Tíminn - 23.07.1991, Page 6

Tíminn - 23.07.1991, Page 6
6 Tíminn Þriðjudagur 23. júlí 19S Tíminri MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðanitstjóri: Oddur Óiafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason Skrlfstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavfk. Sími: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,- , verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Vandi Þorsteins Pálssonar Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefur sýnt það í yfírlýsingum sínum og embættisverkum til þessa, að hann ætlar fýrir sitt Ieyti að varast kollsteyp- ur í stjórn fiskveiðimála. Sjávarútvegsráðherra vill láta raunsæi ráða gerðum sínum. Hann viðurkennir að á síðustu 7-8 árum hafa þessi mál verið að mótast undir yfírstjórn fráfarandi sjávarútvegsráðherra, Halldórs Ásgrímssonar. Eins og jafnan þegar vel tekst til um löggjöf hefur þess ver- ið gætt á undanförnum árum að ná víðtækri sam- stöðu um lög og lagabreytingar á sviði fiskveiði- stjórnunar. Þá sögu þekkir Þorsteinn Pálsson. Heildstæð lög um fiskveiðistjórn voru sett 1984. Megingrundvelli hinnar fyrstu lagasetningar hefur verið haldið, en ýmsu breytt í einstökum atriðum eft- ir því sem reynslan gaf tilefni til. Fiskveiðilöggjöfín hefur því síður en svo verið óumbreytanleg og stöðn- uð, heldur endurskoðun háð án þess að meginundir- stöðu hennar væri raskað. Frá hvaða sjónarmiði sem málið er skoðað er það æskilegt í lýðræðisþjóðfélagi að eðlilegt samhengi í svo mikilvægri löggjöf, sem hér um ræðir, geti hald- ist. Nýjar ríkisstjórnir í lýðræðislöndum taka ekki við stjórnartaumum til þess að framkvæma byltingar. Lýðræðislegum stjórnarskiptum ráða aðrar aðstæð- ur. Það sem vel hefur gefíst á að halda sér. Þorsteini Pálssyni er ljóst að hann tekur við góðum arfí þar sem er mótun fiskveiðistefnunnar síðan 1984. Hann þekkir auk þess hvernig unnið hefur verið að þessari mótun. Hann veit og viðurkennir að Sjálf- stæðisflokkurinn á þingi hefur í raun stutt fiskveiði- stefnu Halldórs Ásgrímssonar í höfuðdráttum öll þessi ár. Hver sá sjávarútvegsráðherra, sem af raun- sæi tekst á við þessi mál, hefur ekki í önnur hús að venda. Þetta er Þorsteini Pálssyni ljóst og ber vitni góðri dómgreind hans. Sú staðreynd hins vegar að Sjálfstæðisflokkurinn hefur fimbulfambað um þessi mál í flokksþingsálykt- unum er komin til af þvf að vægja þurfti fyrir minni- hlutahópum um þessi mál í flokknum, sem sumir hverjir eru þó áhrifamiklir í heildarsamsetningu flokksins. Að þessu leyti hefur Sjálfstæðisflokkurinn svo „rúma“ stefnu í sjávarútvegsmálum að hún jafn- gildir því að vera engin stefna. Hún hefur flast út. Þegar svona stendur á um stefnumörkunina þarf engan að undra þótt aðalvandamál Þorsteins Pálsson- ar sé hvort hann fær að vera í friði fyrir samráðherr- um sínum, jafnvel forsætisráðherranum sjálfum, að ekki sé minnst á kratana sem ekki spara að lýsa yfir því að þeir ætli að krefjast þess af Þorsteini Pálssyni að hann taki upp veiðileyfastefnuna, þótt þeir viti að þá á sjávarútvegsráðherra ekki aðra undankomuleið, en að segja af sér. Að öðrum kosti er gengið á rétt hans. Spurningin er: Verður andstaða Þorsteins Pálssonar gegn veiðileyfastefnunni honum að falli? Ef til vill ekki. En sjávarútvegsráðherra er í vanda staddur gagnvart samstarfsmönnum sínum. Þeir ætla ekki að láta hann í friði. Drasl í fjörum Þrátt fyrir ítaricga alþjóðasamn- inga um losun úrgangs og eitur- efna f sjó cr enginn vafi á því að slíkar reglur eru þverinrotnar, svo að sorphaugamatur af allri hugs* anlegri gerð er fljótandi um allan sjóum aílan hebn og rekur á fjörur hvar sem þær er að finna, ekkert síður á afviknum stöðum þar sem sjaldan er stigið niður mannsfæti en á