Tíminn - 23.07.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.07.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 23. júlí 1991 MiNNING Jón Finnur Kjartansson Fæddur 10. júní 1973 Dáinn 11. júlí 1991 Ástvinir þínir áðurgengnir mun þér á móti taka búa hvílu beygðu lífí þarsem andann ei mun saka. (Guðjón Finnur Davíðsson) Við sáum Jón Finn seinast þar sem hann var heima að setja saman hill- ur, sæll og glaður, en hann og mamma hans voru að koma á ný upp heimili sínu eftir að það brann í febrúar s.I. Nokkrum dögum seinna var hringt: Jón Finnur er dáinn. Þann tíma, sem þau voru að koma upp heimili sínu eftir brunann, bjó Jón Finnur hjá okkur. Þrír mánuðir liðnir áður en maður vissi af og ég hugsaði af hverju ég væri ekki orðin þreytt á þrengslun- um í íbúðinni og komst að raun um að það eru ekki þrengsli, heldur áhrif manneskjanna, sem skipta mestu máli. Hann hafði góð áhrif á okkur. Minning um mikinn eldhuga. Þeg- ar við þrifum íbúðina, sem við gerð- um yfirleitt á sunnudagsmorgnum, var ekki alltaf auðvelt fyrir strák að vakna sem hafði vakað frameftir. Addi fór inn, tók af honum sængina, og hann reif sig á fætur og ryksugaði af miklum eldmóð, fór svo iðulega og þreif bílinn sinn á eftir hátt og lágt. Svo var sungið í baði. Og mikið var hlegið þegar hann kom eitt kvöldið. Hann hafði fengið hjólið hans Adda lánað og nú átti að hjóla í vinnuna á hverjum morgni. Og það var ekki byrjað að æfa sig á stuttri vegalengd, heldur hjólað ný- vaknaður frá Laugarnesvegi upp brekkurnar upp í Efra-Breiðholt, þar sem hann vann í Gerðubergi. Sagðist hann hafa verið hálf veikur allan daginn, enda hjólið skilið eftir í vinnunni þann daginn. Jón Finnur missti vin sinn Sjonna þegar hann bjó hjá okkur, en hann var honum greinilega mikill missir. En svona er lífið, við fáum víst litlu um ráðið hve lengi við fáum að hafa þá hjá okkur sem okkur þykir vænt um. En minning um góðan dreng lifir. Við þökkum Jóni Finni fyrir sam- veruna og óskum honum alls góðs. Fjölskyldan Keldulandi 21. Kveðja Ertu að kveðja, elsku bróðir minn? Ertu að hverfa frá mér nú um sinn? Fæ ég ekki fylgd þína og hönd framhaldslífsins til á nýrri strönd. Égþakka, bróðir, þína samfylgd hér. Ég þrái að hún áfram fylgi mér yfír á næsta alkærleikans svið er mín líkamsaugu stöðvast við. (Guðjón Finnur Davíðsson) Addi Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Reykjavik 19. júlí tll 25. júlf er f Ingólfsapótekl og Lyfjaborgi. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl til kl. 9.00 að morgnl virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýs- Ingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefn- ar f sfma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags fslands er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Slnv svari 681041. HafnarQörður: Hafnarfjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á vlrkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akureyrf: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búða. Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýslngar em gefnar I slma 22445. Apótek Keflavfkur: Opið virka daga frá k. 9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al- mennafrldaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Oplð vlrka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Alnæmisvandlnn. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra, slmi 28586. Hjónaminning: Jóna Reynhildur Magnúsdóttir og Friðbert Guðmundur Guðmundsson Nokkur minningarorð um tengda- foreldra mína, Friðbert Guðmund Guðmundsson og Jónu Revnhildi Magnúsdóttur, bæði fædd á Isafirði. Þau bjuggu lengst af á Suðureyri við Súgandafjörð. Friðbert var fæddur 30.11.1900 og dáinn 27.11.1973. Jóna var fædd 12.01.1906 og dáin 11.07.1991. Ég giftist yngstu dóttur þeirra hjóna, Lilju. Fyrsta ferð mín á heimili tengda- foreldra minna var með strandferða- skipinu Esju frá Reykjavík til Suðu- re>;rar við Súgandafjörð. Ég verð að viðurkenna að ég var engin hetja á sjó, var venjulega orð- inn sjóveikur um leið og ég var kominn á bryggjuna. Mér leið nú samt þokkalega á leiðinni vestur og ógleymanlegt var að sjá vestfirsku fjöllin af sjó. Um leið og ég var kom- inn í land var eins og týndi sauður- inn væri kominn í leitirnar. Þannig verkaði