Tíminn - 22.06.1991, Page 14
26 Tíminn
Laugardagur 22. júní 1991
skáld frá Bergsstöðum
Fæddur 24. febrúar 1926
Dáinn 13. júní 1991
í dag verður Guðmundur Halldórs-
son skáld frá Bergsstöðum borinn til
moldar. Hann kvaddi óvænt og allt
of snemma og í brjóstum okkar vina
hans ríkir harmur og eftirsjá.
Guðmundur var fæddur á Skott-
stöðum í Svartárdal 24. febrúar
1926. Foreldrar hans voru Guðrún
Guðmundsdóttir og Halldór Jó-
hannsson. Þau fluttu að Bergsstöð-
um og við þann bæ kenndi Guð-
mundur sig æ síðan.
Guðmundur nam við Reykjaskóla í
Hrútafirði og stundaði síðan um
árabil búskap í félagi við foreldra
sína og verkamannavinnu víða um
land. Guðmundur unni sveit sinni
mjög, en var þó ekki á réttri hillu.
Hugur hans stóð til skáldskapar og
ritstarfa miklu fremur en til búskap-
ar eða íhlaupavinnu. Fljótlega fóru
að birtast smásögur eftir Guðmund í
blöðum og tímaritum. Margar af
þessum sögum Guðmundar eru
listavel gerðar og mátti öllum ljóst
vera að þar var kominn fram mark-
tækur rithöfundur. Guðmundur
hafði gjaman atburði og persónur
úr daglegu lífi og samtíð sinni til
hliðsjónar við sögugerðina. Hann
var ákaflega skyggn og hafði mjög
skarpt og nákvæmt auga fyrir bíæ-
brigðum mannlífsins og sérlega gott
vald á íslensku máli til að koma
hugsun sinni á framfæri. Guðmundi
var einkar lagið að segja sögu með
minnisverðum hætti og tilsvör hans
gátu verið mjög meitluð og mark-
viss.
Hans heimur var nánasta umhverfi
og reynsla. Þrátt fyrir að Guðmundi
lánaðist að skrifa margt stórvel þá
tel ég það mikinn skaða að Guð-
mundur þurfti að strita fyrir brauði
sínu í stað þess að nema meira og
heyja sér Ijölbreyttari reynslu.
Guðmundur var hins vegar fulltrúi
íslenskrar alþýðumenningar sem
hýsti þrá til listsköpunar þótt henni
yrði eingöngu sinnt í hjáverkum
með fullkomlega óskyldum hvers-
dagsstörfúm.
Guðmundur var félagslyndur mað-
ur og félagsskapur hans var eftir-
sóknarverður. Hann átti lengi sæti í
stjóm félags ungra framsóknar-
manna í Austur- Húnavatnssýslu,
var félagi í Karlakór Bólstaðarhlíð-
arhrepps og formaður kórsins um
árabil. Gegndi hann því starfi með
áhuga og stundum glæsibrag. Þá
átti Guðmundur lengi sæti í stjóm
Veiðifélagsins Blanda.
Bergsstaðafólk hætti búskap og
flutti til Blönduóss. Guðmundi var
eftirsjá að sveit sinni og kenndi víða
þess söknuðar. Árin liðu, Guðmund-
ur var lausamaður og stundaði
vinnu víða, t.d. vélavinnu hjá bún-
aðarsambandinu á summm.
Árið 1969 eignaðist Guðmundur
Þórönnu Kristjánsdóttur í Bólstað-
arhlíð, hina ágætustu konu. Fluttu
þau til Sauðárkróks og settu þar
saman heimili og eignuðust eina
dóttur, Sigrúnu.
Mikil breyting varð þá á högum
Guðmundar. Hann unni konu sinni
mjög, hún var honum bæði skjól og
styrkur og í hönd fóm góð ár og
hamingjurík hjá báðum. Guðmund-
ur varð starfsmaður Sjúkrahúss
Skagfirðinga og bókavörður þess.
Átti hann mjög gott samstarf við vin
sinn Sæmund Hermannsson sjúkra-
húsráðsmann.
Frá hendi Guðmundar komu eftir-
taldar bækur: smásagnasafnið
„Hugsað heim um nótt“ 1966 og
„Haustheimur" 1976 og skáldsög-
urnar „Undir Ijóssins egg“ 1969,
„Þar sem bændurnir bmgga í friði"
1978, Jörvagleði" 1981, „Sóleyjar-
sumar" 1989 og „í afskekktinni"
1990. Þá birti hann auk þess margar
smásögur í blöðum og tímaritum.
