Tíminn - 22.06.1991, Síða 10
22 Tíminn
Laugardagur 22. júní 1991
MINNING
Hansína Jónsdóttir
Þann 6. júní síðastliðinn lést Han-
sína Jónsdóttir, Kambsvegi 33, eftir
umferðarslys nálægt heimili sínu í
Reykjavík. Útför hennar var gerð frá
Langholtskirkju 14. júní að við-
stöddu fjölmenni.
Hansína fæddist í Miðdal í Laugar-
dal 29. aprfl 1906. Foreldrar hennar
voru Jón Hansson Wium og Jónína
Bjarnadóttir, bæði Skaftfellingar.
Þau bjuggu á nokkrum bæjum í Ár-
nessýslu, lengst á Iðu í Biskups-
tungum, en fluttu til Reykjavíkur
1929 og áttu þar heima síðán. Systk-
ini Hansínu voru: Þórarinn f. 1900,
d. 1961; Sigrún f. 1903, d. 1984;
Guðrún f. 1904; Magnús f. 1910 og
Kristín f. 1913. Hansína stundaði
nám við Alþýðuskólann á Laugar-
vatni og síðar Kennaraskólann í
Reykjavík og lauk kennaraprófi
1933. Hún starfaöi við kennslu í
nokkur ár í Nauteyrarhreppi, á
Barðaströnd og í Reykholtsdal.
Lengst af var hún heimavinnandi
húsmóðir, en oft tók hún að sér að
hjálpa börnum, sem áttu erfitt með
lestrarnám í skóla. Hún giftist 1938
Hafsteini Guðmundssyni járnsmið
frá Fossi á Barðaströnd. Börn þeirra
eru fjögur: Jónína cand. mag., gift
Ármanni Einarssyni og eiga þau
tvær dætur og eitt barnabarn; Guð-
mundur veðurfræðingur, kvæntur
Þórhildi S. Sigurðardóttur og eiga
þau tvö börn á lífi; Hafsteinn renni-
smiður, kvæntur Kristínu Magnús-
ardóttur og eiga þau þrjá syni; Gerð-
ur Hulda, sem stundar skrifstofu-
störf, gift Runólfi E. Runólfssyni og
eiga þau þrjú börn.
Á unglingsárum mínum var ég svo
lánsamur að komast í kynni við
sauðfjárbúskap í Reykjavík, sem þá
var allumfangsmikill en heyrir nú
að mestu sögunni til. Fyrir ferm-
ingu var ég farinn að hirða kindur í
tómstundum og með árunum
kynntist ég mörgu ágætis fólki sem
hafði sama áhugamál, flest komið
yfir miðjan aldur. Þeirra á meðal var
Hansína Jónsdóttir sem var með fá-
einar kindur heima hjá sér á Kambs-
veginum fram á 7. áratuginn, sér og
öðrum til yndis og ánægju.
Eftir að ég fregnaði lát Hansínu
rifjaðist upp fyrir mér að fundum
okkar bar fýrst saman fyrir réttum
25 árum. Ég var að halda utan til há-
skólanáms í búvísindum, en gat ekki
hugsað mér að farga kindunum. Á
menntaskólaárunum hafði ég byggt
fjárhús og hlöðu í Fjárborg við
Breiðholtsveg, sem var við útjaðar
íbúðarbyggðar í Blesugróf. Mér er
minnisstætt þegar húsfreyjan af
Kambsveginum kom með Hafsteini
og fleira heimilisfólki til að skoða
húsin mín sumarið 1966. Þar var
ákveðið að hún flytti kindur sínar
þangað um haustið og hirti einnig
mínar. Bæði höfðum við hag af, en
af mér létti hún miklum áhyggjum,
því að kindurnar voru mér kærar.
Því er skemmst frá að segja að Han-
sína sá um féð mitt af einstakri prýði
öll háskólaárin sex, fyrst í Fjárborg
og síðar í Meltungu við Breiðholts-
veg þar sem Gestur Gunnlaugsson
bóndi leyfði okkur góðfúslega að
koma upp aðstöðu. Faðir minn og
afi lögðu henni Iið þegar mikið lá
við, t.d. við rúningu og um réttaleyt-
ið, og ég naut einnig góðs af verkum
hagleiksmannsins Hafsteins, því að
hann var alltaf traustur bakhjarl
konu sinnar við fjárbúskapinn.
En það var ekki aðeins að Hansína
héldi fjárstofni mínum við. Hún
gerði það með þeim hætti að ég gat
fylgst með kindunum úr fjarlægð.
