Tíminn - 22.06.1991, Side 4

Tíminn - 22.06.1991, Side 4
4 Tíminn Laugardagur 22. júní 1991 <£sjs°t óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 24. júní kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík, og víðar. 1 stk. Toyota Land Cruiser STW Turbo 4x4 Diesel 1988 1 stk. Daihatsu Rocky 4x4 Bensín 1987 1 stk. Ford Bronco 11 4x4 Bensín 1984 1 stk. Nissan Patrol pick up 4x4 Diesel 1986 2 stk. Nissan Double cab 4x4 Diesel 1985 1 stk. Mitsubishi L-300 Minibus 4x4 Bensín 1985 1 stk. Mitsubishi L-300 sendibifr. 4x4 Bensín 1985 3 stk. Subaru 1800 Gl station 4x4 Bensín 1984-87 1 stk. Toyota Tercel station 4x4 Bensín 1986 1 stk. Audi 100 CD Bensín 1987 1 stk. Saab 900 I Bensín 1988 3 stk. Volvo 244 Bensín 1985-87 1 stk. Daihatsu Charade 1000 Bensín 1985 1 stk. Fiat 127 Panorama Bensín 1985 3 stk. Fiat 127 Bensín 1985 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins (vélaverkstæði), Borgar- túni 5: 2 stk. Leyland 600 dieselvélar Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, birgðastöð, Jörfa: 1 stk. Bolinder LM-218 lyftari 1965 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Reyðarfirði: 1 stk. Champion 740 veghefill 1981 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Akureyri: 1 stk. Champion 740 veghefill 1981 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðun- andi. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVIK HJÚKRUNARHEIMIU GRINDAVÍK INNRÉTTING 1.ÁFANGI Tilboð óskast í fullnaðarfrágang á báðum hæðum í þjónustu- álmu og efri hæð hjúkrunarheimilis í Grindavík, samtals um 1590 m2. Verktimi er til 1. mars 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, til og með fimmtudegi 11. júlí gegn 10.000,- kr. skila- tryggingu. Tilboð veröa opnuð á skrifstofu I.R., Borgartúni 7, þriöjudaginn 16. júlí 1991 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK ;;; tilkynning Vegna hitaveituframkvæmda verður Vífilsstaða- vegur í Garðabæ, milli Reykjanesbrautar og Karlabrautar, lokaður allri umferð frá kl. 8.00 laugardaginn 22. júní til kl. 23.00 sunnudaginn 23. júní 1991. Vegfarendum er vinsamlegast bent á að aka Hafnarfjarðarveg og Bæjarbraut á meðan. Hitaveita Reykjavíkur GARÐSLATTU R Tökum að okkur að slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Upplýsingar í síma 41224, eftir kl. 18.00. Tímanum Al'GLÝS INGASÍMI ÚTLÖND Umbótaáætlanir Pavlovs og Javlínskíjs: Osköp líkar segir Gorbatsjov forseti Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, sagði í gær að hann mundi kynna leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, sem hann hittir í London í næsta mánuði, eina umbótaáætlun sem yrði sambland úr þeim áætlun- um sem komið hefðu fram. Hann sagði við fréttamenn fyrir utan sov- éska þingið að umbótaáætlun Valentíns Pavlovs forsætisráðherra værí aðeins að litlu leyti frábrugðin áætlun rússneska hagfræðingsins Gríg- oríjs Javlínskíjs en hann vann áætlun sína með aðstoð hagfræðinga frá Harvard-háskólann í Bandaríkjunum. Gorbatsjov sagði að hann færi með eina umbótaáætlun til Lund- úna og það yrði umbótaáælun hans. Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims sem hittast í London 15. til 17. júlí hafa ákveðið að gefa Sovét- forsetanum tækifæri á að kynna umbótaáætlun sína á sérstökum fundi sem haldinn verður eftir ár- legan fund iðnríkjanna. Þeir vilja fá tryggingu fyrir róttækum efna- hagsbreytingum áður en þeir sam- þykkja miklar lánveitingar til Sov- étríkjanna. Gorbatsjov vildi ekki gera mikla grein fyrir þeim efnahagsumbót- um sem hann ætlaði að kynna fyr- ir leiðtogunum en sagði þó að þær fælust í að skrá rétt gengi á rúbl- unni, einkavæða mikinn hluta iðn- aðarins og laga sovéskan iðnað að iðnaðinum á Vesturlöndum. Hann sagði að það væri sami grunnur í mörgum þeirra umbótaáætlana sem komið hefðu fram, þ.