þurfti að flytja stúlkuna á slysadeild. „Það er margt sem virkar ógnvekj- andi á hundinn í þessu tilviki. í raun er eðlilegt að hann bregðist svona við þegar ókunn manneskja kemur og fer að klappa honum. Ég vil vekja athygli á að kenna á börnunum að skipta sér af ókunnum hundum. Ekki svo að skilja að hundarnir séu grimmir, heldur geta aðstæður ver- ið þær að hundamir bregðist við með fyrrgreindum hætti," sagði Guðrún Guðjohnsen, formaður Hundaræktarfélags íslands, á blaða- mannafundinum í gær. -sbs. Daníel Guömundsson og hund- urinn Týri. Timamynd: Ámi Bjama r Utiskákmót á Lækjartorgi í dag kl. 15:00 hefst hið árlega Úti- skákmót á Lækjartorgi. Það er Skák- samband íslands sem heldur mótið og er þetta í 10. sinn sem mótið er haldið. Búist er við að um 40 fyrir- tæki taki þátt í mótinu og munu margir af okkar bestu skákmönnum keppa fyrir þeirra hönd. Æskulýðsmót í Heiöarskóla Ávallt framhjóladrifmn, en með því að styðja á einn takka er hann kominn ífjórhjóladrif sem tryggir öruggan akstur. Einfaldara getur það ekki verið. 1,2 lítra sprœkfjölventla vél, í senn aflmikil og sparneytin. Tölvustýrð stiglaus sjálfskipting. Ein sú fullkomnasta sinnar tegundar. Skemmtilega léttur og lipur innanbœjar, öruggur og mjúkur á mölinni. Nú um helgina gengst Æskulýðs- samband kirkjunnar fyrir æskulýðs- móti í Heiðarskóla í Borgarfirði. Tæplega 80 unglingar hafa þegar skráð sig í ferðina og lagt verður af stað frá Bústaðakirkju kl. 18:30 í kvöld. Dvalið verður í tjöldum við skólann, en unglingamir hafa þó að- gang að allri aðstöðu inni í skólan- um. Boðið verður upp á gönguferð- ir, diskótek, varðeldur kveiktur og farið í sund. Einnig verður farið með kvöldbænir, hádegisbænir og á sunnudaginn verður haldin guðs- þjónusta fyrir unglingana. Skútuvogi 10a - Sími 686700 \ . . \ Fullkomin sjálfstœð gormafjöðrun á hverju hjóli. Spameytin. Merkið tryggir gœðin. Sýning um helgina kl. 14-17 Verið velkomin

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.