Hafa skáldsögurnar sömu einkenni
og smásögurnar, málsnilld og
skyggni höfundarins eru myndræn-
ar og lifandi. Guðmundur hafði
mikinn áhuga á stjórnmálum, til-
finninganæmur og fórnfús, en hann
tók andbyr mjög nærri sér. Ákvað
hann því að draga sig í hlé frá beinni
þátttöku í stjórnmálum. Ég er hon-
um ævinlega þakklátur fyrir mikil-
væga hvatningu og uppörvun um
það leyti er stjórnmál urðu aðalvið-
fangsefni mitt og dýrmætan stuðn-
ing þegar ég hef verið í vanda stadd-
ur.
Nú er Guðmundur allur. Ég votta
Þórönnu og Sigrúnu samúð mína,
þeirra missir er mikill. Við, vinir
Guðmundar, þökkum samfylgdina
og sjáum á bak stórheiðarlegum,
gáfúðum og góðum manni.
Páll Pétursson
Að morgni fimmtudagsins 13. júní
andaðist Guðmundur Halldórsson,
rithöfundur, frá Bergsstöðum í
Svartárdal, á sjúkrahúsinu á Sauð-
árkróki eftir nokkur veikindi en
stutta sjúkrahúsvist. Guðmundur
Halldórsson lætur eftir sig eigin-
konu, Þórönnu Kristjánsdóttur, og
dóttur þeirra Sigrúnu. Þá lifa tvær
systur Guðmundar, búsettar í Aust-
ur-Húnavatnssýslu.
Guðmundur Halldórsson ólst upp í
föðurgarði hjá foreldrum sínum og
bjó hjá þeim lengstum fram á full-
orðinsár. Þar naut hann að sjálf-
sögðu besta atlætis. Hann undi sér
vel f þægilegu og vinsamlegu um-
hverfi. Það umhverfi fann hann á
æsku- og uppvaxtarárum sínum í
Svartárdal, og mannlíf þar og í ná-
grenni var notað til einskonar við-
miðunar seinna á ævinni. Ekki
skorti að Guðmundur færi víða og
kynntist við margt gott fólk. Það var
þó aldrei eins og fólkið í dalnum
heima.
Guðmundur fæddist á Skottastöð-
um í Svartárdal 24. febrúar 1926.
Foreldrar hans voru hjónin Guðrún
Guðmundsdóttir og Halldór Jó-
hannsson, ættaður úr Þingeyjar-
sýslu. Guðrún var hins vegar heima-
sætan á Skottastöðum þangað til
hún giftist Halldóri.
Um það leyti sem Guðmundur
fæddist, og þó helst nokkru síðar,
var íslenskt samfélag að vakna tií
nýrra tíma. Sú ríkisstjórn sem mið-
aði að sem mestum framförum á
skemmstum tíma, stjórn TVyggva
Þórhallssonar, var mynduð árið
1927. Þessa er getið hér vegna þess
að þær kynslóðir íslendinga, sem
voru að koma til sögunnar á þessum
árum, urðu að taka á sína smáu fæt-
ur og mjóu herðar átök og framfarir,
sem þær skildu ekki alltaf sjálfar. í
stað kyrrlátra daga og lítt breyttra
atvinnuhátta, þar sem einn tók við
af öðrum næstum átakalaust, um-
hverfðist mannlífið með auknum
hraða og við vaxandi eftirsjá eftir því
sem var. Brátt var ekkert lengur eins
og það hafði verið. Sá sem leitt hafði
þjóðina út úr kyrrstöðunni öðrum
fremur sagði að leiðarlokum, að
skrifa ætti minningargrein um
hvert einasta eyðibýli á landinu.
Hann lét ekki verða af því og ekki
urðu aðrir til þess. Minningasafnið
um eyðibýlin er því enn óritað. Hins
vegar hefur skáldskapurinn á íslandi
fundið sér viðfangsefni á slóðum
eyðibýla, eins og annars staðar, þar
sem af fólki segir. En þeim fækkar
mjög, sem kunna sögur af einyrkj-
um í sveitum. Guðmundur Hall-
dórsson var einn af þeim. Hann
skrifaði bækur um þá, og sótti mörg
minni í liðnar byggðir. Sögur hans
voru góðar. Þær byggðu á þekkingu
og tilfinningalegum tengslum, eins
og verða meðal fólks en ekki stjórn-
málaflokka. Guðmundur var að því
leyti gæfulegur rithöfundur, að
hann var ekki tekinn upp á arma
neins. Sjóðir stóðu honum ekki
opnir. Þeir sem ráða sjóðunum hafa
litið svo á að höfundurinn væri að
sóa tilfinningatengslum sínum á
fólkið og gleymt að gefa kreddupost-
ulum stjórnmálanna dýrðina.
