Tíminn - 12.07.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.07.1991, Blaðsíða 5
Föstudagur .124ÚJU991 Tíminn 5 Framtíö flugrekstrar er dökk: ERU FLUGFELOGIN AÐ BROTLENDA? Flugfélög heimsins virðast standa á brauðfótum um þessar mundir. Tapið nemur milljörðum dollara, hlutabréf falla í verði og farþegum fækkar. Mörg flugfélaganna eru að endurnýja flugflot- ann, en ógjörningur er að sjá hvort þau hafa efni á því. Þetta kem- ur m.a. fram í fréttum erlendis frá. Flugleiðir virðast þó ætla að lifa kreppuna af. „Það er ekki síst vegna fyrirhyggju og hagræð- ingar í rekstri áður en kreppan skall á,“ segir Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða. Flugleiöir virðast ætla að Irfa kreppuna af vegna fýrírhyggju í flugvéla- kaupum og hagræðingar. Flugfélög á heljar- þröm! Breska dagblaðið „The Daily Tele- graph" birti nýverið frétt um það að tap á flugrekstri hafi numið 2.5 milljörðum dollara það sem af er þessu ári. Þá segir að þetta tap fylgi í kjölfarið á tapárinu 1990, en þá töpuðu flugfélög upphæð sem talin er nema um 2.7 milljörðum doll- ara. Ástæður taprekstrar eru sagð- ar vera almennur efnahagssam- dráttur og Persaflóastríðið þegar einn þriðji hluti viðskiptamanna hættu við fyrirhugaðar ferðir. Þá er og frá því greint að farþegum hafi fækkað um 11% í aprfl og maí á þessu ári miðað við sömu mánuði síðasta árs. Sagt er að þetta hafi leitt til verðstríðs á fargjaldamörk- uðum. Fréttir af flugfélögum á Norður- löndum virðast bera að sama brunni. Tímaritið „Stand-by“ flytur fréttir af flugmálum á Norðurlönd- um. í nýlegu tölublaði segir að stöðug undirboð séu í gangi í Dan- mörku. Þar hefur flugfélagið Luft- hansa auglýst verð sem er um 20 til 30% lægra en opinberlega er leyfi- legt. Þá er og sagt frá miklum erf- iðleikum SAS, sem hefur m.a. hætt við að fljúga til Asíu og draumur- inn um að verða eitt af stóru flugfé- lögunum sé lokið í bili. Hjá fínnska flugfélaginu Finnair virðist einnig hafa harðnað á daln- um og hefur það hætt flugi á flug- leiðum til Toronto og Los Angeles. Um þessa erfiðleika segir Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flug- leiöa, að tapið í flugrekstrinum séu engar nýjar fréttir, því greinin í heild hafi átt erfitt uppdráttar; það hafi samt verið misjafnt eftir flug- félögum. Hann segir Flugleiðir koma vel út úr fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Um annan ársfjórðung- inn segir Einar að hann lofi góðu miðað við síðasta ár, en lakari en félagið átti von á. Hann segir spár búast við um 4% aukningu næstu 3 til 4 mánuði miðað við síðasta ár. Einar segir árstíðasveiflu í rekstri Flugleiða vera gríðarlega. Yfirleitt segir hann tap vera á flugi á vet- urna, en tekjur félagsins myndist seinni hluta maí, júní, júlí, ágúst og september. Hann segir þessa mánuði ráða úrslitum um afkom- una. „Við sjáum það ekki núna hvernig afkoma ársins verður," segir Einar. Tapið nú er álíka og tíu ára gróði Nú berast þær fréttir af hluta- bréfamörkuðum að hlutabréf hafi fallið stórlega í verði að undan- förnu. í „The Daily Telegraph" er frá því greint að hlutabréf í flugfé- laginu KLM hafi fallið um 50% á markaðnum í Amsterdam og hlutabréf í Lufthansa um þriðjung á markaði í Frankfurt. Þá kemur og fram að við þessa erfiðleika hafi bæst stóraukinn kostnaður við að eiga flugvélar, í kjölfar aukins vaxtakostnaðar. Haft er eftir sér- fræðingi í flugmálum að mörg flugfélög glími við þessa miklu erf- iðleika á sama tíma og