Tíminn - 22.06.1991, Side 5
Laugardagur 22. júní 1991
17.júní-hátíðarhöldin:
Tíminn 5
Ólæti íþróttaráðs hrella
fuglana á Tjörninni!
Mörgum hátíðagestum brá í brún þegar miklir skotkvell-
ir kváðu við er hátíðarhöld þjóðhátíðardagins stóðu sem
hæst. Við þetta styggðust endumar á Tjöminni og skildu
ungana eftir í reiðileysi. Þóttust ýmsir sjá varginn ill-
ræmda á sveimi og heyrst hefur að hann hafí við þetta
komist í feitt.
íþrótta- og tómstundaráð
Reykjavíkur hafði umsjón með há-
tíðarhöldunum. Að sögn tals-
manns ráðsins urðu þarna mistök
sem fólu í sér að miklu öflugri
flugeldum var skotið en til stóð.
Hann sagði að tilgangurinn með
þessu hefði verið að vekja athygli á
einu atriði dagskrárinnar. Fulltrú-
inn vildi koma því á framfæri að
eftir þessi mistök hafí aðstæður
verið kannaðar. Það hafi komið í
ljós að fuglinn fældist en skilaði
sér fljótlega aftur.
í viðræðum við ýmsa fuglavernd-
unaraðila kom fram að oft sé
fuglalífi í og við Tjörnina ekki sýnt
nægilegt tillit. Þeir sögðu það
koma fyrir að t.d. svokallaðir
hundavinir slepptu hundum sfn-
Verðlagsstofnun mótmælir auglýsingum um vistvæna bíla.
Ekki hægt að treysta fullyrðingum seljandans:
Hlutlaus aðili skal
meta vistvænleikann
um lausum í nágrenni Norræna ir væru drjúgir við að heimsækja
hússins og fældu hundarnir fugl- varpsvæðið og vildu þeir skora á
ana frá ungunum sem yrðu við fólk að búa þá bjöllum og reyna
það auðveld bráð vargfugla. Þá eins og kostur væri að halda þeim
kom og fram í máli þeirra að kett- frá svæðinu. -HÞ
Islenskir hundar
dæmdir í ættbók
Dagana 16. til 22. júli verður gangast fýrir átaki í að skoða og
staddur hér á landi, á vegutn skrá þá hunda sem taldir eru af
Hundaræktarfélags íslands, sér- hreinum stofni. Talið er að um
fræðingur sem mun dæma ís- 100 hreinræktaðir fslenskir Qár-
lenska ijárhunda tíl ættbókar- hundar séu til.
skráningar. Félagið hefur fengið sænskan
Deild áhugafólks um íslenska sérfræðing, Kari Johan Adlerkr-
íjárhundinn, innan HRFÍ, hélt á eutz, til að annast dóma á hundun-
sfðasta ári ráðstefnu um þessa um. Þeir fara firam í Sólheimakoti
liundategund og framtíð hennar. í við Reykjavtk 18. júlí og á Akureyri
framhaldi af því var ákveðið að 20. og21. samamánaðar. -sbs.
Verðlagsstofnun sendi í gær út
ábendingu þar sem segir að auglýs-
ingar sem gefa í skyn að bifreiðar séu
vistvænar séu ólöglegar. „í augiýs-
ingunum sem birst hafa að undan-
fömu kemur ekki fram hvers vegna
bifreiöamar em vistvænar, né að
mati hvers þær em það,“ segir í til-
kynningunni.
„Það er augljóst að bílar bæta ekki
umhverfið,“ sagði Sigrún Krist-
mannsdóttir, lögfræðingur hjá Verð-
lagsstofnun. Hún sagði að þetta væri
aðeins byrjunin á frekari aðgerðum
stofnunarinnar í þessu sambandi. Það
væri nýbyrjað að auglýsa margs kon-
ar vörur með þessum hætti og ætlaði
stofnunin að vera vel vakandi gagn-'
vart þessum auglýsingum. „Við mun-
um hafa að leiðarljósi að ekki sé ein-
göngu hægt að treysta fullyrðingum
seljandans um hvort varan sé vist-
væn. Heldur verður einhver hlutlaus
aðili að gefa það út,“ sagði Sigrún.
Suzuki umboðið er meðal þeirra að-
ila sem hafa auglýst bíla vistvæna. Úlf-
ar Hinriksson hjá umboðinu sagði að
þar á bæ hefði enn ekki verið ákveðið
hvað gert yrði vegna þessa „Við emm
alls ekki sammála þessu. Það ætti
ekki að banna auglýsingar á vöru sem
er mjög til bóta fyrir umhverfið."