Skýrsluhald og bréfaskriftir voru
ekki látnar nægja heldur sá hún til
þess að öll árin voru mér sendar
Ijósmyndir, sem fylltu smám saman
margar síður í albúmi og voru þá og
verða alltaf ómetanlegar. Ég minnist
gleðistunda úti í Wales þegar slíkar
sendingar voru opnaðar, og fyrir jól-
in komu ætíð innilegar kveðjur með
glaðningi fyrir börnin. Þá hugul-
semi mátum við hjónin mikils. Ætl-
unin var að taka aftur til við fjárbú-
skapinn að námi loknu og því urðu
það bæði mér og Hansínu mikil
vonbrigði þegar í ljós kom að svo gat
ekki orðið vegna starfa minna um
árabil úti á landi, en þangað mátti
ekki flytja féð vegna sauðfjársjúk-
dómavarna.
Árin liðu, en ég var aldrei sáttur við
fjárleysið. Hansína skildi þetta öðr-
um betur, því að hún var óvenju
næm á mannlegar tilfinningar.
Skömmu eftir að ég flutti aftur til
Reykjavíkur lánaðist mér að fá að-
stöðu til „sáluhjálparbúskapar", eins
og ég kalla stundum tómstundaiðju
mína. Og það jók mjög á ánægjuna
að frá Hansínu gat ég fengið fimm
fallegar gimbrar af gamla stofninum
mínum, því að fé okkar hafði bland-
ast töluvert á árum áður. Því til stað-
festingar fylgdu ættartölur og þær
öllu ítarlegri en almennt gerist,
enda voru nákvæmni og samvisku-
semi meðal hinna mörgu eiginleika
sem prýddu Hansínu. Enn og aftur
stuðlaði hún að því að ég gæti átt
kindur, hjálpsemin kom fram í stóru
sem smáu. Það kom sér til dæmis
vel fyrir skuldum vafinn húsbyggj-
anda að fá upp í hendurnar gott
kassatimbur í fjárhúsinnréttingu
sem Hansína útvegaði frá góðum
kunningja. Hafsteinn smíðaði handa
mér brennijárn og eftir að Hansína
hætti fjárbúskap haustið 1986 gaf
hún mér sitt ágæta fjármark. Um
árabil hafði hún afnot af fjárhúsi
ásamt vor- og haustbeit hjá Ólafi
Helgasyni, bónda á Hamrafelli í
Mosfellssveit, og þangað var gaman
að koma. Kindurnar, oftast um tíu
til tólf vetrarfóðraðar, voru alltaf vel
hirtar, fallegar og afurðasamar. Hver
einstaklingur átti sitt nafn og sína
sögu, og nóg var umræðuefnið þeg-
ar sameiginleg áhugamál okkar bar
á góma. Sum símtölin gátu orðið
löng. Eftir sauðburð ræddum við
um frjósemi áa og lambahöld, en á
haustin um heimturnar. Kindurnar
voru svo hændar að Hansínu að hún
þurfti ekki annað en ganga að safn-
girðingunni við Hafravatnsrétt eða
Fossvallarétt á haustin, þá komu
ærnar hennar strax aðvífandi og var
gjarnan heilsað með brauðbita. Það
var skemmtilegt að vera í réttum
með Hansínu, því að hún var fjár-
glögg með afbrigðum, bæði á eigin
fé og annarra.
Oft ræddum við Hansína um upp-
eldislegt gildi dýrahalds, ekki síst í
þéttbýli. Sjálf átti hún sterkar rætur
í íslenskri sveitamenningu og henni
var Ijóst hve tengsl fólks við hina lif-
andi náttúru eru mikils virði. Auk
þess hafði hún langa reynslu af upp-
eldi og fræðslu barna. Með kjarnyrtu
og yfirveguðu máli skýrði hún sjón-
armið sín þannig að eftir var tekið.
Eitt er víst að mörg voru þau bömin
sem fengu að kynnast kindunum
hennar Hansínu. Mér er minnis-
stætt þegar þau hjón voru lengi dags
17. júní 1986 í Hljómskálagarðinum
með tvær lagðprúðar tvflembur í
litlu gerði til að sýna borgarbörnun-
um. Orð og gerðir Hansínu ein-
kenndust af umhyggju og vináttu í
garð bæði manna og dýra. Það við-
horf kom m.a. glöggt fram í ágætri
grein, sem hún skrifaði um sauð-
fjárhald í Reykjavík í Tímann, 18.
september 1968, en þar segir orð-
rétt:
„Það er sannfæring mín, að þau
beztu uppeldisskilyrði, sem hægt er
að veita börnum, séu þau, að þau
eigi þess kost að umgangast lifandi
skepnur. Að þeim sé kennt að með-
höndla þær af skilningi og alúð.
