Tíminn - 12.07.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.07.1991, Blaðsíða 7
Föstudagur 12. júlí 1991 Tíminn 7 Þórarinn Þórarinsson: Heiðursmannasamkomulag Margt bendir til þess, aö Jón Baldvin hafl ekki áttað sig til fulls á hinu seinvirka kerfl EB þegar hann tók samkomulagið, sem hafði náðst við utanríkisráðherra þess, sem bindandi samkomu- lag, og lét Davíð Oddsson segja í fjölmiðlum að stórsigur hefði unnist í málinu, eða eiginlega einn mesti sigur í allri sjálfstæðis- baráttunni. Þessu var strax mótmælt af embættismönnum EB og varð Jón að viðurkenna það með því að játa, að aðeins hefði náðst heiðursmannasamkomulag. Heiðursmannasamkomulagið, sem Norðmenn höfðu gert við ut- anríkisráðherra EB, reyndist heldur ekki endanlegt, því að norsk nefnd hefur undanfarið rætt við nefnd frá Framkvæmda- ráði EB, sem hefur gert kröfur um mun meiri eftirgjöf af hálfu Norð- manna. Láti Norðmenn undan, mun Framkvæmdaráðið fela sömu nefnd, sem ræddi við Norð- menn, eða annarri að ræða við Jón Baldvin og gera meiri kröfur en hann hefur þegar lofað að fall- ast á. Ef Jón stendur sig, mun hefjast langt þóf í trausti þess að hann þreytist og láti undan. Jón Baldvin hefur sagt, að mjög erfitt sé að semja við EB. Skýringin er fólgin f skipulagi þess. Löggjafar- vald þess er í höndum tveggja stofnana, Ráðherraráðsins, sem skipað er ráðherrum þátttökuríkj- anna, og Framkvæmdaráðsins, sem skipað er embættismönnum EB. Framkvæmdaráðið hefur til- löguréttinn, en Ráðherraráðið hefur ákvörðunarvald. Það getur aðeins samþykkt það, sem Fram- kvæmdaráðið er búið að gera til- lögu um. Þar af Ieiðandi var sam- komulag Jóns Baldvins við utan- ríkisráðherrana marklaust, því að það byggðist ekki á neinum tillög- um frá Framkvæmdaráðinu. Væg- ast sagt var það heiðursmanna- samkomulag. Þessi reynsla af heiðursmanna- samkomulagi við fulltrúa EB spá- ir ekki góðu um framhaldið. Það er a.m.k. þörf fyrir, að Jón kynni sér betur hið flókna skipulag EB, því ekki er lengur treystandi á heiðursmannasamkomulagið. Það getur breyst víðar en í Viðey. Það er misskilningur, að utanrík- isráðherrar einir eigi sæti í Ráð- herraráðinu. Það fer eftir því um hvaða mál er fjallað. Það er hverju sinni skipað fagráðherra. Þannig mæta landbúnaðarráðherrar þeg- ar rætt er um landbúnaðarmál, sjávarútvegsráðherrar þegar rætt er um sjávarútvegsmál, fjármála- ráðherrar þegar rætt er um fjár- mál o.s.frv. Stundum mæta utan- ríkisráðherrar á fundum fagráð- herra. Talið er að landbúnaðar- ráðherrar og fjármálaráðherrar þurfi að mæta 10 sinnum á ári og utanríkisráðherrar álíka oft. Auk þess þurfa þeir stundum að mæta á fundum sérstakra nefnda. Líkur benda því til þess, að þeir Halldór Blöndal og Friðrik Sophusson verði um þriðjung ráðherratíðar sinnar í Brússel eins og Jón Bald- vin. Öll aðildarríki EB hafa stóra fastanefnd hjá EB. Hlutverk hennar er að fylgjast með málum heimalandsins hjá EB. Auk þess eru embættismenn að heiman oft kvaddir til ráðuneytis. Þar verða því nóg embætti