Úlfar segir að Suzuki bfiar séu út-
búnir sérstökum mengunarvarnar-
búnaði, en hann verður lögleiddur í
bfium hér á landi um næstu áramót.
„Okkur finnst þess vegna mjög
skrítið að ekki megi kynna fólki
þennan búnað sem talinn er mjög
æskilegur og raunar stendur til að
lögleiða."
-sbs.
Flytur Iðnskólinn á ísafirði í rækjuvinnsluhúsið?
Ætlum að halda
unglingunum heima
Matthías Bjaraason alþingismaður
kom með þá tillögu eða hugmynd í
stjóra Byggðarstofnunar að kaupa
hús rækjuvinnslunnar fyrir
Menntaskólann á ísafirði.
Rækjuvinnslan á ísafirði stendur
mjög höllum fæti. Hugmyndin er sú
að rækjuverksmiðjurnar tvær, ísver
og Rækjustöðin, sameinist. Þær
gætu þá notað húsnæði annarrar
stöðvarinnar, en vinnslan fer fram í
tveimur húsum eins og er.
Smári Haraldsson, skólameistari
Menntaskólans á ísafirði, segir að
iðnskólinn hafi verið sameinaður
menntaskólanum fyrir tveimur ár-
um. Kennsla iðnnámsins fer að
hluta til fram í leiguhúsnæði í
gamla ísfirðingshúsinu og einnig
annars staðar í bænum. Staðið hef-
ur til að byggja verkmenntahús á
ísafirði uppi á Torfnesi við hliðina á
menntaskólanum. Ólíklegt er þó að
það hús rísi næstu árin. Leigusamn-
ingur á ísfirðingshúsinu gamla
rennur út á næsta ári.
Matthías vissi þetta og kom með þá
hugmynd hvort hús Isvers hentaði
skólanum.
Smári segir, að daginn fyrir sjó-
mannadaginn hafi forsvarsmenn
skólans skoðað bæði húsin og litist
býsna vel á hús ísvers fyrir skólann.
Það er reyndar nokkru stærra en
skólinn myndi nota nú þegar. Hins
vegar er ætlunin að stækka skólann.
Gerður hefur verið samningur við
Framhaldsskóla Vestfjarða, en
markmiðið er að ná til þeirra 300
ungmenna sem flytja burt frá Vest-
fjörðum á hverju hausti. Það er mik-
ilvæt að halda unglingunum heima
með góðu.
Skólanefndinni á ísafirði lýst mjög
vel á tillöguna. Hugmyndin er þá
fyrst og fremst að koma iðnnáminu
þarna inn. Þar að auki væri afskap-
lega freistandi að fá Hafrannsókna-
stofnun og Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins inn í húsið líka. Smári
segir þá hugmynd ekki hafa verið
rædda, en það myndi styrkja skól-
ann mjög mikið. Jafnframt væri
hægt að samnýta ymsa hluti. Hug-
myndin að kaupa Isvershúsið er því
mjög áhugaverð og spennandi fyrir
Vestfirðinga. En ákvörðunin er hjá
fjárveitingavaldinu.
Ekki náðist í Matthías Bjarnason.
-js
Notaðar
BÚVÉLAR
ZETOR 7745 4x4, 70 hö. m/nýjum ámoksturst....árg. 1987
ZETOR 7745 4x4, 70 hö. m/ámoksturst...............árg. 1989
CASE 685 XL 4x4, 69 hö. m/ámoksturst..............árg. 1988
CASE 1294 4x4, 62 hö. m/ámoksturst................árg. 1985
MF 135, 47 hö. m/ámoksturst.......................árg. 1977
ZETOR 7711, 65 hö.................................árg. 1983
ZETOR 7711, 65 hö.................................árg. 1981
IMT 569 DL, 70 hö.................................árg. 1987
PÖTTINGER dragtengdur múgsaxari .............árg. 1985
NEW HOLLAND 945 heybindivél.......................árg. 1988
STRAUTMAN 38 rúmm. fjölhnífavagn m/matara ....árg. 1987
KRONE KR 125 rúllubindivél ..................árg. 1988
TELLEFSDAL rúllupökkunarvél .................árg. 1988
Bændur!
Nú er rétti tíminn til að kaupa
notaðar búvélar á góðu verði
Góð greiðslukjör.
G/obusi
Lágmúla 5, s:681555