Guðmundur Halldórsson gekk
hljóðlátur sinn æviveg. Hann vann
ölí þau verk er til féllu og skrifaði að
auki hátt í tug bóka. Fram til 1963
vann hann að mestu við bú foreldra
sinna, en síðan margvíslega vinnu
svo sem við brúarsmíð og byggingar.
Að auki vann hann um tíma við að
þurrka land til ræktunar með stór-
um vinnuvélum. Eftir að hann og
Þóranna giftust árið 1969 fluttu þau
til Sauðárkróks. Þar vann Guð-
mundur lengst af við sjúkrahúsið-
nú síðast var hann bókavörður. Á
yngri árum hafði Guðmundur nokk-
ur afskipti af stjórnmálum og sat
m.a. í stjóm Félags ungra framsókn-
armanna í A- Hún. um tíma. Þá rit-
stýrði hann Einherja, blaði fram-
sóknarmanna í Norðurlandi vestra.
En Guðmundur hafði meira gaman
af skáldskap en pólitík. Hann sagði
vel frá. Einföldustu athafnir urðu
þýðingarmiklar í munni hans, ef
hann vildi það viðhafa. Þannig var
honum frásagnarlistin í blóð borin.
Ég kynntist Guðmundi sem ungur
blaðamaður á Tímanum, en þá var
hann fréttaritari blaðsins og ætíð
góður viðtals. Hann lagði mikið að
ritstjórum Tímans að senda mann
norður í Stafnsrétt eitt haustið, og
var ég að lokum sendur. Ég hafði áð-
ur komið um haust í Stafnsrétt og
þá vestur yfir Kiðaskarð og sömu
leið til baka. í þeirri ferð fékk ég
bestu kennslustund í mati á nátt-
úrufegurð, og lét mér hana að kenn-
ingu verða. Haustdegi var tekið að
halla f Kiðaskarði. Ég sat á hesti og
amlaði eftir götunni eins og hinir.
Maður að nafni Sigurður Kristófers-
son reið við hlið mér þá stundina.
Eitthvað hafði ergt hann að stór-
bóndi og mikill þjóðmálasnillingur
var alltaf að beina brúnskjóttum
hesti sínum þvert upp úr skarðinu,
þangað til hesturinn komst ekki
lengra. Þá treysti hann sér ekki
heldur til að snúa undan brekkunni
nema einhver kæmi og styddi við
reiðmanninn. Nú var Siggi Kristó,
eins og hann var kallaður, búinn að
fara tvær ferðir til að bjarga Skjóna
úr sjálfheldu, en mælskusnillingur-
inn mikli farinn að undirbúa að
leggja í þriðja sinn þvert úr leið á
reginfjöll. Þá varð mér á að spyrja
Sigga Kristó: Finnst þér þetta ekki
fallegur dalur? Þetta er bölvuð rass-
skora, hreytti hann út úr sér og tók
um leið þriðju rokuna á eftir þeim
skjótta. Þetta er því aðeins skrifað
hér að um Kiðaskarð lá stór þjóð-
braut á milli Skagfirðinga og Hún-
vetninga og tíminn næsta hispurs-
laus, sem við ungir drengir lifðum á
bestu árum okkar á þessum slóðum.
Tímaferðin í Stafnsrétt gekk sæmi-
lega. Þá var nokkuð um liðið frá því
að heimahagar voru þarna í grennd-
inni og aðrir menn komnir á vett-
vang, sem gerðu í því að sýna bfiana
sem þeir áttu. Stafnsrétt hafði hins
vegar alltaf verið staður fyrir hesta.
Við Guðmundur leituðum að réttar-
stemmningunni og fundum hana á
Fossum ásamt Jónasi Tryggvasyni,
hálfblindum, sem hafði ort vísur um
gangnadrengi og gert við þær lag,
sem við sungum lengi nætur. Ég
man að okkur var kalt þessa nótt,
þegar við komum frá Fossum. Eng-
um var eins kalt og Jónasi frá Ártún-
um. En við sungum okkur til hita,
bæði Ijóð og lög eftir Jónas, og eng-
inn var glaðari en hann þrátt fyrir
kuldann. Við sungum um gangna-
drengina sem komu með heiðríkju
jökla og fjalla með sér niður í byggð-
ina. Það var eins og vísurnar væru
ortar um þá Guðmund og Jónas.