á m. í áætlun Pavlovs, Javlínskíjs og þeim tillögum sem vestrænar íánastofnanir birtu seint á síðasta ári Reuter-SÞJ Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti á sovéska þinginu. Hryðjuverk á Sri Lanka: A.M.K. 60 FELLU OG 50 SLÖSUÐUST Að minnsta kosti sextíu manns lét- ust og um fimmtíu slösuðust þegar öflug sprengja sprakk fyrir utan að- alstöðvar hersins í Kolombó, höf- uðborg Sri Lanka. Formælendur stjórnarinnar á Sri Lanka sögðu að Frelsissamtök tamíltígra væru grunuð um verknaðinn en sömu samtök eru einmitt talin hafa stað- ið á bak við morðið á Rajiv Gandhi, fyrrum forsætisráðherra Indlands. Tígrarnir berjast við stjórnarher- inn á Sri Lanka en þeir vilja sjálf- stæði tamíla á norður- og austur- hluta eyjunnar. Tamílar eru í minnihluta á eyjunni en múslimar í miklum meirihluta. Haft var eftir heimildum innan hersins að líklega hefði verið um sjálfsmorðsárás að ræða. Þeir sögðu að tveir menn á sendibifreið hefðu reynt að komast inn í aðal- stöðvarnar en öryggisverðir við hliðið hefðu stöðvað þá. „Sendibif- reiðin sprakk þá í loft upp,“ sagði liðsforingi í hernum. Öryggisverð- irnir við hliðið ásamt mönnunum í bílnum voru meðal þeirra sem lét- ust. Sprengingin, sem heyrðist í þriggja kílómetra fjarlægð, mynd- aði þriggja metra djúpan gíg í jörð- ina. Um fimmtíu hús í nánd við staðinn urðu illa úti og um hundr- að hús urðu fyrir minni skemmd- um. Nokkur sendiráð í borginni urðu illa úti. Um tuttugu bflar ger- eyðilögðust og nokkurt tjón varð á þrjátíu til fjörutíu til viðbótar. Tamfltígrarnir eru taldir ábyrgir fyrir nokkrum sprengjutilræðum í Kolombó á síðastliðnum átta árum, þ.á m. því sem varð aðstoðarvarnar- málaráðherra landsins, Ranjan Wij- eratne, að bana 2. mars síöastlið- inn. Wijeratne stjórnaði aðgerðum hersins gegn skæruliðum á eynni. Reuter-SÞJ Fréttayfirlit Vín, Austurríki - Kurt Waldheim forseti Austurríkis lýsti því yfir í gær að hann hefbi ekki hug á að gegna embætti forseta næsta kjör- tímabil. Waldheim hefur legið und- ir ásökunum um að viðríðinn stríðsglæpi nasista í seínni heims- styrjöldinni. Hann var kosinn for- seti í Júní árið 1986 en forseti f Austurríki er kosinn til sex ánt í senn. Nýja Delhi, Indlandi - Ný eins flokks minnihlutarflrisstjóm tók við völdunum {Indlandi í gær und- ir forystu Narasimha Rao, ieiðtoga Kongressflokksíns. Mörg erflð verkefni bíða úrlausnar stjómar- innar, s.s. trúardeilur, deilur milli erfðastétta, barátta við aðskilnaðar- sinna og mjög slæmur efnahagur. París, Frakklandi - Fyrrverandi innamfldsráðherra Frakklands, Michel Ponlatowski, stakk upp á þvf í gær f viðtaii við franska út- varpsstðð, að nú þegar Þjóðverjar ætla að flytja stjómarstofnanir sín- ar frá Bonn til Berlínar að Evrópu- bandalagið flytti höfuðstöðvar sín- ar til frá Brússel tfl Bonn. Astæðu þessarar uppástungu innanrflds- ráðhemns má rekja til þess að þing EB er í Strassborg, sem er í heimalandi hans, og flestum flnnst það vera í of mikflli fjarlægð frá höfuðstöðvunum í Brússel, og hef- ur oft staðið tfl að flytja þingið til Brússel. Mflli Strassborgar og Bonn tekur hins vegar aðelns kiukkustund að ferðast með hrað- iest Við þetta má bæta að húsið sem hýsir EB í Brússel er talið ónothæft vegna asbestmengunar frá eldvamarkiæðningu og er taUð að það þurfi aö rífa það innan nokk- urraára. Osló, Noregi - Sovéskur maður sem starfaði sem blaðamaður í Os- ló og norskt dagblað hefur sagt að sé útsendari KGB, hefur beðið um póUtfskt hæU á VesturlÖndum að sögn norsku lögreglunnar. Hún vfldi eldd gefa upp í hvaða landi en sagði þó að hann hefði ekki beðið um hæU í Noregi. Sovéska utanrík- isráðuneytið f Osló tilkynnti norsku iögreglunni fyrir nokkmm vikum aft maðurinn væri týndur. Það var svo f gær að norskum yfir- völdum barst tilkynning um að maðurinn hefði beðið um hælL Belgraö, Júgóslavíu - James Baker, utanríkisráðherra Banda- rflganna, sem átti viðreeður við leiðtoga Júgóslavíu í gær, sagði að- spurður að bandarísk stjómvöld mundu ekki viöurkenna sjálfstæði SÍóveníu en yfirvöid f Sióveníu stcfna á að lýsa yfir sjáifstæði lýð- veldisins f næstu viku. Manila, Filippseyjar - Vísinda- menn á Fflippseyjum vömðu við því í gær að öflugt eldgos gæti haf- ist að nýju í Pinatubo-eldfjallinu. Yflr þrjú hundmð manns létu h'flö vegna eldsumbrotanna í eldfjallinu. Nú er að verða lokið brottflutningi á yfir tuttugu þúsund Bandaríkja- mönnum firá eyjunum. Þeir störf- uðu fiestír á tveimur bandarískum herstöðvum sem urðu illa úti í eldsumbrotunum. Flórens, Ítalíu - Sjöundu alþjóð- legu ráðstefnunni um sjúkdóminn eyðni lauk á ítah'u í gær. Ráðstefti- an leiddi ýmislegt nýtt f (jós. Vís- indamenn teija nú td. mögulegt að eyðniveiran geti smitast með munnvatni en áður var talið að hún gæti eingöngu smitast með bióðL Reuter-SÞJ LWAWAV.WAW.I, L'AWAU M 1 f n l.M t UUmMH « f } t.f sxm ó íWíVíaW*’ -0(.2 ihv.í ur ,ngi>4 i'urint'.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.