staðurinn og fólkið á mig. Tengdaforeldrar mínir voru bæði harðduglegt fólk og vel gefið, sem Iögðu sig fram um að halda uppi myndarlegu heimili. Ég keypti fljótlega nýlegan Mosk- vitsbfl, '58 módelið, sem ég var mjög skotinn í. Nú skyldi reyna gripinn, leyfa honum að spreyta sig við vest- firsku fjöllin. Og næsta ferð fjöl- skyldunnar vestur var að fara ak- andi, það var um leið og vegurinn yfir Þingmannaheiði opnaðist. Ekið var um Þingvelli, Uxahryggja- leið, Tröllahálsinn reyndist ansi erf- iður, en upp drattaðist hann, og aldrei varð ég stopp þó tæpt stæði stundum. Ekki voru móttökurnar síðri þegar komið var í áfangastað, en ansi var mannskapurinn orðinn framlágur þegar þangað var komið. Friðbert og Jóna voru mjög ólík. Hann var eitthvert mesta ljúfmenni sem ég hef kynnst um ævina; hún frekar skapþung og veik fyrir hjarta. Friðbert stamaði örlítið, og þótti sopinn góður og karlinn var stund- um í glasi. Þá liðkaðist heldur betur um málbeinið á mínum. Jóna átti við nokkur veikindi að stríða síðustu árin, sem ekki er mik- il ástæða til að fjölyrða um. En þar sýndi sig að Jóna Magnúsdóttir, tengdamóðir mín, var engin kveif. Eg bið fjölskyldunni blessunar Guðs og hlakka til endurfundar við tengdaforeldra mína. Selfossi, 16. júlí 1991 Gunnar Guðmundsson Læknavakt fyrir Roykjavik, Soltjamamos og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavlkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar- dögum og helgidögum allan sólarhringinn. Á Scltjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokað á sunnudögum. Vitjanabeiðnlr, símaráðleggingar og timapant- anir I sfma 21230. Borgarspftallnn vakt frá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fölk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyflabúðir og læknaþjónustu erugefnar I slm- svara 18888. Ónæmisaðgerðlrfyrirfulloröna gegn mænusótt fara fram á Hoilsuvemdarstöð Reykjavfkur á þriðjudögum Id. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Garðabær: Heilsugæslustööin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, sfmi 656066. Lækrravakt er I slma 51100. Hafnarfjöröun Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Simi 40400. Keflavfk: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Slmi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sálfræðilegum efnum. Sfmi 687075. Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kí. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Gísli Sigurðsson Fæddur 26. júní 1926 Dáinn 14. júh' 1991 Frétt um andlát Gísla Sigurðssonar kom mér á óvart Ég hafði brugðið mér úr byggð og las um andlátiö í blöðum á útfarardaginn. Með honum er genginn einn af samferðamönnun- um, sem skilja eftir sig spor. Gísli var næmur, þekkti vel umhverfi sitt og fylgdist náið með hræringum í lands- málum. Þyrftu menn að fræöast um gang atvinnulífs og almannahag á Seyðisfirði, var óhætt að treysta Gísla. Vegna starfa sinna kynntist hann hvoru tveggja náið. Þar við bættist eðl- Seyðisfirði islæg góðvild hans og samstaða með þeim sem höllum fæti standa í lífsbar- áttunni. Hann var einlægur sósíalisti og vinstri maður í lífsskoðun. Þeirri sann- færingu fylgdi hann eftir í starfi á fé- lagsvettvangi. Hann tók virkan þátt í starfi Alþýðubandalagsins á Seyðisfirði allt frá stofnun þess. í tvö kjörtímabil, 1966-74, sat hann í bæjarstjóm Seyð- isfjarðar sem fulltrúi Alþýðubanda- lagsins og varabæjarfulltrúi var hann 1982-86. Hann starfaði mikið í nefnd- um á vegum Seyðisfjarðarkaupstaðar og naut almennrar virðingar, óháð því hvort menn voru samherjar hans eða andstæðingar í stjómmálum. Þess ut- an vann Gísli mikið að félagsmálum, m.a. í Lionsklúbbi Seyðisfjarðar. Ég kynntist Gísla og konu hans Guð- borgu Sigtryggsdóttur fljótlega eftir að ég byrjaði að starfa sem liðsmaður innan Alþýðubandalagsins á Austur- landi. Leiðir okkar lágu saman í heim- sóknum mínum til Seyðisfjarðar og á fundum kjördæmisráðs, þar sem Gísli var oft fúlltrúi. Ég held hann hafi verið hlédrægur að eðlisfari, en þegar hann kvaddi sér hljóðs lögðu menn við hlustir. í fari hans blönduðust saman alvara og græskulaus kímni. Alltaf var gott til hans að leita og á það reyndi oft í störfum mínum sem þingmaður. f--------------------------------- -------------------------------------------\ 