fyrir þá hagfræð- Jón Baidvin Hannibalsson utan ríkisráöherra. inga, sem heima eru að búa til skýrslur um þann stórgróða, sem mun fylgja aðild að EB. En fleiri möguleikar eru til þess að fá embætti þær. Árið 1987 voru embættismenn á vegum Framkvæmdaráðsins taldir 15000 og hefur fjölgað síðan. Þar af voru 1500 við þýðingar og túlkun, því þýða verður bæði ræður og skjöl á mál hverrar þátttökuþjóðar. Tal- ið er, að með hverri þjóð, sem gerist aðili að EB, muni þýðend- um fjölga um 250. Það er ekki undarlegt þótt ýmsir hagfræðingar og sumir mennta- menn hugsi gott til glóðarinnar ef ísland gengur í EB. En ísiendingar eru ekki enn orðnir aðilar að efnahagssvæð- inu, þrátt fyrir mikinn áhuga Jóns Baldvins. Þó munu Spán- verjar sennilega fallast á tilboð hans, ef því fylgir að skip þeirra megi leita að ónýttum fiskteg- undum innan allrar fiskveiðilög- sögunnar, en þá reynast lítils- verðar stóryrtar yfirlýsingar Jóns um að aldrei skuli útlendingum leyft að veiða í hérlendri land- helgi. Enn er svo óráðið hvernig Evr- ópustefnan reynist í framkvæmd. Margt bendir til að þjóðernis- stefna reynist henni sterkari. í framtíðinni mun ríkjum fremur fjölga í Evrópu, en að þar verði aðeins eitt ríki. Allan starfstfma EB hafa staðið yfír miklar deilur innan þess. Strax á fyrsta fundi þess varð mikil deila, sem ekki er leyst enn. Hún var um það hvort heldur bæri að stefna að lauslega tengdu bandalagi eða einu sam- bandsríki. í seinni tíð hafa banda- lagsmenn undir forystu Margrét- ar Thatcher verið heldur að vinna á. Það er ekki ótrúleg spá, að þessi deila eigi eftir að valda miklum klofningi. Auk þess gæti stefna, sem kennd er við GATT, fengið aukið fylgi, og gert EB að miklu leyti óþarft. Gunnar Dal: Rætur evrópskrar hugsunar Appólonshofíö í Didyma hjá Miletas í Litlu-Asíu. Eyjamar á Eyjahafi vom flestar í byggð á steinöld. Eitthvað í menn- ingu þeirra var vafalaust fom arfur, en hann týndist fljótt í umróti nýrra tíma. Eyjamenningin er bylting, sem kemur að utan. Að sjálfsögðu ekki frá Grikklandi, því að þar ríkti enn á þessum tíma menningarleg fátækL Byggðir þar höfðu engin bein sambönd við borgarmenning- una í Asíu. Menningin barst síðar hægt inn í Grikkland frá þorpum á ströndinni. Eyjamar vom numdar að nýju frá Asíu. Inn á þær streymdu innrásarflokkar, sem fluttu menningu sína með sér. En vegna tíðra samskipta, þar sem menn velja og hafna á mismunandi vegu, skapaðist smám saman menning með eigin sérkenni. Þetta eyjafólk var sífellt að skiptast á vamingi og hugmyndum. Búsetu- skipti vom tíð og blóðblöndun mik- il. Tilhneiging eldri sagnfræðinga til að staðfesta djúp milli Asíu og Grikklands á aðrar rætur en hrein- fræðilegan áhuga. Menn höfðu ótal sinnum um árþúsundir verið að fara frá Asíu til grísku eyjanna og Grikklands og menn í Grikklandi stofna ótal sinnum litlar nýlendur í Asíu og Evrópu utan Grikklands. Að tala um Grikki eins og þeir væm þjóð sem er ólík fólki í TVrklandi og Vestur-Asíu em aðeins leifar af gömlum stórveldaviðhorfum. Hvaða menn byggðu Grikkland og grísku eyjamar? Og hver er menn- ing þeirra? Ibyrjun þessarar sögu má greina sex mismunandi tegundir af „grískri menningu". 