þéttbýlum og fjölfómum stöð- Hirðuleysi ísletulingar fara ekki varhluta af þessum brotum gegn lögum um mengun sjávar af mannavöldum. Hafi eitthvað dregið úr ruslrekan- um á íslenskum fiörum og sönd- um frá því sem verst var er það ekki svo mikið að yfirvöid geti strokið sér um kviðinn af ánægju af árangrinum. Og hafi íslenskir sjófarendur og strandbúar eitthvað tekiö sig á, þá er sú framför ckki endanleg. Þar stendur flest til bóta. Auðvitað eru íslendingar jafnsddr öðrum um að ganga sóðalega um sjóinn og sjávarstrendumar og þurfa strangt eftiriiL Mildð er gert úr því að eriend skemmtíferðasldp skilji eftir sig rusl á reki á íslensk- um hafsvæðum og skai ekki úr þvi dregið. En flotrusHð er auðvitað mest frá okkur sjálfum komiö. Það var td. athygllsvert að fulltrúar umhverfisráöuneytisins sðgðu á blaðamannafundl nýlega að olfu- mengun af gáleysi væri viðvarandi hér á landi. Síendurtekin olíu- mengunarslys eiga sér stað á fs- landi. Hvert einstakt slys er að vísu talið Irtið, en samtals era þau ekk- ert smáræði. I spor uppreisnar- manna af Bounty Breska fréttaritíð The Economist segir frá því í síöasta tölublaði að dýrafræðingur nokkur frá Háskói- anum í Cambridge hafi farið rann- sÓknarfth: til Pitcaimeyfa í Suðun Kyrrahafi (sem frægar eru fyrir það að þar settust að fyrir 200 ár- um uppreisnarmennimir af HJVI.S. Bounty og foidust þar í næstum 20 ár með suðurhafs- meyjum, æxluðust og enn búa þar afkomendur þeírra). En svo afskekktar og fámennar sem Pitcainieyjar eru, þá eru aðrar eyjar Suður-Kyrrahafsins þó ennþá fiarlægarí mannabyggðum helms- álfanna, enda tnargar óbyggðar og óbyggilegar. Það á m.a. við um smáeyna Acadíu sem er óbyggt eyðisker margar dagleiöir frá Pitca- im og mörg þúsund kílómetra frá næsta meginlandi. Þar eiga líf- fræðiugar eigi að síður von á heil- brigðu náttúrulífi. En Tim Benton frá Cambridge, viðurkenndum vís- indamanni, brá í brún þegar hann kom við á Acadíu og sá varla annað frásagnarvert úr náttúru eyjarinnar en þau ósköp af sjóreknu rusli sem þar var á fiöru. Þetta óbyggða sker í stórum og dreifðum skeijaklasa á fáfömum slóöum heimshafanna var þaldð af fiöruskít sem relrið hafði óravegu. Fjörusfcítur Breski náttúrufræöingurinn geröi nákvæma skýrslu um samsetnlngu ruslsins sem hann fann á rúmlega eins og hálfs kflómetra fiöru eyjar- innar, sem er álíka vegalengd eins og Langholtsvegur frá Kleppsvegi að Skeiðarvogi í Reykjavík. A þess- ari stuttu fiöru fann hann 953 manngeröa hluti þar sem öllu ægði saman, en mcst bará ýmsum dufl- um og hlutum úr þcim og margs konar fiöskum sem að stórum hluta voru undan áfengi. En meðal þcss sem hann telur upp em dósir undan diykkjarvörum og nlður- suðumat, plastdrasl hvers konar, skófatnaöur og leikfong, jafnvel öndunartæki handa astmaveikum. Það er m.ö.o. við því að búast að drasl af öllu tagi geti rekið á mann- laus eyðisker þúsundir mílna frá stóru meginlöndunum. Þetta segir auðvitað sitt um ástand soiphirðu- mála og vísar í rauninni alveg eins tll þess sem til fellur af rusH á landi semsjó. Mengun af sorpi og hættulegum efnutn er þegar oróið alvariegasta umhverfisvemdarmáHð. Glíman við það er ærið verkefni fyrir ráðu- neytí umhverfismála. Garri WM VÍTT OG BREITT M ; > : VITT UC BHclTT___ Skemmtun og ofbeldi Hinn geysivinsæli útiskemmti- staður Miðbærinn í Reykjavík slær hvert aðsóknarmetið af öðru og hálffullur strákur, sem glannast uppi á ljósaskilti undir morgun, dregur að sér meiri athygli en samanlagt létt- og þungarokk- gengið samanlagt á húnaverum og atlavíkum sumargleðinnar. Um síðustu helgi geggjuðust um 10 þúsund manns um Miðbæinn eftir næturlokun kránna og var glatt á hjalla. Borgarstjórinn okkar nýi tók upp háttu Harúns A1 Rashid, kalífa í Bagdad, að blanda