þau eru í óðaönn að bæta við flugflotann. Þessu til viðbótar má svo geta fréttar, sem birtist nýverið í breska dagblaðinu „Sunday Times". Þar er sagt að á síðustu sex mánuðum hafi flugfélög tapað meira fé en þau hafi grætt undanfarin 10 ár. Sagt er að flugfélög eigi möguleika á að fjármagna flugvélakaup upp á 100 milljarða dollara til aldamóta, en þörfin á endurnýjun flugflota fé- laganna sé metin á 450 milljarða dollara, þannig að mikið ber á milli. Þá er haft eftir sérfræðingi í þess- um málum, að þróunin muni verða í þá átt að fjárfestingarfélög muni eiga flugvélar sem þau leigi öðrum félögum, og því sé engin ástæða fyrir þau að eiga vélarnar sjálf. Um hlutabréf Flugleiða segir Ein- ar Sigurðsson að þau hafi farið hækkandi undanfarið og ekki væri annað að sjá en svo yrði áfram. Þá vék Einar að flugvélamálum og segir að nú sé sérstaklega dýrara að eiga eldri vélar, en áður var, vegna harkalegri reglna um viðhald þeirra. Hann segir því að endurnýj- un á millilandaflota Flugleiða hafi komið á besta tíma, því t.d. hafi vaxtakjörin, sem þeir fengu, verið miklu hagstæðari en fáist í dag. Einar getur þess einnig að þegar Flugleiðir keyptu vélar sínar árið 1987, hafi verð á nýjum flugvélum verið Iágt, því þá seldust þær illa. Þess vegna segir blaðafulltrúinn að félagið hafi keypt vélarnar á góðum kjörum. Hann segir að síðan hafi verðið hækkað, afslættir verk- smiðjanna minnkað og vaxtakjör stórhækkað. Þetta segir hann og hafa gerst í kjölfar þess að það tókst að selja gömlu vélarnar þegar verð þeirra var í hámarki. Einar segir að kaup vélanna og hagræðing í rekstri undanfarin tvö ár, t.d. með fækkun starfsfólks, hafí einnig orð- ið til þess að Flugleiðamenn voru vel undir það búnir að mæta sam- drætti og markaðsþrengingum. Einar álítur að á sama tíma hafi Evrópufélögin haft of mikinn kostnað miðað við tekjur. Hann segir að þessi félög hafi ekki farið að taka hart á þessu fyrr en þau Ientu í samdrættinum í kjölfar Persaflóastríðsins, þegar þúsund- um starfsmanna var sagt upp. Ein- ar kveðst ekki vilja hugsa þá hugs- un til enda ef Flugleiðir hefðu ekki sýnt fyrirhyggju og staðið ber- skjaldaðir gagnvart kreppunni sem reið yfir í vetur sem leið. Hann seg- ir að þá hefði orðið um gríðarlegan skell að ræða, sérstaklega í Norður- Atlantshafsfluginu. Einar bætir við að offramboðið í fyrra hafi jafngilt því að fjörutíu tómar 747-þotur hafi flogið yfir hafið á hverjum degi. Bandaríkjamenn sækja á Enn er vitnað í dagblaðið „The Daily Telegraph'1. Þar greindi ný- lega frá því að bandaríska flugfélag- ið United Airlines hygðist rúmlega tvöfalda ferðaframboð sitt til Or- lando úr 18 flugferðum í 47 á dag. Jafnframt segir í greininni að Unit- ed Airlines muni ná flugleyfi bandaríska flugfélagsins Pan Am frá London. Samkvæmt heimild- um Tímans hefur heyrst að United Airlines bjóði beint flug frá London til Orlando fyrir 199 sterlingspund, á sama tíma og Flugleiðir heimta af fslendingum um 800 pund fyrir venjulegt fargjald og yfir 300 pund á lægsta afsláttarverði. