Tíminn - 23.07.1991, Qupperneq 7
Þriðjudagur 23. júlí 1991
Tíminn 7
VETTVANGUR
Daníel Ágústínusson:
Kaffipokaræða forsætis-
Er hún fyrirboði
| I ■Cl Þess sem koma skal?
íslendingar biðu ræðu forsætisráðherra með eftirvæntingu 17. júní
s.l. Nýr maður var kominn í stólinn. Gunnreifur og glaðbeittur eftir
kosningasigurinn og myndun Viðeyjarstjórnarinnar. Maður ungur
að aldri og auk þess orðaður við yrkingar. Hver var andagift hans
þegar á hólminn var komið? Hver var fagnaðarboðskapur hans til
þjóðarinnar og framtíðarsýn á þessum dýrðardegi? Aldrei talar sag-
an og landið betur tíl þjóðarinnar en 17. júní. Það er lítíll íslending-
ur sem fínnur ekki fyrir þjóðernistílfínningu þennan dag, og ber
jafnframt í bijósti þakkarhug til þeirra manna sem best dugðu f
sjálfstæðisbaráttunni. Ekki létu veðurguðimir sitt eftir liggja. Þetta
var sólríkastí júnímánuður í 50 ár. Fegurð daganna gat verið um-
gjörð að háleitum boðskap á helgri stund. Það var mikil ástæða tíl
gleði og bjartsýni. En hvað skeður?
Vonbrigðin urðu mikil
Það er almannarómur að aldrei
hafi nokkur forsætisráðherra flutt
lágkúrulegri ræðu þann 17. júní
frá því lýðveldið var stofnað 1944.
Fyrri helmingur hennar var sam-
felidur áróður fyrir tengingu fs-
lands við EB og nauðsyn þess að
takmarka eigin sjálfstæði. Síðari
hlutinn var um nokkrar konur sem
hnupluðu kaffipokum í opinberri
stofnun og voru síðan reknar úr
starfi nokkru fyrir jólin, sem þá
fóru í hönd. Söguburður þessi og
ekki síður hvemig lagt er út af hon-
um ber vott um slíka lágkúru og
smekkleysi að til einsdæma má
telja. Þetta er í annað skipti sem
hann kemur af stað lúalegum sög-
um um starfsfólk Reykjavíkurborg-
ar. Fræg er sagan um þvottakon-
una sem hann rak fyrir notkun á
einkasíma sínum í skrifstofu borg-
arinnar.
Fyrirlitning á at-
vinnulífinu
Svo lágkúmleg sem sagan er um
stolnu kaffipokana, þá er útlegging
ráðherrans hálfu verri. Hún ber
vott um dæmalausa vanþekkingu á
atvinnulífinu og jafnvel fyrirlitn-
ingu. Hann notar hnupl á kaffipok-
um sem mælikvarða á aðgerðir
stjórnvalda á síðustu ámm til varn-
ar gjaldþrotum og stórfelldu at-
vinnuleysi. Þetta tvennt telur hann
hliðstætt. Hvað skyldu fomstu-
menn þeirra 250 fyrirtækja segja
sem Atvinnutryggingarsjóður forð-
aði frá stöðvun haustið 1988? Marg-
ir þeirra hafa á undanförnum mán-
uðum verið aðbirta niðurstöður úr
reikningum fyrirtækja sinna fyrir
árið 1990. Þetta em fyrirtæki í
verslun, iðnaði og fiskvinnslu víðs-
vegar um landið. Þetta er fyrsta árið
um langt skeið sem nokkur tekjuaf-
gangur kemur fram. Öllum ber
saman um það að fyrir aðgerðir
stjórnvalda hafi rekstrarskilyrði far-
ið batnandi 2 s.l. ár.
Það er með öllu óskiljanlegt að
ráðherra skyldi telja það áhuga-
verðasta boðskap sinn til þjóðarinn-
ar að hann hefði rekið nokkrar kon-
ur úr starfi hjá borginni fyrir hnupl
á kaffipokum. Jafnvel þótt þetta eigi
að vera aðvömn til starfsmanna rík-
isins var útleggingin alveg fáránleg,
enda hlotið almenna fordæmingu.
Meira að segja Morgunblaðið gaf
henni einkunn sem eftir var tekið.