Svo liðu árin. Við misstum ekki
sjónar hver á öðrum, sem höfðum
skolfið saman við Stafnsrétt eina
haustnótt eins og margir ungir
menn á undan okkur. Jónas fluttist
til Blönduóss, giftist þar en andaðist
fyrir aldur fram. Hann var ljóðskáld
gott og ágætt tónskáld og lengi stoð
og stytta Karlakórs Bólstaðarhlíðar-
hepps, en Guðmundur var formaður
karlakórsins um tíma. Guðmundur
flutti líka í burtu, en ekki lengra en
til Sauðárkróks. Þeir Stafnsfélagar
voru því báðir í kallfæri við Svartár-
dalinn. Þóranna kona Guðmundar
er Skagfirðingur og það var um
margt eðlilegt að þau hjón settust
að á Sauðárkróki. Þar eignaðist
Guðmundur marga ágæta vini, sem
tóku honum vel strax í upphafi. Má
þar nefna Sæmund Hermannsson,
framkvæmdastjóra sjúkrahússins,
Kristmund Bjarnason á Sjávarborg
og Bjöm Egilsson frá Sveinsstöðum,
og eru þó fáir einir taldir. Sagði sá
sem þetta skrifar stundum í gríni, að
Skagfirðingar væru að borga fyrir
Bólu-Hjálmar með því að taka Guð-
mundi vel, en Bólu- Hjálmar sótti
mikla vinsemd til Austur-Húnvetn-
inga sem kunnugt er.
Við fráfall Guðmundar Halldórs-
sonar er langri og ánægjulegri sam-
fylgd lokið. Þótt nokkur vegalengd
væri á milli okkar leið ekki svo sum-
ar, að við hittumst ekki einu sinni
eða oftar. Þá em símtölin orðin
nokkuð mörg. Guðmundur var allt-
af glaður og reifur heim að sækja
eins og fjölskyldan öll. Ekki
skemmdi, að við Þóranna höfðum
verið samvistum í bamæsku o& urð-
um þá nánast eins og systkin. Sárt
er fyrir þær mæðgur, Þórönnu og
Sigrúnu, að sjá á bak Guðmundi
Halldórssyni. Okkur vandalausum
finnst nógu hart að hann skuli far-
inn. En þær mæðgur em úr góðum
efniviði. Við vottum þeim samúð
okkar um leið og við samhryggj-
umst þeim út af andláti góðs drengs.
Indriði G. Þorstemuon
Það er næsta undarlegt að standa á
strönd, vita að markviss aldan færist
sífellt nær og horfa á eftir vinum
sínum tínast brott og hverfa í svar-
laust ómælið. Nú er hann Guð-
mundur Halldórsson horíinn mér
um sinn, ekki lengur glaðvær rödd í
símanum dag hvem, enginn sem
kemur hlaupandi og léttur í skapi
niður teppalagðan stiga í Skógar-
götu 6 á Sauðárkróki og býður úti-
legumann velkominn af innileik og
hlýju. Varla yæri þetta þó orða vert
að öðm en því að lýsa manninum.
Hitt er meira að sterkur stofn er fall-
inn, góður drengur fullur starfsorku
og bjartsýni er óvænt vikinn brott,
mætur maður, sem margt átti óunn-
ið.
Guðmundur var af þingeyskum og
húnvetnskum ættum. Foreldrar
hans vom hjónin Halldór Jóhanns-
son, fæddur að Bimingsstöðum í
Ljósavatnshreppi 1895, og Guðrún
Guðmundsdóttir, fædd að Leifsstöð-
um í Svartárdal árið 1900. Á Skotta-
stöðum í sömu sveit var Guðmund-
ur einnig í þennan heim borinn. í
þessum kyrrláta dal Húnaþings átti
hann líka flest sín bernsku- og
æskuspor, raunar langt fram eftir
ævi, þó lengst á Bergsstöðum,
kenndi sig Ifka við þann bæ æ síðan.
Þetta varð dalurinn hans — og áin
með flúð sinni og hyl, þar sem ung-
ur sveinn sat um kvöld og lét sig
dreyma og festi síðar á blað. Að
Bergsstöðum leitaði hugurinn jafn-
an, og í landi þeirrar jarðar stendur
sumarhús þeirra hjóna, þar sem
gjama var dvalið í frístundum,
hlustað á kvak fugla í hlíð og hlúð að
blómi og trjágróðri. Þangað var gott
Hjartans þakkir fæmm viö öllum þeim er auösýndu okkur samúö
og vináttu viö andlát og útför
Yngva Markússonar
Oddsparti
Sigríður Magnúsdóttir
Eygló Yngvadóttir Höróur Júlfusson
Sveinn Yngvason Judith Christiansen
Magnús Yngvason Katrín Eiríksdóttir
Katrín Yngvadóttir Markús Þór Atlason