1. TVójumenning. Hennar svæði er Asía alveg til Mysíu og hún ríkir á nokkmm eyjanna eins og Lesbos, Lemmos og Gallipólis. 2. Þrakíumenningin, sem ríkir að- allega í Marítzadalnum. 3. Makedóníumenningin í Make- dónfu og Þessalfu. Menningin í Þessalíu er ein elsta menning Grikkja. Hún er kennd við Seskló og er af austrænum uppmna. 4. Hellenska menningin. Hún er einkum á ströndum Þessalíu, í Mið- Grikklandi, Attíku og Pelópsskaga, Levkas og Iþöku. 5. Eyjamenningin í Eyjahafi, sem kemur að austan úr löndum borg- armenningar. 6. Krítarmenning, fyrsta borgar- menning Evrópu. Og hún kemur upphaflega frá Egyptalandi og Asíu. í þorpunum í Mið-Grikklandi, Makedóníu og Þrakíu ríkir sveita- menning. Menn rækta aldintré og vínvið ásamt matjurtum og korni. En á eyjunum og ströndum Eyja- hafsins tengist búskapur verslun og iðnaði. Iðnaðarmennimir vom ým- ist menn sem komu frá Asíu eða menn sem höfðu farið þangað til að læra listina. Árþúsundum áður en skráð heim- speki kemur fram í Grikklandi lá föst verslunarleið frá Eyjahafi til Svartahafs og þaðan til Mið-Evr- ópu. önnur verslunarleið lá frá Eyjahafi til Norður-Ítalíu og þvert yfir Evrópu til Suður-Jótlands. Þriðja leiðin Iá yfir Suður-Frakk- land til írlands og Suður-Englands. Kaupmenn Eyjahafsins versluðu líka við E1 Argar á Suðaustur-Spáni. Og á öllum þessum svæðum, alls staðar þar sem þessi verslun var stunduð, hófst borgarmenning. Annars staðar í Evrópu um 1500 f.Kr. ríkir fátækleg bændamenning. Hún er einkum á breiðu belti frá Englandi þvert yfir álfúna til Ka- spíahafs. En fyrir norðan þetta belti er enn veiðimannamenning. Hér er um að ræða mestan hluta Skandin- avíu, Finnland og Norður-Rúss- land. Heimspekin vex smám saman upp úr borgarmenningunni. Hún er ekki nauðsynlega grísk, hvorki í upphafi né síðar. Hún er alþjóðleg eins og borgarmenningin. Heim- spekileg hugsun er lengi að þróast um allan hinn gamla heim. Kaup- maðurinn og iðnaðarmaðurinn þurfa á rökhugsun að halda við stærðfræði og nýja tækni. En ÖNNUR GREIN stærðfræði, stjömufræði, landa- fræði og það að uppgötva tímann er undanfari heimspeki og að hluta upphaf heimspekilegrar hugsunar. Sama er að segja um þá íhygli, sem fylgir því að færa hugsun í letur, að finna upp hjólið og nota það. Allt þetta gerist á svonefndu tímabili goðsögunnar. Og þetta er vits- munaþróun, þróun rökhugsunar, sem gerist alls staðar í borgar- menningu. Tímabil goðsögunnar einkennist því ekki að öllu leyti af goðsögulegum skýringum, þó að þær séu fyrirferðarmestar. Bylting- in mikla, „Öxulöldin“, kemur ekki skyndilega. Hún er ávöxtur langrar þróunar. Öxulöldin er venjulega talin 5. öldin f.Kr., en raunar er hér um lengra tfmabií að ræða. Á Öxul- öld lýkur tímabili goðsögunnar og ný hugsun verður ríkjandi um allan hinn gamla heim. Þá koma fram í Kína Konfúsíus og Laó Tse. Á Ind- landi Gautama