Vitnisburður
Hreggviðs
Maður er nefndur Hreggviður og
er Jónsson. Hann var á síðasta ári
20. þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins. Hélt margar ræður og skrifaði
ótal greinar í Mbl. Töldu ýmsir að
þama væri kominn foringi, sem
hæfði Sjálfstæðisflokknum og þar
með væm þau vandamál leyst
næstu árin. En Adam var ekki lengi
í Paradís. í prófkjöri flokksins í
Reykjaneskjördæmi á s.l. vetri var
hann kolfelldur af flokksmönnum
sínum. Hann ætlaði einmitt að
verða þingmaður Kópavogs, sem
átti engan að. Hreggviður taldi sig
eiga þetta inni sem endurgjald fyrir
skömlega þingmennsku og mörg
önnur störf í þágu flokksins, eftir að
Borgaraflokkurinn var kvaddur.
Hann fann strax sökudólginn að
ófömm sínum. Það var Mbl.
Að leikslokum skrifaði Hreggviður
um þetta ítarlega grein í Mbl. Það
hefði alltaf birt ræður sínar og
greinar á öftustu síðum blaðsins.
Hitt hefði þó verið enn verra.
Greinar sínar hefðu alltaf birst
neðst á vinstri síðu. Þar liti enginn
á nokkurt lesmál. Allt þetta hafði
Hreggviður rannsakað mjög gaum-
gæfilega. Hann sagði það venju
Mbl. að koma þama fyrir lesmáli,
sem blaðið teldi lélegt eða það væri
á móti höfundunum. Með þessu
háttalagi hefði Mbl. kveðið upp pól-
itískan dauðadóm yfir sér. Hann
sagði miðopnuna besta staðinn í
blaðinu. Þar væm líka stöðugt birt-
ar greinar Þorsteins, forsetans og
jafnvel Steingríms.
Það fór ekkert á milli mála að kaffi-
pokaræða Davíðs fór mjög fyrir
brjóstið á Mbl. Þar finnast stjórn-
endur með þjóðemistilfinningu,
skilning á sögu og bókmenntum
þjóðarinnar og hug hennar til 17.
júní. Auðvitað fannst þeim ræða
Davíðs ekki hæf til birtingar. Hins-
vegar erfitt að kasta henni í blaða-
körfuna. Miðopnan kæmi hreint
ekki til greina. Nú vom góð ráð dýr.
Mbl. notfærði sér vísindalega rann-
sókn Hreggviðs og birti ræðuna á
bls. 54, sem var aftasta opnan í Mbl.
þann 19. júní s.l. Að sjálfsögðu var
hún birt neðst á vinstri síðu, svo
uppskrift Hreggviðs væri nákvæm-
lega fylgt.
Nokkm síðar birti Mbl. grein eftir
einn af máttarstólpum Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík og virtan lög-
fræðing, sem ekkert fór leynt með
andúð sína á kaffipokaræðu Davíðs.
Hann átti þá ósk heitasta að það
kæmi aldrei aftur í hlut Davíðs að
ávarpa þjóðina 17. júní. Svo ræki-
lega hefði hann orðið sér til
skammar. Sú grein var birt á mjög
góðum stað í blaðinu og vakti mikla
athygli.
Álafossmálið
í júní urðu miklar umræður um
vandamál Álafoss. Hún tengdist
jafnframt því hvort 600 /oenn víðs-
vegar um landið héldu atvinnu
sinni. Fomstumenn Akureyrar og
Mosfellsbæjar héldu langa og
stranga fundi, enda vinna um 400
menn hjá Álafossi frá þessum
tveimur kaupstöðum. Á fimdum
þessum var lagt hart að forsætis-
ráðherra að kynna sér málið og
koma fyrirtækinu til bjargar. Hann
fól 3 frjálshyggjustrákum, sem
skráðir vom sem aðstoðarmenn
ráðherra eftir kosningamar, að
gera skýrslu um fjármál Álafoss.
Formaður var Hreinn Loftsson, að-
stoðarmaður Davíðs.
Eftir 1-2 daga kom greinargerðin.
Þetta tók engan tíma, enda hafði
Davíð ákveðið niðurstöðuna fyrir-
fram. Hún var í stuttu máli þessi:
Álafoss hefur fengið frá stofnun
1988 aðstoð í lánum og ábyrgðum
frá ríkinu eða sjóðum þess kr. 2,4
milljarða. Davíð greip tölu þessa
fegins hendi og veifaði henni
óspart framan í fjölmiðlafólkið og
sagði: Er ekki nóg komið?
Kattarþvottur
Forvígismenn Álafoss komu alveg
af fjöllum er þeir heyrðu töluna 2,4
miíljarðar og sögðu hana ekki í
samræmi við bókhald verksmiðj-
unnar. Hér hlyti málum að vera
stórlega blandað. Þá kom í ljós að
strákamir 3 tóku öll lán og ábyrgð-
ir, sem ÁJafoss fékk fyrir sameining-
una 1988, og bættu því við lán þau
sem núverandi félag hefur tekið.