Barn, sem hefur hlotið leiðsögn í
þeim skóla, mun aldrei vísvitandi
vinna nokkurri skepnu mein. Þau
frækorn, sem sáð hefur verið í sálir
barnanna í æsku, festa þar oftast
rætur og eru að móta manninn jafn-
vel ævilangt. Að vera dýravinur er
fögur dyggð, og ég tel nú, að hver
sannur dýravinur sé einnig mann-
vinur.“
Minningin um sómakonuna sem
þetta skrifaði er mér ákaflega kær og
hennar er sárt saknað. Það reyndist
mér mikil gæfa að kynnast Hansínu
og þau ágætu kynni þakka ég og
fjölskylda mín af heilum huga. Haf-
steini, börnum þeirra og öðrum
vandamönnum sendum við einlæg-
ar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Hansínu Jóns-
dóttur.
Ólafur R. Dýrmundsson
Hún Sína okkar er dáin. Við, sem
þekktum hana, erum fátækari eftir.
Undirrituð hefur misst náinn vin.
Frá því ég man fyrst eftir hefur hún
verið nokkurs konar akkeri í mínu
lífi. Þessi gáfaða kona átti alltaf nóg
til að gefa. Ef erfiðleika eða sorg bar
að var hún ævinlega komin til að-
stoðar. Hjálparhönd hennar var vís.
Væri fróðleiks þörf í náttúrufræði,
bókmenntum, sögu eða hverju öðru
sem menningu varðar, vissi hún
svarið. Hún bar virðingu fyrir lífinu
og landinu, kenndi okkur krökkun-
um að þekkja steina, sjá grösin gróa
og njóta fegurðar himinsins. Margar
stundir átti ég með þeim Hafsteini
og börnum þeirra eins og ég væri
ein af fjölskyldunni. Ótaldar berja-
ferðir, heyskapur í Ölfusinu, sofið í
hlöðu í Flóanum, ferð að Tröllafossi.
Það var mikið sólskin í þessum ferð-
um — endurminningarnar um þær
allar baðaðar sólskini. Sama er að
segja um heimilið á Kambsveginum
— eilíft sólskin — þessi mikla birta
og ylur, sem flæðir þar um stofur.
Og svo var það eitt kvöld í liðinni
viku, að hún Sína fór í sína venju-
legu kvöldgöngu. Hún gekk í vestur
— inn í sólgullna fegurð kvöldsins.
Ég kveð þessa miklu hugsjóna- og
gáfukonu með virðingu og þökk.
Hún hafði kjark til að lifa sam-
kvæmt sannfæringu sinni, hvað sem
öllum tískustefnum leið. Sóun og
hroki nútímans var henni fjarri.
Hógværð hennar og grandvart líf-
erni ætti að vera okkur öllum for-
dæmi. Hún var gæfukona.
Eiginmanni hennar, Hafsteini
Cuðmundssyni, þeim mikla sóma-
manni, börnum þeirra og fjölskyldu
allri votta ég mína dýpstu samúð.
Helga Friðfinnsdóttir
Þakkir
Ollum þeim, sem sýndu mér virðingu og vin-
semd á 90 ára afmœli mínu þann 15.júní sl.,
þakka ég innilega og sendi kæra kveðju.
Gunnar Arnason
frá Gunnarsstöðum.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför móður okkar
Sigríðar Haraldsdóttur
Hrafnkelsstöðum
Hrunamannahreppi
Þorgeir Sveinsson
Sveinn G. Sveinsson
Guðrún Sveinsdóttir
Haraldur Sveinsson
og flölskylda
ATVINNA ERLENDIS
Leitar þú öðruvísi lífs?
Nú er bókin komin sem gefur þér
fullkomnar upplýsingar um atvinnu-
ástand, launakjör, vinnu og búsetu-
aðstæöur, vegabréfsárítun (visum)
og feröakostnað m.a. til útlanda.
Þú færö heimilisföng fyrirtækja f
Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada,
Vestur-lndíum, Ástraliu og hinum
fjariægu Austuriöndum, sem leita
eftir evrópskum starfskröftum f td.
ollu-og málmiðnaöi, garðyrkju, hót-
el- og veitingaþjónustu, á skemmti-
ferðaskipum, fararstjóm, bílstjóm
og au pair störfum.
Vekur þetta áhuga þinn?
Skrifaðu þá eftir ókeypis bæklingi
sem gefur frekari upplýsingar um
bókina. Sendu okkur umslag með
nafni þfnu, heimilisfangi og alþjóð-
legu svarmerki.
Við munum þá senda þér upplýs-
ingabækling um hæl, þér að kostn-
aöaríausu.
Skrifið:
LOUVIAB
Box48
Skogástorget 2
S-142 01 Trángsund
Sweden.
NB. Við erum ekki vinnumiðl-
un.
Tökum að okkur að slá garða
Kantklippum og fjariægjum hey.«.
Komum, skoðum og gerum verðtilboð.
Upplýsingar í síma 41224, eftir kt. 18.00.