Búddha. í Persíu Zaraþústra. í ísrael gömlu spá- mennimir. Heimspekin í vestri er aðeins hluti af þessari öldu, sem rís um allan heim. Austurlensk trúarheimspeki, stóru trúarbrögðin, einkum trúarbrögð Gyðinga, og heimspekin eru sama aldan. Og saman hefur þetta þrennt mótað alla heimsmenningu síðar. í stuttu máli sagt: Heimspeki er al- þjóðlegt fyrirbæri, sem sprettur upp úr borgarmenningu, kaup- mennsku og iðnaði. Annað mál er það, að höfuðmiðstöð hennar varð Aþena, einkum eftir að Plató og Ar- istóteles stofnuðu þar skóla sína og ritum þessara stofnana var dreift um aldaraðir yfir alla heimsbyggð- ina. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að menning Evr- ópu, Hebrea og annarra Austur- landaþjóða eiga sér sameiginlegar rætur. Og nýjungar í hugsun koma ekki aðeins fram í Evrópu í byijun Öxulaldar. Nýjungar í hugsun komu fram um allan heim ef vel er farið ofan í smáa letrið. Sagt er einnig að trúin sé móðir heimspek- innar. Og auðvitað á heimspekin rætur sfnar að hluta í guðfræðileg- um hugmyndum. Þetta gildir jafnt um siðfræði, frumspeki (metafysik) og rökfræði. Siðfræðin í skóla Pý- þagórasar á Suður-Ítalíu, fyrsta heimspekiskóla Vesturlanda, fjallar um eldri guðfræðilegar hugmyndir. Frumspeki í tíð Platós og Aristóte- lesar er svo náskyld guðfræðilegum kenningum, að Aristóteles kallar það, sem menn síðar nefna meta- fysik, jöfnum höndum frumspeki og guðfræði. í hans augum eru þetta því náskyld fræði. Rökfræðin hefst einnig með guð- fræðilegri hugmynd um alheims- legt samræmi allra hluta. Þessi hugmynd var á grísku nefnd „log- os“, en af því orði er, eins og menn vita, orðið „lógik“ eða rökfræði dregið. Gríski heimspekingurinn Herakleitos, sem var uppi snemma á 5. öld f.Kr. og því eldri en Sókrat- es, er höfúndur orðsins. Hjá hon- um merkir logos upphaflega nán- ast sama og guð, eða sköpunar- máttur guðdómsins. Sá sköpunar- máttur var talinn birtast í alheimslegu samræmi allra hluta. Síðar fór orðið logos einnig að merkja stfl og málsgrein og loks orð. Rökfræðin á, eins og orðið lógik sýnir, rætur í þessu guðfræði- lega hugtaki. En benda má á að sömu hugmynd er að finna í kín- verska hugtakinu „taó“, sem merk- ir lög himinsins. Þetta þekkja menn úr „Bókinni um veginn". Táó þýðir eitthvað svipað og orðið lógos í hinni upphaflegu merkingu þess. Þetta þarf engan að undra vegna þess að ljóst er, að Herakleitos og höfundur „Bókarinnar um veginrí' ganga báðir í sömu hugmynda- smiðju og afla sér fanga úr enn eldri guðfræði. En ef við nú rekjum upphaf rökfræðinnar til þessa hug- taks, eins og ýmsir góðir menn hafa gert, þá virðist aðeins sann- gjamt að viðurkenna, að rökfræði hefst ekki alfarið í höfði „hvíta mannsins". Hugmyndir á þessum tíma eru fáar og úlfaldalestimar dreifa þeim auðveldlega um allan hinn gamla heim á skömmum tíma. Að eigna hinum „hvíta kyn- stofni" eingöngu upphaf heimspeki er meira í ætt við gamlan kynþátta- metnað en skynsamlega söguskoð- un.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.