Allt var síðan framreiknað til verðs-
ins í dag — með vöxtum og verð-
bótum — síðan var einhverju bætt
við svo talan gæti sem best þjónað
þeim ásetningi Davíðs að gera Ála-
foss gjaldþrota. Þar með kvað hann
upp sinn dauðadóm yfir fyrirtæk-
inu og taldi frekari athugun óþarfa.
Þegar fréttamenn spurðu aðstoð-
armann Davíðs í hverju sá mis-
munur lægi sem fram kæmi í
skýrslu þeirra um Álafoss og fúll-
yrðingar stjórnarinnar um skuldir
verksmiðjunnar, sagði hann eitt-
hvað á þessa Ieið: Stjómendur Ála-
foss hafa að undanfömu stundað
ullarþvott. Nú hafa þeir tekið til við
kattarþvott.
Það mun sem betur fer mjög fátítt
að opinber starfsmaður eins og
Hreinn Loftsson svari spurningum
í máli, sem snertir atvinnu 600
manna víðsvegar um landið, með
lélegum aulabrandara. Vandamálið
er ekki krufið til mergjar. Það er bú-
in til snöggsoðin reykbomba.
Henni er kastað fram við frétta-
menn í blekkingarskyni. Aðstoð við
Álafoss gat þýtt á máli Davíðs þjófti-
aður á milljónum kaffipoka. Svar
Hreins var því mjög í samræmi við
hugsunarhátt Davíðs. Hroki og yfir-
læti auk fullkominnar vanþekking-
ar á vandamálum atvinnulífsins.
Hvar eru þeir 8?
Reykjaneskjördæmi hefur 11 þing-
menn og farið að tala um nauðsyn
þess að sækja þann 12. norður í
land, svo hagsmunir kjördæmisins
verði ekki fyrir borð bomir.
Bæjarstjóm Mosfellsbæjar kallaði
þingmenn sína á fund og bað þá
koma í veg fyrir að 200 íbúar bæjar-
ins misstu vinnu sína samtímis.
Lítið er vitað um svör þeirra. Af
þeim em 8 stuðningsmenn ríkis-
stjórnar Davíðs og 2 þeirra eiga þar
sæti. Hitt virðist alveg augljóst að
þeir gátu engum vörnum við kom-
ið. Hitt hefði þó verið næsta eðlilegt
að skuldamál Álafoss hefðu fengið
faglega meðferð hæfra manna, sem
jafnframt hefðu kynnt sér áætlanir
um rekstur í næstu framtíð miðað
við þá sölusamninga, sem fyrir
lágu. Þingmennimir 8 sættu sig við
reykbombu Davíðs — svo stór-
mannlegt sem það var — og gjald-
þrotið reið yfir samkvæmt áætlun.
íslenskur ullariðnaður er enginn
nýgræðingur í atvinnulífinu. Hann
hefur verið stundaður í aldir með
ýmsum hætti. Það er ekki langt síð-
an hann var drjúg útflutningsvara
og skapaði mikla atvinnu um land
allt. Hver getur fullyrt að sá tími
komi ekki aftur? Hefur þjóðin efni á
því að glata þeirri þekkingu sem
hún býr yfir í þeirri grein?
Landsbankinn tekur
reksturinn
Mál skipuðust síðan þannig að
Landsbanki íslands tók Álafoss á
leigu til næstu áramóta og lætur
m.a. vinna upp í þá samninga, sem
gerðir hafa verið við erlenda kaup-
endur. Bankinn telur hagsmunum
sínum betur borgið með þeim
hætti en setja allan rekstur undir
lás og slá, eins og Davíð lá svo á.
Þetta bendir ótvírætt til þess að
ástandið sé ekki jafn vonlaust og
ríkisstjórn Davíðs úrskurðaði. Það
em því hrein afglöp að fá ekki hæfa
menn til að gera úttekt á fyrirtæk-
inu.
Skopparakringlan fer
af stað
Það er kaldhæðni örlaganna að
sömu dagana og Davíð rekur Ála-
foss út í gjaldþrot og sviptir 600
menn atvinnu sinni, opnar hann
stærsta vínveitinga- og skemmti-
stað sem byggður hefur verið á ís-
landi, sér til lofs og dýrðar. Skopp-
arakringlan á Öskjuhlíðinni kostar
jafn mikið og Blönduvirkjun, sem
eykur orkuframleiðslu þjóðarinnar
um 14%. Hver verður arðsemin af
skopparakringlunni? Hún er byggð
fyrir skattpening þeirra, sem skipta
við Hitaveitu Reykjavíkur, og fæst
aldrei endurgreidd eftir því sem
hitaveitustjórinn hefur upplýsL
Hún verður hrein afæta á atvinnu-
vegum þjóðarinnar.