Kvöld-, nastur- og helgidagavarsla apótoka I
Reykjavfk 21.-27. júnl er í Roykjavíkurapóteki
og Borgarapóteki. Það apótek sem fyir er nefnt
annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til kl.
9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á
sunnudögum. Uppiýsingar um læknis- og lyQa-
þjónustu eru gefnar f sima 18888.
Neyðarvakt Tannlæknafóiags fslands
er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Slm-
svari 681041.
Hafnarfjörður. Hafnarfjarðar apótek og Norð-
urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá
kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug-
ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-
12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600.
Akureyri: Akureyrar apótek og St|ömu apótek
enj opin virka daga á opnunartíma búða. Apó-
tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna
kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er
opið i þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til
kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00-
12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum timum er lyfja-
fræöingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar i
slma 22445.
Apótek Keffavfkun Opið virka daga frá k. 9.00-
19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frí-
daga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga frá kl.
8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30-
14.00.
Selfbss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30.
Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl.
10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjaríns er opið virka daga til
kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00-
13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00.
Garðabæn Apótekið er opið rúmhelga daga kl.
9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
Alnæmisvancfnn. Samtök áhugafóiks um
alnæmisvandann vilja styðja smltaöa og sjúka
og aöstandendur þeirra, sími 28586.
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seitjamames og
Kópavog er f Heilsuvemdarstóð Reykjavíkur alla
virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög-
um og helgidögum allan sólarhringinn.
Á Seifjamamesi er læknavakt á kvöldin kl.
20.00-21.00 og laugard. Id. 10.00-11.00. Lokaðá
sunnudögum.
Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tlmapant-
anir I sima 21230. Borgarsprtafinn vakt frá Id. 08-
17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki-
hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi
696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild)
sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar-
hringinn (sími 81200). Nánari upplýsingar um
lyfjabúöir og læknaþjónustu erugefnar I slnrv
svara 18888.
Ónæmisaögerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt
fara fram á Heitsuvemdarstöð Rcytgavíkur á
þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér
ónæmisskirteini.
Garðabær Heilsugæslustöðin Garöaflöt 16-18
er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I
síma 51100.
Hafnarfjöröur Heilsugæsla Hafnarfjaröar,
Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00-
17.00, slmi 53722. Læknavakt slmi 51100.
Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00
viriá daga. Sími 40400.
KeflavOc Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á
Heilsugæslustöð Suðumesja. Slmi: 14000.
Sálræn vandamái: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sál-
fræðilegum efnum. Slmi 687075.
Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til
kl. 20.00. KvennadeOdin: kl. 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-
16. Heimsóknartlmi fyrirfeður kl. 19.30-20.30.
Bamaspítali Hrfngsins: Kl. 13-19 alla daga.
Ötdrunaríækningadoild Landspitaians Hátúni
10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa-
kotsspítali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30
til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartfmi
annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg-
arspitaiinn f Fossvogl: Mánudaga til föstudaga
kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laug-
ardögum og sunnudögum kl. 15-18.
Hafnarbúðir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvfta-
bandið, hjúknjnardeild: Heimsóknartlmi frjáls
alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu-
daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu-
daga kl. 14-19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl.
14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla
daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Neppsspitall: Alla
daga kl. 15.30 tilkl. 16ogki. 18.30 tilkl. 19.30.
- Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa-
vogshæiið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á
helgidögum. - Vtftlsstaðaspitali: Heimsóknar-
timi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St
Jósepsspftali Hafnarfiröi: Alla daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Sunnuhlið hiúkmnarheimili I Kóoavoni: Heim-
sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi.
Sjúkrahús Keflavikurfæknishéraðs og heilsu-
gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring-
inn. Slmi 14000. Keflavfk-sjúkrahúsið: Heim-
sóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um
helgarog á hátíðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-
19.30. Akureyrt- sjúkrahúsið: Heimsóknartlmi
alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á
barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1:
Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofusfmi frá kl.
22.00- 8.00. slmi 22209. Sjúkrahús Akraness:
Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er alla
daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30.
Reykjavfk: SeHjamames: Lögreglan sími
611166, slökkvilið og sjúkrabifreið slmi 11100.
Kópavogun Lögreglan slmi 41200, slökkvilið
og sjúkrabifreiö simi 11100.
Hafnarflörður Lögreglan sími 51166, slökkvilið
og sjúkrabifreið simi 51100.
Keflavfk: Lögreglan simi 15500, slökkviliö og
sjúkrabill simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401
og 11138.
Vestmanneyjan Lögreglan, simi 11666,
slökkvilið simi 12222 og sjúkrahúsið simi
11955.
Akureyrf: Lögreglan slmar 23222, 23223 og
23224, slökkviliö og sjúkrabifreið simi 22222.
Isafjörður: Lögreglan simi 4222, slökkvilið simi
3300, brunasími og sjúkrabifreið simi 3333.