geði við þegna sína og fór Markús Örn í lögreglu- fylgd um skemmtihverfið alræmda undir morgun aðfaranótt sunnu- dags í fylgd öflugs lögregluvarðar. Hann sá að margir voru fullir og komst heilu og höldnu heim. í gær ræddi borgarstjóri svo við lögreglustjóra um könnunarleið- angurinn og sá síðarnefndi heitir því að friða miðborgina að nætur- lagi. Ef það gengur eftir verður sami doðinn þar á næturnar og á daginn. Úr umferð Slagplan hefur verið gert og hér eftir verður „sérsveit" lögreglunn- ar send á furtana, sem verst láta, og þeir teknir úr umferð. Þá verða ekki eftir nema svo sem 9980 fylli- raftar á besta aldri á ferð um Mið- borgina, sem ekki komast þaðan þótt fegnir vildu, vegna skorts á leigubfium. Meðalvegalengd milli heimila Reykvíkinga og Miðbæjarins er 8- 15 kfiómetrar. Það getur því orðið tafsamt að ganga bara heim og miklu skemmtilegra að tryllast með hinum í Miðbænum en að leggja land undir fót í miðju svall- inu. Seinna á svo að bæta 20 lögreglu- þjónum við liðið, sem fyrir er, og þá verða nú ekki vandræðin að halda uppi lögum og reglu. Fjöldi bara og kráa í skemmti- hverfinu er hvergi í umræðunni. Sömu helgina og vanmáttugt lög- reglulið leiddi borgarstjóra í allan sannleika um þróun gömlu Reykjavíkur troðfylltust gjör- gæsludeildir Borgarspítala og Landspítala og öndunarvélar voru fengnar að láni á Landakoti til að halda lífi í þeim mannskap sem streymdi inn í gjörgæsluna. Þar voru á ferð fórnarlömb um- ferðarinnar. Hvert stórslysið rak annaö alla helgina og gjörgæslu- kvótinn í raun sprengdur, þótt starfsfólk spítalanna taki við öllum og hlúi að slösuðum eftir bestu getu þegar þörf krefur. Sömu helgina og borgarstjórinn í Reykjavík heimtar að lögreglu- stjórinn í Reykjavík haldi uppi lög- um og reglu á ölvuðum og rugluð- um útisamkomum miðborgarinn- ar, sem haldnar eru utan dagskrár, er sjálfur lífsháskinn á ferð í um- ferðinni. Hættulega ofbeldið Á sama tíma og borgarstjórinn tekur á sig rögg og heimtar að lög- reglustjóri haldi uppi lögum og reglu með sérsveitum og viðbótar- liði löggæslunnar, er í fullri alvöru uppi umræða um að hækka há- markshraða bfistjóraklaufanna allra og æða með hann upp í 110 km á klukkustund á vegum. Rökin eru þau að það sé hæfileg- ur hraði, enda „keyra allir á 110“, segja þeir sem þykjast vita. Enginn biður um löggæslu til að afstýra ótímabærum dauða og öm- urlegum örkumlum fjölda karla, kvenna og barna af völdum ólög- legrar umferðar. Enn síður þykir nokkru skipta allt það gífurlega eignatjón sem allt það dómgreind- arleysi veldur. Rúðubrot í Miðbænum eru tíund- uð í fréttum og nokkurra tugþús- unda tjón af þeim sökum er voða- legt. En milljarðatjón í umferðar- þvælunni er léttvægt. 110 km hraði á íslenskum vegum er fáránleg fjarstæða. Þar sem þessi hraði er leyfður í útlöndum eru vegir með allt öðru sniði en hér. Á íslandi eru vegir aðeins tvær ak- reinar, sitt í hvora átt, og ekkert bil á milli þeirra. Kantar utan slitlags ná hvergi bfibreidd. Það er óðs manns æði að aka á 90 km hraða á svona vegum, hvað þá meira. Ekki þarf önnur rök en yf- irfullar gjörgæsludeildir og tjóna- skýrslur til að kveða hugmyndina um meiri hámarkshraða í kútinn. Svo væri nauðsynlegt að upp risi valdamaður meðal vor, eins og borgarstjórinn í Reykjavík, og heimtaði lögreglustyrk til að halda uppi lögum og reglu í umferðinni og mætti gjarna senda „sérsveitir" á þá, sem hættulegastir eru, og mikið væri gott ef sá valdsmaður gerði einkunnarorð borgarstjóra að sínum, að ekki komi til mála að gefast upp fyrir ofbeldinu. Ofbeldið í umferðinni er margfalt meira en nokkru sinni í skemmt- anahverfinu í miðbæ Reykjavíkur. Fórnarlömbin eru til vitnis um það. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.