1Í Sendum öllum ættingjum og vinum hjartans þakkir fyrir hlýhug og vináttu við andlát og útför Ahugi hans og áhyggjur beindust mjög að atvinnumálum í heimabyggð- inni. Þekking hans á sjávarútvegi var náin, bæði sem sjómanns fyrr á árum og síðar sem bókhaldara með yfirsýn yfir sveiflur í afkomu fólks og fyrir- tækja. Gísli sat um árabil í yfirkjörstjóm Austurlandskjördæmis, tilnefndur af Alþýðubandalaginu, og var endurkjör- inn af Alþingi í það trúnaðarstarf síð- astliðið vor. Síðasta samtal okkar tengdist einmitt ósk minni um að hann gegndi því áfram. Með fráfalli Gísla sjáum við félagar hans á bak góð- um og ósérhlífrium liðsmanni. Gísli er dæmi um atorkumann sem skilar miklu ævistarfi, þrátt fyrir að hann gengi ekki alltaf heill til skógar. Þeim málum flíkaði hann ekki út á við, en eigin þrautseigja og stuðningur konu hans og mannvænlegs bama- hóps þeirra dugðu honum vel til loka. Öllum hans nánustu sendi ég samúð- arkveðjur. Hjörieifur Guttormsson -------------------------------\ Jóns Jónssonar Bogabraut 24, Skagaströnd Guð blessi ykkur öll. María Magnúsdóttir og fjölskylda Utför Þorsteins Jónssonar á Úlfsstöðum verður gerð frá Reykholtskirkju föstudaginn 26. júlí kl. 14.00. Vandamenn Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát föður míns, tengdaföður, afa og langafa Gríms Ögmundssonar bónda, Syðri-Reykjum, Biskupstungum Sérstakar þakkir til Ingibjargar Jóhannsdóttur, Blesastöðum, og starfsfólks Ljósheima, Selfossi. Grétar B. Grímsson Grímur Þór Grétarsson Sigurður Ó. Grétarsson Guðmundur H. Grétarsson Ingibjörg R. Grétarsdóttir Dagný Rut Grímsdóttir Lára Jakobsdóttir Ingibjörg Sigurjónsdóttir Gyða Halldórsdóttir Áslaug Sigurbjargardóttir Sigurgeir Guðjónsson og langafabörn Sængurkvennadelld: Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30- 20.30. Barnaspltali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga Öldrunarlækningadeild Landspltal- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu- lagi. - Landakotsspítali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartimi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borgarspitallnn (Fossvogi: Mánu- daga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðlr. Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvlta- bandlð, hjúkrunardeild: Heimsóknartími frjáls alla daga. Grensásdelld: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnudaga kl. 14-19.30. - Hellsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæöingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspftall: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadelld: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshæliö: Eftirumtali og kl. 15til kl. 17 á helgidögum. - Vífllsstaðaspitali: Heim- sóknartimi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - SL Jósepsspftali Hafnarflrði: Alla daga kl. 15-16 00 19-19.30. Sunnuhlfð hjúkmnarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartlmi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavfkurlæknishéraðs og heilsugæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólar- hringinn. Slmi 14000. Keflavfk-sjúkrahúsið: Heimsóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátiðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyrl- sjúkrahúsið: Heim- sóknartími alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00- 20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofuslmi frá kl. 22.00- 8.00, sími 22209. Sjúkrahús Akra- ness: Heimsóknartími Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Slðldcvilið - Lögregla Reykjavik: Neyðarsími lögregiunnar er 11166 og 000. Seltjamames: Lögreglan slmi 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið slmi 11100. Kópavogur: Lögreglan slmi 41200, slökkviliö og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan slmi 51166, slökkvi- lið og sjúkrabifreið simi 51100. Keflavík: Lögreglan simi 15500, slökkviliö og sjúkrablll slmi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjan Lögreglan, simi 11666, slökkvilið simi 12222 og sjúkrahúsið slmi 11955. Akureyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreið simi 22222. Isafjörður: Lögreglan sími 4222, slökkvilið slmi 3300, brunasími og sjúkrabifreið slmi 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.