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir að miklar breyt- ingar eigi sér stað hjá bandarískum flugfélögum um þessar mundir. Hann segir t.d. að Pan American flugfélagið sé að detta út úr Atl- antshafsflugi og önnur, eins og Un- ited Airlines, séu að taka yfir, þann- ig að ekki sé um aukningu á heild- arferðum að ræða. Einar álítur að það virðist sem tvö bandarísk félög, þ.e. United Airlines og American Airlines, séu að taka yfir um það bil helminginn af Atlantshafsflugi. Hann segir því þróunina vera þá að á móti tveimur sterkum bandarísk- um flugfélögum séu að keppa mörg smærri evrópsk flugfélög. Einar bendir á að á vestur-þýska markaðnum hefur markaðshlut- deild bandarísku félaganna aukist úr 38% í 54% á tíu árum. Sam- þjöppun flugfélaga í fimm stór á Bandaríkjamarkaði, segir Einar hafa byrjað árið 1978, þegar innan- landsflug var þar gefið frjálst. Hann álítur að þetta hafi orsakað sterka stöðu þessara fáu flugfélaga í utanlandsflugi. Einari sýnist þetta hafa haft í för með sér aukna sam- keppni á Norður- Atlantshafsleið- inni og þar segir hann að ríki mik- ið offramboð. Um verð á ferðum United Airlines til Orlando segir Einar að mjög mismunandi fargjöld séu í gangi hjá bandarískum flugfélögum. Hann álítur að þar sé stundum um að ræða örfá sæti, sem séu mark- aðssett í auglýsingaskyni. Einar segir að þessi risaflugfélög eins og United Airlines eigi hægara um vik með að bera tap í tiltekinn tíma á einhverri tiltekinni leið, heldur en minni félögin. Hann bendir á að Flugleiðir hafi oft þurft að bera tap af flugi til Bandaríkjanna og segir að tapið hafi t.d. árið 1987 verið um 10 millj. dollara; það sé heldur minna núna, en sé samt verulegt. Lítið um afpantanir hjá ferðaskrifstofunum: Leiðir gott sumar af sér vondan vetur? Trausti Jónsson: Blíöviðrið hefur engin áhrif á sólarlandaferðir fleiri pantanir núna heldur en í fyrra. Hann sagði að straumurinn lægi aðallega til sólarlanda og fólk virtist ekki ætla sér að afpanta sólar- landaferðirnar, þó svo að næg sól hafi verið á íslandi það sem af er sumri. Hjá Samvinnuferðum-Landsýn fengust þær upplýsingar að ekkert hefði verið um afpantanir hjá ferða- skrifstofunni vegna góðs veðurfars hér á landi. Þar væru margir búnir að bóka sig í ferðir í júlí, ágúst og september. Flestir vildu fara í sólina á Benidorm og Mallorca, en einnig væri flug og bfll nokkuð vinsælt. -UÝJ Ekkert lát virðist á ferðalögum ís- val-Útsýn sagði að þessa dagana væri lendinga til útlanda, þrátt fyrir blíð- heldur rólegt á ferðaskrifstofunni. skaparveður hér á landi undanfarn- Hann sagði að lítið sem ekkert væri ar vikur. Tómas Tómasson hjá Úr- um afþantanir og til að mynda væru Ný samninganefnd Fjármálaráðherra skipaði í gær ur Þorsteliudóttír lögfræðingur, nýja samninganefnd ríldsins í Magnús Pétursson ráðuneytis- launamálum. Þessir sitja í samn- stjóri og Steingrímur Ari Arason, inganefndinni: Ágúst Einarsson aðstoðarmaður ráðherra. Ritari prófessor, sem jafnframt er for- nefndarinnar verður Sigrún V. maður nefndarinnan Birgir Guð- Ásgeirsdóttir deildarstjóri. jónsson skrifstofustjóri, Guðríð- GS. Engin tengsl þar á milli Blíðskaparveðrið, sem ríkt hefur að undanförnu, hefur verið mönn- um mikið umtalsefni og gefið tilefni til vangaveltna. Meðal þess, sem fólk hefur fyrir sér velt, er hvort svo gott veður að sumri til hljóti ekki að leiða af sér harðan vetur og er þá gjarnan vitnað í dæmi því til stuðn- ings. Árið 1880 var sumarið t.d. með afbrigðum gott, en þá var veturinn svo harður að mikill fjöldi íslend- inga fluttist til Ameríku í betra veð- urfar þar. Að sögn Trausta Jónssonar veður- fræðings eru engin tengsl milli góðs sumars og slæms vetrar og til eru dæmi um allt mögulegt í þessu sam- bandi. Og ekki hefur orðið vart við kipp í sölu á flugi til Ameríku aðra leiðina enn sem komið er. GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.