Af kunnugum er fullyrt að
skemmtistaðir í Reykjavík séu þeg-
ar of margir og skopparakringla
Davíðs eigi eftir að framkalla fjölda
gjaldþrota á næstunni. Eigendur
annarra skemmtistaða verða að
greiða sjálfir stofnkostnað sinn.
Hér lætur Davíð taka 1,5 milljarð af
viðskiptamönnum hitaveitunnar í
Reykjavík og nágrannabæjum án
þess að þeir séu um það spurðir. Er
hægt að sýna einkaframtakinu
meiri fjandskap og fyrirlitningu?
Hvað skyldi skattpíning Davíðs á
hitaveitunotendum gera marga
kaffipoka? Og hvað skyldi skemman
þurfa að vera margir rúmmetrar
sem hýsir þá? Ég er hræddur um að
hnuplið hjá konunum hjá Reykja-
víkurborg verði smávaxið í þeim
samanburði.
Áburðarverksmiðjan í
burtu
Þegar eldar loguðu utan á áburð-
arverksmiðjunni í fyrravor lét Dav-
íð borgarstjóm samþykkja tafar-
lausan flutning á verksmiðjunni út
úr borginni. Hann þurfti ekki að
láta neina rannsókn fara fram frek-
ar en með gjaldþrot Álafoss. Allt
vissi hann sjálfur. Þótt 150 manns
misstu atvinnu sína skipti það engu
máli. Einu andmælin, sem komu
fram, voru frá Jóhönnu félagsmála-
ráðherra og Guðmundi G. Þórar-
inssyni alþm., sem vildu láta gera
faglega afhugun á orsökum brun-
ans, en höfnuðu fljótræðislegum
ákvörðunum. Það kom svo síðar í
ljós að hér var engin hætta á ferð-
um. Verksmiðjan mun því standa á
sínum stað um ókomna framtíð.
Samþykkt borgarstjómar Reykja-
víkur, skv. tillögu Davíðs, mun
einnig standa sem vitnisburður um
fljótfæmislega ákvörðun og dóm-
greindarleysi.
Atvinnulífið er
grundvöllurinn
Grundvöllur allra framfara er
blómlegt atvinnulíf. Það er tómt
mál að tala um velferðarríki og
framfarir, ef atvinnumálin og fram-
leiðslan em ekki í réttum farvegi.
Atvinnuleysið er mikil meinsemd
sem getur haft ískyggilegar afleið-
ingar. Stjóm sú, sem tók við á
haustnóttum 1988, skildi þetta og
lagði höfuðáherslu á að bjarga at-
vinnuvegunum frá hruni. Þá blasti
ekki annað við. Þetta tókst vonum
betur. Jafnframt var slegið á verð-
bólguna svo hún komst í eins stafs
tölu. Slíkt hafði ekki skeð í áratugi.
Á stuttum valdaferli sínum hefur
Davíð Oddsson sýnt alþjóð að hann
þekkir ekki einfaldasta lögmál at-
vinnulífsins. Hann hefur farið
háðulegum orðum um störf fyrr-
verandi stjórnar í atvinnumálum,
eins og kaffipokaræða hans 17. júní
sannar best. Gjaldþrot em að hans
skapi. Atvinnuleysi skiptir hann
engu máli. Hann veður uppi í fjöl-
miðlum með skæting og digur-
mæli í garð þeirra, sem lagt hafa fé
og jafnvel ævistarf sitt í ýmsan at-
vinnurekstur eins og rækjuvinnslu
og fiskvinnslu. Sakar þá um rangar
fjárfestingar og óstjóm, án rök-
stuðnings. Slíkur er háttur götu-
stráka. Það var því ekki að furða
þótt einn af forvígismönnum
rækjuvinnslunnar, Halldór Jóns-
son á Hvammstanga, segði við
fréttamenn á dögunum að Davíð
Oddsson hefði með fyrrgreindum
ummælum afhjúpað fávisku sína í
máleftium rækjuvinnslunnar.
Kaftipokaræðan 17. júní, sem gekk
fram af þjóðinni og Mogganum
varð óglatt af, var aðeins fyrirboði
þess sem koma skal. Sjálfstæðis-
flokkurinn ber ábyrgðina.